Tíminn - 28.09.1950, Page 7
213. blaff.
TÍMINN, fimmtudaginn 28. september 1950.
7.
Erlent yfirllt
(Framhald af 5. síðu.)
Útgjöld til landvarna voru þá
áætluð 76,400 milj. rúblur, þ. e.
18,6% af útgjöldum ríkisins. Aft
ur á móti voru „óviss útgjöld"
80,600 milj. rúblur eða 18,7% af
heildarútgjöldunum.
Það er óhætt að álíta með
nokkurri vissu, að það, sem flokk
að er undir óviss útgjöld rennur
til hernaðarþarfa. Þess vegna er
það ekki of hátt reiknað að
25—30% af heildarútgjöldum
þjóðarinnar fari til hernaðar-
þarfa.
Til samanburðar má geta þess 1
að brezka þingið veitti 7,4% af
þjóðartekjum til landvarna ár-
ið 1949.
Fjárhagsáætlun Sovétríkj
anna sýnir vel fram á að fjórði
hluti allrar framleiðslu þjóðar-
innar fer beint eða óbeint til
hernaðarþarfa.
Samanlögð prósentutala fyrir
öll útgjöld til hernaðar sýnir,
að meirihluti allrar framleiðslu
Sovétríkjanna fer til: 1. fram-
leiðslu og byggingar verksmiðja
fyrir þungaiðnað þ. e. óbeint
til framleiðslu vopna, og 2. til
beinnar framleiðslu vopna.
Hafa Rússar
kjarnorkusprengju?
Allt, sem við vitum um fram
leiðslu Rússa á kjarnorku-
sprengju er það sem ég heyrði
Molotov segja 1947 í ræðu, sem
hann flutti við hátíðahöld í til
efni af októberbyltingunni.
Þessí frásögn gekk út á það, að
kjarnórkusprengjan væri ekki
lengur hulin ráðgáta eða leynd
armál (þessum orðum var fagn
að með húrra hrópum áheyr-
enda). Þar að auki höfum við
frásögn Trumans forseta að
kjarnorkusprenging hafi átt sér
stað í Sovétríkjunum.
Það er samt ástæða til að
halda að Sovétstjórnin hafi gert
sitt ýtrasta og geri enn í þess-
um málum og það riki sem ræð
ur yfir allri framleiðslu og fram
leiðslutækjum og vísindastofn
unum í landinu, geti innan
skamms tíma leyst þetta vanda
mál.
Leppríkin og Rússland.
Sé spurt um, hvort leppríkin
séu styrkur eða byrði fyrir Rúss
land, er svarið: hvortveggja og
þó er erfitt að segja nokkuð
ákveðið þar um.
Leiðtogar Sovétríkjanna vita
vel, að fyrr í sögu Rússlands
braut það undir sig meira land
flæmi og fleira fólk en það gat
ráðið við og hafði oft orðið að
fórna miklu blóði til að halda
saman hinu víðlenda ríki og
hinum sundurleitu þjóðum.
í þessu sambandi hefir Lenin
komið fram með eítirtektarverð
ar athuganir:
„Við Stór-Rússar höfum aldr
ei megnað annað en að gera
þær þjóðir, sem við sigruðum,
að þrælum“. í annað sinn er
hann talaði um framkvæmd
kommúnismans komst hann svo
að orði: „Kommúnisminn krefst
þess, að tveimur eða þremur
kynslóðum sé fórnað, ef hann
á að komast á.“ Báðir þessir
spádómar Lenins staðfesta ein-
mitt það sem er að gerast innan
Sotvétríkjanna eftir styrjöldina.
Jafnvel þó að fólkið í lepp-
ríkjum Rússa hafi aðeins veika
hugmynd um það, sem við köll
um einstaklingsfrelsi og lýðræði
er þar þó enn ein kynslóð, sem
við kné mæðra sinna hefur
lært að þekkja ást til ættjarð-
arinn>r og um rétt persónu-
frelsisins.
1 langan tima hafa Rússar
sogið allan þrótt úr þessum
þjóðum, gert fólkið að þrælum
og tæmt auðlindir landanna til
uppbyggingar Rússlandi sjálfu.
Árangurinn hefur orðið sá, að
Rússlandi hefur eflzt og hagur
þess batnað, en leppþjóðunum
hnignað stórum.
