Tíminn - 24.10.1950, Síða 5

Tíminn - 24.10.1950, Síða 5
Z36. blað TÍMINN, þriðjudaginn 24. október 1950. 5, Þriðjiiil. 24. okt. Einn heimur Það er ekki sjaldan, að nokkrar óána^gjuraddir heyr- ist í tilefni af því, að ísland hefir tekið á móti framlögum frá Marshallstofnuninni og er hér þá ekki átt við áróður þann, sem kommúnistar halda uppi og er af allt öðr- um toga spunninn. Þær óá- nægjuraddir, sem hér ræðir um, telja það ósamboðið sjálf stæðri þjóð, að þiggja gjafafé af annarri. Það sé eitt af ein- kennum og frumskilyrðum sjálfstæðisins að þiggja ekki fé af öðrum. í þessu sambandi er vert að benda á það, að þjóðir, sem eru miklu fjölmennari og auð ugri en íslendingar, hafa not ið aðstoðar Marshallstofnun- arinnar og það í miklu ríkara mæli en íslendingar. Að vísu má segja, að þær hafi orðið fyrir meiri skakkaföllum af völdum seinustu styrjaldar.en þrátt fyrir það, hafa þær bú- ið á miklu traustari grund- velli efnahagslega, en íslend- ingar. Þær hafa haft við meiri náttúruauðæfi að styðjast, hafa átt mikið af gömlum byggingum og verið búnar að koma traustum grunni undir atvinnulíf sitt. Hins vegar hafa íslendingar þurft að byggja svo að segja allt upp á einum mannsaldri og búa fáir og dreyfðir í stóru og haröbýlu landi, þar sem vantar ýms mikilsverð auð- æfi, sem eru einn höfuðþátt- ur afkomumöguleikanna ann ars staðar, eins og t. d. málma og skóga. Það er þó ekki þetta, sem hér er nefnt, sem er höfuð- atriðið í þessu sambandi. Höf uðatriðið er það, að samstarf og samhjálp í heiminum er að aukast. Fram til skamms tíma hefir flest samhjálp ver ið takmörkuð við landamær- in, eða réttara sagt, ekki náð út yfir landamæri hlutaðeig- andi þjóðar. Aðeins örfáar stofnanir, eins og Rauði kross inn, hafa verið undantekn- ingar. Nú er þetta að breytast og samstarfið eða samhjálpin miöuð við mörg lönd og jafn- vel allan heiminn. Landamær in eru óðum að breytast í þessum efnum. Þróunin stefn ir, þótt hægt gangi, í þá átt, að heimurinn sé ekki marg- skiptur, heldur sé hann einn,- eins og hinn þekkti ameríski stjórnmálamaður Wendel Willkie komst að orði. Stærsta skrefið, sem stigið hefir verið í þá átt að koma á einum heimi, er stofnun Sameinuðu þjóðanna, en þeirra samtaka er sérstaklega minnst um víða veröld í dag. Markmið þeirra er ekki aðeins að vernda friðinn í heimin- um. Markmiö þeirra er engu síður að vinna að efnahags- legri samvinnu og samhjálp þjóðanna, er byggist á þeim grundvelli, að þær þjóðir, sem betur mega, miðli þeim, sem lakar éru settar, Og hjálpi þeim til viðreisnar, svo að þannig komist á jöfnuður og jafnrétti í heiminum. Það kann vel að vera, að þessi hugsjón, sem Samein- uðu þjóöirnar byggjast á, eigi enn langt í land. Það fer mik ið eftir því, hve yfirgangs- og ójafnaðaröflin í heiminum ERLENT YFIRLIT: Bækur og höfundar Ný skáldsaga eftir Per Lagerkvist. — Tólf úrvalssög- ur. — Athyglisverð bók um Sovétríkin. Sá orðrómur færist nú í vöxt, [ að sænska skáldinu Pár Lager- kvist verði veitt Nobelsverðlaun að þessu sinni. Hann hefir oft komið til greina áður, en þykir nú standa nær því en nokkru sinni fyrr. Það hefir ýtt mjög undir þenn an orðróm að nýlega er komin út ný skáldsaga eftir Lager- kvist, er ýmsir ritdómarar telja eina beztu eða beztu bók hans. Þessi nýja saga hans nefnist Barrabas. Lagerkvist hefir hér valið sér söguefni úr nýja testamentinu. Aðalsöguhetjan er Barrabas, sem múgurinn frelsaði, þegar