Tíminn - 24.10.1950, Side 1

Tíminn - 24.10.1950, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Trtttaritstjórt: Jón Helgason Útgefandi: Tramsóknarflokkurinn r........................... Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttasimar: S1302 og 81303 Afgreiöslusimi 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiöjan Edda 34. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 24. október 1950. 236. blað. Akranestogarinn á veiðar í dag Veiðir karfa, sem verður frystur og flutt- ur á niarkað vestan hafs Akranestogarinn, Bjarni Ólafsson hefir verið leystur úr verkfallinu, og fer hann á karfaveiðar í dag. Sjómanna- félagið á Akranesi mun hafa tekið aftur umboð það, er það veitti Sjómannafélagi Reykjavíkur til að semja fyrir sína liönd í deilunni, og hefir nú samið sjálft. Kommúnistaflokkurinn í Ruhr-héraðinu var í þann veginn að ljúka við^byggingu flokksheimilis síns í Dússeldorf, þegar liernámsyfirvöld vesturveldanna þurftu á meira húsrúmi að halda og tóku bygginguna eignanámi. Kommúnistar and mæltu þessu að sjálfsögðu mjög og einn liður mótmælanna var spjaldið og áletrunin. sem fcst var á framhlið hússins. HEYSOFNU N I N: Þegar heitið miklu af heygjöfum og peningum Byrjuð að hindn í Borgarucsf hey, sem senda á hráðlega til ójiurrkasvæðanna Áskorun Stéttarsambands bænda um hjálp til handa þeim, sem harðast urðu úti af völdum óþurrkanna í sumar, hefir hlotið hinar beztu undirtektir, og hafa margir þegar heitið fé og heygjöfum. Mlklar gjafir. Það var á föstudaginn, að bréf Stéttarsambandsins og söfnunarlistar voru sendir héðan, svo fljótt hefir verið brugðið við, þar sem þegar hafa borizt miklar gjafir til Stéttarsambandsins eða fyrir heit um þær. Kjalarneshreppur hefir á- Framlag Reykdæl- inga til óþurrka- svæðanna Á hreppsskilaþinginu er haldið var á Sturlu-Reykjum á laugardaginn var gáfu 30 bændur í Reykholsdal 5 þús. krónur í peningum og all mikið af heyjum í söfnun Stéttarsambands bænda. Gert er ráð fyrir að heyið verði bundið með vél í Reyk- holti og flytji bændur hey þau er þeir gáfu, þangað til bindingar, þar sem erfitt er kveðið að gefa nær 8000 kr, og verður keypt fyrir þá upp- hæð innan sveitar. Mjólkur- félag Reykjavikur hefir gef- ið 100 hestbur^i af heyi. Bún- aðarfélag Hafnahrepps hefir gefið 1040 krónur. Spurnir eru af mörgum stór gjöfum öðrum, og einstakl ng ar úr Reykjavík eða nágrenni bæjarins hafa fjölmargir heit ið heygjöfum og peningum. Byrjað að binda í Borgarnesi. í Borgarnesi var í gær ver- ið að binda hey, sem senda á til óþurrkasvæðanna. Mun þó ekki fullákveðið, að hve m’klu leyti þar verður um gjöf eða sölu að ræða. Næstu daga verður gjafa- heyi frá bændum í Miklaholts hreppi safnað saman í slát- urhúsið að Vegamótum, og verða tækin, sem notuð hafa verið i Borgarnesi, send þang að til þess að binda heyið. Víða annars staðar er unn ið að scfnuninni við hinar beztu undirtektir svo að segja hvers manns, sem til er leitað. taka vélina upp og færa hana bæ frá bæ.. Bætasí fleiri togarar við? Bjarni Ólafsson, togarinn, cem fer á veiðar í dag, er fyrsti togarinn, sem losnar úr verkíallinum hér sunnan lands, en alllangt er síðan Siglufjarðartogarinn Elliði fór á veiðar. Auk þess er bú- izt við, að sjómenn í Keílavík semji. í Keflavík var haldinn fundur í sjómannafélaginu í gærkvöldi, þar sem átti að ganga frá atriðum varðandi lausn verkfallsins, og verið er að vinna að því, að ísólfur togari ísfirðinga fari einnig á veiðar. Þó var felld af tog- arasjómönnum tillaga um að taka samningsumboð af Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Fiskár fyrir firað- írystihúsin. Akranestogarinn mun fyrst um sinn verða á karfaveið- um, og verður tekinn upp nýr háttur um hagnýtingu aflans. Verður karfinn flakaður og irystur i frystihúsunum á Akranesi, eftir þvi sem þau anna, með Bandaríkjamark- að fyrir augum. Úrgangurinn er mikill við þessi vinnsluað- ferð. Mun láta nærri, að % hlutar aflans fari samt sem áður til vinnslu í verksmiðj- unni á Akranesi, sem vinnur úr karfanum lýsi og mjöl. Kemur inn vikulega. Togarinn þarf helzt að koma inn til Akraness viku- lega, svo að hægt sé að hag- nýta allan aflann á þennan hátt. Verða þó gerðar ráð- stafanir til að skipið geti