Tíminn - 04.10.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.10.1950, Blaðsíða 5
219. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 4. október 1950. 5. Miðvikud. 4. okt. Rógur Morgunbl. um skipadeild S.Í.S. í bæjarfréttadálki Mbl. í gær er laumað inn rógi um Samband ísl. samvinnufélaga. Segir þar að „fé bændanna“ sé „veitt út á sjóinn“, þar sem S. í. S. hafi lagt 15—20 milljónir króna í ný skip. Reiknar blaðið svo út að fyrir þetta fé hefði verið hægt að stækka íslenzk tún um einn ha. á hverju býli til jafn- aðar. Það er vitanlega næsta auð velt að koma fram með svona reikninga. Hitt er annað mál, að samvinnubændur munu al mennt ekki telja sér það tap- að fé, sem lagt er í flutninga- skip S. í. S. Bændur vilja gjarnan að þungavörur séu fluttar beint á þeirra hafnir með skipum samvinnu félag- anna. Og þeir vilja líka, að samvinnumenn eigi sitt frysti skip. Mbl. veit það ef 'til vill ekki, að það eru fleiri en bænd ur, sem standa að S. í. S. Þjóð in veit hinsvegar, að kaup- félögin taka drjúgan þátt í framleiðslu freðfisks og þær afurðir þarf að flytja á mark að erlendis. Fulltrúar sam- vinnufélaga bænda hafa sjálf ir tekið þær ákvarðanir á sam bandsfundum, að skipin yrðu keypt. Hér er því ekkert, sem þarf U' að fela eða fara í launkofa með. Siglingar eru þjóðar- nauðsyn. Skip S. í. S. þola að minnsta kosti samanburð við hvaða skip sem er í kaup skipaflotanum. Og samvinnu- bændur eru ánægöir með skipaútgerð S. í. S. Hitt væri ástæða til, að Mbl. hefði órólega samvisku út af því, að fjármagnið hefir verið lagt í ahnað en að stækka tún og bú bændanna. En þar eru aðrir hlutir, sem því er óljúfara að tala um en flutningaskip S. í. S. Hvað á að segja um auðmanna- hverfi Reykjavikur og alla þá eyðslu, sem átt hefir sér stað í sambandi við þau. Og hvað hafa til dæmis eigendur Mbl. fengið til geymslu marg ar milljónir af fé bankanna til að leggja i verzlunarrekst- ur og vafasamar stórbygging ar í Reykjavík? Það er vonlaust mál fyrir Mbl. að rægja nauðsynleg flutningaskip, sem eru í fullu starfi fyrir íslenzku þjóðina. Vel má gagnrýna þau, með því til dæmis að gera saman burð á útgerðarkostnaði og rekstursgrundvelli þeirra og annarra hliðstæðra skipa. Ef þessi skip væru dýrari í rékstri mætti segja að gálaus' lega væri farið með fé sam- j vinnumanna og því sóað. En Mbl. er ekki byrjað að tala um það, sem ekki er heldur von. Það deilir á hitt, að skip in hafi verið byggð. Það er gott út af fyrir sig, að eiga skip eins og Gullfoss, sem er í leigu hjá Frökkum til mannflutninga milli fjar- lægra landa. Það getur líka verið gott að eiga flugvélar til að flýtja hunda úr einni heimsálfu í aðra. En hitt ligg ur þó nær, að eiga hentug flutningatæki til að fullnægja ERLENT YFIRLIT: Frelsi samvinnufélaganna Alhyglisverðar dvilur ú fuiidi insílsljórnar Alþjóðasambands Naiiivinnunianiia í snmar Deilan milli „austurs og vest- urs“ varð all hörð á fundi mið- stjórnar Alþjóðasambands sam- vinnumanna (I.C.A.), sem hald in var í Helsingfors 16.—19. ágúst s. 1. I sænska samvinnu- ' blaðinu Vi birtist nýlega all-' ýtarleg grein um þessar um- ræður og fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu. „Við vitum, að garðyrkju- maðurinn verður að hreinsa ill gresið burt úr garði sínum. Sé það ekki gert í tíma berast fræ illgresisins um garðinn og leggja hann allan í auðn“. | Þessi orð lét forustumaður t tékkneskra samvinnusamtaka A. Zmrhal falla á stjórnarfundi j alþj óðasamvinnusambandsins í Helsingfors í ágúst s. 1. 