Tíminn - 13.09.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.09.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, miðvikudaginn 13. september 1950. 200. blað. Persónudýrkun kommúnista Austan járntjald er Stalin ncfndnr „liinn mikli * Nýlega rakst ég á apríl- hefti tímaritsins ,;Soviet Lit- erature“ (Bókmenntir Sovét- ríkjanna), sem gefið er út í Moskvu, skrifað á enska tungu, og dreift út á meðál kommúnista um aiiar jarðir. Mun þykja „fint“ í hópi kommúnista að lesa rit þetta og b^ra vott um sérstaklega þroskaðan bókmenntasmekk. Þetta mun og vera ein aðal- biblía kommúnistiskra rit- höfunda. Það er fróðlegt fyrir venju- legan 'oorgara að kynnast hin um seðri bókmenntalegu frscð um - rússneska heimatrúboðs- ins og fara því liér á eftir nokkrar glefsur úr aðalei’ni ritsins. Þegar menn hafa los- ið þær, hafa þeir lesið allt efnið. Það, sem ekki er birt hér er sama efnis, en sagt með dálítið öðruvísi orðum, nefnilega að „hinn mikli Stalin,“ sé mesti bókmennta- fræðingur, mesti lisramaður og tónskáld, sem nú sé uppi, og geislar snilldar hans nái, sem betur fer, að lýsa þeim villuráfandi sauðum, sem af eigin rammleik reyni að skrifa ljóð og lag, ella mundu þeir aðeins vesöl úrhrök. Nefnin á aðalgreinunum í timaritinu, kynna efnið og mætavel. Greinarnar heita: Hinn mikli velunnari bók- menntanna, Blómgun sovét- listarinnar, Hin óviðjaínan- lega aðstoð (þ. e. aöstoð Stal- ins við tónskáldin). Hér fara á eftir nokkrir kjarnar úr þessum bókns.ennt um. lauslega þýddir Má vera aö betur mætti vanda þýð- inguna. en þótt ekki hafi unnizt tími til aö fága hana eða pússa, ætti þaö ekki að koma að sck me-5 jjvl að n.eg íne-fni grciuanna er fulliiost fyrir þtú. „Blómgun Sovétlistarinnar.“ „Það vekur fögnuð í brjósti mér að heyra þig, virðuleg- an öldunginn, sem hefir lifað í hundrað sumur, kalla Sfal- in föður,“ skrifaði Georgíu- skáldið Grishashvili til Jam- bul. Faðir! Hvað gæti verið nær eða kærara en það nafn? Sovétþjóðirnar, einn og allir, frá ungherjunum til hvít- hærðra öldunga, kalla Stalin „föður okkar.“ Því að eins og ástríkur, mildur faðir, eins og vitur uppalandi og kennari, elur Stalin upp nýja kynslóð nýrr ar þjóðar, þá, sem byggja upp kommúnismann. Margfalt og allt innibind- andi er afl snilldar Stalins. Hver einasta grein skapandi starfs Sovétþjóðanna hefir notið geislanna frá gáfum hans, sem hafa bent á leið- ina til tinda nýrra frægðar- verka. Allt það, sem er nýtt, fag- urt, framsækið og óeigin- gjarnt í lífi okkar, stefnir upp á við, til Stalins, eins og til sólarinnar. Stalin gefur þjóð- inni kraft og gefur henni vængi. Orð hans, góðleiki hans og umhyggja, er sá kraftur, sem gefur milljón- unum styrk og líf. Stalin þekkir og skilur allt, sem hrærist í hjörtum Sovét- þjóðanna, hann þekkir hug- sjónir og vonir allrar þjóð- arinnar. Hann þekkir þarfir og leit háskólaborgarans og vélavarðarins, uppfinninga- mannsins og kennarans, námumannsins og veður- fræðingsins, hinna frægu sona móður Rússlands og framtíðarhetja sósíalísks starfs, vísindajöfra og snill- inga