Tíminn - 17.10.1950, Blaðsíða 1
...........
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Tréttaritstj&ri:
J6n Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
---------------- -
Skrifstofur l Edduhúsinu
Fréttasiman
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiöjan Edda
34. árg.
Reykjavík, þriðjudaginn 17. október 1950.
230. blað.
Nýr björgunarleiðangur á
Vatnajökul er í undirbúningi
Ráðast Árni Stefánsson og Guðmnndiir frá
Miila til ferðariimar með dráttarvélar frá
. ... ,• •. ••••.;• _ •-
franska Grænlandsleiðang'rinnm? — Fjór-
ir Bandaríkjaménn koma í ilag.
í ráðum er að lagt verði upp í nýjan björgunarleiðangur
á Vatnajökul. Hafa að undanförnu verið athugaðir ýmsir
möguleikar, er til greina geta komið við frekari björgun.
Er rætt um að fá lánaða til jökulferðarinnar dráttarvélar,
sem franski vísindaleiðangrinum á Grænlandsjökli hefir
notað. Komu tvö slík tæki hingað um helgina mcð norska
skipinu Polarbjörn, sem kom hér við á leið sinni frá Græn-
landi.
Mikil verðmæti.
í flugvélunum uppi á Vatna
jökli eru mikil verðmæti, sem
búast má við að eyðileggist
að meira eða minna leyti,
verði þeim ekki bjargað, áður
en hinn langi vetur og þung
fannbreiða skellur þar yfir.
Munu þessi verðmæt'i vera
margra miljóna króna virði.
í farangri Geysis eru mjög
mikil verðmæti. Eru þar með
al annars dýrmæt úr og klukk
ur, sumt talið alveg óskemmt
og mikið af mjög dýrmætum
Vefnaðarvörum. í flugvélar-
flakinu er líka mikið af dýr-
mætum hlutum, sem eru mik
ils virði, takist að bjarga
þeim.
En það verðmætasta, sem
eftir er á Vatnajökli, er þó
ameríska flugvélin. Hún er
mjög vönduð og dýr, búin sér
stökum tækjum til jökulferða.
Það er því ekki ástæðulaust,
þó hugsað sé um nýjan og
vel útbúinn björgunarleiðang
ur á Vatnajökul.
Nýr Vatnajökulsleiðangur?
í dag eru væntanlegir vest
an um haf fjórir Bandaríkja-
menn, sem vinna eiga að björg
Bát rekur á land
í Fáskrúðsfirði
Frá fréttaritara Tímans
í Fáskrúðsfirði
Aðfaranótt sunnudags slitn
aði vélbáturinn „Von’n“ á Fá-
skrúðsfirði frá bóli, sem hann
lá við skammt undan bryggju.
Var norðanstormur, en þó
ekki mjög hvasst.
Bátinn rak út fjörðinn og
bar hann að landi í Eyrar-
krók, sunnan fjarðarins.
Brotnaði kjölurinn, er hann
tók niðri, en að oðru leyti
skemmdist hann ekki mikið.
Á flóðinu í gærkveldi átti
að reyna að ná bátnum út,
og þótti vafalítið að það
myndi takast.
„Von“ er um tólf lestir að
stærð, eign Ottós Guðmunds-
sonar og fleiri.
uninni, en ekki munu þeir
hafa meðferðis nein sérstök
björgunartæki, að því er Tím
inn bezt veit. Jafnframt hefir
verið leitað til Árna Stefáns-
sonar og Guðmundar Jónas-
sonar frá Múla um að gerast
forsjármenn leiðangursins og
fá t-i farar með sér tvo eða
þrjá íslendinga.
Þeir munu þó ekki telja ráð
að leggja í slíkan leiðangur
svona seint á hausti, nema
hafa með í förina snjóbíla eða
dráttarvélar. Kemur þá
tvennt til greina, a ðfá slik
tæki vestan um haf eða fá til
afnota dráttarvélar frá Græn
landsleiðangri Viktors hins
franska. Var komið til Reykja
víkur í gær með tvær dráttar-
vélar frá leiðangri hans, í
öðru skyni þó. Þótt annarhvor
þessara kosta verði tekinn
mun þó dragast nokkuð, að
leiðangurinn geti lagt af stað,
því að dráttarvélar Viktors
þurfa viðgerðar við, er taka
munu um tíu daga, enda þótt
þær verði fengnar til ferðar-
innar.
Leyfi fengið.
Leyfi mun þegar fengið hjá
forstöðumönnum franska leíð
angursins til þess að nota
dráttarvélar hans til jökul-
ferðarinnar, en ýmis forms-
atriði munu enn óútkljáð í
sambandi við þetta.
Tveir franskir menn komu
hingað með dráttarvélunum,
og eiga þeir að hafa umsjón
með viðgerðum á þeim, og
jafnvel hugsanlegt að þeir ráð
ist einnig t'l jökulfararinnar,
ef til kemur.
Þörf á góðum útbúnaði.