Þegar þessi lönd eru tæmd
að auðæfum, efnahagur þeirra
niðurbrotinn og fólkið lifir í
eymd, neyðist það til að taka
skipunum valdhafanna mót-
þróalaust.
Þar sem fólkið í leppríkjun-
um að áliti Rússa er ennþá
ekki til að reiða sig á „póli-
tískt“, er ekki hægt að reikna
með þessum þjóðum, sem mik-
inn styrk fyrir Rússa.
Á hinn bóginn geta Rússar
notfært sér mannafla þessara
þjóða og framleiðslumátt
þeirra, þó að hvorutveggja
þurfi nákvæmt eftirlit.
Hlutverk Kína.
Spyrji maður sjálfan sig
hvaða áhrif sigur kommúnista
í Kína hefur haft á styrk Sovét
ríkjanna, er óhætt að fullyrða
að þau áhrif eru mikil, en hver
þau áhrif verða í framtíðinni
er ekki hægt að spá að svo
stöddu.
Ef ég hefi rétt fyrir mér í
því, að Rússar hafi beint utan-
ríkispólitík sinni að því að
vinna Asíulöndin, er sigur
kommúnista í Kína mikill sig-
ur fyrir Sovétríkin, og opnar
fyrir þau mikla möguleika til
útþenslu og yfirráða í Tíbet,
Jndo-Kína og Malaja.
Aftur á móti er efnahagur
Kina svo illa kominn, að
hann þarfnast skjótrar hjálp-
ar, en þá hjálp getur Rússland
ekki veitt.
Mér hefur oft dottið í hug,
ef öll ríki, önnur en ríki komm
únista hættu útflutningi t^l
Kína yrði það að leita hjálpar
Rússlands, sem ekki getur neina
hjálp veitt að svo stöddu, mundi
það tefja þau áform Rússa að
ná yfirráðum í Asíu.
Höfnðkúpubrotinn maður ...
Togaradcilan og
miðlunartillaga
sáttanefndarinnar
(Framhald af 3. síðu.)
lögur fram að bera, sem geti
staðist reikningslega, og séu
sanngj arnari en tillögur sátta
nefndarinnar.
Þess vegna mun þjóðin
krefjast þess, að reiknings-
dæmi deiluaðilanna verði birt
þegar í stað og undandrátt-
arlaust.
V.
Fyrir útgerðarmennina á
það að vera næsta auðvelt og
i hefir allt af verið, að gera
sér grein fyrir staðreyndum í
þessum málum. Um fulltrúa
| sjómannanna gegnir í raun
1 og veru sama máli nú orðið.
Þeir hafa fulla aðstöðu til að
, kynna sér reikninga margra
bæjarútgerða. Kjörnir fulltrú
ar hinna svonefndu verkalýðs
flokka reka sjálfir þessar út-
gerðir einir eða með fulltrú-
um annarra stjórnmála-
flokka. Þeir ættu að geta
sagt til um það, hvaða kjör
þessar útgerðir geta boðið, t.
d. í Neskaupstað, Vestmanna
eyjum, Hafnarfirði eða í
Reykjavík. Ef til vill trúa
meðlimir verkalýðssamtaka
þeirra útreikningum betur en
útreikningum sáttanefndar-
innar.
Þeir, sem mestu ráða um
afstöðu deiluaðila og áfram-
haldandi stöðvun togaraflot-
ans, geta ekki vænst þess, að
almenningur haldi stöðugt á-
fram að sýna þeim umburð-
arlyndi í þessu máli. Það
glæfralega tiltæki að halda
skipunum í höfn mánuðum
saman um hábjargræðistím-
ann og neita síðan allri mála
miðlun, snertir þegar þjóðina
alla svo tilfinnanlega, að ekki
verður við unað. Þess vegna
bíður almenningur þess nú
með óþreyju, að þeir sem
neitað hafa sáttum, leysi
þetta mál tafarlaust, og á
þann hátt að hægt sé að
reka skipin og þeir, sem á
þeim vinna geti við unað.
Auglýsingasími
Tlmans
er 81300.
(Framhald af 1. síðu.)
sóknarskýrslunni: „Þegar
komið var fram undir há-
degi, án þess að hann vakn
aði, var læknis leitað, og
kom hann nokkru síðar.
Lagði hann svo fyrir, að
maðurinn yrði fluttur í
sjúkrahús, og var hann
fluttur í Landakotsspítala
klukkan 13.30. Var þá sem
hann svæfi djúpum svefni,
og var andardráttur reglu
legur“.