orð ið allt að því 10 daga á veið- um og isað fiskinn, ef afli er tregur, eða ónæðissamt verð- ur við veiðarnar vegna slæmr ar tiðar, sem alltaf má bú- ast við á þessum tíma árs. Karfamiðin eru öllu utar en venjuleg mið og dýpra en þar sem fiskað er fyrir Bret- landsmarkað. Er þá hyllzt til að fá talsvert með af góðfiski sem nauðsynlegt er að hafa í þeim afla, sem seldur er ís- varinn á Bretlandsmarkað. Af þessum sökum er hætt við, að karfaveiðarnar geti frekar tafizt vegna slæmrar veðr- áttu en ísfiskveiðarnar. Sömdu upp á tillögur sátta- nefndai. Sjómenn á Akranesi sömdu upp á tillögur þær, er sátta- j nefndin í togaradeilunni lagði síðast fyrir. j Er þar gert ráð fyrir, að, hvíldartími sjómanna verði] 12 stundir á öllum veiðum, nema þegar siglt er með afl- ann, og margir skipverja verða eft'r í landi, meðan skipið er í siglingu. Greidd verða aflaverðlaun af hverri smálest fisks. Hækka verð- launin verulega á ísfiskveið- 1 um, þegar skipið selur fyrir yfir 8 þús. sterlingspund. Auk þess eru greidd verðlaun aj hverri smálest af lýsi. Keflavík. Þegar blaðið fór í prentun i gær voru ekki enn komnar fregnir af úrslitunum á fund inum í Keflavík, þar sem tog arasjómenn ætluðu að taka afstöðu i málinu. lnnbrot og skemmd- arverk á Selfossi Um miðnætti síðastliðið laugardagskvöld var brotizt inn í bílageymslu Kaupfélags Árnesinga að Selfossi og unn in þar skemmdarverk á tveim dr vörubílum. Virðast þeir, sem þarna voru að verki, hafa ætlað að stela bílum, en ekki komið þeim í gang. Slikt athæfi mun nær eins- dæmi á Selfossi, og hét kaup- félagið þegar er það vitnað- ist 500 króna verðlaunum hverjum þeim, sem gæti bent á þá, er þarna voru að verki. Málið er i rannsókn, og munu þegar hafa gefið sig fram vitni í þessu máli. Grundará íGrundar- arfirði brúuð Fyrir nokkru síðan var haf- in bygging brúar yfir Grundar á í Grundarfirði. Verður þessi brú allmikið mannvirki, um 10 metrar að lengd. Verður að þessari brú mikil samgöngubót. þar sem áin, er verið hefir óbrúuð verður þrá sinnis ófær bifreiðum í leys- ingum og einnig um stór- straumsflóð, þar sem sjór fell ur upp í farveginn. Að byggingu brúarinnar vinnur stór flokkur búin góð- um vinnutækjum. Eru í hon um átta smiðir og 10 verka- menn, þegar unnin er steypu vinna. Standa vonir til að hægt verði að ljúka við að steypa brúna í næstu viku, ef veðrátta hamlar ekki og ætti brúin þá að verða fær bifreið um og komin í gagnið snemma í vetur. Alifuglaeigendur í Reykjavík skort- ir fuglafóður Á fjölmennm fundi Félags alifuglaeigenda í Reykjavík, sem haldinn var í gær, var einróma samþykkt svohljóð- andi tillaga: Fundur í Félagi alifugla- eigenda í Reykjavik haldinn í Tjarnarkaffi 22. október 1950 beinir þeirri eindregnu áskorun til fjárhagsráðs að það veiti nú þegar aukinn innflutning alifuglafóðurs, er nægi til þess að bæta úr þeim skorti, sem nú er ríkjandi. Þar sem kröfur eru nú mjög háværar um úrbætur, og skortur virðist mikill ósk- ar fundurinn eftir þvi að Landsambandi eggjaframleið enda séu gefnar upplýsingar um, hve mikið fóðurmagn er ætlað til þessarar atvinnu- greinar á komandi vetri. Stjórninni var falið að vekja athygli fjárhagsráðs á þvi, að þetta mál krefst skjótrar úrlausnar, þar sem nú er sú vá fyrir dyrum hjá alifuglaeigendum í bænum að fækka verður alifuglum i stór um stíl ef ekki raknar úr um fóður. Nýjar sáttatillögur í togaradeilunni Sáttanefndin, sem vinn- ur að lausn togaradeilunn ar, lauk seint í gærkvöldi við nýjar sáttatillögur, er atkvæðagreiðsla . . verður látin fara fram um meðal togarasjómanna, þar sem enn er verkfall. Er þar gert ráð fyrir tólf stunda hvíld á togurum við allar veiðar, nema þe&ar siglt er með aflann. Þar er og gert ráð fyrir því, að aflaverðlaun á saltfiskveið um verði miðuð við magn aflans, en ekki verð, auka verðlaunum á saltfiskveið- um, ef togari landar meiri fiski en nemur 10 smálest- um á dag í veiðiför, og aukaverðlaunum, ef afli á ísfiskve'ðum selzt fyrir meira en 8 þús. sterlings- pund. Föst aflaverðlaun á karfaveiðum á að vera 2,25 kr. á smál. til hvers skipv. Eru þetta helztu atriðin, er breytt hefir verið frá sáttatiliögunum, sem lagð- ar voru fram í haust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.