Tíminn - 28.09.1950, Side 6

Tíminn - 28.09.1950, Side 6
6. TÍMINN, fimmtudaginn 28. september 1950. 213. blað. Símt 81936 Ástartöfrar Norsk mynd alveg ný, með óvenjulega bersöglum ástar- æfintýrum. Byggð á skáld- sögu Alve Mogens og hefir vakið geysimikla athygli og er enn sýnd við metaðsókn á Norðurlöndum. Sýnd kl. 9. Rödd samvizkunnar (The small voice) Afburða spennandi ensk sakamálamynd. Sýnd kl. 5 og 7. TRIPOLI-BÍÓ R E B E K K A Amerísk stórmynd, gerð eftir einni frægustu skáldsögu vorra tíma, sem kom út á íslenzku og varð metsölubók. Myndin fékk „Academi Award“ verðlaunin fyrir bezt an leik og leikstjórn. Aðalhlutverk: Laurence Oliver, Joan Fontaine, George Sanders. Sýnd kl. 5 og 9 Simi 1182. •iimtiiMimiMiMitMiiiiKiMiiMMmiiiiiiiaiiiiiaHuiii lllilllllllllllllIIIII•ll•••lllllllllllllll■l•lllll■lllll■l■■IU NÝJA BÍÓ ÓVARIN BORG Hin ógleymanlega ítalska | stórmynd, gerð af hinum | mikið umtalaða Roberto f Rosselini. Aðalhlutverk: Anna Magnani, Aldo Fabrizzi. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. Ævintýri á fjöllum Hin skemmtilega íþrótta og I músíkmynd, með skauta-f drottningunni, Sonja Henie. Sýnd kl. 5. BÆJARBIO HAFNARFIRÐI MÓÐURÁST Afar áhrifamikil og vel leik- j in þýzk mynd. Aðalhlutverk: Zarah Leander Hans Stuwe Sýnd kl. 7 og 9. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggingum | VLnsamlegast greiðið blaðgjaldið til inuheimta- manna vorra. TIIHINn llllllllllllllllllllll■lll■lll•lllll•lllllmlllllllllM■lll■llllllltl Austurbæjarbíó | Þetta allt og Itimna I ríki líka Vegna mikillar aðsóknar i verður þessi ágæta kvikmynd I sýnd enn í kvöld kl. 9. Óli uppfynd- ingam&ður Sprenghlægileg dönsk gam- anmynd með hinum afar vin sælu grínleikurum Litla og Stóra. Sýnd kl. 5 og 7. TJARNARBIO Margt getur skemmtilegt skeð (Der Gasman). Srenghlægileg þýzk gaman- mynd. Aðalhlutverk: Hinn frægi þýzki gamanleikari Heinz Riihmann. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ BEZTU ÁR ÆVINNAR (The Best Years of Our | Lives) | Hin tilkomumikla og ógleym | anlega kvikmynd. Frederic March Myrna Loy Dana’ Andrews Teresa Wrigth Virginia Mayo Sýnd kl. 5 og9. HAFNARBÍÓl Fósturdóttir götunnar (Gatan) Ný sænsk stórmynd byggð á sönnum atburðum. Aðalhlutverk: Maj-Britt Nilson, Peter Lindgren. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Vatnsþéttir lampar og raf- lagnir. Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184 N Gerizt áskrifendur. Askriftarsími: 2323 TIMINN Útvarpið osí íslenzk tónskáld (Framhald af 3. síOu.j koma söngvum sínum á fram færi, svo að þeir geti auðg- að aðra að saklausu yndi eitt hvað í líkingu við það, er þeir sjálfir nutu við að glíma við hin erfiðu en jafnframt heill- andi viðfangsefni. IV. Setjum svo, að eitthvert ís- lenzkt tónskáld eigi, þó eigi væri nema eitt einasta lag, sem hlyti almenningshylli og þjóðin tæki að sér sem sína eign. Hver fær talið það gagn, er af þessu eina lagi hlytist eða það yndi, er það mundi veita til mikils fjölda fólks, eigi aðeins skamma hríð, held ur öld eftir öld? Mér er nær að halda, að í einu lagi, er slíka hylli flytti, fælist í raun inni nægilegt afrek heillar mannsævi, þó engu öðru væri til að dreifa. Enginn höfund ur veit, hvað muni ná almenn ingshylli af hans verkum eða hvort yfirhöfuð nokkurt þeirra. En sá aðili, sem lík- legastur er til að veita útrás andlegum verðmætum eins og íslenzkum tónverkum, sem flest eru smálög, má alls ekki liggja á liði sínu. íslenzka menningarviðleitni má ekki sama sem þegja í hel og allra sízt má útvarpið sýna tóm- læti í þeim efnum, og allra sízt, er í hlut á list allra lista, sönglistin. íslendingar hafa samið lög, sem eru á flestra vörum og hafa veitt ómetan- legu yndi fleiri íslendingum, en á verði tölu komið. Vissu- lega er íslendingum ætlað að auka við þau verðmæti sí og æ. Og sá aðili, sem bezta að- stöðu hefir til að hlynna að íslenzkum tónskáldum og ís- lenzkum menningarverðmæt- um á sviði söngsins má ekki bregðast sinni skyldu. Þjóðin á kröfu til þess, að útvarpið sofi ekki eins værum svefni hér eftir og hingað til. Það á að vera einskonar vökumað- ur þjóðarinnar, eða gegna réttara sagt köllun vöku- mannsins, sem aldrei lætur sig henda að sofa yfir sig. 26.9. 