Tíminn - 03.08.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.08.1950, Blaðsíða 7
167.blað Vísftalan (Framhald af 4. siOu.) bandsstjórninni að nefndin hafi verið „boðuð“ á fund við- skiptamálaráðherra, mörgum klukkustundum áður en fund urinn var haldinn. Enda mátti af mörgu marka, að sam- bandsstjórnin fylgdist ná- kvæmlega frá degi til dags með öllu sem fram fór og sagt var á fundum nefndar- innar, á sama tíma og nefnd- armaðurinn Torfi Ásgeirsson taldi „óviðeigandi“ að mér væri gefnar upplýsingar um þær reglur, sem nefndin ætl- aði sér að vinna eftir. En vegna þessara tilmæla frá minni hendi, virðist nefnd armaðurinn nú hafa sagt sig úr nefndinni, vegna þess, að ekkert mátti berast um störf hennar til ríkisstjórnarinnar. En allt öðru máli gegndi þar sem Alþýðusambandsstjórnin átti í hlut. Áróður stjórnarandstöðunn ar í þessu máli, hefir aðallega beinst að því, að sýna fram á, að ríkisstjórnin hafi geng- ið fram fyrir skjöldu til þess að falsa vísitöluna, með því að kúga Kauplagsnefnd til að ákveða hana lægri en rétt var. Allt er þetta staðlausir stafir. Ríkisstjórnin hefir ekki reynt nú frekar en endranær, að hafa nokkur áhrif á gerðir Kauplagsnefndar. Meiri hluti nefndarinnar taldi hana bundna af lögunum frá 25. maí, sem ákveða hámark húsaleigu. Þetta er í sam- ræmi við það að nefndin byggir framleiðslukostnað á auglýstu hámarksverði vara, en ekki því verði, sem sömu vörur kunna að vera seldar óleyfilega á svörtum mark- aði. Um það má að sjálfsögðu deila, hvort sanngjarnt sé að nefnd lög hafi þau áhrif til læk-kunar á vísitölunni, sem raun er á orðin. En einmitt vegna þess að ríkisstjórnin taldi sanngirni mæla með því, að lögin hefðu ekki svona mikil áhrif til lækkunar að svo stöddu, voru bráðabirgða- lögin gefin út, er ákváðu vísi- töluna 112. Hefði Kauplags- nefnd talið sér fært að ákveða vísitöluna á þeim forsendum, að húsaleigan væri óbreytt, þá hefði vísitalan orðið 114. Tillögur þær, sem minni- hlutinn, Torfi Ásgeirsson, vildi láta byggja á ákvörðun nefnd arinnar, voru mjög fráleitar vegna þess, að önnur braut í bága við ótvíræð fyrirmæli laga, en hin byggðist á nýrri tilraun, er gerð var af handa- hófi og því algerlega óraun- hæfur grundvöllur til þess að byggja á. Ansturferðir frá Reykjavik Daglegar ferðir austur og suður: Til Laugarvatns, í Grímsnes, í Biskupstungur Til Geysis í Haukadal. Bæði til Gullfoss og Geysis á fimmtudögum og sunnu- dögum. Flyt tjaldútbúnað fyrir ferðafólk. Gengisfellingin hefir ekki haft áhrif á öll lífsþægindi enn. Fargjöld hafa ekki hækkað með sér- leyfisbifreiðum á annað ár. Afgreiðsla í Ferðaskrifstof- unni. — Simi 1540. Ólafur Ketilsson. TÍMINN, fimmtudaginn 3. ágúst 1950 Meistaramót Reykjavíknr: Huseby 16,18 m.,Pétur 1:56,3 mín., Ingi 56,5 s. Örn Clausen náði góðum árangri í stökk- nnuni, að öðru leyti árangur lélegnr Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum var háð í íyrrakvöld og gærkveldi. Veður var ágætt og náðist góður árangur í nokkrum greinum, en yfirleitt einkendist mótið af lélegri þátttöku og mikið var um að skráðir keppendur mættu ekki til leiks og er það algerlega óþolandi. * Nýtt Islandsmet í stangarstökki Eitt hið glæsilegasta íþrótta afrek islendings var sett í gær kvöldi á meistaramóti Reykja víkur er Torfi Bryngeirsson stökk 4.23 m. Gamla metið átti hann sjálfur, sem var 4.21, sem hann setti í vor. Af- rek þetta er fjórði bezti ár- angur í Evrópu og gefur sam- kvæmt finnsku stigatöflunni 1024 stig. Er Torfi þá þriðji stighæsti íþróttamaður ís- lands. Úrslit í einstökum grein- um urðu þessi í fyrrakvöld: Kúluvarp. 