hann átti að velja milli hans og Krists. Ritdómarar segja, að Lagerkvist sameini prýðilega í bók sinni mikla sögulega þekkingu og glæsilegt hugarflug, án þess þó að hagga nokkuð frásögn biblí- unnar. Sagan um Barrabas. í sögunni lætur Lagerkvist Barrabas vera viðstaddan kross- festinguna á Golgata og er lýsing á þeim atburði sögð meist araleg. Barrabas fagnar siðan fengnu frelsi með því að heim- sækja gleðistaði borgarinnar, en hann finnur þar fljótt, að hann getur ekki orðið sami maður aftur. Hann hefir orðið fyrir á- hrifum af Kristi og lærisveinum hans. Hann reynir að rísa gegn þessum áhrifum og að afneita* Kristi, en dregst þó alltaf ó- ^ sjálfrátt nær og nær því að trúa á hann. Barrabas lendir aftur í. höndum lögreglunnar og er' settur í þrælavinnu, þar sem kristinn Armeni verður nánasti samverkamaður hans. Trúin og efinn hefja aftur baráttu í sál hans. Þegar Nero setur eld í Rómaborg, heldur Barrabas að J Kristur sé kominn til að full- j nægja dómi sínum og efi hans. hverfur um stund. Hann gerist | baráttumaður Krists, en í stað, þess að þjóna kristninni, þjónar hann villimennskunni. Hann J hleypur um götur borgarinnar: og kveikir í húsum, því að hann j heldur sig vera að þjóna Kristi, og framfylgja Öómi hans. Vegna þessa er kristnum mönnum1 kennt um brunann og er refsað harðlega fyrir hann. Barrabas er handtekinn sem einn hinna kristnu og þeir telja hann í ( fyrstu tilheyra söfnuði sínum, | unz þeir uppgötva hver hann I er. Hann verður einmana með- j al fanganna. Þegar farið er með, fangana á aftökustaðinn, eru. þeir látnir ganga saman tveir j og tveir, en Barrabas verður stak ur og er látinn ganga síðastur. Áhrifamikil bók. Barrabas er áhrifamikil bók, segir danski rithöfundurinn Er hardt Larsen, enda er henni bersýnilega ætlað það af höfund inum. Hún er saga um mann- inn, sem ekki getur fundiö Guð, en þráir hann þó, — um mann- inn, sem þráir félagsskap, en er þó alltaf einmana. Þessi maður er el^kert sérstakur, — hann get ur verið þú eða ég — og hann er ekki bundinn við neinn sér- stakan tíma, því að saga Barra- basar getur eins vel gerzt í dag og fyrir nær tuttugu öldum. Sennilega eru það efasemdirnar, vonleysið og óstöðuglyndið, sem einkenna líðandi tíma, er Lager kvist hefir hér í huga öðru frem ur. Larsen telur bókina engan veg in gallalausa, en fáir, sem lesa hana, munu þó geta gleymt Barrabas eða frásögninni um Golgata. Sumir kaflar bókar- innar séu meðal þess bezta, er frá Lagerkvist hafi komið. Bók þessi hefir þegar verið þýdd á nokkur tungumáþ M. a. þykir líklegt, að hún muni hljóta miklar vinsældir vestanhafs þar sem skáldsögur um biblíu- leg efni eiga nú miklum vin- sældum að fagna. Sigurd Hoel velur úrvalssögur. Fyrir um 20 árum síðan byrj aði bókaútgáfa Gyldendals í Noregi að gefa út hinar svonefndu gulu bækur, en það voru úrvalssögur, sem Sigurd Hoel valdi.. f fyrstu brátt unnu gulu bækurnar sér miklar vinsældir. Þær eru nú orðnar rúmlega 70 og hefir Hoel valið þær allar. Hann telur, að hann hafi til jafnaðar lesið um 25 sögur við val hverrar einstakr ar. Gyldendal hefir nú ákveðið að gefa út í sérstökum flokki 12 beztu gulu sögurnar. Hoel Val hans lítur þannig út: hefir einnig gert þetta úrval. 1. Ludwig Lewisohn: Herbert Crumps ekteskap. 2. John Stein beck: Dagdrivergjengen. 3. André Malraux: Menneskets lodd. 4. Rosamond Lehman: Svevende svar. 5. Thornton Wild er: Til himlen vil jeg fare. 6. Franz Kafko: Prosessen. 