Tíminn - 12.07.1950, Page 4

Tíminn - 12.07.1950, Page 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 12. júlí 1950 149. blaff ff Margt býr í þokunni : áá Niðurlag. VI. Skrif Morgnnblaðsins um samvmmimál Senn er komið að kjarna þessa máls, ástæðurnar til þess, að Mbl. hefir þótt nauð syn til bera að Mtefja herferð þessa. Mbl. segir um kröfur þær til réttlætis, sem Fram- sóknarfloljkurinn hefir gert fyrir hönd kaupfélaganna: „Hann hefir krafist þess, að þau fengju einokunaraðstöðu um alla verzlun í landinu“. Og hvernig voru þá þessar kröfur Framsóknarflokksins um „einokunaraðstöðu“ til handa kaupfélögunum? Mbl. svarar þvi sjálft með þessum orðum: „Síðast nú fyrir nokkrum mánuðum lögðu Framsóknar menn kapp á að koma fram löggjöf á Alþingi, þar sem á- kveðið skyldi, hve hár hundraðshluti af innfluttum | vörum skyldi kom í hlut sam i vinnufélaganna". Þar kom það! í verzlunar- frumvarpi Framsóknar- manna fólst hvorki meira né' minna en „einokunarað- staða“ til handa kaupfélögun um „um alla verzlun í land- inu“! Heyr undur mikið! En hver er sannleikurinn í þessu máli? VII. Á árunum 1948 var ungum iögfræðingi, sem fylgt hefir Sjálfstæðisflokknum að mál- um, falið að framkvæma ná- kvæma rannsókn á því, hversu margir félagsmenn raunverulega væru í kaupfé- lögum innan Sambands ísl. samvinnufélaga og hve margt fólk þeir hefðu á framfæri sinum að sjálfum sér með- töldum. Lögfræðingurinn fór víða um land í þessu skyni og vann verk sitt af mikilli samvizkusemi . M. a. gekk hann úr skugga um, að þeir, sem eru í fleiri en einu félagi, væru hvergi taldir nema einu sinni. Niðurstaða rannsóknar innar var sú, að í sambands- félögunum væru þá rúmlega 27 þúsundir félagsmanna, og að á framfæri þeirra væru 89 þúsundir manns (um3,3 á fé lagsmann) eða 67% af allri þjóðinni. — Síðan hefir fé- lagsmönnum enn farið fjölg- andi. Nú er gjaldeyrisskortur í landinu og innflutningshöft á öllum erlendum vörum. Kaup félögin hafa ekki óskað þeirra innflutningshafta heldur hafa þau verið lögfest af þjóð arnauðsyn til að innflutnings verzlunin færi ekki á ringul- reið, og innflutningur brýn- ustu nauðsynja stöðvaðist ekki með öllu. Opinber yfir- völd skipta gjaldeyrinum, og einhvernveginn verða þau að fara að því að framkvæma þessa skiptingu. Er skipting in framkvæmd á þá leið, að kaupfélögin, sem áttu að geta séð 67% af þjóðinni fyrir nauðsynjavörum, fengu ekki ekki nema 20—30% af innflutningi ýmsra helztu vara, svo sem vefnaðarvöru, búsáhalda og skófatnaðar, og stundum minna. Og nú mætti spyrja, enda hefir oft verið spurt áður á sömu leið: * Er það rangt, að við út- hlutun gjaldeyris til kaup- félaganna sé tekið tillit til þess, hve margir hafa gengið í félögin og þar með falið þe>m að sjá um viðskipti sín, og hve marga þessir menn hafa á framfæri sínu? Ef þetta er rangt — hvað er þá rétt? Á ekki að taka neitt tillit til þess, þótt fólk til sjávar og sveita hafi á ári hverju um langt skeið streymt hundr uðum og þúsundum saman inn í kaupfélögin? Á þetta fólk engan rétt? Mbl. mælir sjálft með því í sömu grein, og verður að því vikið síðar. Og ef ekki er hægt að fá stjórnskipuð innflutningsyfir völd til að viðurkenna rétt- inn og breyta hlutföllunum við skiptingu innflutningsins — hvaða le ð er þá til önnur en sú, að fara fram á það við Alþingi, sem er ofar ríkis- stjórnum og innflutningsyfir völdum að það ákveði sjálft þessi hlutföll með lögum, á meðan innflutn’ngshafta er þörf? Þetta hefir Framsóknar- flokkurinn gert á Alþingi — og meiri hluti Alþingis neit- að. Og hver var þá tillaga Framsóknarflokksins,* sem olli því, að Mbl. telur sér nú sæma að halda því fram að hann hafi heimtað „e'nokun“ til handa kaupfélögunum á allri verzlun landsins? Framsóknarflokkurinn fór fram á, að hluti kaupfélag- anna af nokkrum helztu nauð