Tíminn - 10.09.1950, Qupperneq 5
198. blað.
TÍMINN, sunnudaginn 10. september 1950.
5,
Sunnud. 10. sept.
Verkaskipting
hjá útgerðinni
Hér í blaðinu hafa oft í sum
ar birzt greinar eftir dr. Jón
Dúason, þar sem hann hefir
vakið athygli á þeirri hættu
að beina öllum flotanum á
síldveiðar yfir sumartímann,
en hafa hann aðgerðalítinn
vor og haust. í greinum sín-
um hefir dr. Jón jafnframt
bent á, að Færeyingar og
Norðmenn mokafla við Græn-
land á sama tima og íslenzku
skipin sveima aflalaus á síld-
armiðunum fyrir Norðurlandi.
Því verður vissulega ekki
neitað, að þessi tilhögun út-
gerðarmálanna lýsir alltof
miklum æfintýrabrag og
spilamennsku, bæði útgerð-
armanna og opinberra aðila.
Eiga þeir síðarnefndu þar
ekki síður sína sök, því að
þeir hafa á ýmsan hátt stutt
að þessu. T. d. átti Lands-
bankinn meginþátt i því, að
engin Grænlandsútgerð var
reynd í ár og að öllum flotan-
um var því stefnt á síldar-
leysismiðin fyrir Norðurlandi.
Nú er þessi ráðsmennska
að hefna sín og hefir raunar
gert það svo átakatnlega á
undanförnum árum, að þetta
hefði ekki átt að geta átt sér
stað. Nú ætti þessi reynsla
að þykja orðið nógu dýr-
keypt.
í Degi á Akureyri eru þessi
mál nýlega gerð að sérstöku
umtalsefni. Þar er það m. a.
haft eftir síldarskipstjóra, að
„áður hefði þótt skömm að
kasta á ufsa, en nú þyki það
sérstök kurteisi.,, Þetta sýnir
hið breytta viðhorf og að
menn eru smám saman að
læra af reynslunni. En það
er ekki nóg, að menn komi
auga á ufsann einan, heldur
þarf að bera niður víðar en á
ufsamiðunum norðanlands.
í sömu grein Dags er einnig
bent á, að bátaflotinn hefði
getað aflað mikilla verðmæta
í sumar ,ef allra augu hefðu
ekki einbeint á síldina. Sum-
ir sunnlenzku bátanna, er
voru á síldveiðum í sumar,
fóru beint frá arðvænlegum
lúðuveiðum fyrir sunnan
land. Lúðuveiðarnar gáfu
dollara í gjaldeyrissjóð þjóð-
arinnar og munu hafa skilað
góðum arði til útvegsmanna
og sjómanna .
í umræddri grein Dags seg-
ir síðan orðrétt um þessi mál:
„Það er augljóst, að það er
þörf nýs viðhorfs til fram-
leiðslunnar við sjávarsíðuna
yfir sumarmánuðina. Þjóðin
hefir ekki efni á því að tapa
í síldarhappdrættinu ár eftir
ár. Hún þarfnast þess, að hinn
stóri vélbátafloti dragi björg
í bú yfir sumarmánuðina. Auð
séð er ,að nýtt skipulag þarf
á þessi mál. Fyrir síldarver-
tiðina á þessu sumri lét ríkis-
stjórnin boð út ganga, að
skip skyldu skrá sig til veið-
anna og þyrfti leyfi til þess
að stunda þær. Ýmsir skildu
þetta svo, að ætlunin væri að
takmarka þátttökuna og
beina hinum hluta flotans að
öðrurn viðfangsefnum. Þetta
varð þó ekki. Skráningin mun
aðeins hafa verið formsatriði.