framtíðarinnar. Meö snilld framsýni sinnar stýrir félagi Stalin dug, viljakrafti og hugsunum Sovét-manna og kvenna, upp á tind full- komnunarinnar, hann er að skapa ný Sovét-vísindi og nýja Sovétmenningu. Það er hann, sem hefir kveikt heíta ást til sovétmóðurlandsins^í brjósti þjóðarinnar, og lista- manna hennar. Það er hann. sem hefir kennt okkur að meta fjársjóði þá, sem fólkið skapaði á liðnum öldum“.... og þannig áfram, þindarlaust á þremur stórum blaðsíðum. „Hin óviðjafnanlega aðstoð.“ Næsta grein fjallar um tón listarlíf og er skrifuð af sjálfum Shostakovich, sem villtist út af línunni um ár- ið, en baðst fyrirgefningar og var tekinn í sátt á ný. Sú grein hefst þannig: „Flokkurinn og hinn mikli Stalin hafa kennt Sovétþjóð- unum að eignast sinn eigin Sovétmælikvarða til þess að meta allskyns fyrirbrigði. Aldrei fyrr hefir hiutverk listamannsins verið eins há- leitt og flókið." Síðar í greininni, sem öll er lofsöngur um „hinn mikla Stalin,“ segir svo, og rná segja, að það sé aðalinnihald greinarinnar: „Flokkurinn og hinn mikli Stalin hafa sýnt tónskáldun- um, að sérhvert frávik frá þeirri braut, að þjóna fólkinu leiðir listamanninn til lista- og hugsjónalegs gjaldþrots.“ Hinn mikli velunnari bókmenntanna. í enn einni grein, sem ber þetta veglega heiti: „Hinn mikli velunnari bókmennt- anna,“ er sami söngurinn sunginn í gegn. Flestar máls- greinar hefjast á þessa leið: Hinn mikli Stalin hefir kennt oss. — Eins og hinn mikli Stalin hefir sagt. — Þeg ar Stalin sagði. — Sú útskýr- ing Stalins o. s. frv. Það er kunnara en á þurfi að minnast, að verkföllin eru hér álíka tíð og þarfir fólks- ins til að hafa sokkr.skipti. Stéttafélögin eru orðín nær óteljandi. Einstök stéttafé- lög eru í sífelldum saman- burði við önnur um kaup og kjör. Við þennan sífellda út- roikning og samanburð er fundinn mismunur kaups- og hvíldarkjara . Stundum er þessi mismunur meira tilbún ingur en veruleiki. Það er svo komið í okkar ríki, að á öllum tímum árs- ins er eitthvert stéttarfélag í verkfalli. Sáttasemjari ríkis- ins hefir nær aldrei frið fyr- ir önnum af samningaumleit unum þeirra, sem vinnu selja og vinnu kaupa. Gömul saga er, að þeir séu sælir, sem friðinn semji, en ég geng í mikinn vafa um að sáttasemjari vor. í vinnudeil- um, sé sæll í þessu samninga- Hér eru nokkrir kjarnar úr þessari grein: (Stalin sagði:) „Verk ykkar (þ. e. rithöfundanna), er sér- staklega dýrmætt, því að þið eruð verkfræðingar sáln- anna.“ Og vissulega sýna þessi orð okkur hversu djúp er ást hans og virðing fyrir starfi rithöfundanna. Aðeins hann, uppalandi miljónanna, leiðbeinandi leiðbeinendanna sém ekkert sér dýrmætara á jörðinni en manninn, gat hafa skilið þannig gildi rit- höfundarins í hinu nýja þjóð félagi og skýrt það með orð- um, sem eru þrungin ást og vizku.