Tíminn - 03.10.1950, Qupperneq 6

Tíminn - 03.10.1950, Qupperneq 6
«. TÍMINN, þriðjudaginn 3. október 1950. 218. blað. Síml 81936 Svarta örin (The Black Arrow) Efnismikil og mjög spenn- andi mynd frá Colombia. Byggð á hinni ódauðlegu sögu R. L. Stevenssons frá Englandi. J.OUÍS Hagwoth John Blair Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Rebckka Laurence Oliver Joan Fontaine Sýnd kl. 9. Rocky a 99 Skemmtileg og hugnæm ný j amerísk mynd. Aðalhlutverk: Roddy McDowall Nita Hunter Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1182. IIIUIMÍIMIIIIMIIIIMMIIIOIIItllllllinil NÝJA BÍÓ ÓVARIN BORG Hin ógleymanlega ítalska stórmynd, gerð af hinum mikið umtalaða Roberto Rosselini. Aðalhlutverk: Anna Magnani, Aldo Fabrizzi. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. Ungar systnr með ástarþrá Hin skemmtilega litmynd með: June Haver George Montgomery Sýnd kl. 5. BÆJARBIO HAFNARFIRÐI 1 hcimi jazzins (Glamour Girl) Ný amerísk söngva- og mús- íkmynd. Aðalhlutverk: Virginia Gray, Susan Reed. Sýnd kl. 7 og 9. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggingum Vinsamlegast greiðið blaðgjaldið til innheimtu- manna vorra. TIMINi 111111111111111111111111111111111111111111110111111111111111111111111 1 Austurbæjarbíó j „Tígris“-flng- sveitin (Flying Tigers) Ákaflega spennandi amerísk | stríðsmynd um hina frægu É flugsveit, sem barðist með Kínverjum í styrjöldinni við Japan. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. DRAUGAHtTSIÐ Spennandi og draugaleg amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Carl Switzer, Rudy Wissller. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ KRISTÓFER KÓLUMRUS Heimsfræg brezk stórmynd í ðlilgum litum er fjallar um fund Ameríku og líf og starf Kólumbusar. Aðalhlutverk leikur Fredric March af frábærri snilld. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ San Francisco Hin fræga sígilda Metro I Goldwin Mayer stórmynd, | og einhver vinsælasta mynd, | sem hér hefir verið sýnd. | | Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki | aðgang. | HAFNARBÍÓi Fósturdóttir götnnnar Ný sænsk stórmynd byggð á sönnum atburðum. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Ógnarslóðinn | (Trail of terror) I Spennandi ný amerísk Cow- | boy mynd. Aðalhlutverk: Bob Steele { A-UKAMYND: Chaplin til sjós. Sýnd kl. 5. Vatnsþéttir lampar og raf- lagnir. Raftækjaverzlunfn LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184 Gerizt áskrifendur. Askriftarslml: 2323 TIMINN Erlent vfirlit (Framháld af 3. síðu.) samtaka. „Ég er óbetranlegur bjartsýnismaður“ sagði hann eitt sinn. Ekkert getur fengið mig til að efast um framför mannkynsins og lokasigur feg- urstu hugsjóna þess. Að sjálf- sögðu var hann einn af for- ustumönnunum á San Franc- isco ráðstefnunni þar sem drög in voru lögð að stofnun Sam- einuðu þjóðanna. Söguþekking hans og hæfileikar hans að skýra vilja og vonir alþýðunn- ar endurspeglast í inngangsorð um frumdraga stefnuskrár S.Þ. Einu sinni enn mætti Smuts sama tómleika í heimalandi sínu og þegar hann kom þang- að að stríðinu loknu hlaðinn sæmd og heiðri fyrir störf sín í alþjóðamálum. 1 kosningun- um 1948 beið hann mikinn ó- sigur. Þó að hann væri orðinn 78 ára gamall ferðaðist hann um landið þvert og endilangt til að berjast fyrir hugsjónum sínum. En þjóðin sneri baki við honum og studdi flokk þjóð ernissinna undir forustu dr. Malans, eftirmanns Hertzogs. Mikið af því, sem Smuts reyndi að byggja upp á sinni löngu ævi liggur nú í rústum. Þjóðabandalgið fór í hundana og S. Þ. hafa ekki reynzt eins og búizt var við, en þó er erfitt að spá um framtíð þeirra enn. í sínu eigin landi reyndi Smuts að bræða saman Englendinga og Búa en Malan gerir allt sem hann getur Englendingum til bölvunar og kyndir eld haturs milli allra kynþátta í landinu. Smuts reyndi að finna leið til að minnka kynþáttahatrið og veita þeim undirokuðu meiri réttindi, en Malan stuðlar að algerum skilnaði milli hvítra manna, og svartra og Asíu- manna. Stjórn þjóðernissinna er komin í opinbera andstöðu við Sameinuðu þjóðirnar út af málum þýzku Vestur- Afríku. Og glæsilegasta verki Smuts, stöðu sambandsríkis Suður- Afriku í brezka samveldinu er teflt í tvísýnu, þar sem stjórn Malans vill slíta sig úr tengsl- unum eins og írska fríríkið. Andúðin gegn þessum trúa vini Englands er svo megn í Suður- Afríku, að þegar hann varð áttræður neitaði útvarpið að flytja afma:liskveðjur þær, sem honum bárust. Seinni tíminn mun telja Smuts mesta stjórnmálamann brezka samveldisríkisins um sína daga næst á eftir Churc- hill. Báðir reyndu þeir það, að aðdáun heimsins er ekki ein- hlít til þess að vinna kosninga- sigur í flokkadeilum heima- landsins og maður, sem er sjálfkjörinn forystumaður í stríði dr stundum settur til hliðar á friðartímum. Smuts var langt á undan samtíð sinni, og það mun koma í Ijós, að Suð ur-Afríka ratar í raunir, nema aftur verði snúið á þá braut, sem Smuts markaði og heiðr- aðar verði þær hugsjónir, sem hann vann fyrir. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦ JöHN KNITTEL: FRUIN A GAMMSSTÖÐUM 119. DAGUR «5! WÓDLEIKHÚSID Þriðjudag, kl. 20.00 1SLANDSKLUKKAN ★ Miðvikudag ENGIN SÝNING ★ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr ir sýningardag og sýningar- dag. Sími 80000. Gerist áskrifendur að 3 tmanum Áskriftarsimi 2323 Hann varð a ðgera allt, sem í hans valdi stóð til þess að ná sem fyrst í Hauser lækni. Hann varð að bjarga lífi föður síns, ef þess var nokkur kostur. Og enn hvatti hann hestinn. Hér var niður brekku að fara, og vagninn flaug áfram og tók loftköst. En svo kom hann að bugðu á veginum, og þá kastaðist vagninn á stauragirðingu, sem þarna var. Hest- urinn rykkti í, hjól flaug undan vagninum og hesturinn herti sprettinn. Gottfreð sat enn í sæti sínu og reyndi að halda aftur af hestinum, en réð ekki við hann. í næstu andrá kastaðist hann af vaginum, skall á vegarbrúnina og valt niður í skurðinn. En hesturinn æddi áfram með brotinn vagninn í eftirdragi. Ziiberli frá Lindarbrekku kom nokkru síðar akandi þennan sama veg, og fór sér hvergi óðslega. Hann fann 'Gottfreð Sixtus liggjandi í skurðinum. — Gottfreð Sixtus! kallaði hann. Hvað hefir komið fyrir þig? Fældist hesturinn! Það var ekki einleikið, á hvilíkri fleygiferð þú geystist framhjá mér áðan. — Ég ætlaði að sækja læknirinn, stundi Gottfreð. Faðir minn er veikur, og ég ætlaði að flýta mér eins og ég gat. — Einmitt, sagði Ziiberli og hjálpaði Gottfreð á fætur. Ertu ekki beinbrotinn? — Handleggsbrotinn. held ég, svaraði Gottfreð. — Ég skal lyfta þér upp í vagninn minn, sagði Zuberli. Ég er sjálfur á leið niður í Arnarbúðir og skal koma þér beina leið til læknisins. Zúberli lét hest sinn brokka rösklega. Klukkustund síðar komu þeir í Arnarbúðir. XXXIX. Minna sat aðgerðarlaus í eldhúsinu og starði annars hug- ar á gljáfægðan koparketilinn. í dag þurfti ekki að amstra við morgunmat. Húsbóndinn var veikur, og allt var í upp- námi. Enginn hugsaði um mat né kærði sig um mat. Lovísa hafði verið send þrívegis til ráðsmannsins. — Húsmóðirin bað mig að spyrja, hvort Gottfreð væri kominn með lækninn? — Nei — ekki enn. En hann hlýtur að koma á hverri stundu. Það var eins og lamandi farg hvíldi á öllum. Það virtist vera vilji örlaganna, að húsbóndinn kveddi ættaróðal sitt og fólk sitt. Dauðinn virtist á næstu grösum. Bóndinn á Gamms- stöðum hafði drukkið og etið sig í hel. Klukkan niu fór Röthlisberger aftur niður til Búhlers til þess að spyrjast fyrir um Gottfreð Sixtus. Hann var mjög alvarlegur á svip, er hann kom heim aftur. Hann spurði þegar eftir Teresu. Hún kom skelkuð fram í dyrnar. Röthlis- berger varð bylt við. —- Gottfreð og læknirinn koma með lestinni, sagði Röthlis- berger og sneri hattkúfnum vandræðalega á milli hand- anna. Því miður verð ég að segja húsmóðurinni slæm tið- indi. Gottfreð Sixtus varð fyrir slysi. Hesturinn fældist, og vagninn brotnaði. Sjálfur er Gottfreð handleggsbrotinn, og Hauser læknir segir, að honum líði illa. En það er búið að gera að meiðslum hans, og þeir koma hingað áður en langt um líður. Hann hlýtur að hafa ekið mjög hratt. Ég bauðst til þess að sækja lækninn í morgun, en hann vildi endilega gera það sjálfur. Teresa starði agndofa á Röthlisberger. — Við verðum að biða komu læknisins, stundi hún. Von- andi getur hann bjargað lífi mannsins míns. Röthlisberger varð seint um svar. Samúð hans með Teresu var rík. — Mér sýndist þáð strax í gærkvöld, að húsbóndinn væri ekki heilbrigður, sagði hann lágt. Honum var þungt um and- ardráttinn á leiðinni heim. — Viltu senda vagn í járnbrautarstöðina, áður en lækn- irinn kemur? sagði Teresa. — Já — ég fer sjálfur, svaraði Röthlisberger, lét á sig hattinn og gekk brott. Þrek Teresu var'á þrotum. Húri gat varla stigið skref, án þess að styðja sig við borð eða stól. Sú fregn, að Gottfreð hafði handleggsbrotnað, virtist ekki hafa svo ýkjamikil á- hrif á hana. Allfc var hégómi, samanborið við þann harmleik, er hún hafði sjálf sett á svið. Hún reikaði inn í herbergi sjúklingsins og opnaði gluggana. Það var mjög loftþungt inni i herberginu. Én gluggahlerana opnaði hún ekki, því að hún þorði ekki að sjá andlit manns síns við dagsbirtuna. Hann var enn lifandi. Hún hafði leitað í alfræðiorðabók —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.