Tíminn - 13.09.1950, Blaðsíða 5
200. blað.
TÍMINN, miðvikudaginn 13. september 1950.
5.
Miðvikwl. 13. sept.
Endurskoðun vinnu-
löggjafarinnar
Togaradeilan hefir nú stað
ið á þriðja mánuð og enn
eru taildar litla+r horfur á
samkomulagi. Bilið, sem er
milli deiluaðila, er sagt litlu
minna en það var, þegar verk
fallið hófst. Miðlunarstarf
sáttanefndar þeirrar, sem
rikisstjórnin skipaði, mun
enn hafa teljandi lítinn á-
rangur borið.
Það furðulega er, að með-
an því fer fram svo mánuð-
um skiptir, að stórvirkustu
framleiðslutækin eru bund-
in við hafnarbakkann, fær
þjóðin lítið um þessa deilu
að vita annað er það, að svo
mikið beri á milli, að litlar
horfur séu á samkomulagi.
Það er eins og útgerðarmenn
og sjómenn álíti, að þetta sé
alveg einkamál þeirra. Þjóð-
ina varði ekkert um það,
þótt stöðvuð séu þau fram-
leiðslutæki, sem hún hefir
lagt einna mesta fjármuni
í, og það á þeim tíma, þegar
gjaldeyrisástandið er þann-
ig, að henni' kemur það einna
verst.
Þjóðin mun hinsvegar ekki
líta þannig á, að svo sé. Það
fyrsta, sem deiluaðilar áttu
að gera og það áður en verk-
fallið hófst, var að gera opin-
berlega grein fyrir ágreiningn
um, svo að almenningur gæti
gert sér fulla grein fyrir hon-
um. Almenningsálitið hefði
þá getað hjálpað til þess að
leysa deiluna, því að það hefði
áreiðanlega fundið, hvort kröf
ur sjómanna voru réttmætar
eða aðstaða útgerðarmanna
sanngjörn. Það hefði hjálpað
til að draga úr þeirri óbilgirni,
sem deilunni kann að valda,
hvort sem hún e^ sök annars
aðilans eða beggja.
Þessi mikla leynd, sem lát-
in er hvíla yfir togaradeil-
unni, er ný sönnun þess, að
gera þarf breytingu á núgild-
andi vinnulöggjöf. Það þarf
að skylda deiluaðila til þess
að gera opinberlega grein fyr
ir kröfum sínum og afstöðu
áður en vinnustöðvun hefst,
svo að almenningsálitið fái
aðstöðu til að dæma um á-
greininginn, en það gæti í
mörgum tilfellum greitt fyrir
lausninni.
Þetta er þó ekkí nema ein
af þeim breytingum, sem gera
þarf á vinnulöggjöfinni, enda
er eðlilegt, að hún sé orðin
úrelt, á ýmsum sviðum, þar
sem hún var sett fyrir meira
en 10 árum og aðstæður í
þessum málum hafa mjög
breyzt síðan. Þau ákvæði
vinnulöggjafarinnar, sem þá
gátu talizt og voru eðlileg og
sjálfsögð, eru nú það gang-
stæða.
Eitt af því, sem síðan hefur
komið til sögunnar, er skæru-
hernaðurinn svonefndi. Hann
er í því fólginn, að einstck
smáfélög, sem hafa kannske
ekki fleiri en 10—20 félags-
menn, eru látin gera verkföll,
og þeim veitt aðstaða — oft
í skjóli sjálfrar vinnulöggjaf-
arinnar — til þess að stöðva
stórar atvinnugreinar, ef þau
fá ekki krcfur sínar fram. Þeg
ar þessi félög hafa fengiö
kröfum sínum fram byrja
svo samræmingarkröf-
urnar svonefndu á eftir.
ERLENT YFIRLIT:
Hvað gerir Mao Tse Tung?
Rollalc&i'gingar um liðsamdrátt kínvcrskra
koniinnnista í Mansjiiríu
Á þingi sameinuðu þjóðanna,
er senn kemur saman til fund-
ar í New York, má búast við
því, að afstaðan til fulltrúa Kína
verði eitt mesta deilumálið.
Deila þessi mun snúast um það,
hvort stjórn Chiang Kai Sheks
eða stjórn Mao Tse Tung eigi
að fara með umboð Kína á
þingi Sameinuðu þjóðanna og
í Öryggisráðinu.
