Tíminn - 25.08.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1950, Blaðsíða 5
185. blað. TÍMINN, föstudaginn 25. ágúst 1950. 5. Fösiud. 25. áfjúst Grein Gunnlaugs Tíminn birti fyrir nokkrum dögum síðari hluta greinar eftir Gunnlaug Jónasson á Seyðisfirði. Grein þessi, sem áður hafði birzt í mánaðar- ritinu „Gerpir,“ fjallaði um stéttarbaráttuna. Einn meg- inþáttur hennar var að sýna fram á, að alþýðustéttirnar högnuðust ekki á almennum kauphækkunum, nema þær ættu rót að rekja til fram- leiðsluaukningar, en undir slíkum kringumstæðum væri' þó betra fyrir alþýðuna að fá ' kjarabótina í formi verðlækk- unar en kauphækkunar. Kaup hækkun, sem ekki grundvall- aðist á framleiðsluaukningu, yrði hins vegar til ills eins fyrir almenning, því að jafn- | an fylgdi í kjölfar hennar ný verðbólga, sem gerði kaup- hækkunina einskisvirði fyrir ] alþýðuna, en skilaði miklum og fljótfengnum gróða í vasa braskarastéttarinnar. í grein Gunnlaugs var þessi skoðun svo skilmerkilega rök- studd, að erfitt mun reynast að hagga henni, eoda styðzt hún við dýrkeypta reynslu al- mennings hér og víðar. Því fer líka fjarri, að Gunn- laugur sé að boða hér nokkur áður óþekkt sannindi, heldur eru þau aðeins óvenjulega vel skýrð í grein hans. Jafnaðar- mannaflokkarnir, sem komizt hafa til valda erlendis, byggja baráttu sína yfirleitt á þeim staðreyndum, er Gunnlaugur reifar í grein sinni. Þeir reyna að halda kauphækkunarkröf- um í skefjum eftir megni, en vinna hins vegar að því að tryggja verkamönnum og öír um lágtekjustéttum kjara- bætur eftir öðrum leiðum. Þeir leggja t. d. mikið kapp á að efla samvinnufélagsskap- inn, því að þeim er ljóst, að engar kjarabætur koma al- menningi að meiri notum en hagstætt verðlag og heilbrigð verzlun. Valdhafar Sovétríkjanna hafa lika uppgötvað þessi sannindi. Nær aldrei heyrist frá því skýrt, að kauphækk- anir hafi átt sér þar stað, en þins vegar er oft sagt frá verðlækkunum, sem þar hafa orðið. Hér á landi hefir hins vegar ekkert tillit verið tekið til framangreindra staðreynda, sem erlendir verkamanna- flokkar, er komizt hafa til valda, byggja starf sitt á. Hér hefir það verið helzta trúar- atriðið í verkalýðsmálunum, að kauphækkunarleiðin væri eina kjarabótaleiðin. Ástæð- urnar fyrir þessu eru mjög vel skýrðar í grein Gunnlaugs. Annars vegar hafa forráða- menn verkalýðssamtakanna byggt völd sín á því, að halda þessari kenningu að verka- lýðnum. Hins vegar hafa svo braskararnir í hópi atvinnu- rekenda séð, að þeim var það hagkvæmt að láta undan kröfunum og auka verðbólg- una. Þegar allt kom til ajls voru það þeir, sem græddu, en ekki verkalýðurinn. Þetta samspil ábyrgðarlausra verka lýðsforkólfa, sem tryggðu sér þannig völd, og ófyrirleitinna ERLENT YFIRLIT: Horfið frá þjóðnýtingunni I hinni nýju stefnuskrá brezka verka- mannaflokksins cru fíerri þjóðnýtinsfar- loforð en í kosnin«'asÉefnuskránni í vetur Flokkstjórn brezka verka- mannaflokksins hefur nú í vik- unni látið frá sér fara nýja stefnuskráryfirlýsingu, er ber naf nið: V erkamannaf lokkur- inn og þjóðfélag framtíðarinn- ar. Stefnuskráryfirlýsing þessi verður lögð fyrir þing flokksins, er kemur saman í október, og er talið víst, að hún verði sam- þykkt þar. Almennt er litið á yfirlýsingu þessa sem næstu kosningastefnuskrá flokksins, þar sem líklegt þykir, að kosn- ingar séu ekki