Tíminn - 16.08.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.08.1950, Blaðsíða 5
177. blað TÍMINN, miðvikudaginn 16. ágúst 1950. 5. Jfliðvihud. 16. áffúst Utanferðir Um það er oft talað manna á milli, einkum þegar erlend- ur gjaldeyrir er að skornum skammti, að ferðalög ís- lenzkra manna til annarra landa.séu óþarflega tíð, og að miklu fé sé eytt í dvalar- kostnað erlendis. Utanfarir hafa færst mjög í aukana á síðari árum. Staf- ar það af því, að fjárráð margra hafa verið mun rýmri en fyrr, en auk þess hefir hin óeðlilega lága skráning á erlendum gjald- eyri valdið hér miklu um. Vegna þessarar óeðlilegu gengisskráningar var tiltölu- lega ódýrara að ferðast er- lendis en innanlands, og sama var að segja um dvalarkostn- að. Það er því skiljanlegt, að mikil eftirspurn hafi verið eftir því að komast til út- landa og dvelja þar. Nú er hér að vísu allmikil breyting á orðin vegna hinna nýju gengislaga. En eftirspurnin eftir gjaldeyri til utanferða er þó enn miklu meiri en svo, að þjóðin hafi ráð á að full- nægja henni. Láta mun nærri, að gjald- eyrisleyfi vegna ferðalaga til annarra landa og dvalarkostn aðar þar hafi á árinu 1949 numið 23—24 milljónum kr., ef miðað er við núverandi gengi. Þar við bætist svo sá gjaldeyrir, sem utanfarar kunna að hafa aflað sér með ýmsum hætti, eftir miður lög legum leiðum, en það verður ekki gert að umtalsefni að þessu sinni. Þessum 23—24 millj. má skipta í þrennt: Dvalarkostnað námsmanna, sjúkrakostnað og almennan ferðakostnaö. Gjaldeyrir til almenns ferðakostnaðar var sem kunnugt er seldur með allháu álagi, sem rann í ríkis- sjóð, sem leyfisgjald, en gjald eyrir til námsmanna og sjúkl inga á venjulegu gengi, og hefir þessu fyrirkomulagi ver ið haldið eftir gengisbreyt- inguna. Af þessari upphæð hefir sjúkrakostnaður sennilega numið 2 y2—3 millj. kr. miðað við núverandi gengi. Hér er um að ræða utanfarir sjúkl- inga, sem talið er, að ekki geti fengið bót meina sinna hér á landi. Það mun hafa verið venja innflutningsyfir- valda, að leita umsagnar sér- stakra trúnaðarmanna í læknastétt um þörf sjúklinga til utanfara, enda er það ekki á valdi annarra en lækna að meta þá þörf hverju sinni. Það er almennt viðurkennt, að rétt sé að láta það ganga fyrir flestu öðru að hjálpa fólki, sem er í nauðum statt af þessum sökum, og er því þá treyst, að þeir sem hlut eiga að máli, telji það dreng- skaparskyldu að biðja ekki um annað eða meira en fyllsta nauðsyn ber til. Um helmingur allrar upp- hæðarinnar, sem nefnd var hér að framan, mun hafa gengið til íslenzkra náms- manna erlendis, eða 13—14 milljónir samkvæmt núver- andi gengi. Fjöldi náms- manna erlendis hefir verið mjög mikill hin síðari ár. Sjálfsagt er að gera allt, sem ERLENT YFIRLIT: Er Kóreustríðið verk Molotoff? Molotoff or onn einn siiini oitt liolzta um- ialscini lioimsblaðaiina Fyrir skömmu síðan birtu heimsbiöðin þá fregn, sem þó var ekki staðfest, að Molotoff, fyrrum forsætis- og utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, væri staddur í Peking. Það hefir enn ekki fengizt um það full vitn- eskja, hvort þessi frétt sé sann- leikanum samkvæm, en hins vegar eru það nú fullyrðingar margra þeirra blaðamanna, er þykjast vita lengra en nef þeirra nær, að Molotoff sé aðal- hvatamaður Kóreustríðsins og það hafi fyrst og fremst verið hafið samkvæmt ráðum hans. Hér skal ekki fullyrt um sann- leiksgildi þessara fullyrðinga, en