Eins og kunnugt er, hafa Rúss
ar gert þetta atriði að miklu
deilumáli og sennilega tafið
fyrir lausn þess með aðförum
sínum. Ástæðan er vafalaust sú,
að vesturveldin eru klofin í
málinu. Bretar vilja viðurkenna
stjórn Mao Tse Tung, en Frakk-
land og Bandaríkin hafa verið
því andvíg. Sennilega myndi þó
Bandaríkjastjórn hafa viður-
kennt stjórn Mao Tse Tung á
síðastliðnum vetri, ef því hefðu
ekki valdið hinar hatrömmu deil
ur republikana á hana fyrir
undanlátssemi í Asíumálun-
um. Hún taldi því rétt, að láta
þing Sameinuðu þjóðanna
skera úr þessu máli. Síðan hef-
ur Kóreustyrjöldin komið til
sögunnar, og gerir hún málið
enn torveldara. Loks fara nú í
hönd þingkosningar í Banda-
ríkjunum og mun það gera
stjórninni erfiðara fyrir að slaka
til, a. m. k. að sinni, því að stjórn
arandstæðingar myndu nota
það óspart í kosningahríðinni. ^
Liðsamdrátturinn í Mansjuríu.
Það er annars helzta umtals-
efni heimsblaðanna um þessar
mundir, hvað forráðamenn kín-
verskra kommúnista ætlast
fyrir í sambandi við Kóreu. Úr-
slit áöurnefnds deilumáls á þin
sameinuðu þjóðanna fer senni-
lega að miklu leyti eftir því,
hvað álitið verður um þess-
ar fyrirætlanir kommúnista.
Það, veidur ekki sízt bollalegg
ingum um afstöðu kínverskra
kommúnista, að fregnir hafa
borist um vaxandi liðsamdrátt
þeirra á landamærum Mansjúr-
íu. Samkvæmt fregnum sem eru
taldar réttar, hafa kommúnistar
þar nú milli 200—300 þús. manna
lið, auk setuliðs þess, sem fyrir
var. Hinsvegar ber fregnum ekki
saman um, hver tilgangurinn
sé með þessum liðsamdrætti.
Sumir telja, að ætlun þeirra sé
að koma Norður-Kóreumönnum
þegar til hjálpar eða áður en
Bandaríkjamenn taka að hrekja
þá til baka. Aðrir telja, að þeir
ætli sér að hernema Norður-
Kóreu og hindra herliö sam-
einuðu þjóðanna í því að komast
norður yfir 38. breiddargráðu,
ef sú ákvörðun yrði tekin af S.
þ. að brjóta alla mótspyrnu
Norður-Kóreumanna á bak aft-
ur. Loks er svo sú skýring, að
liðsamdrátturinn eigi fyrst og
fremst að hafa áróðursgildi. Með
honum sé verið að sýna, hvað
kínverskir kommúnistar myndu
geta, ef þeir vildu beita herafla
sínum.
Ekki viðbúnir styrjöld.
Þeir, sem halda þessari síðast
greindu skýringu fram, byggja'
hana m. a. á því, að kínverskir j
kommúnistar séu alls ekki undir
styrjöld búnir. Þeir séu nú fyrst
að hefjast verulega handa um
endurreisnina innanlands, en
flest sé enn í rústum eftir styrj
öldina. Endurreisnarstarfið sé
svo örðugt viðfangs, að útilokað
sé, að hægt sé að heyja styrjöld
út á við, jafnhliða því. Af þess-
um ástæðum hljóti kommúnist-
ar að forðast það, þótt þeir hafi
ýmsar ögranir í frammi.
Þá er í þessu sambandi bent
á það, að ennþá séu til
allöflug mótspyrnusamtök í
ýmsum héruðum Kína, einkum
í Suður- og Suðvesturhéruðum
landsins. Þessi samtök hafi held
ur eflst í seinni tíð, því að ó-
ánægja sé vaxandi við ýmsar
stjórnarframkvæmdir. Ef kín-
verskir kommúnistar lentu í
styrjöld við Sameinuðu þjóðirn
ar, mætti búast við, að þau efld
ust stórlega og myndu þá að lík
indum fá styrk utan að.
Að síðustu má svo nefna það,
að styrjöld við Sameinuðu þjóð
irnar myndi hafa í för með sér
loftárásir á verksmiðjur og iðju
ver. Mega Kínverjar þó síst við
því, að iðjuver þeirra séu þannig
lögð í rústir. Mörg beztu iðjuver
Kínverja eru í Mansjuríu og
myndu þau komast í enn meiri
hættu í þessu sambandi, ef Kín-
MAO TSE TUNG
vt-rjar blönduðu sér i Kóreudeil-
una.
Formósa. '\
Við þetta allt, sem að framan
er greint, bætist svo það, að
kínverskir kommúnistar virðast
telja meginmáli skipta að ná
yfirráðum á Formosu. Ef þeir
dragast inn í Kóreustyrjöldina
virðist það útilokað, að þeir nái
yfirráðum á Kóreu með frið-
samlegum hætti. Hinsvegar virð
ist það enn ekki útilokað, því
að Bandaríkjastjórn hefur enga
yfirlýsingu geflð, sem striðir
gegn því, að Kínverjar fái For-
mósu, ef um það næst alþjóðleg
samkomulag. Kínverskir kom-
múnistar eyðilegðu möguleik-
ann til að ná Kóreu með frið-
samlegum hætti, ef þeir blönd-
uðu sér beint í Kóreustyrjöld-
ina.
