Tíminn - 27.07.1950, Síða 3
161. blað
TIMINN, fimmtudaginn 27. júlf 1950
3
í
/ slendingalDættir
t9SSS$SSS$S$$$$$$$$$S9
RSSSS5SS5SSS55SSSSS5SÍ*
Dánarminning: Ágústínus Daníelsson,
Steinskoti, Eyrarbakka
Ágústínus Daníelsson var
fæddur í Kaldárholti í Rang-
árvallasýslu 25. nóv. 1867, son
ur Daníels Þorsteinssonar
bónda þar og konu hans Vil-
taorgar Jónsdóttur frá Skálm
holti í Árnessýslu.
Var hann því kominn af
merkum bændaættum, og í
beinann karllegg 11. maður
frá hinum nafnkenda Torfa
sýslumanni í Klofa.
Bræður Ágústínusar voru
þeir Jóhann V. kaupm. á
Eyrabakka, Sigurður gullsmið
ur á sama stað, og þeir Dan-
iel og Þorsteinn í Guttorms-
haga, og hinn góðkunni gest
gjafi Sigurður á Kolviðar-
hóli. Eru þeir nú allir gengn-
ir, en Guðrún kona Hafliða í
Búð, mun vera ein á lífi af
þeim systkynum.
Ungur að árum fór Agúst-
inus í vinnumennsku til
Runólfs á Rauðalæk, og stund
aði jafnframt sjóðróðra á
vetrarvertíðum, lengt af frá
Eoftstaðasandi.
Hánn kvæntist 1907, eftir-
lifandi konu sinni, Ingileifu
Eyjólfsdóttur frá Torfastöð-
um í Grafningi, og hóf bú-
skap í Steinskoti á Eyrar-
bakka þar sem hann bjó síð-
an til dauðadags.
Ágústínus Daníelsson var
maður af „gamla skólanum“.
Hann vann af miklu kappi
og dugnað langa ævi, og lét
lítið eftir sjálfum sér, en var
framúrskarandi umhyggju-
samur heimilsfaðir. Dugnað-
ur hans við búskapinn og í
allri vinnu, sem hann gekk
að var með fádæmum, hugur
inn og hraðinn í verki ein-
kenndi hann fram á elliár.
í Steinskoti bjuggu þau
hjónin sveitabúi. Þótt býlið
væri ekki stór jörð komust
þau vel af, og voru alla tíð
bjargálna fólk. Stundaði
Ágústínus margskonar at-
vinnu samfara búskapnum,
og féll aldrei verk úr hendi.
Hann lét sig litlu skipta
skoðanir annara manna um
hlutina, en fór sínu fram.
Hann var hispurslaus og
hreinskilin, og sagði það sem
honum bjó í brjósti, og lét
sér í léttu rúmi liggja, hvort
það líkaði betur eða ver eða
hver það var, sem í hlut átti.
Ágústínus var maður gest-
risinn, og hafði gaman af, er
gest bar að garði að tala um
„landsins gagn og nauðsynj-
ar“, hann var maður mjög á-
kveðinn í skoðunum og þurfti
enginn að ætla sér þá dul að
breyta þeim.
Heimili þeirra hjóna var
hreinlegt og snyrtilegt, og
átti húsfreyjan jafnan marg-
ar tegundir fagurra blóma.
Þeim hjónum varð tveggja
sóna auðið. Daniel Ágústínus
son kennari, er kunnur mað-
ur fyrir störf sin í þágu ung-
mennafélaganna og Fram-
sóknarflokksins. Hinn bróðir
inn Eyjólfur, hefir löngum
dvalið heima að búi foreldra
sinna. Fósturdóttur áttu þau
hjón, Bjarndisi Guðjónsdótt-
ur, sem þau gengu í foreldra
stað, og er nú gift kona i
Reykjavík.
Ágústínus var óvenjulega
heilsuhraustur maður, og
mun ekki hafa kennt sér
nokkurs meins um dagana,
utan þess að hann lá í
spönsku veikinni 1918, kvef
og umferðarkvilla þekkti
hann ekki. Hann vann óslitið
og ósérhlífinn alla erfiðis-
vinnu, þar til hann lagðist
banaleguna um miðjan des.
s. 1.
Um 5 mánaða skeið barð-
ist hann við kvalafullann
sjúkdóm, og var harður á þvl,
að sér mundi batna aftur, þó
kominn væri á níræðisaldur.
En 2 dögum fyrir andlát
sitt fann hann, að umskipt-
in voru framundan, og að
hann mundi ekki annast vor
störfin í Steinskoti framar.
