Tíminn - 27.07.1950, Qupperneq 2

Tíminn - 27.07.1950, Qupperneq 2
2 TÍAIINN, fimmtudaginn 27. júlí 1950 161. blað Frá hafi til heiða I nótt. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunn, sími 7911. Utvarpið Útvarpið í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Heddie Nash syngur (plötur). 20,45 Dag skrá Kvenréttindafélags Islands — Erindi: Vandamál kvenfrels iskonunnar (frú Lilja Björns- dóttir). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,15 Þý.tt og endursagt (Ólaf- ur Friðriksson). 21,30 Sinfón- ískir tónleikar (plötur). 22,40 Dagskrárlok. Hvar eru skipin ? Skipadeild S. I. S. Arnarfell er væ’ntanlegt til Reykjavíkur á laugardag. Hvassafell er í Reykjavík. Eimskip. Brúarfoss er í Kiel. Dettifoss fór frá Reykjavík í gærkvöld til ísafjarðar og þaðan til Hafnar- fjarðar. Fjallfoss fór frá Djúpa vík í gærmorgun til Reykjavík- ur. Goðafoss er á Akureyri. Gullfoss er væntanlegur til Reykjavíkur um hádegi í dag. Lagarfoss er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Selfoss fór frá Aberdeen í gær til Leith og Svíþjóðar. Tröllafoss er á leið til New York. Árnað heilla Iljónaband. Gefin voru saman í hjóna- band 23. júlí Brigette Susanne Thieme frá Hamborg i. Þýzka- landi og Ragnar Halldór Ágústs son, bóndi á Viðarsstöðum í Hjaltastaðarþinghá. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Eva Þórar- insdóttir Bakka, Svarfaðardal og Daníel G. Einarsson, tré- smiður, Ránargötu 22, Reykja- vik. Úr ýmsum áttum Eyíirðingafélagi ð. 'efnir til skemmtiferðar um næstu helgi á Hveravelli. Lagt verður á stað frá Hafnarhúsinu. Frímanni Frímannssyni, kl. 2 á laugardag og komið til bæj- arins á mánudagskvöld. Á Hvera völlum verður dvalið yfir sunnu daginn og geta menn eftir vild annað hvort farið til grasa eða gengið á fjöll. Menn þurfa að hafa með sér svefnpoka og mat en gist verð ur í sæluhúsi Ferðafélagsins. Allar nánari upplýsingar um ferðina eru hjá Sigríði Hannes- dóttur, Ingólfsstræti 23, sími 81481, og Zóphóníasi Jónssyni, sími 1327. Gjafir og áheit til S.I.B.S í júní 1950. Frá nokkrum Grindvíkingum 300, Sigurði 30, Önnu 50, Jóni Sumarliðasyni í minningu um D.S. 100, N.N. 50, sjómanni 50, C. Ewing 25, N.N. (sent í pósti frá Hafnarfirði) 500, G.S. 10, B.G. 100, N.N. 100, Hellu 50, Sambandi sunnlenzkra kvenna 1000, og frá félagskonum á fundi Sambands sunnlenzkra kvenna 1000 krónur. Samtals kr. 3365,03. Með kæru þakklæti, f.h. S. 1. B.S. — M. H. Frétt frá Ferðaskrifstofunni. Orlofsferðir Ferðaskrifstofu ríkisins um næstu helgi verða sem hér segir: DFjögurra daga ferð til Snæ- fellsness. Lagt af stað á laugar- dag 29. júlí, ekið um Kaldadal og Borgarfjörð til Stykkishólms og gist þar. Á sunnudagsmorg- un verður farið út í Breiðafjarð areyjar, síðan ekið um Kolgraf- j arfjörð og Grundarfjörð til Ólafsvikur og Búða og gist þar. i Daginn eftir, mánudag, farið að Stapa, Hellnum, Lóndröng- um og til baka að Búðum. Fjórða daginn, þriðjudaginn 1. ágúst, ekið um Borgarfjörð, Uxahryggi og Þingvelli til Reykjavíkur. 2) Ráðgerð fjögurra daga ferð um Kjöl norður í Húnavatns- i sýslu. Fyrsta daginn farið að í Hvítárvatni og til Hveravalla. Dagurinn eftir verður notaður til þess að skoða sig um þar og fara , Þjófadali. Á mánudag verður svo ekið norður yfir Auð kúluheiði um Svínadal til Blönduóss og þaðan til Reykja- skóla. Fjórða og síðasta daginn verður ferðast um Borgarfjörð- inn, komið að Hreðavatni, Reyk holti og Húsafelli og heim'um Kaldadal og Þingvelli. 3) Loks verður farið inn á Þórsmörk og er hér eins og áður um þriggja daga ferð að ræða. Fyrsta daginn ekið í Fljótshlíð i ina, þá um Markarfljótsaurana | yfir Markarfljótsbrú, síðan inn í Húsadal. Annan daginn dval- ist á Mörkinni, farið í göngu- ferðir og loks ekið í Stakkholts gjá og hún skoðuð. Þriðja dag- inn farið til baka til Reykja- víkur. Eins dags ferðir næsta sunnu dag verða þessar: 1) Gullfoss- og Geysisferð. Lagt af stað kl. 8.30. Sápa lát- in í hverinn um kl. 11.00. Að gosi afstöðnu verður ekið til Gullfoss og að Brúarhlöðum og á heimleiðinni til Þingvalla. 2) Þjórsárdalsferð, sem hefst kl. 9,00. Farið verður inn að Stöng og skoðaðir aðrir fagrir staðir svo sem Gjáin og Hjálp- arfossar. 