synjavörum, innfluttum, yrði 45% eftir að leitte-hafði verið í ljós að kaupfélögin hefðu þurft að geta séð 67% af þjóð inni fyrir vörum. Hvorki meira né minna en 55% af þessum vörum áttu að vera utan við „einokun- ina“! Byggingarvöruleyfunum vildi Framsóknarflokkurinn úthluta til þeirra, sem fjár- festingarleyfin fengju. Þeir gátu því sjálfir ráðið hverju sinni, hverjum þeir fælu að útvega byggingarefni. Var þetta líka „einokun"? Hversu lítinn hluta af er- lendu vörurmi mega kaup- félögin flytja inn til þess, að Mbl. telji ekki, að þar sé um „einokun“ að ræða? Svari þeir sjálfir, sem vita — og vilja. Einn af núverandi þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins sagði einu sinni eitthvað á þá leiff, að allt hefðist með „frekjunni". Skip sitt nefndi hann eftir þessum einkar hentuga mannlega eiginleika að hans dómi. Málsvarar kaup mennskunnar skyldu gæta þess, að einhverntíma kunna að risa þeir boðar, að jafn- vel „Frekjunni“ verði siglt í strand, ef svo er stýrt til fram búðar, sem þeim er skapi næst. IX. Mbl. þykir það furðulegt, að „deilurnar um skiptingu inn- flutningsins“ setji að ein- hverju leyti svip sinn á stjórn málabaráttuna í landinu. Hvað er einkennilegt við það, þegar skipting innflutningsins er í höndum pólitískra stjórn arvalda eða fulltrúa þeirra? Eða læzt Mbl. ekki vita, að þessi skipt'ng innflutningsins er brennandi hagsmunamál margra fyrirtækja, sem leggja fé í Mbl. og flokkssjóö Sjálfstæðisflokksins? Hví skyldi það þá skipta álíka miklu fyrir samv'nnufélögin, og hví skyldi aðrir ekki nota pólitíska aðstöðu sína til að hafa áhrif á það mál eins og nánustu aðstandendur Mbl. og Sjálfstæðisflokksins gera? Auðvitað ber almenningi í samvinnufélögunum að nota þessa aðstöðu hvenær sem með þarf, enda þótt öll gát sé við höfð, og aðalflokkur samvinnumanna láti það ekki knýja sig til að neita samstarfi um önnur mál, sem líka þarfnast sinnar úrlausn ar — svo lengi sem slíkt sam starf er óhjákvæmilegt. X. En „margt býr í þokunni“. Málsvarar kaupmennskunn- ar eiga tvö andlit, og snúa bæði fram samtímis, er svo þykir henta. Mbl. segir á sömu blaðsíðunni og rætt er um 45% „einokun“ kaupfélag anna: „Þjóð'n, viðskiptamennirn ir eiga alltaf að ráða því, við hverja þeir verzla-----Hin frjálsa samkeppni milli ein- st^klingsverzlunar og félags- verzlunar á alltaf að ráða þvi, í hvaða búðum fólkið tel ur sér hagkvæmast að kaupa nauðsynjar sínar.------Þetta hefir verið stefna Sjálfstæðis flokksins í verzlunarmál- um-------“ Var nokkur að hlæja? Eru forystugreinar Mbl. lesnar fyrir af blindum mönnum? Skynja þeir ekki einu sinni það, sem fram fer við næstu dyr í Austurstræti? Vita þeir ekki um biðraðirn- ar á strætum Reykjavíkur? Vita þeir dæmi til þess nú síð ustu árin, að útlend vara hafi ekki gengið út, þótt dýr kunni að vera. Hafa þeir orðið varir við, að biðraðirnar hafi flutt sig milli búða, af því að allt i einu hafi komið upp úr kaf inu að „bomsurnar“ eða kjóleefnið sem „staðið“ var eftir, væri fjórum eða fimm krónum ódýrari við næsta stræti? Nei. Jafnvel í svörtustu Morgunblaðsþoku sjá menn hvers virði hin „frjálsa sam- keppni“ er, þegar vörumagn- ið er langt frá því að full- nægja eftirspurninni. Þá er engin trygging fyrir réttu verði, nema verzlunin, sem selur, tilgangur hennar eða hófsemi — og svo strangt og heilbrigt verðlagseftirlit, ef því verður við komið. ______ xt ■ XI. Það er auðvitað mikið til í því hjá Mbl., að fóllj hagi „yfirleitt ekki verzlun sinni og viðskiptum eftir því, hvar það er statt í stjórnmála- flokki“. — Innganga í kaup- félögin er öllum heimil, án tillits til stjórnmálaskoðana. E'ns og nú standa sakir verða kaupfélagsmenn — vegna skiptingar innflutningsins — að kaupa í einkaverzlunum margt, sem þeir fremur myndu kjósa að kaupa í sín- um eigin búðum, og gera það, þótt