Það kémur mjög til álita,
hvort ekki eigi að láta þessa
skráningu verða meira en
orðin tóm á næsta ári, veita
ERLENT YFIRLIT:
Fimm ára áætlun ROssa
Mcsti árans'ui* liennar til |sossa liefir vcrið
á víglninaðarsviðiiiu
1 nýkomnum Degi birtist fróð
leg grein, þar sem stuðst er við
upplýsingar úr enska blaðinu
,,Times“, um framleiðslumál
Sovétríkjanna. Dagur segir:
f fyrri viku fengu lesendur
enn einu sinni upplýsingar
Kominform-blaðsins hér á
staðnum um framleiðluaukn-
ingu í Rússlandi á s. 1. ári Eins
og ævinlega fyrr var hér ein-
göngu um hlufallstölur að ræða
þ. e. sagt, að tiltekin fram-
leiðslugrein hafi farið svo og
svo mörg prósent fram úr á-
ætlún o. s. frv., en engar upp-
lýsandi tölur eru birtar. í lok
þessara greina lætur Komin-
form-blaðið jafnan þá athuga
semd fljóta með, að þessar töl-
ur sýni að sífelld framför sé í
löndum þeim, sem kommún-
istar ráða, á sama tíma og öllu
hraki í vestrænu lýðræðisríkj-
unum. Vitaskuld sanna pró-
sentutölur Verkamannsins ekk-
ert í þessa átt og þær gefa held
ur enga hugmynd um þá eymd,
sem þróast í hverju því ríki, er
lýtur harðvítugri einræðis-
stjórn. Nýlega gerði brezka stór
blaðið Times í London þessar
upplýsingar kommúnistablað-
anna um allar jarðir að umtals
efni á eftirtektarverðan hátt og
sýnir fram á, að prósentutölur
þær, sem kommúnistar gleypa
gagnrýnislaust frá yfirboður-
um sínum segja lítið um raun-
verulega framför eða afturför.
Verður hér á eftir stiklað á
nokkrum atriðura úr þessari'
Times-grein.
»
Óljósar tölur.
Times segir: — Rússar birta
fréltatilkynningar um fram-
gang fimmára-áætlunar sinnar
á þriggja mánaða fresti, en þess
ar tilkynningar leyna ævinlega
meiru en þær upplýsa. Fram-
kvæmdir, sem tilheyra hinum
ýmsu ráðuneytum, eru skráðar
á þann einfalda hátt að nefna
hlutfallstölur, sem ekki standa
í beinu sambandi við neitt ann-
að. Það er til lítils gagns að vita
að Málmvinhsluráðuneytið t. d.
hafi lokið áætlunarverki sínu
á síðasta ársfjórðungi með 104
%, þegar enginn, utan stjórn-
arembættismennirnir, vita
hversu mikið þessum iðnaði var
ætlað að afkasta. Litlu fróð-
legra er að vita að framleiðsla
járns sé 22% meiri en í fyrra.
Enda þótt slíkar upplýsingar
séu gefnar, þarf að kafa lengi
í fyrri skýslum til þess að fá
þessum upplýsingum breytt í
það, sem gagn er að vita, þ. e.
hversu mörg tonn voru fram-
leidd.
Síðasta skýrslan af þessu tagi
frá Moskva er með þessu sama
sniði og hinar fyrri. Enda þótt
allt sé þar á sama rósamálinu
og fyrr, má þó ráða það af
hennl að iðnaður Sovétríkj-
anna sé yfirleitt í vexti.Eftir
eyðileggingar stríðsins var nú-
verandi fimm ára áætlun hleypt
af stokkunum árið 1946. Tak-
markið var að auka stálfarm-
leiðsluna í 25,5 millj. tonn á
ári, kolaframleiðsluna í 250
millj. tonn, oliuna í 35 millj.
tonn o. s. frv., við lok þessa árs.
Eftir að þessum takmörkum
væri náð, mundi stál- og kola-
framleiðsla Rússlands vera
hærri en framleiðsla Breta, en
lægri en framleiðsla Banda-
ríkjanna.
Takmark, scm ekki hefur nást.