3) Hringferð um Þingvelli, Kaldadal og Borgarfjörð. Farið 1 ‘‘ - TILKYNNING Samkvæmt vísitölu júlí-mánaðar verður leigugjald fyrir vörubifreiðar I tímavinnu, frá og með deginum i dag og þar til öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir: Dagv. Fyrir 2% tonns bifreiðar. Kr. 34,02 Eftirv. N. & h.d.v. Fyrir 2 y2 til 3 tonna hlassþunga .. — 37,94 Fyrir 3 til 3 y2 tonns hlassþunga .. — 41,84 Fj’rir 3*/2 til 4 tonna hlassþunga .. — 45,75 Fyrir 4 tii 4*4 tonns hlassþunga .. — 49,65 39,65 43,57 47,47 51,38 55,28 27. júli 1950, 45,28 pr. kl. st. 49,20 ----------- 53,10------------ 57,00 ----------- 00,90 ----------- Yörubílastuð Hafiiarf jarðar Vöruhílastöðin Þróttur HAFNARFIRÐI REYKJAVÍK Vörubílstjwrafélas'ið Mjölnir ÁRNESSÝSLU af stað kl. 8,30. 4) Loks verður farin hring- ferð um Krísuvík, Selvog, Þor- lákshöfn, Hveragerði og Hellis- heiði til Reykjavíkur. Þessi ferð hefst kl. 1,30 á sunnudaginn. Bretar heiðra .... (Framliald af 1. síðu.) aði fyrir hönd íslendinganna og flutti stutta ræðu, þar sem hann lagði áherzlu á .það, að íslenzkar björgunarsveitir ynnu ekki störf sín í því skyni að fá viðurkenningar, heldur af einskærri hjartagæzku og ást til náungans. Þetta væri hugsjónastarf og þess vegna væru slysavarnasamtökin í landinu svo sterk, sem raun beri vitni. Hann lauk máli sínu með því að vitna til orða Gunnars á Hlíðarenda, er hann lofaði gjafirnar, en sagði að vináttan væri þó meira virði. tJtbreiðið Tímann onmni veai — Bæjarprýði — Bæjarsmán Eg hef áður vikið að því, hvernig hátta er „fegrun“ á sumum lóðum opinberra bygg- inga og stofnana, og hefi ég sérstaklega vikið að' því, hvern- ig ástatt er á lóðum tveggja helztu menntastofnana í höfuð borginni, menntaskólans og Landsbókasafnsins. Umgengni þar er til skammar, og verður ekki við slíkt unað. Margir einstaklingar leggja sitt að mörkum til þess að fegra og prýða þennan bæ með nuklu starfi á lóðum sínum, natni og árvekni. Þá er hart, að opinberar stofnanir skuli vera til smánar. En hér þarf ekki að velkjast í vafa. Sjón er sögu ríkari. Gangurinn er sá, að eltt árið er rokið til og settar niður trjáplöntur, rist of- ah og þakið, og hlaðnir upp stall ar, þegar bezt lætur. En það er ekki séð fyrir því, að þetta fái að vera óáreitt. Það er látið vera óvarið, teknar niður girðingar, eins og gert var við Landsbókasafnið, svo að öruggt væri, að allt yrði sparkað sundur. Árangurinn er sá, að um blettina myndast götur, víða er allt troðið í svað, trjá- plöntur deyja margar, en aðrar verða að krypplingum sökum átroðnings. Umhirðu og að- hlynningu skortir að mestu leyti. Þannig er allt látið slarka árum saman. Eftir áratug eða svo er aftur rokið til. Þá hefj- ast nýjar „lagfæringar" og síð- an ný forsómun. Borgararnir ættu að frábiðja sér þessa forsmán. Þeir æt\u að frábiðja sér hirðuleysi og sóða- skap. Blöðin eiga að leggja þeim lið. Dugi ekki annað, verð ur að rekja rækilega sögu hverr ar stofnunar að þessu leyti og þagna ekki fyrr en varanleg þáttaskil verða um ræktun, friðun og umhirðu á opinber- um lóðum. Þær eiga að vera bæjarprýði, en ekki bæjar smán. J. H. TILKYNNING Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverö á benzíni og olíum: Benzín kr. 1,46 Ljósaolía ... ... — tonn — 1050,00 Hráolía — 670,00 Hráolía .:... ... — liter — 0,58 Að öðru leyti eru ákvæði tilkynningar verðlagsstjóra nr. 7 frá 31. marz 1950 áfram i gildi. Reykjavik, 26. júlí 1950, Verðlagsstjórinn Bændur Höfum til nokkrar tékkneskar KULI-rakstrarvélar og HEROS sláttuvélar með mjög hagkvæmu verði. — Snúið yður t*l næsta kaupfélags. — Samband ísl. samvinnufélaga Frá Kristilegn stúdentafélagi Almenn samkoma verður í dómkirkjunni í kvöld kl. 8,15. — Dr. med. Langvad frá Dan- mörku talar um efnið: „Eitt er nauðsynlegt." Allir velkomnir. LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Simi 6909 Austurferðir frá Reykjavík Daglegar ferðir austur og suður: Til Laugarvatns, í Grimsnes, í Biskupstungur Til Geysis í Haukadal. Bæði til Gullfoss og Geysis á fimmtudögum og sunnu- dögum. Flyt tjaldútbúnað fyrir ferðafólk. Gengisfellingin hefir ekki haft áhrif á öll lífsþægindi enn. Fargjöld hafa ekki hækkað með sér- leyfisbifreiðum á annað ár. Afgreiðsla i Ferðaskrifstof- unni. — Sími 1540. Ólafur Ketilsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.