Tíminn - 17.10.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 17. október 1950. 230. blað, Höfuðstaður Breiðafjarðar og hreppsnefndarmaðurinn Hinn 21. *þ. m. birtist í Morgunblaðinu grein, er nefndist: „Höfuðstaður Breiðafjarðar í örum vexti“, eftir Árna Ketilbjarnarson, hreppsnefndarmann. í grein þessarri er drepið á ýms spor, er stígin hafa verið til framfara í atvinnu- og menningarmálum Stykkis- hólms hin síðari áran. Grein arhöfundur þakkar réttilega Sigurði Ágústssyni, alþingis- manni dugnað og framtaks- semi í atvinnumálum kaup- túnsins. Heiður þeim, sem heiður ber, og er aðeins gott um það að segja að duglegir athafnamenn hljóti viður- kenningu. Því miður hefir greinarhöf undur eigi getað losað sig við mannlegan breyskleika, sem er algengur hjá flestum hetj udýrkendum — það er, að til þess að upphefja hetjuna þurfa þeir um leið að níða niður annan aðila. Er þá kom ið að atriði því í grein Árna Ketilbjarnarsonar, er ég vildi gera nokkrar athuga- semdir við. Þegar greinarhöfundur hef ir þakkað Sig. Ágústssyni dugnaði og framsýni víkur hann nokkrum orðum að Kaupfélagi Stykkishólms og kveður þar mjög við annan tón. Telur hann að starfsemi félagsins sé öll að fjara út og að tap á verzlun og fyrir- tækjum kaupfélagsins hafi verið umræðuefni manna á síðastliðnum 4—5 árum, því næst bætir greinarhöfundur við: „Þarna hefir hin dauða hönd Framsóknarflokksins verið að verki, enda aðeins eitt dæmi um spillingu og aft urhald Framsóknarflokksins, sem þurrkast þarf út úr ís- lenzkum stjórnmálum.“ Svo mörg eru hin hóg- væru og gáfulegu orð hrepps- nefndarmannsins. — Marg- ur ókunnugur myndi halda að kaupfélagsstjóri slíks fyrir tækis myndi ekki eiga upp á pallborðið hjá greinarhöf- undi, en til að fyrirbyggja slíkan misskilning tekur hann eitt voldugt heljarstökk og bætir við að kaupfélagsstjór- inn sé valinkunnur maður og eigi enga sök á þessu ástandi, — heldur sé utanaðkomandi :hrifum um að kenna — á- hrifum Framsóknarflokksins. Éé hefi aldrei fyrr heyrt því haldið fram, að maður, sem stjórnaði fyrirtæki þann ig að „spilling og afturhald“ væri þar ríkjandi gæti talist valinkunnur maður. Þessi röksemdafærsla greinarhöf- undar sýnir aðeins að hann er lítill karl, sem varð skyndi lega dauðskelkaður þegar hann uppgötvaði að hann hafði kveðið upp yfir mér mannskemmandi dóm og flýtti sér því í mesta ofboði að ýta þessum dómi yfir á hinn gjörspillta Framsóknar flokk. Ég tel óþarft að eyða mörg um orðum til að sýna fram á að umsögn greinarhöfundar hlýtur að skoðast sem dómur um mig og störf mín við kaup félagið. Þetta mun öllum skyn bærum mönnum Ijóst og jafn vel greinarhöfundi sjálfum, —• ef honum er nokkuð ljóst Eftir Sfg'. Steinþórsson, kaiipfélagsstjóra af því, sem hann ritar um. Eins og flestum mun kunn ugt er ég Framsóknarmaður — þótt ég hafi eigi tekið mik inn þátt í stjórnmálum. Má því telja sennilegt að „hin dauða hönd Framsóknar- flokksins“ muni eiga að tákna mig og mín störf. Mun ég eigi eyða tíma og pappír í að svara persónulegum svívirð- ingum, en get hinsvegar eigi komizt hjá að minna greinar höfund á nokkur atriði í sam bandi við starfsemi kaupfé- lagsins á undanförnum árum, — atriði, sem honum ættu þó að vera kunnug: 1. Þrátt fyrir það að ég hefi ráðið starfsfólk félags- ins hefir það ætíð verið ráðið án tillits til stjórnmálaskoð- ana og munu Framsóknar- menn vera í minni hluta með al starfsfólksins. 2. í stjórn félagsins hefir flokkspólitík aldrei skotið upp kollinum, en Framsókn- arflokkurinn mun eigi hafa haft meirihluta í stjórninni um fleiri ára skeið. 