rétt þykir hins vegar að minna á, að þær ágizkanir eru nú alveg úr sögunni, að Moltof hafi ver- ið ,;færður niður“, þegar hann lét af utanríkisráðherraemb- ættinu fyrir fáum misserum síðan. Hann er tvímælalaust nú sem áður hægri hönd og helzti ráðunautur Stalins. Ástæðan til þess, að hann var losaður við utanríkisráðheraembættið mun fyrst og fremst hafa verið sú, að heppilegt þótti, að hann hefði lausar hendur til að gefa sig að vissum störfum, er þóttu sérstaklega mikilvæg. Meðal þessara verkefna eru kjarn- orkurannsóknirnar og áróðurs- starfsemi kommúnista erlendis. Eins og nú standa sakir, virð- ist það sameiginlegt álit þeirra blaðamanna, er mest rita um Rússlandsmál, að Molotoff yrði arftaki Stalins, ef hann félli frá. Stjarna Malenkoffs hefir dalað aftur, eins og allar þær „stjörnur", er um skeið hafa lýst skærar en stjarna Molo- toffs. Hann hefir staðið af sér öll hret og alla samkeppni. Með- al þeirra, sem nýlega hafa hald- ið því fram, að áhrif Molotoffs séu nú meiri en nokkuru sinni fyrr, er John Foster Dulles, helzti ráðgjafi republikana í Bandaríkjunum í utanríkismál- um. Bezti þjónninn. Molotoff, sem heitir raun- verulega Wiaceslaw MiVhilo- witsch Skrjabin, varð sextug- ur á þessu ári. Hann valdi sér ekki Molotoffsnafnið fyrr en hann varð virkur félagi í sam- tökum kommúniafca, en það þýðir hamarinn. Molotoff er fæddur í Suður-Rússlandi, sonur verzlunarmanns, er vildi að sonurinn gengi menntaveg- inn. Molotoff var líka um skeið í menntaskólanum í Kasan, en hrökklaðist þaðan vegna þátt- töku í byltingatilrauninni 1905 og var um skeið hafður í betr- unarvinnu. Síðar fékk hann þó aö halda áfram námi við tækni- skóla í Pétursborg. Þar kynnt- ist hann Lenin, sem fékk á honum mikið álit og fól honum, er hann var rúmlega tvítugur, umsjón hinna kommúnistisku leyniblaða „Pravda“ og „Isvest- ia“. Molotoff vann síðan í þjón- ustu kommúnista og slapp hurð oft nærri hælum, þegar keis- aralögreglan var að elta hann. Henni tókst að klófesta hann 1915 og var hann þá fluttur til Siberíu. Honum tókst að sleppa þaðan aftur og var hann kominn til Pétursborgar, þegar byltingin hófst. Hann varð einn af leiðtogum hennar og fór vegur hans stöðugt vax- andi innan kommúnista- flokksins. Lenin hafði á honum mikið álit og hafa andstæðingar Molotoffs stundum haft eftir Lenin, að Molotoff væri „bezti þjónninn“ í Sovétríkjunum. Skuggi Stalins. Strax á þessum árum tókst náið samstarf milli Stalins og Molotoffs, er hefir haldizt æ síðan. Molotoff fylgdi Stalin fast að málum í öllum átökum, sem urðu innan flokksins á næstu árum. Svo trútt var fylgi hans við Stalin, að andstæðingarn- ir kölluðu hann oft „skugga Stalins“ á þessum árum. Stalin kunni líka vel að meta þjónustu Molotoffs. Árið 1930 hlaut Molotoff þá stöðu, sem svipar mest til forsætisráð- herraembættis í vestrænum löndum. Þessari stöðu gegndi hann í rúm tíu ár, en þá tók Stalin við henni, en hann hafði fram til þess tíma látið sér nægja að vera ritari kommún- istaflokksins. Árið 1938 varð Molotoff jafnframt utanríkis- ráðherra og gegndi hann því starfi um 10 ára skeið. Síðan hann lét af þeirri stöðu, hefir hann ekki gegnt neinu sérstöku opinberu embætti og stafaði af því sá orðrómur, að hann hefði verið „færður niður“, en þeir, sem kunnugastir eru, bera nú á Hefnr verið spillt fyrir ísl. fiskinum í Bandaríkjunum ? Um þessar mundir gengur sá orðrómur hér í bænum, ] að mjög