“ Þetta tímarit er 168 blaðsíð ur. Á einum stað er „mikli Stalin“ nefndur 27 sinnum á hálfi annari siðu. Geta menn af því og þessum úr- dráttum ímyndað sér, um hvað rit þetta fjallar bezt. Skáldsagan líka lofgerð um hinn „mikla föður“! Eftir að hafa lesið um þessa ógeðslegu skurðgoðsdýrkun, hrýs manni hugur við að leggja í að lesa skáldsögu þá, sem birt er í þessu hefti, með því að búast má við, að þar sé sami söngurinn. Enda bregst það ekki. Lokaorð skáldsögunnar lýsa vel inni- haídi hennar: „Félagar — þetta er kommúnismi. Látum þakklæti vort hljóma til hins volduga lands vors og til snillingsins, sem leiðir oss — hins mikla Stalins." Þannig lýkur þessu bókmenntaaf- reki. Þessar bókmenntir lesa ný- skirðir kommúnistaunglingar hér heima á íslandi og tár- fella ofan í blaðsíðurnar þeg- ar yfirmannlegum eiginleik- um foringjans er lýst sem fjálglegast. Hér mun vera um sálfræðilegt fyrirbrigði að ræða, er greint fólk, sem met ur sjálft sig nokkurs, gerist þátttakandi í svo fyrirlitlegri persónudýrkun, að hún yfir- stígur allt það, sem nazistar afrekuðu á sinni tíð, og var það þó eftirminnilegt. feni, sem hann er í sýnkt og heilagt. Þá koma nú aðilarn-j ir og þjóðin í heild sinni. Svo er með vinnuseljendur að þeir eru sialdnast búnir að vinna upp skaðann ai fyrra verkfallinu, þegar hið síðara skellur á, svo þeir eru alltaf að tapa. Að sjálfsögðu skað- ast vinnakaupendurnir á þess um skæruhernaði, þeir verða ergileg’r og miður vinveittir þessunj viðskiptavinum sín- um, sem ávallt eru með ófriði á hendur' þeim. Loks kemur þjóðarheildin, sem mest skaöast á þessum sífellda skæruhernaði eða borgarastyrjöld. Þessi taum- lausa verkfallspólitík er bæði skömm og skaði og ósamboð- in heiðri þjóðarinnar. Er eng in leið út úr þessum ógöng- un:.? Er það órjúfanlegt lög- mál tilverunnar, að þessi inn ar.landsófriður sé alltaf á (Framhald á 6. slOuJ. (Dagur). VERKFÖLLIN Þá skal þráðurinn upptekinn, þar sem seinast var frá horfið, og birt niðurlag á bréfi karls- ins, sem telur sig geðillann og orðljótan: „Alltaf vex dýrtíðin og fjölda margar lífsnauðsynjar fást ekki, svo sem efni til klæðnaðar o. fl. Er ekki kominn tími til þess, að litast um og athuga hvert stefn ir? Við skulum byrja á gamla fólkinu. Fólki, sem hætt er að geta unnið, og hefur því ekki annað en ellilaunin til að lifa á. Hvernig fer það að lifa? Vitanlega má segja, að það sé ekkert þjóðartjón þó okkur fækki, þessu gamla og geðilla rusli. En því miður er ég hrædd ur um, að við drögum fleiri með okkur í djúpið. Minnkandi atvinna leiðir af sér þverrandi gjaldþol almenn- ings, allt dregst saman, sem til lífsbjargar horfir, unz hungurs- neyðin heldur innreið sína í landið. Kannske er það, hún, sem getur læknað þjóðina? Vill þjóðin bíða eftir því? Eitt er víst: Fáir munu óska eftir hungursneyð. Hún heim- sækir ekki fyrst þá menn, sem helzt þyrftu tilsagnar hennar við. En samt mundi hún sannast ennþá vísan hans Magnúsar gamla: „Ef að dauður almúginn allur lægi. á Fróni, mætti ske að mörvömbin minnkaði í honum Jóni“. Mikið er ég þakklátur séra Halldóri Jónssyni frá Reynivöll- um, fyrir þrjár greinar, sem hann hefur birt í Tímanum með stuttu milli bili, einkum þó tvær þær fyrri. Hann upplýsti, að mörg af þeim lögum, sem Ríkisútvarpið nefnir íslenzk lög, séu alls ekki íslenzk. Hér talar maður, sem veit hvað