1. Gunar Huseby KR 16,18 2. Vilhj. Vilm.s. KR 14,27 3. Friðrik Guðm.s. KR 13,94 4. Bragi Friðrikss. KR 13,71 Árangur Huseby er afbragðs góður og langbezta afrek móts ins. Huseby varpaði einnig tvisvar rétt innan við 16 m. LangstökJc. 1. Örn Clausen ÍR 6,93 2. Gylfi Gunnarsson ÍR 6,29 3. Valdim. Örnólfss. ÍR 6,12 Hástökk. 1. Örn Clausen ÍR 1,83 2. Eirikur Haraldss. Á 1,65 3. Birgir Helgason ÍR 1,65 Örn bar mjög af í báðum greinunum og er árangur hans ágætur fyrir tugþraut- armann. Torfi Bryngeirsson var fjarverandi úr bænum. 400 m. grindahl. 1. Ingi Þorsteinss. KR 56,6 Þetta er prýðis árangur og aðeins 4/10 frá íslenzka met- in. Ingi ætti að geta bætt það í harðri keppni. Svjótkast. 1. Jóel Sigurðss. ÍR 61,90 2. Halld. Sigurgeirss. Á 54,89 3. Gunnl. Ingason Á 48,95 200 m. hlaup. 1. Ásm. Bjarnason KR 22,0 2. Guðm. Láruss. ÍR 22,0 3. Reynir Gunnarss. Á 24,0 Keppni var mjög hörð eins og tímarnir bera með sér. Ás- mundur náði ágætu viðbragði og hljóp beygjuna vel, en Guð mundur vann mikið á hann í lok hlaupsins. Mótvindur var og háði það að betri tími næð- ist. 800 m. hlaup. 1. Pétur Einarsson ÍR 1:56,3 2. Svein Björnss. KR 2:04,5 3. Sig. Guðnason ÍR 2:04,6 Þar sem Pétur hljóp sam- keppnislaust, en náði samt álíka góðum tíma og hann átti bezt áður, er líklegt að hann eigi eftir að bæta met- ið (1:54,0) í harðri keppni síðar í sumar. Mótið hélt áfram í gærkvöldi og’verður sagt frá úrslitunum í blaðinu á morgun. Leyniraelur 13 kvikmyndaðnr Kvikmyndafélagið Saga og Tjarnarbíó í sameiningu hafa ráðist í það að gera kvikmynd af gamanleiknum „Leynimel 13“ og er upptaka myndarinn ar um það bil að hefjast. Er gert ráð fyrir að kvik- mynd þessi verði allt að því tveggja tíma löng og er gert ráð fyrir að hægt verði að hefja sýningar á myndinni fyrir næstu jól. Mál þetta hef ir alllengi verið á döfinni og verður þessi mynd væntan- lega fyrsta kvikmyndin, sem sýnd verður, af þeim sem kvikmyndafélagið Saga hefir gert. Leikurinn er eftir Emil Thoroddsen, Indriða Waage og Harald Á. Sigurðsson og starfa tveir þeir báðir Harald ur og Indriði, að upptöku mýndarinnar. 10. 0—0 0—0 11. d2—d3 b7—b5 Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, ínnbús-, líftryggingar o. fl. f umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. íslenzk frímerki Notuð lslenzk frimerkl kaupl ég ávalt hæzta verði. JÓN AGNARS Frímerkjaverzlun P. O. Boy 356 — Reykjavlk Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frf- merki. Ég sendi vður um hæl 200 erlend frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavfk. Su Enginn íþróttaunnandi getur verið án Sportsblaðsins, sem flytur nýjustu fréttir frá öllum löndum. Einnig birtast í blað- inu