Til þess liggja ýmsar ástæður,
(Framhald á 7. síðu.)
Það þarf að vinna að því
að koma þessum málum í það
horf, að verkalýðsfélögin
semji öll í einu og ekki sé
látið koma til verkfalls, nema
það hafi verið samþykkt af
meirihluta þeirra félags-
manna, sem í þeim eru. Ein-
stök smáverkföll eiga að
hverfa úr sögunni. Telji eitt-
hvert félag sig standa lakar
en cnnur, verður það að reyna
að fá hlut sinn bættann, þeg-
ar heildarsamningar fara
fram. Þetta myndi leiða til
þess, að heildarsamtökin yrðu
að vinna að því að koma á
launasamræmi milli hinna
einstöku starfsmannahópa
sinna, enda væri það til mik-
illa bóta.
Þá þarf að koma því á, að
ekki sé samið skemur en til
eins árs í senn, því að eins og
nú háttar hafa atvinnuveg-
irnir stöðugt verkfallssverðið
yfir hcfði sér. Gegn slíku sam-
komulagi gæti það komið, að
reynt yrði að halda verðlagi
sem mest í skefjum, meðan
á samningstímanum stæði.
Þessar og aðrar breytingar
virðist óhjákvæmilegt að
tryggja með ákvæðum í
vinnulöggjöfinni, ef þær kom-
ast ekki á með frjálsu sam-
komulagi milli aðila. Með því
er raunverulega ekki verið að
skerða verkfallsréttinn, held-
ur að koma í veg fyrir mis-
notkun hans. Verkfallsréttur
inn er eftir sem áður tryggð-
ur, ef meirihluti félagsbund-
inna meðlima verkalýðssam-
takanna vill notfæra sér
hann. Það er hinsvegar tryggt,
að hann sé ekki notaður nema
af verkalýðnum, en smáfé-
lög og pólitískir loddarar geti
ekki beitt honum til að koma
fram ósanngjörnum kröfum
eða til að valda upplausn í
þjóðfélaginu.
Við nánari athugun munu
verkalýðssamtökin áreiðan-
lega sjá, að slíkar breytingar
eru ekki síst í þágu þeirra
sjálfra. Áhrif þeirra og hinn
raunverulegi verkfallsréttur
eru í vaxandi hættu, ef ekki
tekst að afstýra þeirri mis-
notkun, sem nú á sér stað.
Hitt er svo annað mál,
hvernig leysa á verkföll, sem
stofnað væri til með framan-
greindum hætti og ekki næð
ust sættir milli deiluaðila.
ýmsir tala um fastan gerðar-
dóm í því sambandi. En hefur
þó ekki Verið horfið að því sem
varanlegu úrræði í neinu lýð-
ræðislandi, heldúr hafa þing-
in leyst málin í hverju ein-
stöku tilfelli, þegar sættir
hafa mistekist og komið er í
óefni.
Raddir nábáanna
í forustugrein Mbl. á sunnu
daginn er svarað árásum Al-
þýðublaðsins á gengislækkun-
ina. Mbl. segir m. a:
„En hvers vegna var gengi
íslenzku krónunnar fellt á
síðasta Alþingi? Það ætti Al-
þýðuflokknum að vera flokka
bezt kunnugt um. Hann hafði
þá haft forystu í ríkisstjórn
i tæp þrjú ár og meira að
segja kallað hana „fyrstu
stjórn Alþýðuflokksins". —
Hvernig var þá umhorfs í
þjóðlífinu þegar þessi stjórn
skildi við? í stórum dráttum
þannig, að stórfellt atvinnu-
leysi blasti við. Útflutningsat-
vinnuvegirnir voru raunveru-
lega stöðvaðir. Hallareksturinn
setti ekki aðeins svip sinn á
allan atvinunrekstur, heldur
einnig á hag rikisbúsins. Sl.
3 ár hafði orðið 175 millj. kr.
greiðsluhalli á rekstri ríkis-
búsins. Ríkissjóður var að
sligast undir ofurþunga dýr-
tíðarútgjaldanna, uppbóta á út
flutningsafurðir og niður
greiðslna á innlendum neyslu-
vörum.