hann segir. Fyrst nú, að svona er um þetta atriði, getur þá ekki verið rétt- mætt að athuga fleira? Það hafa áður heyrzt kvart- anir frá hlustendum um of mik inn hljómplötuglaum í útvarp- inu. En forráðamenn útvarps- ins hafa svarað því, að þær kvartanir væru ástæðulausar, og bæru aðeins vott um vits- munaskort og vanþekkingu þeirra hlustenda, sem létu þær frá sér fara. Það er bæði, að ég hef ekki áður lagt neitt til þess ara mála, og ég játa þekkingar- skort minn á gildi tónverka. Með hvaða sanngirni er líka unnt að ætlast til þess, að það fólk kunni að meta listagildi tónverka, sem aldrei fékk neina tilsögn í neinu því, er að söng eða tónfræði lýtur? Við, sem þannig er ástatt um eigum ekki annars kost en að meta tónverkin eftir þeim á- hrifum, sem flutningur þeirra hefur á skynfæri okkar, og skap gerð. Að halda því fram, að allar þær hljómplötur, sem út- varpið ber á borð fyrir hlust- endur séu svo ágæt list, að hreinasta goðgá sé, að finna nokkuð að þeim, er í minni vit- und hin mesta fjarstæða. Því til eru plötur, sem heyrst hefur í í sumar, sem ekki eru færar um að framleiða „garg“, hljómur inn íþeim, ef hljóm skyldi kalla •— er andstyggilegt væl, og ekki til annars betur fallið, en að venja mann á að vera fljótur að „skrúfa fyrir“. 1 sumar í júlí, var einu sinni tilkynnt að næsti liður á dag- skránni væru lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Ég skal engum get- um að því leiða, hvort þessi dag skrárliður hefur orðið til að til- hlutan útvarpsráðs eða af ein- hverri tilviljun. En þarna kom þó nokkuð, sem hlustandi var á. Þetta var eitthvað annað en bannsett vælið af sumum út- lendu plötunum. Ég ætla ekki að fara að hlaða lofi á tónskáldið Kaldalóns. Þess þarf ekki. Hann er fyrir löngu viðurkenndur. En hvernig í ósköpunum stend ur á því, að útvarið notar ekki meira af íslenzkum lögum en raun ber vitni um? Hví er ekki hafizt handa um að afla útvarpinu til handa, möguleika til að flytja íslenzk lög við íslenzk ljóð, meira en gert hefir verið? Það er áreið- anlega mikið til af því efni, bæði prentað og einnig óprentað hjá höfundunum sjálfum. Hvers vegna ekki gefa þjóðinni kost á cð njóta verka tónskálda sinna, einkum þegar þau eru sameinuð verkum ljóðskáld- anna? Hér lýkur svo bréfi þess, sem þykist geta kallað sig geðvond- an og orðljótann. Nú geta þeir, sem á hann hafa hlýtt, dæmt um það, hvort hann lýsir sjálf- um sér rétt. Starkaður. Alúðar þakkir til allra nær og fjær, sem sýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðarför konunnar minnar LAUFEYJAR SIGURÐARDÓTTUR, frá Syðra-Langholti. Fyrir hönd barna minna, foreldra hinnar látnu og annarra vandamanna Bjarni Kristjánsson. Jarðarför JÓHÖNNU KNUDSEN hjúkrunarkonu fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. þ. m. kl. iyz síðdegis. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og sveigar er af- þakkað. Þeir sem óska eru beðnir að minnast Barna- spítalasjóð Hringsins. Ósvaldur Knudsen Aðalheiður Knudsen Fríða Knudsen Þorvaldur Þórarinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.