innlendar og erlendar grein- ar um íþróttir. Sportblaðið kemur út einu sinni í viku og kostar árgangurinn 30,00 krón- ur. Gerizt áskrifendur. Baldur Möller efstur | með fjóra vinninga Næstur er NorSfniaðarinn Vestöl mcð þrjjá Fjórða umferð í Norræna skákmótinu 1950 var tefld í fyrrakvöld. Baldur Möller vann Herseth, Noregi, mjög glæsi lega í 33 leikjum. Eftir þessa umferð er Baldur með 4 vinn- inga og er heilum vinning á undan næsta manni, Norðmann inum Vestöl í landsliðsflokknum. Nokkuð var uin biðskákir í 4. umferð og er staðan nokkuð ógreinileg í hinum flokk- unum. Landliðskeppnin. Eins og áöur segir vann Baldur Herseth mjög glæsi- lega. Baldur hafði svart. Hvít ur tefldi byrjunina nokkuð veikt og tókst Baldri að bygg- ja upp sterka sóknarstcðu kóngsmegin. Síðan hófst sókn arþunginn og fórnaði Baldur þá þremur mönnum, en sókn- in var óstöðvandi og varð Her seth að gefast upp í 33 leik. Er þetta langfallegasta skák mótsins hingað til. Aðrar skákir fóru þannig, að Guðjón vann Gilfer, Vest- öl og Palle Nielsen gerðu jafn tefli, en biðskákir urðu hjá Guðmundi Ágústsýni og J. Nielsen (nokkuð jöfn staða) og Sundberg og Kinnmark. í gærkvöldi fór 5 umferð fram, en engri skák var lokið, er blaðið fór í prentun, en þá tefldu saman Baldur og Guð- mundur — Herseth og Sund- berg — Gilfer og P. Nielsen — Kinnmark og Vestöl — og Guðjón og J. Nielsen. Meistaraflokkur. í 4. umferð urðu úrslit þau að Lethinen (F) vann Hugo Nielsen (S), Áki Péturson vann Sturlu Pétursson, Viggo Rasmussen vann Bjarna Magnússon, en biðskákir urðu hjá Jóhanni og Friðrik — og Jóni og Lárusi. Hér fer á eftir skákin, sem vakti mesta athygli í 3. um- ferð, en það var skák þeirra Friðriks og Nihlén (S) í meist araflokki, en Friðrik vann þá skák, eins og sagt var frá hér í blaðinu, i 14 leikjum. Hvítt Svart H. Nihléen F. Ólafsson (Svíþjóð) (ísland) Kóngsbragð 1. e2—e4 e7—e5 2. f2—f4 Bf8—c5 3. Rgl—f3 d7—d6 4. c2—c3 Bc8—g4 5. f4Xe5 d6Xe5 6. Ddl—a4 Bg4—d7 7. Da4—c2 Rb8—c6 8. b2—b4 Bc5—d6 9. Bfl—c4 Rg8—f6 Byrjunin er skákfræðilega rétt, en hér kemur Friðrik með nýjan leik, sem breytir skákinni algjörlega. Hvítum yfirsést hótanir svarts og gengur beint í gildruna. 12. Bc4Xb5 ? Rc6Xb4 ! 13. c3Xb4 Bd7Xb5 14. a2—a4 ? Bb5Xd3 ! og hvítur gaf skákina. Hann getur ekki drepið biskupinn með drottningunni vegna þess að þá kemur Bc5+ og drottningin er af. Leiki hann drottningunni undan, drepur svartur hrókinn með biskupn um og er þá skiptamunur og tveimur peðum yfir. 'Nafn Heimili Staður SPORTBLAÐIÐ, Vesturgötu 34, Reykjavík. TENGILL H.F. Heiði við Kleppsveg Sími 80 694 annast hverskonar raflagn- lr og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. TlMiNN á hvert islenzbt heimili. mm /r/a/tr/y/ 3. tt'Jt ■IIIIMIINM«IIIMaiHIIIIHIIIHIUIHHiniMnill|||||||lll||IMHfNlliainiHIM«miN Ég þakka hjartanlega Flj ótshliðingum og öllum öðr- um vinum mínum fyrir gjafir, skeyti, hlýhug, um- mæli og annan sóma er mér var sýndur á 80 ára af- mæli mínu 27. f. m. Guðbjörg Þorleifsdóttir, Múlakoti, Fijótshlíð HiitiHiiiiiiiiiiiinnitiHiiiiiiiiiHiiimMiiiiiiiiiiiiMiHiHHmiifiininfifiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.