langt undan. Það er jafnvel búizt við þeim í nóv- ember. Frumdrögin að stefnuyfirlýs- ingu þessari eru sögð hafa vcrið lögð á ráðstefnu, sem haldin var fyrir ^þremur mánuðum, en þar mætti öll flokksstjórnin, allir ráðherrarnir og fulltrúar frá verkalýðssamtökunum og samvinnuhreyfingunni. Talið er, að þar hafi aðallega gætt tveggja sjónarmiða. Aðalfull- trúi annars þeirra var Bevan heilbrigðismálaráðherra, sem vildi að flokkurinn tæki upp enn eindregnari þjóðnýtingar- stefnu en áður. Fulltrúi hins sjónarmiðsins var Morrison varaforsætisráðherra, sem vildi að flokkurinn færi sér hægar í þessum efnum en áður, því að ella myndi hann missa fylgi mið stéttanna, er hefðu brugðist honum verulega í kosningunum í vetur. Hin nýja stefnuyfirlýsing er talin óyggjandi sönnun þess, að sjónarmið Morrisons hafi sigr- að. Þjóðnýtingarframkvæmdir Verkamannastjómarinnar. Það verður ekki sagt að brezka verkamannastjórnin hafi ráð- ist í stórfelldar þjóðnýtingar- framkvæmdir á fyrra kjörtíma- bilinu eða á árunum 1945—50. Hún þjóðnýtti þá þjóðbankann, járnbrautirnar og gas- og raf- orkustöðv., en siík fyrirtæki var áður búið að þjóðnýta viða annars staðar, svo að segja má, að hér hafi Bretar verið búnir að dragast aftur úr og verka- mannastjórnin því jafnað met- in. Þá þjóðnýtti hún kolanám- urnar, en um þá þjóðnýtingu var ekki meiri ágreiningur en svo, að stjórnarandstæðingar sættu sig við hana og hefðu sennilega sjálfir orðið að fram- kvæma hana, ef þeir hefðu haft völdin. Rekstur námanna var þannig, að óhjákvæmilegt var að setja hann undir eina stjórn og var þá trauðla úm annað heppilegra form að ræða en þjóð nýtingu. Um allar þessar þjóð- nýtingarframkvæmdir gilti því það,að hér var eigi um neina þá þjóðnýtingu að ræða, sem veru- legar deilur eru um milli sosíal- ista og einkarekstursmanna, því að þeir síðarnefndu viðurkenna, að opinber rekstur eigi rétt á sér á vissum, takmörkuðum sviðum. Sú eina þjóðnýting, sem verka mannastjórnin réðist í og ekki samrýmdist þessu sjónarmiði, var þjóðnýting stáliðnaðarins. Þar var um mjög stóra og þýð- ingarmikla iðnaðargrein að ræða, sem staðið hefur með miklum blóma og talinn er einn bezt rekni iðnaðurinn í Bret- landi. Stjórnarandstæðingar hafa beitt sér eindregið gegn þessari þjóðnýtingu, enda varð hún eitt mesta deilumál kosn- inganna, og átti sinn þátt í fylg istapi Verkamannaflokksins. Þjóðnýting þessi á að ganga í gildi nú um áramótin. Stjórnar andstæðingar hafa lýst yfir því, að þeir muni afnema hana, ef þeir ná meirihluta. Loforð, sem ekki eru lengur nefnd. I kosningastefnuskrá þeirri, sem verkamannaflokkurinn lagði fram fyrir seinustu kosn- ingar, var því heitið, að flokkur inn skyldi á næsta kjörtímabili beita sér fyrir þjóðnýtingu á tryggingarstarfseminni, sykur- iðnaðinum, sementsframleiðsl- unni, kjöt- og frystihúsunum, kjötverzluninni og vatnsveit- um. Hér var hvergi um þjóðnýt ingu á neinni stórri atvinnu- grein að ræða og þótti þvi sýnt, að flokurinn teldi sér heppilegra að fara vægar í sakirnar í fram tiðinni en i sambandi við stál- iðnaðinn. í hinni nýju stefnu- yfirlýsingu er ekki minnst á neitt þessarra þjóðnýtingarlof- orða, nema það, sem snýr að vatnsveitunum. Á hin er ekki minnst. Hér er því talið um mikið undanhald að ræða. í stefnuyfirlýsingunni er þó reynt að láta líta svo út, að ekki sé að ræða um