7. Ric hard Hughes: Storm over Jamaica. 8. Francois Mauriac: Ormebolet. 9 Arthur Koestler: Ankomst og avreise. 10. Richard Wright: Nigger. 11. James M. Cain: Postbudet ringer alltid to ganger. 12. William Faulkner: Mörk august. Bók um Sovétríkin. Nýlega er komin út á norsku bókin „Lost Illusion“ (á norsku „Den tapte illúsjon") eftir Freda Utley. Bók þessi hefir halda lengi fram þeirri stefnu og vinnubrögðum, er gera víg búnaðarkapphlaupið óhjá- kvæmilegt. En tækist að sann færa þau um, að ójöfnuður- inn leiði ekki til árangurs, eins og Kóreustyrjöldin ger- ir vonandi, getur það verið skemmra undan en margur hyggur í dag, að samvinna og samhjálp þjóðanna beinist ó- skipt að því að efla framfar- ir og velmegun í heiminum. Þess er vert að minnast, að einn af áhrifamestu öldunga- deildarþingmönnum demo- krata í Bandaríkjunum bar fram það tilboð á síðastl. vetri, að Bandaríkin legðu fram meginhluta þess fjár, sem þau verja nú til vígbún- aðar, tll viöreisnar þjóðun- um, sem lakar væru settar, ef samkomulag næðist um alls- herjarafvopnun. Það er áreiðanlega ósk allra góðgjarnra manna 1 heimin- um,að sá tími sé sem skemmst undan, að S.Þ. geti einbeitt sér í þágu framfara og vel- megunar í heiminum. Þá myndi samvinna og samhjálp ieysa sundurlyndi og tor- tryggni af hólmi. Þá myndi skapast einn heimur. Margt myndi þá breytast frá því, sem nú er. Landamærin myndu hverfa í sinni núv. mynd og mikil breyting verða á sjálfsákvörðunarrétti þjóð- anna. Þá myndi það ekki þykja nein óvirðing, heldur talinn sjálfsagður jöfnuður, að þær þjóðir, sem lakar eru settar, þiggi aðstoð þeirra, sem betur mega sín. Jöfnuð- ur og samhjálp yrði einkenni hins nýja heims í stað sund- urlyndisins og sérhagsmuna- togstreitunnar, sem nú held- ur mannkyninu á barmi glöt- unarinnar. — Pár Lagcrkv.'st vakið mikla athygli. Höfundur hennar er kona, sem stundaði félagsfræðinám við Lundúnahá- skóla og gerðist kommúnisti, á- samt ýmsum skólasystkinum sínum. Það gerðist árið 1926. Nokkru seinna giftist hún rúss neskum manni, sem starfaði í þjónustu Sovétríkjanna og fór með honum til Japans og Kina og að síöustu til Sovétríkjanna. Þar dvaldi hún þangað til mað- ur hennar týndist í einni „hreins uninni“. í bók sinni segir Utley frá þessum æfintýralega ferli sín- i um og hvernig hún missti smám saman trúna á kommúnismann við að kynnast framkvæmd hans í Sovétríkjunum. Þar sem Utley er félagsfræð- ingur og hagfræðingur að mennt un, reynir hún að gefa yfirlit um efnahagskerfi Sovétríkj- anna, en getur þess jafnframt, að það sé mjög erfitt, þar sem engar heildarhagsskýrslur hafi . verið birtar síðan 1939, og stjórn in birti ekki aðrar tölur en þær, sem hún telur sér æskilegar. | Meðal annars upplýsir Utley að 1939 hafi söluskatturinn numið 70% af öllum tekjum Sovétríkj- (Framhald á 7. síðu.) Raddir nábáanna Alþýðubl. ræðir á sunnu- daginn um stúdentafjöigun og segir m. a.: „Mörgum kann að virðast, að fjöldi þeirra landsmanna, sem nú afla sér háskólamenntunar, sé ærið mikill fyrir svo fá- menna þjóð. Þykir mörgum sem núverandi embætti muni varlá hrökkva til, og þessi vaxandi fjöldi því knýja á um myndun nýrra embætta og draga sig út úr beínum framleiðslustörf um. Svo var að heyra á ræðu rektors í gær, að honum og öðrum forráðamönnum skól- ans sé þetta einnig fyllilega ljóst. Er nú unnið að því að auka fjölbreytni náms við skól ann, svo að hann geti séð kennarastéttinni fyrir sem full komnastri og beztri menntun. En rektor hvatti stúdenta einn ig til þess að leggja fyrir sig framleiðslustörf, til dæmis landbúnað, og mundi það verða aukinn styrkur bænda- stétt landsins, ef stúdentar beindu starfskröítum sínum í þá átt í stað þess að setjast á skrifstofur og taka þátt i kapp hlaupi um embætti í bæjun- um. Svipað mætti. segja um fleiri atvinnugreinar. Hal 1 fjölgun stúdenta áfram eins og verið hefir undanfarin ár. verð ur sá háttur a.