sumum kunni að vera ó- ÍFramhald á 7. slOu.J Skógræktarstjórinn sagði frá því nýlega, að nú í vor myndi j hafa verið sett niður nokkuð yfir hálfa milljón trjáplantna hér á landi. Flest eru þetta barr- tré, fura og greni frá öðrum löndum, með öðrum orðum skóg ar til húsaviðar, er stundir líða, ef lán er með. Þeir, sem komið hafa í byggðir forfeðranna, austan hafsins, sjá í anda mikl- ar sýnir, sem birtast munu þeim sem nú eru í vöggu, og gera þeim tilefni til að miklast af sínu foreldri, eins og vér mikl- umst nú af þeim, er landið námu, enda þótt þrekvirki nú- tíðarinnar sé minna en þeirra, er hingað sóttu á litlum far- kosti um ókunn höf, með sólina eina að leiðarvísi, og fólu hvik- ulli formannsgift allt, sem þeir áttu í þessum heimi. En gott væri nú til þess að hugsa, ef hinir ágætu búþegnar Ingimundur og Skallagrímur, Ingólfur í Reykjavík og fleiri hefðu haft með sér þó ekki hefði verið nema nokkrar þúsundir barrfræa á skipum sínum og dreift þeim við túngarðinn. Ekki veit ég, hvort þetta hefir verið á þeirra valdi, og skóg- ræktin var líka skammt á veg komin í þá daga. Þá þóttu þeir menn vel gera, sem ruddu skóga á Norðurlöndum og gerðu akra í þeirra stað eins og Olafur tré- telgja í Svíþjóð, sem hafði við- urnefni sitt af því verki, en hlaut ill gjöld að lokum, er þétt- býli gerðist svo mikið á lendum hans, að af hlauzt hallæri, og fer svo ýmsum þeim, sem vel vilja, er aðvífandi menn dæma af skjótræði um mál þeirra. Maður kom að máli við mig og spurði, hvort ég vissi, hversu þekkja mætti lax frá urriða. Ég sagði, að laxinn væri stærri. 1 Ekki þótti honum þetta ein- j hlítt, og sagði, að stundum í myndi enginn stærðarmunur I vera, ef um smálax væri að I ræða. Mig minnir þá að ein- hver hefði sagt mér, að laxinn væri auðþekktur á neðri skolt- inum, sem væri boginn upp á við. Maðurinn þakkaði mér fyrir en ég sagði honum, að ég væri ekki viss um aS þetta væri rétt, og ég veit það ekki enn, enda hefi ég aldrei veitt lax. Gott ef einhver glöggur laxveiðimað- ur vildi senda mér pistil um þetta eða þá náttúrufræðingar- nir, því að þeir vita líka sínu viti, þó að þeirra vitzka sé úr bókum. K. S. skrifar og vill fá að láta í ljós álit sitt út af fríkirkju- málunum í Reykjavík. Hann segist ekki sjá neina ástæðu til að hafa fríkirkjur hér á landi. Hann segist hafa hlustað á marga fríkirkjupresta og þjóð- kirkjupresta, og segir að frí- kirkjuprestarnir gætu alveg eins verið þjóðkirkjuprestar og þjóðkirkjuprestarnir fríkirkju- prestar. Á kenningunni sé eng- inn munur og ekki heldur á kirkjustaðinn. Hann segist hafa áhuga fyrir því, að þjóðkirkju- söfnuðirnir eignist frikirkjuhús- in, sem til séu, og taki presta þeirra í þjónustu þar eða ein- hverstaðar á landinu. Þessi bréfritari ræðir fleira um kirkjumál, segir, að kirkjur í sveitum séu víða allt of illa upphitaðar, og að! biskupinn eigi að skipa svo fyrir á yfir- reiðum sínum, að góður ofn sé settur í hverja kirkju, og séð um, að messufólk bíði ekki tjón á heilsu sinni sakir kulda. Hann segist ekki mundi þola slikt, ef hann væri prestur. Hin lé- lega kirkjusókn stafi að einhver ju leyti af því, hvað márgar kirkjur séu óvistlegar og kaldar og illa við haldið. Og menn megi ekki gleyma því núna í sumarblíðunni, að aldrei sé langt til Vetrar á íslandi. Hann segir, að Kirkjublaðið eigi að skrifa um þetta oftar en það geri. Slíkt blað geti komið miklu til leiðar. — ÖIlu þesu kem ég nú til skila í stuttu máli. Gestur STÚLKA sem gæti tekið að sér mjaltir með mjaltavélum, ósk- ast á gott sveitaheimil. Upplýsingar í síma 1257 í dag og á morgun kl. 11-12 Fyrirliggjandi: Alikálfakjöt Nautakjöt Kýrkjöt Ærkjöt Folaldakjöt. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678. Frestið ekki lengur, að gerast askrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.