Nýr Vatnajökulsleiðangur
svona síðla hausts verður ekki
farinn, nema vel undirbúinn
og vel útbúinn. Verði dráttar
vélar franska ldiðangursins
! fengnar munu þær verða flutt
ar á bílum upp að Tungná.
Frá Tungná eru 24 km í Klifs-
hagaver, en þar er kofi, þar
; sem geyma má vistir og
bensín og hafast við í, ef nauð
syn krefur. Úr Klifshagaveri
eru 29 km í Illugaver, en þar
(Framhatd á 2. síðu.)
Gangnamern heyra
óp undir Ósfjölinœ
í gær heyrðu fjárleitar-
menn tveir á Ósfjöllum,
austan Héraðsflóa, óp mik
il, sem þeim virtust koma
undan sjávarhömrunum
þar. Sjálfir Voru þeir uppi
á fjallsbrúninni, er þeir
heyrðu þetta, en þarna eru
hengiflug mikil.
Menn þar eystra setja
þetta í samband við pilt-
inn, sem hvarf af árabátn-
um frá trillubátnum
„Harpa“.
Með birtu í morgun átti
að hef ja gaumgæfilega ieit J
þarna undir hömrunum.
Hér er ein af dráttarvélum þeim, sem franski leiðangurinn
notaði við flutninga á Grænlandsjökli.
Vísindaleiðangur í marz til að
mæla þykkt Vatnajökuls
Raiinsóknarráð ríkisins framkvæmir verk
ið I samvinnu við franska Grænlandsleið-
angurinn, er lánar ínenn wg' tæki
Rannsóknarráð ríkisins ætlar að efna til rannsóknarferð-
ar á Vatnajökul í marzmánuði næstkomandi, með það fyrir
augum að mæla þykkt jökulsins. Hefir verið leitað samstarfs
um þessa rannsóknarför við foringja franska visindaleið-
angursins á Grænlandsjökli, Poul Victor, og það samstarf
tekist.
Leiðangurstækin komu
frá Grænlandi.
Hefir franski leiðangurinn
lánað hingað tvær beltisdrátt
arvélar, sem leiðangurinn hef
ir notað á Grænlandsjökli
með góðum árangri. Var ætl-
unin að lána líka tvo sleða
aftan í þessar vélar, en þeg-
ar til kom, reyndust á því erf-
iðleikar að koma þeim niður
af Grænlandsjökli. Hins veg-
ar komu hingað ýms visinda-
tæki og áhöld til að mæla
með þykkt jökulsins. En þessi
tæki hefir leiðangurinn not-
að til að mæla með þykkt
Gr ænlands j ökuls.
Y a*i* kýr
Fyrir nokkru var komið
með svartskjöldótta kú á
markaðinn í Kjellerup á Jót
landi. Hún er talin stærsta
kýr, sem komið hefir á mark
að í Danmörku og reyndist
1726 pund að þyngd.
Fyrst á Vatnajökul,
síðan á Grænlandsjökul.
Ákveðið er að Frakkarnir,
sem eiga að vinna með ís-
lendingum að þessum rann-
sóknum á Vatnajökli, komi
hingað um það bil mánuði
fyrr, en þeir þurfa að fara til
Grænlands, eða í byrjun marz
mánaðar. En i þeim mánuði
verður unnið að þessum rann
sóknum á Vatnajökli. í byrj-
un apríl fara svo sleðarnir á-
samt frönsku vísindamönnun
um til Grænlands, þar sem
haldið verður áfram hinum
umfangsmiklu rannsóknum.
sem leiðangiuúnn hefir unnið
að þar.
Upphaflega mun hafa ver-
ið gert ráð fyrir því, að rann-
sóknarleiðangur þessi færi á
Mýrdalsjökul. En þegar til
kom, sýndist mönnum meira
verkefni bíða fyrir svo vel út-
búinn vísindaleiðangur á
Vatnajökli, stærsta jökli álf-
unnar.
Franskir rithöfund-
ar á íslandi
Tveir frakkneskir rithöf-
undar, sem eru að viða að sér
efni í bók um Norðurlönd,
komu hingað til lands i fyrra-
dag. Heita þeir Nagel og Mar-
tineau.
Bók þeirra verður gefin út
á vegum Nagel-útgáfufélags-
ins franska, sem þekkt er fyr-
ir ferðabækur þær, er það gef
ur út.
| Fyrsta Framsókn-1
I arvistin á föstud. j
Margir hafa verið að 5
I spyrja um það undanfarið, |
í hvenær Framsóknarvistirn
| ar hæfust í haust, og nú
i er hægt að gleðja fólk með
I því, að fyrsta Framsóknar-
i vistin í haust verður á
i föstudaginn kemur í Lista-
| mannaskálanum kl. 8. Að-
i sókn verður vafalaust mik-
| il vanda og ættu menn því
| að tryggja sér aðgöngu-
i miða í síma 6066 eða 5564
i sem fyrst. Nánar í auglýs- i
i ingu á annarri síðu í dag. |
lllllllllllllllllllllllllllllllllllll*llllllllllllllllllllllllllllllll»>