Tíminn - 04.10.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1950, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, migvikudaginn 4. október 1950. 219. blað. Jrá kafi til heiia Útvarpib Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Ketill inn“ eftir William Heinesen; XXXV. (Vilhjálmur S. Vilhjálms son rithöfundur). 21,00 Tónleik- ar: Howard Barlow og hljóm- sveit hans leika létt lög (plötur) 21,20 Erindi: Um framkvæmda- stjórn sveitarfélaga (Jónas Guð- mundsson skrifstofustjóri). 21,40 Danslög (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Amarfell er í Ibiza. M.s. Hvassafell fór frá Reykjavík 2. þ. m. áleiðis til Italíu með salt- fiskfarm. Eimskip: Brúarfoss er í Færeyjum. Dettifoss fer frá Reykjavik kl. 10 í kvöld til Hull og Rotterdam. Fjallfoss fór frá Reykjavík 30. 9. til Svíþjóðar. Goðafoss er í Vest mannaeyjum. Gullfoss fór frá Leith 2. 10. til Reykjavíkur. Lag- arfoss fer frá Akureyri í dag 3. 10. til Norðfjarðar. Selfoss er í Keflavík. Tröllafoss fer frá Halifax í dag 3. 10. til Reykja- víkur. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Reykjavík i gærkveldi vestur um land til Akureyrar. Herðu- breið fór frá Reykjavík í gær- kveldi austur um land til Bakka fjarðar. Skjaldbreið fer frá Rvík í dag til Húnaflóahafna. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fór frá Reykjavík síðdegis í gær til Vest mannaeyja. Árnað heilla Hjónaefni: Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Vigdís Þormóðsdótt ir prests á Vatnsenda S.-Þing. og Sveinn Skorri Höskuldsson, stúdent frá Vatnshorni í Skorra dal. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjórlaband á Akureyri ungfrú Ingiríður Steingrímsdóttir, Rvík og Gunnar Þórsson, skrifstofu- stjóri Akureyri. Sextugsafmæli. Frú Margrét Árnadóttir, kona Egils Benediktssonar, forstjóra Tjarnarcafé átti sextugsafmæli í gær. Sextugur er í dag Þorsteinn Kristleifsson, bóndi að Gullberastöðum í Lundar- reykjadal. B/öð og tímarit Samtíðin. Tímaritið Samtíðin, október- heftið (8. hefti, 17 árg.) hefir blaðinu borist og er það að vanda mjög fjölbreytt og læsi- legt. Efni: Þetta segja Bretar, eftir ritstjórann, Sigurð Skúla- son. Það er sagt (nýr þáttur). Aimælisviðtal við Guðmund skáld Daníelsson frá Guttorms- haga fertugan. Bernskuminning ar úr Biskupstungum eftir Guð- rúnu Vigfúsdóttur. Svipur Tyr- ones lávarðar (framhaldssaga). Um feldskurð eftir Óskar Sól- bergs, íslensk íþróttaafrek vekja athygli erlendis eftir Ingólf Steinsson, Undir fjögur augu eftir Sonju B. Helgason Spurt og svarað (nýr þáttur). Bridge- þáttur eftir Árna M. Jónsson Skopsögur. Þeir vitru sögðu. Enn fremur eru frásagnir um inn- |Hvað skapar glæpamenn? Vitur Kinverji svarar: Glæpir stafa af fá- tækt. fátæktin af vanrækslu í landbunaði Fyrir skömmu lauk 10 daga ráðstefnu, sem þátt tóku í glæpasálfræðingar frá 60 löndum. Aðalverkefni ráðstefn- unnar var að ræða spurninguna: „Hvers vegna verða menn glæpamenn,“ og reyna að finna svar við henni. Þar sem ekki tókst að finna viðunandi svar við þessari þýð ingarmiklu þjóðfélagsspurn- ingu, var ákveðið að setja á stofn sérstaka rannsóknar- stofnun til að leysa þessa miklu þjóðfélagsgátu. Svarið gefið fyrir 20 öldum. Ýmsir sálfræðingar hafa hins vegar bent á það, að þeir líti svo á að svar hafi feng- izt við þessari spurningu fyr- ir 20 öldum, þegar hinn vitri Kínverji Ch’ao Ts’o, sem land ar hann kölluðu „vizkusáinn“ ritaði nokkur vísdómsorð um málið. Það var 155 árum áður en okkar tímareikningur lendar og erlendar bækur o. m. fl. * Ur ýmsum áttum Bæjarráð hefir samþykkt að veita Barna vinafélaginu Sumargjöf 50 þús. kr. aukafjárveitingu á þessu ári. Fór stjórn Sumargjafar þess á leit við bæinn með bréfi, að aukafjárveiting þessi yrði veitt vegna rekstrarhalla vistheimila og vöggustofu. hófst, og Kínverjar geýma orð hans í minni enn: I „Glæpir eiga rót sína í fá- tækt, fátæktin er dóttir hung j ursins, og hungur skapast þeg ar landbúnaðurinn er van- ræktur. Án landbúnaðar er maðurinn rótlaus og ekkert bindur hann við jörðina. Án slíks bands yfirgefur hann fæðingarstað sinn og heim- ili. — í kuldanum spyrja menn ekki um gæði klæðanna.og í hungrinu ekki um gæði mál- tíðarinnar. Þegar kuldinn og hungrið halda innreið sína skeyta menn ekki um skömm eða heiður. Þegar magann vantar fæðu og líkamann klæði, getur móðurástin ekki einu sinni haldið börnunum I skefjum. Hinn vitri stjórnandi veit þetta. Þess vegna fylkir hann þegnum sínum til starfá við landbúnaðinn og býr sig und- ir það að geta fætt og klætt landslýðinn þegar harðindi steðja að.