3. í viðskiptum Árna Ketil- bjarnasonar og félaga hans í hreppsnefnd við Kaupfélag Stykkishólms v irðist annað viðhorf koma í ljós en í áður nefndri grein. Hafa þeir fé- lagar eigi talið kaupfélagið vesælla en það, að hin síðustu ár hafa þeir gert því að greiða álíka há eða hærri út- svör en KRON og Kaupfélag Borgfirðinga greiða, — þrátt fyrir það að félagið hefir að sjálfsögðu minni umsetningu og er fjárhagslegra veikara en fyrgreind stórfyrtiræki. Hinsvegar hafa þeir haldið því fram að sjálfsagt væri að Sigurður Ágústsson greiddi miklu lægra útsvar en Kaup- félag Stykkishólms sökum á- hættusams reksturs og þar af leiðandi tapa. Ég mun eigi orðlengja frek ar um hugvekju hreppsnefnd armannsins. Að síðustu skal þetta tekið fram: Ég hygg að hinum góða málstað, er hreppsnefndar- maðurinn telur sig málsvara fyrir sé enginn greiði gerður með málflutningi eins og þeim, er birtist í grein hans. í öðru lagi: Kauptún okk- ar, Stykkishólmur, stendur á örðugum tímamótum. Þótt ýms víxilspor hafi verið stíg- in hefir einnig margt verið unnið hin síðari árin, sem vonir standa til að miði til framfara og hagsældar fyrir kauptúnið. Þetta mun þó því aðeins takast giftusamlega að unnið sé saman að vanda málum en kröftunum eigi eytt til þess að varpa auri og skít á meðborgarana. Stykishólmi, 27. sept. 1950 Sigurður Steinþórsson Skýrslusöfnun um flogaveikip Um ílogaveiki (,,krampa“) hér á landi eru aðeins til litl ar upplýsingar. Likur eru þó fyrir að tala þessara sjúkl- inga skipti nokkrum hundr- uðum. Sjúkdómur þessi birtist í allmörgum myndum og er einkum vægustu tilfellum oft ekki nægur gaumur gef- inn, einkum þegar krampa- köstin eru strjál, eða um er að ræða smámeðvitundar- missi, minnisleysisaugnablik, skapbrigði eða þokuvitund, sem fara oft undan eða eftir krampanum eða koma í stað inn fyrir hann. Öll þessi „vægari“ tilfelli munu al- gengari en hin þyngri, þar sem um er að ræða krampa eða meðvitundarmissi. Vægu tilfellin skipta samt oft meg- inmáli fyrir starfhæfni sjúkl ingsins og geta jafnvel verið stórhættuleg fyrir hann sjálf an og aðra. Þyngstu tilfellin eru þannig, að sj úklingarnir þurfa á langvarandi sjúkra- húsvist að halda. Ekki er völ á neinum sjúkra húss- eða heimilisplássum fyrir þá flogaveiku, sem á þeim þyrftu að halda, og takmörkuð aðstoð sem hægt hefur verið að veita öðrum flogaveikum. N Geðverndarfélag íslands vill taka til athugunar hvort ekki muni unnt að aðstoða þessa sjúklinga og aðstand- endur þeirra meir en verið hefur, og beinir því þeim vin samlegu tilmælum til sjúkl- inga þessara og aðstandenda þeirra, að senda ritara Geð- verndarfélags íslands, yfir- hjúkunarkonu frk. Guðríði Jónsdóttur Kleppi, eftirfar- andi upplýsingar fyrir 1. des. n. k.: Nafn (eða a. m. k. kyn og upphafsstafi skírnarnafns og föður). Fæðingardag og ár. Heimili. Hvernig lýsir veik- in sér, Örorka — ef um hana er að ræða. Hver er læknir yðar sem stendur? Samþykk ið þér að hann gefi félags- stjórninni nánari upplýsing- ar, ef þeirra virðist þurfa? Er aðbúð sjúklingsins full- nægjandi sem stendur? fslendmgaþættlr (Framhald af 3. siöu.) þrautgóðir á raunastuná“. Slík ættareinkenni eri henni svo samgróin, að eng- um fær dulist sem hana þekl ir. Ég hefi því minnst í gamla menn frá gömlum tín um, máske meir en vera be: í lítilli afmælisgrein, en é£ afsakaði það með þvi, að af- mælisbarnið er einn merkileg asti kvisturinn á þeim sterkE stofni. Að Hofsvallagötu 21 muni margir hlýir hugir renna dag. Þar býr Guðrún Árna dóttir skáldkona, sem nú he ir lifað í hálfa öld. Henn verður þakkað fyrir „gengii spor“ og hlýjar árnaðaróski: munu fylgja sporum henna: í framtíðinni. 