Tíminn - 03.10.1950, Page 4

Tíminn - 03.10.1950, Page 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 3. október 1950. 218. blað. Heimur á heljarþröm Fairfield Osborn: Heimur á heljarþröm. Stærð: 192 bls. 18X12 sm. Verð: kr. 47.00 innb. Þýtt hefir með leyfi höfundar og sam- kvæmt tilmælum stjórn- ar Landgræðslusjóðs Há- kon Bjarnason. Hingað til hefir það senni- lega farið fram hjá býsna mörgum hversu stórmerk bók hefir bætzt íslenzkum bókmenntun, þar sem er Heimur á heljarþröm eftir Fairfield Osborn. Að sönnu hefir bókarinnar verið getið í blöðum og geta lofsamlega en þó engan veginn svo á- berandi, sem efni standa til. Landafræði, náttúrufræði og saga eru námsgreinar, sem kenndar eru í flestum skól- um landsins. Flestir hafa stundað nám í þeim fræðum og sumir marga vetur. Kennslubækur og aðrar fræði bækur um þessi efni eru alls staðar til á hverju byggðu bóli. — Þó geymir þetta kver mikinn nýjan fróðleik um öll þessi efni fyrir þann, sem! hingað til hefir látið sér nægja að byggja á kennslu-j ISóki i um rányrkjuna og' þær ógnir, sem af henni leiðir bókunum. Og sá fróðleikur er svo merkilegur og varðar okk ur öll svo mjög, að það er á- takanlegur brestur á al- mennri menntun að fara á mis við hann. Það ættu allir bændur að lesa þessa bók. Hún sýnir þeim hve veglegt og stórt hlutverk bænda og ræktunar manna er, hvílík blessun fylg ir því, ef það er vel unnið og hvílík skelfing vofir yfir, ef rányrkjunni er haldið áfram. Þessarar bókar var að sönnu getið í Tímanum sam- kvæmt erlendum blaðaskrif- um litlu eftir fyrstu útkomu hennar á frummálinu árið 1948, en hún vakti þá þegar athygli um allan heim. Þar var skoðun höfundarins i meginatriðum lýst. En þegar frá eru taldar fáeinar blaða- greinar, sem meira og minna hafa snert þetta efni, man ég ekki eftir neinu á islenzku sem þessi höfuðatriði landa- fræði, mannkynssögu og nátt úrufræði eru rakin, nema árs rit skógræktarfélags íslands 1938, en í þeirri bók er rakið hvernig menn hafa með eyð- ingu skóganna gert viðlend svæði þessa hnattar að eyði- mörkum. (Christian Gjerlöff: Skóg- urinn og æskulýðurinn. Guð- mundur Hannesson prófessor þýddi). En snúum nú að efni þess- arar bókar. Osborn rekur það i fyrri hluta bókarinnar að mann- kynið er hluti eða þáttur af náttúru þessa hnattar og get ur ekki annað orðið. Maður- inn þarf því að starfa með náttúrunni. Að öðrum kosti tortímir hann sjálfum sér. Margar tegundir hafa liðið undir lok á þessari jörð. Hið hæfasta lifir. En lífsskilyrðin breytast og það, sem er hæf- ast til að lifa við skilyrðin í dag getur ef til vill alls ekki lifað við þau skilyrði, sem verða einhverntíma síðar meir. Ef maðurinn eyðir þeim skilyrðum, sem honum eru nauðsynleg, glatar hann sjálf um sér. Það er gróðurmoldin, sem lif mannsins byggist á. Gróð- urmoldlnni hefir verið eytt á víðlendum svæðum, sem áð- ur voru frjósöm og auðug upp spretta gróandi lifs. Og Os- born hefir ekki blinda trú á vísindunum. Hann segir frá þeirri sögulegu staðreynd, að með því að höggva við- áttumikla skóga við upptök Volgu var vatnsrennsli henn ar gert ójafnt, svo að stórflóð valda síðan miklu tjóni, en vatnsmagn verður hinsvegar allt of lítið i þurrkaköflum. En þegar hann hefir lýst ráða gerðum Rússa og undirbún- ingi að miklum stíflugörðum og áveitukerfi gerir hann ráð fyrir því, að vísindamenn og tækni sjáist yfir eitth\vertl veigamikið atriðið, svo að ár-» angur verði ný truflun eðli- legs samstarfs í náttúrunni þó að hann fullyrði ekki að svo hljóti að verða. Osborn veit það líka, að hætta getur stafað af því, að í jarðveginn vanti einhver efni, svo að það, sem úr hon- um vex, verði „svikið“ enda þótt vel spretti. Álit visinda- manna á því máli hefir gjör- breytzt siðustu áratugi. Nú vita menn að tilbúinn áburð- ur er engan veginn einhlítur til að halda við auðlegð jarð vegsins og heilbrigði þess, sem í honum vex og á því lif- ir. Jarðyrkjan er þannig