Ferðir Karls um
kvöldið.
Um ferðir Karls Guðmunds
sonar myndskera kvöldið áð-
ur en þessi atburður gerðist,
er allmikið vitað. Hann sást
einn síns liðs við myndskurð
arstofu sína að Laufásvegi 18,
en frá því hefir ekkert um
ferðir hans vitnazt, þar til
hann fannst meðvitundar-
laus í Pósthússtrætinu.
Maðurinn, sem bílstjór-
inn þekkir, ófundinn.
Mikil leit hefir verið gerð
að manni þeim, sem bifreiða
stjórinn sá í anddyri Eim-
skipafélagshússins og taldi
sig þekkja. En sú leit hefir
ekki borið árangur enn. Þykir
líklegt, að sá maður geti veitt
mikilvægar upplýsingar.
Óskað eftir vitnum.
Rannsókn í máli þessu held
ur áfram. Rannsóknarlög-
reglan væntir þess. að allir,
er eitthvað vita um ferðir
Karls eftir klukkan hálftólf
að kvöldi hins 14. september,
gefi sig fram, og alveg sér-
staklega er skorað á menn
þá, sem voru í anddyri Eim-
skipafélagshússins á timan-
um frá klukkan tvö til tvö
tuttugu og fimm að gefa sig
fram í skrifstofu hennar.
Maður vel virtur
af öllum.
Karl heitinn Guðmundsson
var 47 ára að aldrí, fæddur
að Þinganesi í Hornafirði.
Hann lætur eftir sig konu og
einn son og aldurhnigna móð
ur. Hann var hvers manns hug
ljúfi, er honum kynntist, jafn
an glaður og reifur og manna
óáleitnastur.
Hann var einn af fyrstu
lærisveinum Ríkarðs Jóns-
1 sonar í myndskurði. Rak hann
um langt skeið myndskurðar
' stofu hér í bænum og var
manna listfengastur.
I Karl var borinn til grafar
í ReykjsMk í fyrradag, að við
stöddu fjölmenni.
I
Lögin frá í fyrra, sem ekki
erú framkvæmd.
Það getur ekki hjá því far-
ið, að þessi sorglegi atburður
veki hið mesta umtal og þyki
furðu sæta. í því sambandi
hlýtur og að rifjast upp, að
á þingi í fyrra var samþykkt
löggjöf um meðferð manna,
sem lögreglan tekur og hygg-
ur með réttu eða röngu ölv-
aða. Er þar gert ráð fyrir, að
þeir verði ekki lengur faldir
lögreglu til varðveizlu, held-
ur komið í umsjá lækna. Var
þetta meðal annars lögtekið
með tilliti til þess, hve stund
um getur verið erfitt að dæma
um það, hvort maður er drukk
inn, haldinn einhverri ann-
arri eitrun eða orðið fyrir á-
falli. Er sá slysalegi at-
burður, sem hér hefir gerzt,
órækt dæmi um það.
En þessi löggjöf hefir ekki
komið til framkvæmda, sjálf
sagt vegna þess, að enn vant
ar sltilyrði til þess, að henni
verði fullnægt.
Læknis sé vitjað, ef talin
minnsta þörf.
Tiðindamaður frá Tíman-
um náði í gærkvöldi tali af
lögreglustjóranum í Reykja-
vík og spurðist fyrir um það,
hvaða reglur giltu um það
hjá lcgreglunni, hvenær vitja
bæri læknis til manna, er
settir væru í varðhald í kjall
ara lögreglustöðvarinnar.
Það er matsatriði varð-
stjóra, svaraði lögreglustjóri.
En ég hefi gefið ströng fyrir
mæli um það, að læknis skuli
alltaf vitjað, ef þess er talin
minnsta þörf. Það kemur líka
oft fyrir, að það er gert, en í
þetta skipti hefir svo slysa-
lega tekizt til, að það hefur
því miður ekki verið gert.
Um hin nýju lög sagði
hann, að þau væru ekki kom
in til framkvæmda, þar eð
engin sjúkrarúm væru til
handa þeim mönnum, er
falla undir þau.
Ilrcint loft I ntvarps-
bygginguna
Nýlega var mjög alvarlegt
mál fyrir dómstólum Lund-
únaborgar. Ekki ósnotur kona
28 ára gömul, hafði verið
kærð fyrir að kasta múr-
steini gegnum glugga útvarps
byggingar.