15. okt. 1950 G. I. Vtkreiíii Tíntahh Stundum er talað um verð- lag á veitingum á ýmsum veit- ingastöðum út um land. Það þykir nokkuð misjafnt. Auk þess má oft heyra á fólki, að mikill munur sé á gæðum veit- inganna á hinum ýmsu stöð- um. Slíkar umræður lasta ég ekki. Ég vara aðeins við að dæma veitingastaði fyllilega eftir einni máltíð, einni kaffikönnu, viðmóti einnar stúlku í eitt skipti og svo framvegis. Allt gæti þetta verið eitthvað sér- stakt, undantekning frá al- mennri reglu. — Svo skiptir það okkur yfirleitt ekki miklu máli, hvort þær fáu máltíðir, sem við kaupum á ferðalagi eru krónunni dýrari eða ekki. Við borðum svo sjaldan á ferðalagi. Þetta ber ekki að skilja svo, að ég vilji mæla nokkurri okur- starfsemi bót eða gera lítíð úr skapraunum og leiðindum góðra manna og réttvísra, þegar þeir finna okrað á sér eða reynt er að hafa fé af þeim með ólög- um. Ég ætlaði bara að minnast á annað, sem skiptir ýmsa miklu meira, en verðlag veit- ingastaða út um land. Þannig er háttað störfum ýmsra manna í Reykjavík, að þeir geta ekki verið í föstu fæði. Það má því kalla, að þeir séu neyddir til að kaupa sér ein- stakar máltíðir, — lausamál- tíðir. Og hverjir kostir eru þá íyrir hendi? Nokkrar búðir selja tilbúinn, heitan mat, sem menn geta tekið með sér, kjöt, fisk, slátur og svo framvegis. Þó að tals- vert sé skipt við þessar stofn- anir, mun þó flestum virðast, að nokkuð dýrt sé að vera þar í fæði. Gangi menn hinsvegar á matsölustaði bæjarins af handahófi og kaupi lausar mál tíðir mega þeir búast við því, að sólarhringsfæðið kosti 40 krónur eða jafnvel nokkru meira. I mötuneyti fæðiskaupenda- félags Reykjavíkur er á sama tíma hægt að fá lausar mál- tíðir fyrir 9 og 10 krónur og rúmlega 8 krónur ef menn kaupa ávisun á 14 máltíðir í einu. Þar er að sönnu ekki bor- ið á borð fyrir mötunauta, en matur er nógur og góður, og menn vita hvað þeir eru látn- ir borða. Ef menn borga 14 kaffimiða fyrirfram fá þeir þá á 35 krónur, eða kaffið og með því hverju sinni fyrir 2 og 50. Þetta mötuneyti er rekið í gömlum skálum vestur í Kamp Knox. Ég held að ráðamenn bæjarins ættu að kynna sér það. Ég er ekki fróður um rekst ur þess, en ég veit bara það, að ef miðað er við verðlag sumsstaðar annars staðar, má segja, að þarna fái menn góða máltíð fyrir hálfvirði. Og það er atriði, sem fer að hafa dálitla fjárhagslega þýðingu fyrir menn. Það má vel vera, að til séu fleiri ódýrir matsölustaðir, sem litið láta yfir sér. Gott ef þeir verða þá auglýstir í framhalds- umræðum. En ég var að hugsa hvort það myndi ekki vera jafn hollt fyrir almenning í bænum, ef fæðiskaupendafélagið ætti aðra matsölu austan við mið- bæinn í staðinn fyrir eitthvað af sullknæpum (barnakrám) og kaffihúsum borgarinnar? — En það er víst ætlast til þess, að allt slíkt ráðist af sjálfu sér og eftirspurninni. Starkaður gamli. Málverk og húsgögn Ef þið komið til bæjarins og vantar málverk til tæki- færisgjafa, og ennfremur, ef ykkur vantar dívan, skáp eða stóla — þá lítið inn í Húsgagnaverzlun G. Sigurðssonar Skólavörðustíg 28. — Sími: 80 414 BAÐHÚS REYKJAVÍKUR verður lokað allan daginn í dag vegnar jarðarfarar Si ilta ið t ola Idal kjot í hálftunnum — ódýr matarkaup — Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678 amtsnttttinnntmtnmim;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.