1950. Allt til að auka ánægjuna Norðanhúsgögnin komin. — Borðstofustólar, 2 gerðir. — Borðstofu- og stofuborð, spónlögð og stækkanleg. - Dívanar í breiddum frá 70 cm. til 110 cm., o. fl. o. fl. — VERZLUN INGÞÓRS Selfossi, sítni 27. í iti ÞJÓDLEIKHÚSID Fimmtud. kl. 20.00. ÓVÆNT HEIMSOKN Föstudag ENGIN SÝNING Laugard kl. 20 ÓVÆNT HEIMSÓKN Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15 til 20.00. Sími 80000. JðKN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---- 115. DAGLÍR - hurð skellt. Og andartaki síðar var önnur hurð opnuð og skellt að stöfum jafnskjótt. Síðan heyrðist talsverð há- reysti. Einhver stundi, líkt og hann væri helsjúkur. Svo heyrðist vatn fossa úr krana. Enn var dyrum lokið upp. Þetta var mjög óhugnanlegt. Anton Möller vafraði stynjandi og hóstandi til herbergis síns. Gottfreð kófsvitnaði. Teresa settist framan á, stóð upp seint og þunglamalega og gekk í áttina til dyranna. Gott- freð gekk í veg fyrir hana. — Leyfðu mér að komast út! æpti hún. Hann þokaði sér til hliðar og horfði á eftir henni, er hún studdi nábleikri hendinni á eikarhandriðið við stigann. XXXVIII. Teresa fór inn í baðherbergið og þvoði sér. Síðan háttaði hún. Dyrnar milli hjónaherbergjanna stóðu opnar, en það ' heyrðist hvorki hósti né stuna í herbergi manns hennar. Hún j lá grafkyrr í myrkrinu og þorði varla að anda. Hún hugsaði : skýrar en nokkru sinni áður, og öll skilningarvit hennar voru miklu næmari en endranær. Hún heyrði greinilega, er næt- urgolan lék við blómin utan við gluggann. Það brakaði lágt í bjálkum þessa gamla húss. Uppi í herbergi Gottfreðs var einhver hreyfing. Kötturinn var á harðahlaupum eftir mús frammi í ganginum. Hún sá sjálfa sig á ferli í þorpinu. Hún var svartklædd — ekkja, frjáls kona. Kona, sem loks gat sjálf skapað sér ævikjör. En fyrir eyrum hennar hljómaði sífellt sama orð- ið: Tukthúslimur! Þetta orð hafði kallað fram minningarn- ar frá bernskuárum hennar. Unglingsárin liðu henni fyrir hugskotssjónir, hvert smáatriði. Henni fannst sem sál föð- ur síns, morðingjans, væri á sveimi í kringum sig. — Já, hugsaði hún. Sumir ógna og hóta — tala um að ráða óvini sina af dögum. En hjá mér fylgir athöfn hugsun. Ég hefi aldrei ógnað neinum. En ég hefi ráðið mann af dög- um. í mér býr þróttur þess, sem þorir. Nú hefni ég alls þess ranglætis, sem ég hefi verið beitt. Etienne-Marinó! Barn mitt skal bera nafn föður mins, og enginn skal fá að vita sannleikann. Þetta leyndarmál skal ég varðveita í fylgsnum huga míns, og þetta leyndarmál skal tengja Gottfreð við mig til æviloka. — Teresa! heyrði hún mann sinn allt í einu segja veikum rómi. Og svo aftur nokkru hærra: Teresa! Teresa! Kona! Svitinn hnappáðist á enni hennar og höndum. Hana hafði aldrei grunað, að slík kvöl og örvænting gæti búið í mann- legri rödd. — Teresa! Komdu! — Hvað er að? kallaði hún úr rúmi sínu. Ekkert svar. En hún heyrði, að hann stundi. Hún fór fram úr, lét á sig inniskó og gekk inn til hans. Það var ljós í her- berginu. Hún sá mann sinn sitja 1 náttskyrtunni á rúm- stokknum. Það var hræðilegt að sjá hann, og augu hans hvörfluðu fram og aftur um herbergið, unz hann varð þess loks var, að hún var komin inn. — Ég hélt, að þú stígir ekki fæti þínum hingað framar, sagði hann veikum rómi, eins og kvartandi barn. Mér iíður illa. Ég hefi selt upp, hvað eftir annað, en nú get ég ekki einu sinni selt upp lengur. — Leggstu út af, sagði hún. Þá skánar þér. Og hvers vegna er ljós á svona möfgum lömpum? Ég fæ ofbirtu í augun. Hún slökkti á ljósakrónunni, en lét lifa á borðlampanum. — Ég neyddist til þess að drekka mikið — það er satt, stundi hann. Og ég borðaði líka mikið. En að ég yrði svona — það datt mér ekki í hug. Hann gat í rauninni ekki haldið sér uppréttum, en reyndi þó af fremsta megni að sitja beinn. — Ég var í slæmu skapi, þegar ég kom heim, hélt hann á- fram. Og það, sepf ég sagði, voru reiðiorð, Teresa. En þú ættir ekki að veraLhjá drengnum svona fáklædd, vina mín .... Æ — mér líður hræðilega illa.... Ég veit ekki, hvað er að mér. En ég er fárveikur. Hann slengdist á aðra hliðina á rúmstokkinn. En snögg- lega reisti hann sig upp aftur. — Fljótt! Nú sel ég upp! Þvottaskálina! Fljót, elsku Teresa! Teresa lét vatn í þvottaskál, er hún setti við rúmstokk- inn. Hann seldi uþp. Það lá við, að henni yrði flökurt líka. Loks hneig hann út af máttvana, og hún lyfti fótunum upp í rúmið og fór með skálina inn í baðherbergið. Þar tæmdi hún hana, skolaði hana innan og fór aftur með hana inn tii

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.