beint frá- hvarf frá þjóðnýtingarstefn- unni og er það gert til að þókn- ast þjóðnýtingarsinnum í flokkn um. Þessvegna er sagt, að flokk urinn telji sér skylt að láta rík- ið yfirtaka rekstur fyrirtækja er ekki fullnægja þjóðfélagslegum skyldum sínum, eða að stofna braskara, er tryggðu sér þann ig mikinn gróða, hefir leitt þjóðina út í það fjármálaöng- þveiti, er nú ógnar öllu at- vinnulífi hennar og verka- lýðnum með neyð atvinnu- leysisins. Verkalýðnum hefir verið talin trú um að hann hafi ver ið að sigra, þegar kaupkröf- um hans hefir verið fullnægt. Gunnlaugur Jónasson sannar að þetta sé rangt og því sé það öíugmæli hjá Jónasi Jónssyni í Landvörn, að at- vinnurekendur hafi tapað i hverjum slíkum leik að und- anförnu. Það rétta sé, að þaö séu atvinnurekendurnir eða réttara sagt braskararnir í hópi þeirra, er hafa unnið. Þeir hafi grætt mest á verð- bólgunni. Reynslan sýnir líka bezt merkin. Fyrir tilverknað verðbólgunnar eigum við nú nokkra tugi milljónera, en at- Attlee vinnulif í rústum og atvinnu- leysi vofandi yfir verkalýðn- um. Fyrir verkalýðinn er nú ekki annað aðv gera en að snúa við á þeirri braut, sem hann hefir verið blekktur til að ganga undanfarið. Leiðin til kjara- bóta er nú ekki önnur en að efla framleiðsluna. Meðan ver ið er að rétta hana við, verða kaupkröfurnar að bíða. Hér verður að taka upp sömu vinnubrögð og í löndunum, þar sem verkalýðsflokkarnir hafa völdin. Fyrir því á verka lýðshreyfingin að beita sér með öllu sínu afli. Áframhald kaupstreitubaráttunnar, að ó- breyttum aðstæðum, getur ekki leitt til annars en nýrrar verðbólgu, er annað hvort stöðvar atvinnulífið alveg, eða leiðir til nýrrar gengislækk- unar í einni eða annarri mynd. ný ríkisfyrirtæki til að keppa við þau einkafyrirtæki, sem illa reynast. Þá er og sagt, að til mála komi að þjóðnýta einok- unarhringi, ef ekki verði haml- að gegn einokun þeirri á annan hátt. Allt er þeta mjög almennt orðað og því engin loforð gefin um ákveðna þjóðnýtingu, eins og áður hefir verið gert. Und- anhaldið frá þjóðnýtingunni er því augljóst, þótt þannig sé reynt að dylja það með almenn um og óákveðnum yfirlýsing- um. Ýmis atriði úr yfir- lýsingunni. Yfirlýsingin ber það líka glöggt með sér, að flokkurinn ætlar fyrst og fremst að byggja á grundvelli ríkjandi þjóðskipu- lags. Það er viðurkennt full- komlega, að einkareksturinn eigi rétt á sér, en þarfnist ým- iskonar aðhalds og eftirlits. Hagsmunir almennings eigi að vera leiðarljós stjórnendanna, segir í ávarpinu, og því marki á að ná með opinberum rekstri eða með ráðstöfunum sem tryggja það, að einkarekstur- inn þjóni heildinni. 1 yfirlýsingunni segir, að sér- (Framhald á 7. síðu.) Rangfærslur Al- þýðublaðsins í forustugrein Alþýðublaðs ins í fyrradag er veizt mjög hatramlega að Tímanum og j hann áskaður fyrir f jand- skap við verkalýöshreyfing- una. Undantekninarlítið eru i þessar árásar byggðar á rang f, færðum ummælum eða útúr snúningum. Það er t. d. sagt, að Tím- inn hafi mælt gegn kröfum sjómanna í togaradeilunni. Þetta er með öllu rangt, því að Tíminn hefir engan dóm lagt á þær af þeirri einföldu ástæðu, að hann hefir ekki haft aðstöðu til að kynna sér þær. Það, sem Tíminn hefir sagt um togaradeiluna, er fyrst og fremst það, að sjó- menn og útgerðarmenn eigi að leggja tillögur sínar og gagntillögur opinberlega fram, ásamt