vandasamari og flóknari en menn héldu og sjálfsagt margt, sem enn er ókannað. En svo mikið er víst, að rækt unarmaðurinn þarf að standa í skilum við jörðina, ef mann kynið á ekki að glatast. Okkur hefir verið kennt ýmislegt um stærð og legu eyðimarka, sem heita hitt og þetta. Viö höfum lært að ein og önnur lönd væru hrjóstrug og óbyggileg að meira eða minna leyti. En landafræðin gengur framhjá, ef hverju þetta er svo. Hún hefir leitt hjá sér að segja okkur hvers vegna það varð svona. Ef til vill er það líka frem- ur hlutverk mannkynssög- unnar. Hún hefir stundum sagt frá því, að þarna hafi einu sinni verið mikið og voldugt herveldi, þar sem nú er eyðimörk. Ef til vill hefir hún eitthvað sagt frá auð- sæld og frjósemi hinna týndu landa. En þegar að því kem- ur að skýra frá því, sem varð ar okkur þó mest, af hverju hin góðu lönd týndust, hefir botninn löngum dottið úr allri fræðslustarfsemi í mann kynssögu. Og meira að segja náttúru fræðin hefir gengið framhjá þessu mikla hlutverki. Hún amma mín sagði mér, að hver tegund í ríki náttúr unnar hefði ákveðnu hlut- verki að gegna. Hún leit á alla veröld guðs sem eina heild. Þetta var gömul alþýðu trú um hið ríkjandi órofasam band í náttúrunni. Og mér finnst, að skoðanir Osborns og ömmu falli í meginatrið- um saman, þó að annars veg ar sé hámenntaður heims- borgari, sem hefir aðgang að öllum þeim heimildum, sem menntabrunnar heimsmenn- ingarinnar eiga yfir að ráða, en hinsvegar fátæk og ó- menntuð alþýðukona í af- skekktri sveit á íslandi, fædd á fyrri helmingi nítjándu ald ar. Þetta eins og margt fleira vekur lotningu fyrir alþýðu spekinni eins og hún bjó i brjósti skólalausu fólki. í seinni helmingi bókarinn ar lýsir Osborn því hvernig maðurinn hefir lagt blómleg lönd i eyði og í hvílíkri hættu mörg lönd eru í dag. Sú frá sögn er ægileg, og sannarlega varðar hún allt mannkyn. Hákon Bjarnason skógrækt arstjóri hefir þýtt þessa bók samkvæmt tilmælum stjórn- ar landgræðslusjóðs. Og þeim sem lesa bókina, þarf ekki að segja neitt um það, hvers- vegna landgræðslusjóður og skógræktarstjóri séu hér að verki. Hákon ritar eftirmála við bókina og getur þess þar, að Björn P. Kalman og Björn Sigfússon hafi lesið prófark- ir og fært margt til betra veg ar. Það er líka sannast sagna, að þó að bókin fjalli um þau efni, að útlit sé fyrir að hljóti að hafa verið erfið til þýðing ar ber ekki á öðru en þýð- ingin sé lýtalaus, og er þá mikið sagt. En á því er rétt að vekja athygli, að þýðand- inn hefir látið góða menn yf irfara verk sitt og skammast sín ekki fyrir að geta um það, og er það til fyrirmynd- ar. Hér verður nú ekki að sinni meira rætt um efni þess- arar bókar. Ef til vill er Os- born óþarflega svartsýnn í einstökum atriðum. Náttúr- an býr yfir miklu gróður- magni ef hún fær að vera í friði, og þó nýtur þess betur ef mannshöndin og manns andinn hjálpar henni. Og þó að það sé sjálfsagt rétt, sem skógræktarstj óri segir í eftir málanum, að helmingur af gróðurmold íslands hafi skol- ast og fokið burt þegar hlífð argróðurinn var eyddur, — skógur og kjarr, — þá höfum við líka séð landið gróa upp á ný, þó að í smáum stíl sé. En hættan vofir yfir og hún er ægileg. Frú Eleanor Roosvellt segir: „Mörgum stendur stuggur af styrjöldum þeim, sem mennirnir heyja og yfir oss vofa sí og æ . En fæstir þekkja hina herferðina, sem mannkynið er líka í. — Bók þessi varpar skýru ljósi á ýmiskonar vandamál. Hún á erindi til allra þjóða heims“. Að endingu heiti ég per- sónulega á allt hugsandi sveitafólk á íslandi, að lesa þessa bók og hugsa og tala um efni hennar. Þá munuð þið betur skilja hvílík náðar gjöf og blessun gróðurmoldin er og hversu veglegt og göf- ugt ætlunarverk það er að vaka yfir henni og vernda hana. Og þið munuð sjá, að stefnubreyting og nýir tímar eru í vændum eða endalok mannkynsins að öðrum kosti. H. Kr. Járngrímur kallast sá, sem hefir sent mér pistil þann, sem hér fer