Tíminn - 16.08.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.08.1950, Blaðsíða 8
„ERLEIVT YFiRLIT“ í DAG: Er KóreustríðiS rerk Ifiólótoffs? Forsætisrádherra N.-Kóreu skipar: Rekið bandaríska herinn i sjóinn fyrir mánaðamot Geysiharðir bardagar á Waeg'taii-svseSitiu í sókn norðurhersins til Taes'n Forsætisráöherra Norður-Kóreu ávarpaði hersveiiir norð- urhersins í gær í tilefni af því að fjmm á eru iiðin frá uppgjöf Japana í iandinu. Gaf hann í lok ræðu sinnar hern- un skipun um að reka bandaríska herinn vægðarlaust í sjóinn og hafa hreinsað skagann og tortímt hernum með öllu fyrir næstu mánaðamót. i í & ol ^«+» - ýt # **/ € ij x Áf&it ^ Hörð sókn til Taegu. Það fór eins og búizt hefir verið við undanfarna daga, að norðurherinn hæfi mikla sókn á Waegwan-svæðinu í áttina til Taegu. Á þessum slóðum hefir norðurherinn komið yfir Naktong-ána um 10 þúsund manna her og 100 skriðdrekum og heldur áfram að ferja her yfir á þessum slóðum. Bíður um 60 þúsund manna her þess að komast yfir. Geysiharðir bardagar geis- uðu þarna á austurbakkan- um um 40 km. frá Taegu í gær og fóru sifellt harðnandi. Hefir suðurherinn þarna all- mikið lið, en búast má þó við, að hann verði að láta undan síga. Harðar flugárásir. Bandaríski flugherinn hef- ir haldið uppi látlausum loft- árásum á þessum slóðum á sóknarherinn og valdið geysi- legu tjóni. Sunnar með fljótinu hefir suðurhernum tekizt að afmá með cllu allmikið lið norður- Trygve Lie til Noregs Trygve Lie aðalritari S. Þ. dvelur nú í Noregi sér til hvíld ar. í viðtali við blaðamenn í Oslo lét hann i ljós bjartsýni um úrslit Kóreustyrjaldarinn ar og taldi vist að S. Þ. bæru sigur úr býtum. „Eina ráðið,“ sagði Lie, „til að koma á friði er að sigra árásarher kommúnista í Kóreu svo að réttlætið megi sigra í baráttunni við ofbeld- ið“. Hoy slegið að morgni má liirða að kvöldi Hey, sem slegið er að morgni, er hægt að hirða að kvöldi sama dags, skrifa tveir ameriskir vísindamenn í rit- ið Scientific Agriculture. Það, sem gerir þetta mögulegt, er vél, sem tekur grasið úr múg- unum og malar það og press- ar og dreifir því út um völl- inn aftur, þar sem það sið- an þornar á helmingi styttri tíma en ópressað hey. Ekki var þess getið í greininni, hvort heyið tapaði næringar- gildi við það að vera pressað, en eðlilega mun það tapa all- miklu af safa við aðgerðina. hersins, sem komizt hafði yfir ána, og syðst á vígstöðv- unum áttu sér stað nokkrir bardagar í gær, en vígstaða breyttist lítið. Halda enn flugveHinum við Pohang. Bandariskar hersveitir halda enn flugvellinum við Pohang en hafa nú sprengt nokkurn hluta hans og munu sprengja hann allan, ef þær verða að hörfa þaðan. Við- bótarlið hefir verið sett á land miili Pohang og Yong- dok, þar sem lið Bandarikja- manna er innikróað á strönd- inni. -ír H '?>■X 4- i4t *>• */» 1 *> J ^ *•? SSO, ?j° ?S9-m tJföM‘Í.