Engum heilvita manni duld-
ist að þessu var ekki hægt að
halda áfram. Það var ekki
hægt að le'ggja á gifurlega nýja
skatta af þeirri einföldu á-
stæðu að enginn var til þess
að greiða þá. Atvinnulifið var
fyrirfram mergsogið af slig-
andi sköttum og almenning
brast bolmagn til þess að taka
á sig nýja tolla, sem mjög
höfðu verið hækkaðir af
„fyrstu stjórn Alþýöuflokks-
ins“. Þannig var þá umhorfs
þegar stjórn formanns Alþýðu-
flokksins skildi við. Hér var
allt að komast á heljarþröm.
Þá lýsti Alþýðuflokkurinn sig
„stikkfríann" og dró sig út úr
pólitík eins og það hefur verið
kallað“.
Það verður ekki sagt, að
Alþýðuflokkurinn hafi valið
sér mikilvægt hlutverk. Hann
á sinn fulla þátt í að skapa
vandræðin, en dregur sig svq
í hlé, þegar snúast þarf gegn
afleiðingum þeirra.
Innfluttir ávextir
Fáar kröfur voru algeng-
ari á árunum fyrir styrjöld-
ína en krafan um aukinn
:nnflutning ávaxta. Þetta var
rökstutt með því m. a., að of-
lítið væri í fæðu lands-
manna af bætiefnum, eink-
um þó hinum þýðingarmiklu
C-vitamínum, en skortur á
þeim veikir viðnámsþrótt
gegn ýmsum sjúkdómum og
gerir menn miður sín.
í nýkomnu hefti af Ileil-
brigðu lífi birtist athyglis-
verð grein um þessi mál eft-
ir prófessor Júlíus Sigurjóns-
son. Ritstjórinn, Páll Sigurðs
son, læknir, dregur saman
helztu undirstöður Júlíusar í
ritstjórnarspjalli á eftir og
segir m. a. á þessa leið:
„í hinni greinargóðu og
gagnmerku ritgerð próf. Júl-
íusar Sigurjónssonar, sem að
þessu sinni birtist í Heil-
brigðu lífi, er sýnt fram á
það með skýrum rökum, að á
síðustu árum hafi um of ver-
ið einblínt á útlenda ávexti,
sem C-vítamíngjafa íslenzku
þjóðarinnar. Próf. Júlíus tek-
ur í ritgerð þessari til at-
hugunar tvö tímabil, þ. e.
1936—’40 og 1940—’45, og sýn
ir fram á það, að höfuð-C-
vítamíngjafarnir bæði þessi
tímabil hafi verið innlend
matvæli, einkum mjólk og
garðávextir. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu, að meðal-
magn af C-vítamíni, þ. e. as-
korbinsýru á mann á dag, á
þessum tímabilum hvoru um
sig, hafi verið 34 mg. að með-
altali árið um kring. Af því
magni hafi verið í aðfluttum
ávöxtum, á fyrra tímabilinu,
rúmlega 0,5 mg., en á því síð-
ara um 2 mg. Er þetta magn
svo smávægilegt, að litlu vírð
ist skipta, að því er snertir
fullnægingu C-vítamínþarfar
landsmanna. Myndi þó draga
eitíhvað, eins og próf. Júl-
íus bendir á, ef ávaxtainn-
flutningnum væri hagað
þannig, að hann kæmi á
þann hluta ársins, þegar
mestur skortur er á C-víta-
míni í hinum innlendu fæðu-
tegundum, þ. e. síðari hluta
vetrar og vormánuðina.
Sennilega verður aldrei svo
mikill innflutningur erlendra
ávaxta til landsins, að unnt
verði að líta á þá á annan
bátt en sem sælgæti og
sjúkrafæðu.“
Páll segir ennfremur:
„Eins og sjá má af grein
próf. Júlíusar Sigurjónsson-
ar, nær það ekki nokkurri átt
að reiða sig á erlenda ávexti
sem C-vítamíngjafa íslenzku
þjóðarinnar. Það, sem ber að
gera í þessu efni, er að auka
ræktun garðavgxta, einkum
kartaflna og rófna og vanda
betur til geymslu þeirra. Enn
fremur þarf að auka mjólk-
urnotkunina ......
Ilins vegar verður vafa-
laust ekki hjá því komizt að
flytja inn eitthvað af útlend-
um ávöxtum. Líklega ber sér-
staka nauðsyn til þess að
auka innflutning þurrkaöra
ávaxta, t. d. sveskjur og rús-
ínur.
Innflutningur nýrra á-
vaxtá, svo sem á appelsínum,
sítrónum og eplum, virðist, ef
dæma má eftir reynslu síð-
ustu ára, vera miklum vand-
kvæðum bundinn. Sumt af
þessum ávöxtum, sem inn
hafa verið fluttir, hefir verið
svo skemmt, þegar til neyt-
endanna kom, að naumast
hefir getað taíizt gripafóöur,
hvað þá mannamatur. Það
hefir alls ekki borið svo sjald
an við, að læknir hafi séð
(Framhald á 3. síðu)