nauðsynlegum greinargerðum, svo að al- menningur hafi aðstöðu til að dæma um deiluefnið og geti síðan lagt álit sitt á metaskálarnar. Það gæti orð ið til að greiða fyrir lausn- inni, ásamt því að sátta- menn ríkisins hröðuðu störf Raddir nábúanna Alþýðublaðið segir í forustu grein í gær i tilefni af þátt- töku íslendinga í Brusselmót inu: „Það er gleðilegt, að íþrótta- áhuginn virðist fara sívaxandi meðal íslenzkrar æsku. Þar finnur unga fólkið heppilegt hugðarefni. Gildi íþróttanna er engan veginn fólgið i sigrum þeirra, sem fram úr skara, heldur í aukinni hreysti, feg- urð og þjálfun glaðrar og fram sækinnar æsku. Maðurinn, sem stundar íþróttir í tómstund- um til að auka hreysti sina og heilbrigði, en keppir aldrei á opinberu íþróttamóti, getur haft meiri not þeirra en meist arinn eða methafinn. Þó skal hlutur afreksmanna ekki van- metinn. Þeir kveikja áhugann og valda því, að æskan, sem ella kynni að leiðast á glap- stigu, sækir út á iþróttavell- ina eða upp til fjalla og inn til dala til að styrkja og stæla likama sinn. Og þá er þjóð félagsgildi íþró.ttanna komið til sögunnar. Við höfum ástæðu til þess að fagna því, hvað íþróttirnar eru orðnar ríkur þáttur í þjóð lífi og uppeldi okkar Islend- inga. Og það á að vera okkur aðalatriðið, þó að við fylgj- umst af áhuga með afreks- mönnum okkar, hvort sem þeir keppa innbyrðis hér heima eða reyna sig við syni annara þjóða.“ Vissulega er gildi íþrótt- anna ekki bundið við keppn- isiþróttirnar heldur hina hóf legu iðkun þeirra. Þess vegna ber að stuðla að sem almenn- astri iðkun þeirra. um sínum. Þá hefir og Tíminn áfellst það, að Sjómannafélagið skyldi stöðva karfaveiðarnar þar sem engin ágreiningur var um kjörin. Með því hefir hinsvegar engin afstaða verið tekin til ágreiningsins í tog- aradeilunni og því hreinn uppspuni hjá Alþýðublaðinu, að Tíminn hafi verið að gefa sjómönnum ein eða önnur fyrirmæli um að fara á veið- ar aftur upp á óbreytt kjör. Þessi uppspuni og útúr- snúningur Alþýðublaðsins kann að einhverju leyti að stafa af því, að það ruglar saman ummælum Tímans um hinar almennu kaup- hækkunarkröfur, sem Al- þýðusamb. er að undirbúa, og togaradeiluna. Það er vit anlega með öllu rangt að telja þessar tvær deilur hlið stæðar, þar sem sjómenn hafa gamla og að ýmsu leyti úrelti samninga, sem allir við urkenna, að þarfnist endur- skoðunar. Varðandi hina almennu kauphækkunarherferð, sem Alþýðusamb. er að undirbúa, nægir ekki að líta á það eitt, að almenningur þarfnist kjarabóta, heldur engu síður hitt, hvort ástandið leyfi þeir og hvort nokkuð sé áunnið við nýja kauphækkun nú. Því aðeins getur kauphækkun orðið raunhæf kjarabót, að þjóðartekjurnar eða fram- leiðslan aukist, en slíku er nú síður en svo til að dreifa, heldur því gagnstæða. AI- menn kauphækkun nú gæti því ekki leitt til neins ann- ars en nýrrar verðbólgu, sem leiddi til algerar atvinnustöðv unar eða nýs gengisfalls, í einhverri mynd. Slíkt yrði ekki til bóta fyrir verkalýð- inn. Það er á þetta viðhorf, sem Tíminn leyfir sér að benda, og hann telur það stafa síður en svo af verkalýðsfjandskap eða afturhaldssemi. Það er byggt á nákvæmlega sömu á- stæðum og verkamannaflokk arnir í Bretlandi og á Norður löndum vara nú vio kaup- hækkunum. Því liggur beint (Framhald á 6. síðu.J ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.