Hvers vegna hafði hún gert
það? Jú — henni þótti út-
varpið leiðinlegt, og hélt að
það veitti ekki af því, þótt
hreint loft kæmist inn i bygg
inguna.
Dómarinn velti málinu
1 lengi fyrir sér, en kvað loks
upp úr um það, að „ekkert
sérstakt væri að þessari
ungu stúlku“, en áminnti
hana um það að umgangast
múrsteina varlega framveg-
is. En lögregluþjónninn, sem
handtók hana, hafði borið
það, að hún hefði verið með
tvo steina til víðbótar i tösku
sinni. Hverjum skyldi þeir
hafa verið ætlaðir?
Fyrirm.yndarskóli
Framhald af 8. slðu.
inni til að hafa kennara
tíma úr vetrinum.
Drengirnir vildu
gjarnan sauma.
Þú hefir notað mjög vinnu
bókagerð og vinnukennslu í
skóla þínum?
— Ég hef reynt það en oft-
ast var erfitt um vik. Mjög
torvelt hefir reynzt að afla
vinnubókaefnis og aðstaða til
vinnukennslu mjög lítil og
frumstæð. Fyrsta veturinn
lét ég drengina smíða ofur-
lítið, en mest varð að gera j
með vasahníf, eða öðrum,
svipuðum áhöldum, því að j
smíðaáhöld voru engin. Kon-
an mín hefir kennt handa-
vinnuna og lét hún drengina
brátt fara að prjóna og
sauma. Þeim féll ekki sem
bezt við prjónaskapinn, en
urðu brátt sólgnir í saumana
og hafa ekki reynzt eftirbát
ar telpna við það.
Sumarið ótrúlega
erfitt.
— Er ekki mikill uggur í
mönnum þar eystra við kom
andi vetur vegna hinna
dæmalausu óþurrka í sumar
— Ég býst við þvi. Menn
hafa þó verið að vona til
þessa, að takast mætti að ná
inn einhverju af hrakningum
og hafa þó ekki væri nema
einhverja jórturtuggu handa
búfé í vetur. Daginn sem ég
fór gerði þurrkflæsu og mun
hún hafa haldist tvo eða þrjá
daga. Einhverju hafa menn
vonandi náð þá. En vatna-
vextirnir og flóðin voru al-
veg dæmalaus í sumar. Á sum
um bæjum lá land svo
undir vatni, að ekki varð kom
izt að eða frá bæ. Á Þórsnesi
í Hjaltastaðahinghá til dæmis
flæddi Selfljót einu sinni svo
yfir, að ekki varð komizt út
af bæjarhólnum og hefði ekki
verið fært þaðan nema á bát.
Þetta var dagan sem hin ör-
lagariku skriðuföll urðu á
Seyðisfirði.
.1
SKI PAllTCiCH O
RIKISINS
„ESJA“
vestur um land til Akureyrar
hinn 3. n. m.
Tekið á móti flutningi til
áætlunarhafna á morgun og
árdegis á laugardag.
Farseðlar seldir á mánu-
dag.
„Herðubreið"
austur um land til Bakka-
fjarðar hinn 3. n. m.
Tekið á móti flutningi til
Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð-
ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarð-
ar, Vopnafjarðar og Bakka-
fjarðar á morgun.
Farðseðlar seldir á mánu-
daginn.
Brávallabardagt í
nýjum sið
Þrír efnilegir drengir, 11, 9,
og 8 ára, brutust nýlega inn
1 geymsluklefa við járnbraut
arstöðina í Nottingham, þar
sem geymd voru egg. Freist-
ingin var mikil, og brátt hófu
þeir skothríð mikla, og áður
en þessum Brávallabardaga
lauk, voru ellefu þúsund egg
brotin, og heldur óþokkalegt
um að litast á vígvellinum.
TENGILL H.F.
Heiði við Kleppsveg
Sími 80 694
annast hverskonar raflagn-
ir og viðgerðir svo sem: Verk
smiðjulagnir, húsalagnir,
skipalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetningu á mótorum,
röntgentækjum og helmilis-
vélum.
LÖGUÐ
fínpúsning
send gegn póstkröfu um allt
land.
Fínpúsningsgerðin
Reykjavík — Simi 6909
Köld borð og hcit-
nr matnr
aendum út um allan bæ,
SlLD & FISKUR.