alvarleg mistök hafi átt sér stað í sambandi við sölu hraðfrysta fisksins til Bandaríkjanna. Erfitt er þó að henda reiöur á því, hvað rétt er hermt í þessum efn- um, enda venjan sú, að reyna að þagga það niður, ef áhrifa mönnum verður eitthvað á. Samkvæmt orðrómi þessum hefir undanfarið verið mikil eftirspurn eftir íslenzkum fiski í Bandaríkjunum, svo að óvenjulega lítið af frosnum fiski hefir komið þangað ann ars staðar frá. Þetta er Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna sögð hafa notað sér til að senda vestur allmikið af fiski, ,, „ .. „ . , er ekki var sérvcrkaður fvrir athygli utan Sov^nkjanna. Sa Ameríkumarkað os auk bess áróður andstæðinganna hafði! fest verulega rætur, að hann ^ra % ^ hraðfrystihus- gegndi fyrst og fremst þjóns- ] um> sem vitað var um, að var störfum hjá Stalin. Nánari (langt frá því að vera 1. fl. upplýsingar leiddu hins vegar , vara. Ekkert var heldur gert MOLOTOFF móti því að svo ké. Molotoff á líka áfram sæti í æðstu stjórn kommúnistaflokksins, en þar hefir hann átt sæti um 30 ára skeið. Hættulegur andstæðingur. Lengi vei vakti Molotoff litla annað í ljós. Molotoff virðist vera lítið gefinn fyrir að láta á sér bera, en vill vinna í kyr- þey. Þess vegna hafa ókunnug- um oft dulizt hin miklu áhrif hans. Öllum kemur saman um, að Molotoff sé frábær starfsmaður og falli flestum betur að sjá um skipulagsvinnu. Hann er reglu- maður mikill og neytir aldrei sterkra drykkja. Hann er róleg- ur í framgöngu og er erfitt að sjá á svip hans, hvort honum líkar betur eða ver. Hann er kappræðumaður góður, er held- ur sér jafnan fast við þau at- riði, sem hann leggur höfuð- (Framhald á 7. síðu.) unnt er til að þeir, sem hafið hafa nám^ erlendum skól- um, geti lokið því. En vafa- samt verður að telja, að þörf sé á svo miklu erlendu námi, sem tiðkaSt hefir undanfarið. Leyfi til ýmiskonar ferða- kostnaðar mun hafa numið 8—9 millj. kr., sömuleðis sam- kvæmt núverandi gengi. Þar mun þó ekki meðtalinn ferða kostnaður fulltrúa ríkisstjórn arinnar, sem utan fara til við skiptasamninga eða í öðrum opinberum erindum, og kostn aður við hina föstu utanríkis- þjónustu erlendis er hér held- ur ekki meötalinn. Verður ekki annað sagt, en að sú upphæð sé ískyggilega há. Það skal tekið fram, að þær upphæðir, sem nú hafa verið nefndar, eru ekki ná- kvæmar, enda erfitt að nefna nákvæmar tölur um þetta efni, þar sem talsvert af leyf- unum hefir verið veitt í doll- urum á meðan dollaragengið var kr. 6,50, en hér aðeins lauslega áætlað, hve mikill hluti upphæðarinnar það hef ir verið. Á þessu ári munu innflutn- ingsyfirvöldin hafa sýnt tals- verða viðleitni i þá átt, að lækka þau gjaldeyrisútgjöld, sem hér er um að ræða. Varð andi sjúkrakostnaðinn verður þó sennilega ekki miklu um þokað. En námskostnaður og sérstaklega hinn almenni ferðakostnaður til útlanda verður að lækka. Á þessu ári er nauðsynlegt að gera fyrir- fram nákvæma áætlun um upphæð þessara útgjalda á næsta ári, og setja eftir þvi sem unnt er, fastar reglur um veitingu leyfanna. Þess eru mörg dæmi á síð- ari árum, að stórir hópar manna fari utan, jafnvel margir á hverju ári. Segja má, að sumar slíkar ferðir hafi orðið þjóðinni til nokk- urrar sæmdar, en illa hefir hún ráð á slíku, nema tilsvar andi gjaldeyristekjur komi á móti af ferðum útlendinga hingað. En óhætt er að segja, að sumar utanfarir undanfar inna ára hafi verið til lítils ávinnings fyrir