“ i Og 20 öldum síðar er kölluð saman ráðstefna til að leysa gátuna: Hvers vegna vérða menn glæpamenn* Tónlistarskóiinn verður settur laugardaginn 7. október kl. 2 í Tripolibíó. Nýir nemendur mæti til prófs á mið- vikudag kl. 4, en allir aðrir nýir nemendur mæti til prófs á' fimmtudag kl. 4 í Tónlistarskól- I anum, Laufásveg 7. Anglýsingasími Tímans er 81 300 er 81300. -Jfö ornum vec^i Ger slíkt hið sama Reykjavík - New York Flugferð verður til New York 10. október n. k. ef nægilegt þátttaka verður. — Allar nánari uppl. í skrif stofu vorri, Lækjargötu 2. Loftleiðir h.f. í gær var sagt frá því hér í blaðinu í lítilli rammagrein, hvemig ungmennafélag Skeiða- manna og bændur þar í sveit- inni hafa tekið upp samvinnu um ræktun heimilisskóga. Bænd urnir leggja til hentugt land, einn hektara að stærö, girða það og friða. Siðan útvegar ung- mennafélagið plönturnar og leggur til mannafla við gróður setningu. Það má vel vera, að þessi hátt ur hafi víðar verið upp tekinn. En ekki hef ég tpurnir af því. En mér finnst aðferð Skeiða- manna til fyrirmyndar. J Hér á landi eru margar víð- | lendar og blómlegar sveitir, þar j sem engin hrísla er lengur til. Þar býr myndarlegt fólk, sem innt hefir af höndum stórvirki | við jarðyrkju og húsabætur. En • það vantar drátt í svip þessara : byggða. Yfirbragð þeirra er kalt ! og tómlegt. Það vantar skógar- lundi, hléskóga heimilanna, er græddir hafa verið og fóstraðir af fólkinu, sem þar býr. Okkur hefir nú miðað svo langt í skógræktarmálum, að fundnar eru allmargar tegundir trjáa, sem með vissu geta' dafn- að hér ágætlega, auk bjarkar og reynis og víðis, er hér hafa vax- ið frá öndverðu. Enn mun að visu vera hörgull á sumum þess ara erlendu tegunda, en sá dag- j ur nálgast, að það verður ekki 1 lengur. En til þess, að skógrækt in verði það, sem þarf að verða, 1 — hugsjón, sem nær til almenn ings í landinu, verða ménn í hverri byggð að leggja hönd á plóginn. Kannske er framtak Skeiða- manna ekki nema spor í þá átt, sem leiðin liggur i. Kannske 'hill ir senn undir þann dag, að haf in verður stórfelld skógrækt, gróðursettur skógur á stórum svæðum, er áður hafa verið lítt nytjanleg. Þá verður þörf á fólki, sem fengið hefir þjglfun við gróðursetningu í smærri stíl heima í byggðarlagi sínu. En þetta er framtíðin. Þessi miss- erin er draumurinn um heimilis skóga að verða að veruleika, þar sem framtak er mest. Far þú og ger slíkt hið sama. J. H. AUGU ÁSTARINNAR Þetta er heillandi ástarsaga sem hefir verið kvik- mynduð og leikur hin vinsæla, enska leikkona Mar- gert Lockwood, aðalhlutverkið með ágætum. Saga þessi verður áreiðanlega ekki síður vinsæl en Belinda, en hún seldist upp á hálfum mánuði hjá for- laginu. Lesið söguna áður en myndin kemur. Verð aðeins kr. 14,50 Söguútgáfan Suðri <► <► <► N BAZAR Kvenfélag Óháða Fríkirkjusafnaðarins heldur bazar í Listamannaskálanum n. k. föstudag, og verður hann opnaður kl. 2 e. h. — Félagskonur og aðrir, sem hafa hugsað sér að láta eitthvað af hendi rakna til bazars- ins, afhendi vinsamlega gjafir sinar sem fyrst, og í seinasta lagi fyrir hádegi fimmtudag 5. þessa mánaðar. Eftirtadar konur veita munum á bazarinn viðtöku: Álfheiður Guðmundsdóttir, Klapparstíg 26, Helga Sveinsdóttir Vesturvallagötu 2, Rannveig Einarsdóttir Laugaveg 27B, María Maack Þingholtsstræti 27, og Katrín Jónasdóttir Stórhotli 18. BAZARNEFNDIN «iiiii»iw»»mmni«»aamugw:uxgauatgcmnw:»iiii)iiiiHU»Kimi’.» Þakka innilega öllum þeim, er heiðruðu mig 18. þ. m. með veglegu samsæti, ræðum, bréfum, skeytum og góðri gjöf í tilefni af 35 ára fjallkóngsstarfi mínu. Svínavatni, 30. 9. 1950 Ingileifur Jónsson H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.