Fyrir um það bil ári, kvikn-
aði sú von í Rússlandi, að unnt
mundi að ljúka við framkvæmd
áætlunarinnar á undan tíman-
um, annað tveggja fyrir afmæli
Stalins í desember s. 1., eða á
yfirstandaandi sumri. Á síðasta
ársfjórðungi fyrra árs var til-
kynnt, að framleiðsla olíu, kola
og stáls væri meiri en áætlun-
in gerði ráð fyrir á yfirstand-
andi ári — síðasta ári hennar.
Saint virðast ýmsar hindranir
hafa komið í veg fyrir sigurtil-
kynningar um fulla framkvæmd
áætlunarinnar á undan tim-
anum. Framleiðslan virðist hafa
gengið til baka á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs. Margar
iðngreinar náðu ekki settu
marki. Ýms ráðuneyti voru op-
inberlega ásökuð fyrir „ónógar
ráðstafanir til þess að mæta hin
um erfiðu veðurskilyrðum s. 1.
veturs í ýmsum iðngreinum."
Veturinn hefir alltaf í för með
sér afturkipp í framleiðslunni
á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins, en gera má ráð fyrir að á-
ætlunin hafi í upphafi tekið til-
lit til þess, er framleiðslutak-
mörk voru sett. — Augsýnilega
hefur verið við mikla erfiðleika
að stríða á fyrra helmingi þessa
árs, og það var fyrst er árið var
hálfnað, að tilkynnt var að iðn-
aðurinn væri aftur kominn á
rekspöl.
Gagnrýni Zverevs.
Afdrifaríkara er að framförin
hefur ekki verið jöfn, heldur
gengið í rykkjum. Dráttur sá,
sem orðinn er á því að tilkynna
að fimm-ára-áætlunin hafi ver
ið framkvæmd, getur vel stafað
af því að ein eða tvær iðngrein-
ar hafa dregist aftur úr. Þegar
Zverev fjármálaráðherra flutti
fjárlagaræðu sína í júní sl. gagn
rýndi hann byggingariðnað-
inn, byggingarverkfæraiðnað-
inn, pappírs- og timburiðnað-
inn og nokkrar aðrar greinar,
fyrir óhæfilegan kostnað og
eyðslu. Blöðin hafa nú í seinni
tíð bent á að verksmiðjur hafi
stöðvast vegna skorts á stáli,
enda þótt stáliðnaðurinn sjálfur
sé sagður hafa framkvæmt sína
áætlun.
Vafalaust er við marga erfið
leika að etja, en slíkar aðfinnsl
ur á opinberum vettvangi er
kunn aðferð austur þar til þess
að herða agann og það væri
vissulega léttúðugt af vestræn-
um þjóðum að ímynda sér að
STALIN
Sovét- Rúrsland sé ekki að efl-
ast, á sinn seinláta og þunglama
lega hátt, í megin framleiðslu-
greinunum. — Endurreisnin eft
ir stríðið hefur verið mjög eft-
irtektarverð. Lífsstig fjölda
manna, sem haldið var mjög
lágu af ásettu ráði, þegar allt
kapp var lagt á að efla úndir-
Verkfall fisk-
salanna
Fisksalaverkfallið hefir nú
staðið í meira en viku og
hafa fæstir bæjarbúar getað
náð í nýjan fisk þennan tíma
Eins og er, eru taldar iitlar
líkur til þess, að deilan leys-
ist, því að verðlagsyfirvöldin
telja sig ekki geta fallist á
tiltölulega meiri álagningar-
liækkun til fisksalanna en
annarra verzlana. Ef verð-
iagsyfirvöldin leyfa slíka
hækkun myndu aðrar verzl-
anir gera kröfur um sam-
bærilegar hækkanir. Fisksal-
arnir setja hins vegar fastir
við sinn keip.