hlutaðeigend- ur og þjóðina í heild. Raddir nábilanna Júlíus Ólafsson vélstjóri skrifar í Alþýðublaðið í gær grein um staðsetningu vænt- anlegs dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Hann minn ist þar m. a. á Laugarnes, Laugarás og Hvaleyri, sem Hafnfirðingar bjóða. Síðan segir hann: „Reykjavíkurbær á sambæri- legt land og Hafnfirðingar bjóða, á ég þar við Gufunes. Ef bæjaryfirvöldin vildu láta þar land undir dvalarheimil- ið, mætti vel við una, því Gufunes hefir kosti góða, sem ekki er auðvelt að fá annars staðar. 1 Gufunesi er landrými nóg, þar má byggja eftir þörf- um og því, sem ástæður leyfa á hverjum tíma. Ræktunarskil- yrði eru hin beztu, bæði til nytja og yndisauka. í Gufu- nesi er skjólsamt, oftast logn, þótt kuli við Laugarnestanga. Frá Gufunesi sjást skipakom- ur að og frá Reykjavík, þar er einnig góð skilyrði til hrogn- kelsaveiða og að fara út á sundin til veiða fyrir þá, er vildu. Fínn og góður sandur í fjörunni til að sóla sig á þeg- ar þannig viðrar. Korpúlfs- staðir eru einnig eign Reykja- víkurbæjar, þar er landrými mikið, en ekki skjólsamt. Land ið er á bersvæði, þess vegna ekki heppilegt fyrir dvalar- heimilið. Ég tel Gufunes bezta staðinn af þeim þremur, sem ég hefi nefnt. Vonandi verður Reykja- víkurbær það rausnarlegur, að láta dvalarheimilið fá nægi- legt land á þessum skjólgóða — og gróðursæla stað.“ Þessi tillaga Júlíusar er vissulega þess verð, að hún sé tekin til gaumgæfilegrar athugunar. til þess að halda þessum lé- lega fiski sér, heldur var hon- um dreift innan um hinn fisk inn, svo að lítið bæri á hon- um. Þetta uppgötvaðist hins- vegar fljótt þegar vestur kom og varð þess valdandi, að all- ur íslenzki fiskurinn fékk ó- orð á sig. Fyrir vikið hefir íslenzkri fisksölu verið unnið mikið tjón vestra. Eins og áður segir, skal hér ekki fullyrt um, hvað hæft er í þessum orðrómi. Og fúslega mun Tíminn veita móttöku leiðréttingu, ef hægt væri að hnekkja þessu. Sú saga fylgir þessum orð- rómi einnig, að það sé vani hjá Sölumiöstöðinni, þegar fiskur er fluttur út, að blanda saman lélegum og góðum fiski, en halda ekki lélega fisknum sér. Vitanlega er svo þeim hraðfrystihúsum, er framleiða lélega fiskinn, borg að sama verð fyrir hann og þau frystihús fá, er framleiða góða vöru. Slíkt er vitanlega ekki hvatning til vöruvönd- unar. Þeir miklu ágallar, sem komið hafa í ljós í sambandi við frysta fiskinn, gera það bersýnilega óhjákvæmilegt, að matinu á frysta fiskinum verði gerbreytt. Það verður að meta hann í flokka, alveg eins og gert er með kjötið og salt- fiskinn. Frystihúsunum verði siðan greitt mismunandi verð eftir því í hvaða flokki framleiðsla þeirra er. Önnur öruggari leið til að tryggja vöruvöndun er ekki til. Hér er um svo mikið alvöru- mál að ræða, að ríkisvaldið má ekki láta það afskipta- laust. Efnahagsafkoman er nógu erfið, þótt jafn mikil- væg atvinnugrein og fram- leiðsla hraðfrysta fiskslns verði ekki eyðilögð fyrir hel- beran slóðaskap og kæruleysi. Vel má líka vera að það sé á fleiri sviðum útflutnings- framleiðslunnar, sem þörf er á aukinni aðgæzlu og að- haldi. Þess vegna ætti líka að láta fara fram svipaða at- hugun þar og átt hefir sér stað í sambandi við hrað- frysta fiskinn. Afkoma okk- ar í framtíðinni er mjög und ir því komin, að útflutnings- vörur okkar vinni sér álit sem góð og vönduð framleiðsla. X+Y. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.