Nú tók hann dauðanum
með sama dugnaði og hann
hafði tekið lífinu. Þessi mað-
ur sem fátt hafði látið eftir
sér um dagana, sagði nú fyr-
ir á stórmannlegann hátt,
hvernig búið skyldi um sig í
þá hinstu för, sem hann
fann að var nú framundan.
Hann lét hlaða gröf sína
úr holsteini, en strá hvítum
skeljasandi á botn hennar,
með steyptu þaki yfir.
Hann kærði sig ekki um
meiri mold á blómum skrýdda
kistu sína, en þær þrjár rek-
ur er presturinn kastaði að
aldagömlum sið.
Ágústínus andaðist að
heimili sínu 6. maí s. 1. og var
járðsettur á Eyrarbakka á
sólfögrum vordegi þ. 13. sama
mánaðar, á þann hátt, sem
hann hafði sjálfur fyrir lagt.
T. Ey.
Mótmæli
Ríkisstjórnir Svíþjóðar og
Danmerkur hafa nú sameig-
inlega sent Sovétstj órninni
mótmæli gegn hinni 12 mílna
landhelgi Rússa, svo og gegn
afskiptum Rússa af fiskiskip-
um beggja þjóða á Eystra-
salti.
Þá er harðlega mótmælt
hinum ítrekuðu afskiptum
Rússa af fiskiskipum Dana og
Svía í Eystrasalti, en á þessu
ári einu hafa Rússar 15 sinn-
um tekið dönsk skip og flutt
þau til rússneskra eða pólskra
hafna, þar sem þeim hefir
verið haldið i lengri eða
skemmri tíma.
Súlan og síldin
Er það súlan, sem veldur því,
að Suðurlandssíldin veður
ekki?
Það er skoðun flestra, sem
til þekkja, að síldarstofninn
er heldur sig í Faxaflóa og
fyrir sunnan landið, sé sú
auðlind, sem mestu máli
skipti fyrir íslenzka útgerð,
að hægt verði að hagnýta í
stórum stíl.
Er margt rætt og ritað um
það, hvernig veiðarfæri muni
bezt henta til þessa veiðiskap
ar, og hvort hægt muni vera
að útbúa veiðarfæri, sem
reyndist jafn stórvirk og
herpinótin, sem þó einungis
hefir verið mögulegt að nota
þegar síldin veður ofansjávar
eða nokkra faðma undir yfir
borðinu.
Ástæðan fyrir því, að ég
fer að skrifa um þetta er sú,
að hinn alkunni aflamaður
Benóný Friðriksson í Vest-
mannaeyjum, hefir komið
fram með mjög athyglisvera
skoöun í sambandi við Suður
landssíldina,
Telur Benóný að Suður-
lands- og Faxaflóasíldin hafi
svipuð skilyrði til þess að
vaða, eins og Norðurlands-
síldin, en ástæðan fyrir því,
! að hún væði ekki sé sú, að
Súlan beinlínis varni síld-
i inni að koma upp.
Af súlunni er feikileg
mergð í Faxaflóa og langt
austurfyrir Dyrhólaey, sem
er aðalsvæði Suður- og Vest-
urlandssíldarinnar. Og er það
skoðun Benónýs, að súlan
verji svo sjóinn á þessu
svæði, að hvar sem síldar-
torfa grynnir á sér og nálg-
ist yfirborðið, þá sé súlan
eins og hrapandi steinar nið-
ur á síldina og fæli hana nið
ur.
Þegar það er nú athugað,
að veiðibrestur undanfarinna
ár á síldveiðunum fyrir Norð
urlandi, er meðal annars tal-
inn stafa af ofmiklum fjölda
veiðiskipa, sem jafnvel varni
síldinni að koma upp, þegar
hún stendur á litlu svæði,
sem mestallur flotinn heldur
sig á, þá er ekki fráleitt að
allur sá aragrúi af súlunni,
sem er hundrað eða þúsund-
faldur að fjölda, á við síld-
veiðiskipin, geti valdið miklu
um það, hvort síldin komi
upp og vaði. Fuglinn er fljót
ur að bera sig yfir hafflötinn,
og súlan gædd eðlisávísun
náttúrunnar á það, hvar fisk
inn er að finna, er fljót að
sjá síldina þegar hún grynn-
ir á sér, og steypir sú úr
háalofti og kafar djúpið eft
ir ætinu. Hún þætti áreiðan-
lega engin auðfúsagestur þar
sem ætti að fara að snurpa
síldartorfu.
Súlan er engin nytjafugl,
og mætti þessvegna fækka
henni mikið eða útrýma að
mestu, án þess að tjón hlyt-
ist af. Ætti það að vera frem
ur auðvelt, bví að heimkynni
hennar hér við land eru að-
eins tveir staðir, Eldey og
Súlnasker við Vestmannaeyj
ar.