Það er óþarft að lýsa því,
hve bagalegt þetta er fyrir
bæjarbúa, þar sem fiskurinn
er ein helzta neyzluvaran og
yfirleitt ekki hægt að bæta
sér hann upp, nema með ann
stöðuatvinnugreinarnar, hefur' arri dýrari vöru. Dýrtíðin er
jafnvel farið hækkandi síðan' þó nógu mikil, þótt hún sé
stríðinu lauk. Sá hluti þjóðar- g^ki aukin á þennan hátt.
Það er því ekki of sterklega
teknanna, sem fer til þess að j
farmleiða neyzluvörur er ennþá ... ....
lítill, en þegar efnahagkerfið að °rð* kveð,ð- Þott sagt se,
allt er í útþenslu, verður vöru- að Petta astand se óþolandi
úrvalið meira.
Vígbúnaðurinn.
Stærsti árangurinn af þeirri
stefnu Sovétstjórnarinnar, að
gera ríkið öflugt, er nú augljós
yestrænu þjóðunum. Ríkisstjórn
sú, sem kallar aðrar stjórnir
stríðsæsingamenn og heims-
valdasinna, heldur uppi 175 her
fylkjum (divisjónum) og þar af
er einn þriðji hluti búinn véla-
hergögnum, með 25.000 skrið-
dreka og um 19.000 flugvélar,
þar á meðal margar þrýstilofts
flugvélar. Þessi liðskostur stend
ur andspænis vestrænu lýðræð
isríkjunum, sem afvopnuðust
mjög mikið eftir stríðið og
reyndu að vinna að efnalegri
endurreisn, með friálsri verzlun
og hverskonar ráðstöfunum til
þess að efla almanna hag.
síldarleyfi þeim skipum að-
eins, er bezt hafa aflað á und-
anförnum síldarleysisárum,
en stefna hinum hluta flotans
að öðru veiðum. Það er vita-
skuld auðvelt að dæma eftir
á, en reynslan hefir nú sýnt,
að heildaraflinn mundi lítið
minni nú þótt aðeins helm-
ingur skipanna hefði stund-
að veiðarnar.“
Hér er áreiðanlega vakið
máls á úrræði, sem nauðsyn-
legt er, að opinberir aðilar,
útvegsmenn og sjómenn, taki
höndum saman um að hrinda
í verk. Það þarf að taka upp
verkaskiptingu í útgerðinni,
þannig að bátaflotinn hag-
nýtizt sem bezt og afkoman
verði sem öruggust. Nokkur
hluti hans á að stunda síld-
veiðar, annar Grænlands-
veiðar, þriðji lúðuveiðar,
fjórði ufsaveiðar o. s. frv.
Skiptijng fer vitanlega eftir
því, hve hver veiðin um sig er
talin umfangsmikil.
Með þessu ætti það að vera
miklu betur tryggt en nú, að
allur flotinn fari ekki á von-
arvöl, þótt ein veiðin bregðist.
Með auknum aflatrygging-
um ættu þær veiöarnar, sem
vel heppnast, að geta bætt
aðrar upp, sem kynnu að
bregðast í það og það skiptið.
Hér er um mál að ræða,
sem taka verður upp af full-
um manndómi. Annars stefna
útgerðarmál okkar í sívax-
andi öngþveiti.
til lengdar og því verði sem
allra fyrst að ráða bót á því
á þann veg, að viðhlítandi sé
fyrir neytendur.
Sá aðili, sem fyrst og fremst
á að láta þetta mál til sín
taka og vinna að lausn þess,
er borgarstjóri og bæjar-
stjórn Reykjavíkur. Þetta er
sérstakt mál Reykvíkinga og
því rétt, að þessir aðilar hafi
frekar forgöngu um lausn
þess en ríkisstjórnin.
Margar leiðir virðast til
lausnar þessu máli.