&ÁJ&Hf , Herlið Bandaríkjamanna í Kóreu hefir dreift yfir landið flugritum, þar sem meðal annars er skýrt fyrir Kóreu- miiunum, hvernig hinar bandarísku þrýstiloftsfluvéiar eru. Hér sési mynd af því flugriti Ssldarskfpgn veiða ufsa þegar síld sést ekki II It veðnr á niiðiiniim o*» veiði í gser engin sí!d- Mikiil fiskafli við Grænland Færeyingar hafa fjögur flutninga- skip i förum Við Grænland er nú ágæt- ur fiskafli. í sumar stunda skip frá mörgum þjóðum veið ar við vesturströnd Græn- lands. Færeyingar hafa 300 skip á þessum miðum og Port úgalar og Frakkar einnig mörg skip. Auk þess eru Norð menn i sumar með mikinn flota við Grænland, eins og að undanförnu. Færeyingar hafa fjögur stór flutningaskip í förum milli Færeyja og Grænlands. Er það stærsta þeirra um 4 þúsund smálestir. Taka þau við saltfisknum af fiskipskip unum. En aflinn er allur salt aður nema lúða sú er Færey- ingar veiða. Hún er fryst og hefir frystiskip aðsetur i Fær eyingahöfn á Grænlandi til að taka við þeim afla. í gær var illt veður á miðunum fyrir Norðurlandi. Engin síld veiddist og voru öll skip í landvari eða höfnum, þegar leið á daginn í gær. í gærmorgun var sæmilegt veður við Mánaeyjar og köst uðu nokkur skip þar á ufsa- torfu og fengu 200—500 mál af ufsa. Nokkur áhætta er því samfara að kasta síldarnót- um á ufsatorfur, þar sem þær eru ekki nægilegar sterk ar fyrir ufsann. Yfirleitt lán aðist þetta samt hjá flotan- um, en fá skip urðu þó fyrir tjóni vegna þessa á veiðar- færum. Síldarverksmiðjur ríkisins kaupa ufsa til bræðslu fyrir 32,50 kr. málið, sem er hálft andvirði síldarmáls. Það hafa oröið mönnum mikil vonbrigði, að sild skyldi ekki veiðast í fyrradag og sunnudag, þar sem ágætt veiðiveður var þá víða við Norðurland. Nokkur sild veiddist þá að vísu, en hvergi um verulega veiði að ræða. Skoti fram í rauðan dauðann Tveir smápeningar urðu fyr ir skömmu Skota nokkrum að bana. Slysið henti í Hamm > ersmith, útborg London. Litil | dóttir Skotans hafði misst tvo smápeninga út um glugg ' ann, og þeir höfðu hafnað á syllu hálfan metra neðar á veggnum. Faðirinn teygði sig út um gluggann og ætlaði að ná aurunum en missti jafn- vægið og steyptist út. íbúðin var á fjórðu hæð hússins og beið Skotinn þegar bana. Hafa Rússar 10 millj. manna í nauð- ungarvinnu Fulltrúar brezku stjórnar- innar hafa nú lagt fram skýrslur og gögn því til sönn unar, að Rússar reki stór- felldari ánauðarvinnu en nokkur þjóð önnur um þess- ar myndir. Sönnunargögnin eru mestmegnis ljósmyndir og skýrslur frá stjórnum lepp ríkja Rússa. Mestan hluta þessara vinnuþræla hafi Rússar flutt til Síberíu og muni láta nærra, að Rússar hafi þannig um 10 millj. manna í ánauðarvinnu. Ef þeir vilji bera þennan áburð af sér og hrekja þau sterku sönnunargögn, sem hér liggi fyrir verið þeir að birta skýrslur um þessi mál og tölu fanga og annarra afbrota- manna eins og aðrar þjóðir geri. NÝSTÁRLEG KVIKMYND Nýja bíó sýnir á næstunni at hyglisverða kvikmynd, sem heitir Berliner Ballade, eftir hinn þekkta kvikmyndastjórn anda Gúnther Neumann. Efni myndarinnar er hin rústum- lagða Berlin í niðurlægingu hinnar sigruðu borgar. Otto, aðalpersóna myndar- innar, er persónugerfingur hinnar hrjáðu Berlínar-al- þýðu sem verður að leiksoppi stórveldanna