á eftir: „Það eru mörg blöð og margir flokkar, sem vilja gæta hags- muna almennings. Það mætti ætla að gengi nú ekki sérlega margt að okkur alþýðumönn- unum aðra eins umhyggju og blöðin og flokkarnir segjast bera fyrir okkur. Ég ætla heldur ekki að kvarta, heldur er ætlun mín að gefa litla bendingu í aðvörunarskyni. Nýlega voru almenningsvagn ar látnir flytja fólk á samkomu stað í Reykjavík. Þetta var gert til þess, að einstaklingar kæm- ust á staðinn, án þess að kaupa sérstakan bíl með sig og sjálf- sagt lika til þess, að láta stóru bilana vinna fyrir sér þennan dag. En hvað skeður svo? Ekki nema það þó, að eitt af blöð- unum okkar alþýðumannanna fer að hella úr sér út yfir það tiltæki, að taka atvinnuna frá leigubílst j órunum. Ekki skai mig undra, þó að seint gangi að fá sæmilegt lag á ferðir almenningsvagna í Reykjavík, ef umhyggjan fyrir leigubílstjórunum er svo víðtæk sem þessi afstaða bendir til. Vitanlega tekur það atvinnuna frá leigubílstjórunum að hafa sæmilega strætisvagna. Það tek ur líka atvinnu frá saumastof- um og bökurum ef fólk getur eitthvað saumað og bakað á heimilunum. En þeir sem hugsa eins og Þjóðviljinn laga slíka hluti aldrei.“ Hér vil ég bæta því við, sem Járngrímur hefir sjálfsagt orð- ið var við, að Þjóðviljinn eins og fleiri blöð hafa talað um „ríkisbáknið". Okkur skilst, að það umtal byggist á því, að ó- þarflega margt fólk þyki komið í þjónustu hins opinbera og þar með á framfæri almennings. Bjargráðið ætti þá sennilega að vera það, að færa eitthvað af þessum starfsmönnum til annara verka. Þcgar deilt var um það í vor, hvort skrifstofumenn ættu að vinna 38 y2 stund á viku eða ekki, varð Þjóðviljinn ókvæða við, og talaði um það sem hina verstu óhæfu, ef einhverjir, sem komnir væru í þjónustu ríkis- ins væru látnir fara þaðan og leita annarra starfa. Stefnan virðist því vera sú, að formæla „ríkisbákninu" en standa jafn- framt vörð um það, svo að ekki sé úr því dregið. :— Og er ekki þetta sú pólitík, sem vinsælli verður, heldur en að tala við menn satt orð af einlægni og raunsæi? Mikil óánægja virðist vera í bænum vegna umbúðaleysis í brauðabúðum. Oft hefir verið ! kvartað af minna tilefni, því [ að það er hvimleitt að bera mat ; inn heim í berum höndunum eftir því sem á stendur. En þetta tölum við betur um seinna. Starkaður gamli. VV.VAV.^V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V; I Stúlku vantar ;i /VAVAVA%W.V.V.VAW.%W.V.V.V.V.V.W.V.VAWi Móðir mín GUÐRÚN INGIMUNDARDÓTTIR Fossatúni Andaðist 1. október. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda Ólafur Sveinbjörnsson Nýja fasteignasalan Hafnarstræti 19. Sími 1518. Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða og verðbréfa. Við- talstími kl. 11—12 og 2—5 virka daga nema laugardaga kl. 11—12. Köld borð og helt- or rnatnr ■endum út um allan bœ. filLD & FISKUR. fslendlngaþættlr ... (Framhald af 3. slOu.) mónum og fljótið kveður óð sinn sterkri raustu, sem áður ’ fyrr, er hann ungur og ó- ! trauður stefndi í átt til oræf- anna til þjónustu við skyld- I una. Og hér á þessum stað, þar sem allt er helgað af 1 minningum, er hann nú kvaddur af börnum sínum og vinum, er siðan fylgja honum í hinzta áfangastaðinn — inn í frið hins vígða reits. En á ströndinni handan hafsins mun honum fagnað af henni, sem reyndist honum ljúfur förifiautur í gegn um blítt og strítt í heimi áranna. Handtak þeirra slitnar ekki framar. í sumarlandi eilífð- arinnar mun honum auðnast að litast um af nýjum Sóleyj- arhöfða og sjá fegurð lífsins í fullu ljósi. Guð blessi • honum þann unað. Jórunn Ólafsdóttir, Sörlastöðum. Herbergi Tveir reglusamir iðnnemar óska nú þegar eftir herbergi, sem næst miðbænum. Upplýsingar í síma 2854 LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Síml 6909 BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. sími 5833 Heima: Vitastig 14. j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.