111- gresið, sem hr. Zmrhal átti við, voru menn. Það voru þeir menn, sem höfðu haft aðrar skoðan- ir en valdhafarnir á hlutverki samvinnunnar og öðrum þjóð- félagsmálum, mennirnir, sem hurfu í sínu eigin landi án þess spor þeirra yrðu rakin eða þeir, sem flúið gátu til annarra landa, undan verndar- væng „alþýðustjórnarinnar", þar sem þeir gátu skjóli við- urkenndra mannréttinda lifað í friði. Með þessum orðum sínum benti þessi tékkneski forustu- maður á þann eðlismun, í skoð- unum og framkvæmd, sem er i milli „alþýðulýðræðisins“og vest ræns lýðræðis. Það er hið gjör I ólíka mat og viðurkenning á' gildi einstaklingsins, sem m. a. skýrir það, að samvinnufélög- in í Rússlandi og öðrum „al- þýðurikjum“ eru mjög frá- brugðin samvinnufélögum og öðrum fjöldahreyfingum í lýð- ræðisríkjum. Á pappírnum eru þó svipaðar reglur gildandi í „austrænu“ ríkjunum. Þar er j gert ráð fyrir frjálsri inngöngu j í félögin, lýðræðisstjórn og fræðslustarfsemi. En þessi orð eru skilin þar á allt annan veg' en í lýðræðislöndunum. Þetta hefir lengi verið vitað og þegar ‘ Alþjóðasamband samvinnu- j manna hefir sent frá sér sam- j hljóða yfirlýsingar þá hafa full trúar kommúnista raunverulega meint allt annað með sömu orð um en lýðræðissinnar. Þetta' kom sérlega glöggt i ljós nú á j Helsingforsfundinum, svo glöggt að forsendur fyrir sameigin- legum yfirlýsingum virðast falln ar burt. Rússneski fulltrúinn Klimav taldi deilurnar á fund- inum stafa af valdastreitu. Deilan stæði um það hvort meiri hluti í Alþjóðasambandinu ætti að haldast hjá borgara- legu ríkjunum eða verða hjá hinum „framsæknu samvinnu- félögum“ austrænu ríkjanna. Fulltrúar lýðræðissinna töldu hinsvggar deiluna standa um það, hvort Alþjóðasambandið ætti að halda sínum gamla til- gangi og einkennum að vera samvinnumiðstöð frjálsrar og óháðrar fjöldahreyfingar eða verða miðstöð fyrir áróður vissra pólitískra kenninga. Ör- lög Alþjóðasambands verkalýðs félaganna sýndi það bezt hvað væri í húfi. Þegar kommúnist- isku samböndin náðu þar meiri hluta, breyttust starfshættir sambandsins á þann veg að lýð ræðisleg verkalýðssambönd urðu að segja sig úr Alþjóða- sambandinu. Sá möguleiki getur einnig ver ið fyrir hendi í samvinnusam- bandinu. Samvinnufélögin í Sovét-Rússlandi, Tékkóslóvakíu Póllandi, Rúmeníu og Búlgaríu, ásamt öðru ítalska sambandinu Lega Nationale, sem kommún- istar ráða, eru í minnihluta í fulltrúaráði og stjórn Alþjóða- sambandsins. Hinsvegar sækja ungversk og austur-þýzk sam- vinnufélög fast um upptöku í sambandið og búlgörsku og rúm ensku félögin vilja fá fleiri full trúa í sambandinu. Yrðu um- ræddar kröfur teknar til greina þá fengju „alþýðulýðræðismenn irnir“ meirihluta í I. C.A. Að því hefir líka verið stefnt af þeirra hálfu. Þegar umsóknir sumra þessara „rauðu“ sam- banda um upptöku í I. C .A. hefir verið synjað vegna þess, að samþykktir þeirra voru ekki í samræmi við Rochdale-regl- urnar, hvað viðvék sjálfstæði og lýðræðisskipulagi þeirra, þá gerðu þau sér lítið fyrir og breyttu orðalagi samþykktanna í samræmi við umræddar regl- ur. Þar með var sú spurning offarlega á baugi, hvort orða- lagi samþykktanna eltt skyldi lagt til grundvallar í þessu efni eða taka tillit til þessa tvenns- konar skilnings á sömu orðum, sem gæti annarsvegar hjá lýð- ræðissinnum og hinsvegar hjá kommúnistum. Á Alþjóðasam- bandið að leyfa samböndum inngöngu, sem að vísu geta bent á lýðræðislega orðaðar sam- þykktir, en neita svo undir- stöðuatriðum lýðræðisins í framkvæmd? Eins og áður er að vikið þurfa sambönd þau, sem ganga vilja í Alþjóðasambandið að full- nægja