Það má t. d. í þessu sam-
bandi minna á þá lausn,
sem Bandaríkjastjórn við-
hafði nýlega í sambandi við
yfirvofandi járnbrautarverk-
fall. Hún tók járnbrautar-
reksturinn í sínar hendur og
mun annast hann þangað til
kjaradeilan er leyst. Á sama
hátt gæti Reykjavíkurbær
tekið rekstur fiskbúðanna í
sínar hendur meðan deilan
stendur yfir.Til þess myndi að
visu þurfa bráöabirgðalög, en
áreiðanlega myndi ekki
standa á ríkisstjórninni að
gefa þau út, ef bæjarstjórnin-
færi fram á það.
Önnur leið er það, sem þó
er ekki jafn góð, að bærinn
sjái um, að útisala verði á
fisk á ýmsum stöðum í bæn-
um. Slíkt viðgengst víða er-
Raddir n.ábúarma
í forustugrein Mbl. í gær er
sagt frá þeim frásögnum er-
lendra blaða, að nýlega hafi
farið fram í Peking brenna
á andkommúnistískum rit-
um, m. a. á nokkrum ritum
Konfúsísusar. Mbl. segir:
„En í þessari skoðun felst
hyldjúpur misskilningur. Hug-
sjón og lífsskoðun getur lifað og
haft áhrif um lönd og álfur
þó að bókin, sem geymdi hana
hafi verið brennd og sé ekki
lengur til nema sem aska og ’, ""‘j. „l’u”'""*!" „7, >"»
... TT. 5 lendis og er þar vmsælt. Það
hismi. Hun heldur afram að j . , , , .
lifa í hugum fólksins. Þar er “ vissulega langt um betra
hún skráð á því letri, sem ffcta fengið fiskinn á
aldrei máist og aldrei verður j þennan hátt en að fá hann
brennt. Með öðrum orðum: alls ekki.
Það er hægt að brenna efnið, j Hér eru þegar fyrir hendi
bókina, en andinn lifir áfram tvö úrræði, sem bæjarstjórn-
frá kynslóö til kynslóðar. | jn getur auðveldlega gripið
Kínverjar hafa þessvegna. ti, f hún hefh. vilja til þess
ekki venð eiliflega rændir \ vandræðl nevt-
speki Konfúsíusar þó rit hans aö 'eysa Pau vandræði neyt
hafi verið brennd ... j endanna, er fisksalaverkfall-
Bókabrennur nazista og kom veldur. Það er ekkert, sem
múnista eru fyrst og fremst afsakar það, ef bæjaryfir-
vottur um tvennt: Djúptækan ’ völdin halda hér að sér hönd
misskilning á mannlegu eðli um. Það stafar þá annað
og í öðru lagi viðurkenningu tveggja af slóðaskap eða því,
á veikleika þess er fremur ag þau kæra sig ekki um að
siikan verknað. Sá, sem lætur t ja hlut neytenda. Hvort
kveikja bal ur bokum til þess . fordæmanleet
að eyöa anda þeirra og hug- , ;gS3a er lornæmanlegt.
sjón, hefir enga virðingu fyrir j I*ess verður fastlega ao
andlegum afrekum. Hann við vænta, að bæjaryfirvöldin
urkennir heldur ekki rétt láti ekki bæjarbúa búa öllu
mannsins til þess að velja og lengur við fiskskortinn en
hafna, hvorki á sviði stjórn- ( orðið er, þar sem þeim eru
mála né menningarmála“ j 0pnir margir möguleik-
Nazistar höfðu lítinn veg af ar til að koma í veg fyrir það.
bókabrennunum á sinni tíð ( í áframhaldi af slikum að-
og sú mun einnig verða gerðum, þyrfti bæjarstjórnav
reynsla kommúnista. Þær j meirihlutinn svo að hef jast
auglýsa ekki aðeins ofstæki ( handa um þær cndurbætur á
þeirra, heldur hræðslu við fisksölunni, sein hann hefir
aðrar skoðanir og stefnur, j lofað bæjarbúum við undan-
sem þeir óttast að menn taki
fram yfir kommúnismann.
farnar bæjarstjórnarkosu-
ingar. X+Y.