Ég hefi hér í stuttu máli
sett fram þess skoðun Ben-
ónýs Friðrikssonar því að
mér þykir hún þess verð að
henni sé gaumur gefinn, og
væri gaman að heyra um
þetta álit reyndra fiskimanna
og fiskifræðinga'.
Björn Pétursson
Áííræð í dag:
Guöbjörg Þorleifsdóttir
IVEúIakoti í Fljótshnð
Guðbjörg Þorleifsdóttir i
Múlakoti í Fljótshlíð er átt-
ræð í dag. Hún er fædd og upp
alin í Múlakoti, — hefir dval-
ið þar alla tíð og gert „garð-
inn“ frægann.
Saga Guðbjargar í Múla-
koti er í raun og veru ljóst
dæmi um það, fyrst og fremst,
hve mikils virði tómstundir
manna geta verið. Séu þær
réttilega notaðar. — Hún er
fyrst og fremst orðin þjóð-
kunn kona fyrir tómstunda-
störf sin. Og þó hefir hún
sennilega átt færri og styttri
tómstundir en flestir aðrir.
Annir húsfreyjunnar á stóru
og barnmörgu heimili í sveit,
þar sem dagleg gestanauð
bætist ofan á allt annað,
skilja sannarlega ekki eftir
mikinn tima afgangs, eins og
kunnugt er. Máske er enginn
þjóðfélagsþegn svo önnum
kafinn, og hefir jafnmörgum
skyldum að gegna frá morgni
til kvölds, jafnt helga daga
sem rúmhelga. Þær eru sann-
arlega ekki margar tómstund
irnar þar, — tæpast aðrar
en nóttin, þegar aðrir telja
sig þurfa hvíldar við frá lýj-
andi störfum dagsins. Og hver
mundi vera þeirrar hvíldar
meira þurfi en húsfreyjan,
sem slíkum heimilum veitir
forstöðu? Og þegar þar við
bætist, að heilsa hennar er
jafnan á bláþræði, og beita
þarf því kröftunum með var-
færni, þá virðist það undrum
næst, að hægt sé að sinna öll
um þessum skyldustörfum
með sóma og prýði, — og auk
þess vinna timafrekv tóm-
stundaverk, svo að hljóta fyr
ir viðurkenningu og aðdáun
En þetta er þó saga Guð-
bjargar í Múlakoti.
Við þröngan kost og lítil
efni, reistu þau hjónin, hún
og maður hennar, Túbal
Magnússon, sem látinn er fyr
ir nokkrum árum, bú í Múla-
koti árið 1893. Þau eignuðust
4 mannvænleg börn, — og
tók sonur þeirra Ólafur Tú-
bals listmálari og kona hans
Lára Eyjólfsdóttir, við bús-
forráðum af þeim fyrir all-
mcrgum árum síðan. Á heim-
ilinu var jafnan mikil gesta-
nauð og síðar opinber veit-
ingastaður, eins og það er enn
í dag.
En brátt tók einnig annar
gróður að láta á sér bera um-
hverfis heimilið í Múlakoti.
Voru það tré og blóm, sem
húsfreyjan gróðursetti, og
annaðist af svo mikilli natni
og umhyggju að brátt var þar
kominn mikill og fagur trjá-
og blómagarður, með undra-
verðum þroska. Á þeim tíma
var hvorki mikil kunnátta
fyrir hendi né tilsögn veitt
um slíka ræktun. En húsíreyj
an lagði ótrauð og trúuð tii
starfsins, — annaðist blóm
sín og trjáplöntur með móður
höndum og móðurumhyggju,
—og árangurinn hefir orðið
sá, að enn i dag er óvíða að
sjá þroskameiri og fegri gróð
urlund hér á landi. jafnvel
hjá þeim, sem lærdóminn og
tæknina hafa til þess haft,
og tíma nógan. — Sannarlega
er það þó eitt hinna ánægju-
legri tákna síðari ára hér á
landi, að sjá hve margir hafa
hafizt handa um að fegra
þannig híbýli sín, — og víö’a
er árangurinn alveg furðuleg
þjóðar sinnar, — já og vera,! tir og fljótur. Og það braut-
jafnvel áttræð, ern og ung j ryðjendastarf, sem hin önn-
í huga og hönd, það er sann- ! um kafna húsfreyja í Múla-
arlega ekkert hversdagslegt, koti hefir unnið á þessu sviði
fyrirbrigði, jafnvel í hópi j er meira virði og meira airek
hinna starfsömu og fórnfúsu | en margur máske heldur. Það
stéttar íslenzku húsfreyjanna i veröur að vísu ekk metiö til
í sveitum landsins. — I (Framhald. á 6. síðu.)