Rochdale-reglunum svo kölluðu m. a. að öllum sé heim- il innganga, lýðræðisleg stjórn o. s. frv. í nóvember á fyrra ári kom frá I. C. A. í sambandi við þessi mál yfirlýsing og skýring á því hver skilyrði yrðu að vera fyrir hendi hjá samvinnu- þeirri þörf, sem atvinnulíf ís lenzkra manna daglega krefst að verði uppfyllt. En það er margskonar eyðsla sem þjóðimii er ekki holl. Það eru til í Reykjavík margir dýrir hlutir, sem ekki gefa þjóðinni neina björg í bú og ekki eru leigðir til þjón ustu fyrir útlendinga. Þar hef ir fé bænda, sjómanna og annarra framleiðenda verið fryst, svo að þeir fá það aldr- ei aftur. Um þau efni ætti Mbl. að hugsa. Ef Mbl. vildi birta skrá um skuldir manna við bankana væri áreiðanlega fljótlegt að telja saman 20 milljónir króna, sem betur væru kömn ar í atvinnulífið. Og það væri heldur ekki lengi "verið að finna nýlega lúxusbíla, sem selja mætti úr landi svo að þeir borguðu ræktun nokkurra hektara. Það er gott og blessað að Mbl. fari nú að skilja að of lítið fé hafi verið lagt til landbúnaðar. Það er mikil framför frá því að „Nýsköp- unarstjórnin“ ákvað að verja 50 milljónum króna til raf- stöðva og landbúnaðar sam- tals og sveikst um efndirnar undir forustu Sjálfstæðis- manna, átölulaus af Mbl. Hitt er svo allt annað en greindarlegt, að tala fyrst og fremst um þær framkvæmdir sem eru jafnnauðsynlegar og þjóðhollar og aukin túnrækt, þegar á að fara að benda á hvað spara mætti. Svo glámskyggnir * mfeftif eru ekki góðir til leiðsögu. ALEXANDEK fyrrum landvarnarráðherra Breta, er lengi hefir verið einn aðalleiðtogi brezku sam vinnufélaganna félagi eða sambandi, sem sækja vildi um upptöku í I. C. A. Þar segir m. a. Samvinnuféiögin verða að vera frjálsar og óháðar stofn- anir. Þau verða að geta tek- ið sjálfstæða afstöðu til mála óháð ríkisvaldinu eða einstök- um stofnunum t. d. pólitískra flokka. í löndum þar sem ekki er félagafrelsi, getur frjáls sam vinna ekki átt sér stað. Þessi ýfirlýsing útilokar sam- vinnufélög frá einræðislöndum frá inngöngu í I. C. A. Það var því eðlilegt, að rússnesku full- trúarnir réðust heiftarlega á þessa' skýringu og kröfðust þess að hún yrði dæmd ólögleg og ógild. Þeir töldu þetta pólitíska ofsókn gegn „alþýðulýðræðinu“ og sögðu, að þegar nasisminn og fasisminn hefðu útrýmt frjálsri samvinnu þá hefði engin mót- mælarödd heyrst frá I. C. A. Það var hinsvcgar auðvelt að reka það ofan í rússnesku full- trúana, því að sambönd frá nas- istísku og fasistísku löndunum voru ekki viðurkennd af I. C. A. Fulltrúi frá K.F. í Svíþjóð, hr. Bonow benti m. a. á það, að er Hitler hafði sett ríkiseftir- lit með samvinnufélögum árið 1933, og stofnað í stað gamla þýzka sambandsins nýtt sam- band, „Reichsbund“, er hafði yfirstjórn samvinnumála, þá var þeirri stofnun neitað um upptöku í I. C. A. Þeirri neitun fylgdi álit eða yfirlýsing um það, að samvinnufélögin yrðu að vera frjálsar og óháðar stofn- anir gagnvart rikisvaldinu og því haldið fram, að um frjálst samvinnustarf myndi vart vera að ræða i Þýzkalandi. Ástandið í þessum máium er í „alþýðuríkjunum", með sama sniði og í Hitlers-Þýzkalandi. Það var rifjað upp, er rússnesk um samvinnufélögum var árið 1935 bönnuð starfsemi í borgum landsins. Kaupfélögin (neyt- endafélögin) voru lejlst upp. Tólf árum síðar var banni þessu aflétt og samvinnufélög- um leyft að starfa í borgunum. Þá er í fersku minni að pólska ,,alþýðuríkið“ lagði undir sig mikinn hluta pólska samvinnu- sambandsins Spálem og svipað hefir gerzt i hinni „nýju“ Tékkó slóvakíu. Þá má nefna ný ung- versk lög, sem