í baráttu þeirra um yfirráðin. Myndin er ekki beinlínis saga Ottos, sem kemur heim að styrjöldinni lokinni og finnur rústir Berlín ar leiksvið soltinna vegleys- ingja, auðugra samvisku- lausra svartamarkaðs brask- ara erlendra sigurvegara og pólitískra áróðursmanna, sem berjast um sannfæringu von lausrar alþýðu, heldur eru þetta þættir úr sögu þúsunda sem hlotið hafa sömu örlög og Otto. Myndin er gerð á óvenjuleg an hátt sem setur hana ofar myndum sem hafa verið gerð ar um þetta efni. í fyrsta lagi er hin impressionistika með- ferð efnisins áhrifa mikil. Otto hverfur og gleymist stundum og virðist myndinni óviðkomandi alveg eins og í raun og veru gerst um alþýöu Berlínar í átökum stórveld- anna. í öðru lagi eru örlög Ottos sýnd á táknrænan hátt. Yíirleitt má segja að myndin sé symbolstisk og það á mjög skemmtilega visu. í þriðja lagi ber ekki á viðkvæmni sem oft einkennir slíkar myndir og viðist sem líf al- þýðunnar sé sýnt með hæðnis fullum gáska. Mörg mjög skemmtileg atriðið eru í mynd (Framhalð á 2. síðu.) -----—7 Elízabet Englands- prinsessa fæddi dóttur í gær Elísabet Englandsprins- essa fæddi í gærdag mey- barn er vó 12 merkur, og Iíður bæði móður og dótt- ur vel. Fæðingin átti sér stað í Clarence House, heimili prinsessunnar og manns hennar, og tók hin konunglega ljósmóðir, Hell cn Rowe á móti barninu. Dóttirin var þegar skýrð Mary eftir ömmu sinni. Fæðingunni var fagnað með fallbyssuskotum og klukknahringingum að brezkum sið. Tilkynning um fæðinguna var send ; samtímis til allra samveldis landanna í einu. i—-------------- Rómantísk vika á Englandi í september í haust á að halda svokallaða. rómantíska viku í Whiteley Bay á Eng- landi, og verða þátttakendur að minnsta kosti tvö þúsund piparsveinar og piparmeyjar. Tilkynningar um þátttöku hafa borizt hvaðanæva af Englandi, jafnvel einnig frá Frakklandi. Markmiðið með þessu fyrir tæki er að gefa einmana fólki kost á að kynnast öðr- um, er svipað er háttað um, ef vera mætti, að einhverjir fyndu þar örlög sin. Og menn verða að vera trúaöir á, að svo fari, því að þegar hafa borizt miklar brúðkaupsgjafir handa þeim, er svo ástfangnir kunna að verða, að gifting fengi á eftir. Mörg gistihús hafa líka boðizt til þess að sjá brúð- hjónum af rómantisku vik- unni fyrir ókeypis dvöl á fögrum stöðum í nokkra daga. Er Molotov staddur í Peking Sífellt ganga óstaðfestar fregnir um það, að Moltov sé nú staddur í Peking og ræða við leiðtoga kínverskra kommúnista, Mao-Tsetung. Fréttaritar austur þar standa á því fastar en fótunum, að svo sé, og ræði þeir félagar árás á Formósu og hjálp Rússa. Er talið, að Mao sé Rússum reiður fyrir það að hafa lagt allt kapp á að hljálpa Norður-Kóreu í stað þess að styðja kommúnista í Kína til að ganga milli bols og höfuðs á stjórn kínverskra þjóðernissinna á Formósa. Molotov vilji hins vegar telja Mao á það að láta árás á Formosu bíþa þar til stríðið í Kóreu sé með öllu útkljáð. Ef hann vilji hlíta því, muni Rússar veita honum öfluga hjálp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.