sýna, að í al- þýðuríkjunum eru samvinnu- félögin ósjálfstæð og ófrjáls gagnvart ríkisvaldinu. Þetta er í sjálfu sér hin eðlilega aðstaða í þjóðskipulagi, sem ekki leyfir frjálsa stjórnarandstöðu. Hinn austræni skilningur á ákvæðum samvinnufélaga um frjálsa inngöngu eða úrsögn úr félögunum kemur nokkuð fram í sambandi við tillögu þeirra um það, að I. C. A. skyldi krefjast þess, að samvinnufélög í „kapi- talisku“ löndunum fengju skattahlunnindi og forréttindi við vöruúthlutun. Hvers vegna í kapitalískum löndum? Spurði Svisslendingurinn Barbier. Hann ^yaraði spurningunni sjálíur: Vegna þess að þessi iórréftlhái eru 1 „alþýðulýðv’elð (Framhald á 6. síðu.) 20 milljónir Svo er talið, að í fimm aust ustu sýslur landsins þyrfti nú að kaupa fóðurbæti fyrir allt að 20 milljónir króna til að bæta upp heyfenginn, svo að hann samsvaraði meðalhey feng. Hér með er þó engan veg- inn talið allt hið fjárhags- lega tjón af óþurrkunum þetta eina sumar. Þeir náðu víðar en um þessar sýslur og hafa valdið þar tilfinnanlegu tjóni, þó að það sé minna. Það er vert að gera sér grein fyrir því án allra und- anbragða, að á sérhverju ó- þurrkasumri glatar þjóðin tugum milljónum. í öðru lagi er skylt að gæta þess, að þau sumrin, scm eru óþurrkasumur um einhvern hluta landsins, eru miklu fleiri en hin. Þau sumur eru því sjald- gæf, að óhentug veður spilli ekki milljóna verðmætum, sem islenzkir bændur hafa ræktað á túnum sínum með ærnum tilkostnaði og fyrlr- höfn. Gegn þessu eru til örugg ráð. Menn vita hvernig hægt er að gera nýtingu heyjanna örugga. Þó að ekki sé reiknað með hærri tölu en 20 milljónum er þó það tjón svo mikið, að nemur nokkru á fjórða þús- und króna á hvern bónda landsins til jafnaðar. Þessar tölur sýna svo glöggt að ekki verður um villst hve fráleitt það er að láta svona hluti viðgangast. Það cr hag- fræðilega óverjandi, að láta skeika að sköpuði um það, hvort svona ægilegir hlutir eigi að endurtakast framveg- is ár frá ári eða ekki. Hér þarf ekki að gera neina reikninga um það, hvað kosti að búast svo um, að allan hev afla þjóðarinnar megi nýta óþurrkaðan. Ef hver bóndi gæti látið kringum helming heyja sinna I vothey myndi aldrei verða stórfellt tjón af óþurrkum. Einstakar sveitir kynnu að verða hart úti einu sinni á mannsaldri eða svo. En yfirleitt er hægt að bjarga einhverju af heyjum, ef lítið er haft undir og gefa má sig við votheysgerðinni í verstu óþurkarköflunum. Þeir, sem stjórna innflutn ingi og viðskiptamálum þjóð arinnar, munu að sjálfsögðu skilja hversu stórkostlegt at- riði hér er um að ræða í gjald eyrisbúskap þjóðarinnar og efnahagsmálum öllum. Það ætti því ekki að þuifa að kvíða því, að tómlæti eða skilningsleysi þeirra hindraði þróun þessara mála, eftir allt það, sem nú er fram komið. j Enn síður ætti þó að þurfa að kvíða því, að bændur sjálf , ir yrtfú tómlátir og áhuga- lausir í þessum málum. Það þykir engum gaman að láta j afla sinn verða að engu. Og nú er reynsla og kunnátta í I votheysverkun og votheys- gjöf orðin svo almenn, að hún getur ekki dulist neinum bónda. Þá ætti líka að mega treysta því, að þeir, sem stjórna pcn ingamálum þjóðarinnar láti 1 ckki standa á sér að greiða j fyrir þeim öryggisráðstöfun- j um, sem hér eru nauðsynleg- ar. Almennt yfirlit um þjóð- I arhag sýnir svo ofurglöggt, að það eru einmitt slíkar ör- yggisráðstafanir, sem þjóðin á að leggja fjármagn sitt í, ef hún till gæta hagsýni og tryggja éfnahag sinn og þar með Iffskjör alls almennings í landinu. Ö + Z.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.