ð komast á, að þeir láti sér stúdentspróf eða BA próf nægja og fari með það ágæta vegarnesti til framleisiu starfa, en bætist ekki allir í hóp embættismanna og em- bættisumsækjenda". Vissulega er það nauðsyn- legt að stúdentar hafi mennt- un sína í þágu framleiöslunn ar. En til þess að svo g'eti orð- ið, þarf að gera framleiðslu- störfin jafn eftirsókr.arverð og embættismennskuna. Ann ars heldur straumunnn frá framleiðslunni áfram, jafnt stúdenta sem annara • Talentan, sem var grafin í jörðu Stokkhólmávarpið svokall- aða var samið á síðastliðnu vori og undirskriftasöfnun hafin víða um heim. Kommúnistar hér á Iandi fóru þá strax á stúfana. Þeir komu því í kring, að einhverj- ir íundir gerðu ályktanir um fylgi við ávarpið og söfnuðu jafnframt nokkrum undir- skriftum. Hér á landi var þessu á- varpi og áróðri þeim, sem því fylgdi, tekið tómlega. Menn sáu almennt, að ávarp þetta var ekki neitt friðarávarp Auk þess þótti það ekki bæta úr skák, að þeir, sem eink- um fluttu ávarpið, voru allra manna herskáastir og grimm- astir í hugsun og höfðu löng um staijið að hatursfullum æsingum gegn samþegnum sínum. Botninn datt því fljótlega úr hreyfingunni. Leið svo fram á sumar, að ekkert var aðhafzt hér, þó að undir- skriftasöfnun færi fram víða um heim. En svo lifnar yfir með haust inu. Þá er búin til „Friöar- hreyfing“. Raunar munu fáir vita hverjir skipa þá friðar- nefnd. En nokkrar greinar, sem Þjóðviljinn birti, voru sér prentaðar í einu blaði, sem kallað var „Friðarhreyfingin“. Svo er hafður fundur, al- menn vakningasamkoma, þar sem Jóhannes úr Kötlum vitn ar, og jafnframt boðað, að gengið verði fyrir hvers manns dyr með undirskrifta- íista. Það mun mörgum þykja, sem kommúnistar vorir hafi orðið næsta síðbúnir til skrift anna að þessu sinni, og sé þeim illa brugðið, því lítt hef ir þá skort hvatvísi til þessa. Hins vegar eru þeir skarpir á sprettinum, því að nú er þetta eina mál, sem Þjóðvilj- inn ræðir af kappi. Biaðið er eins og yfir stæði hin snarp- asta kosningahryna. Og öllum íslenzkum málum er þokað til hliðar. Allt það, sem er að gerast á íslandi, fölnar fvrir hinu mikla ljósi Stokkhólms ávarpsins. En hvers vegna var legið á þessu mikla máli í allt sumar? Hvers vegna kom Þjóðviljinn ekki til að gera skyldu sína í víngarði „Friðarhreyfingar- innar“ fyrr en á elleftu stundu? Undirskriftasöfnun undir ávarpið er að verða lok- ið, svo að nú er hver síðastur. Það er bersýnilegt, að ís- lenzkir kommúnistar hafa ætlað að humma þetta ávarp fram af sér. Þess vegna létu þeir sumarið líða hjá. En svo hafa yfirboðarar þeirra kraf- ið þá reikningsskapar. Og þá varð hinn illi og ótrúi þjónn að hefjast handa og ávaxta talentu herra síns. íslenzkir kommúnistar hafa fengið skipun um að bæta úr framtaksleysi sínu. Og auðvit að hafa þeir sett alla áróðurs vélina i gang, fyrst þeir máttu til. Glansnúmer, sem alitaf er gripið tH þegar Stalin vant ar siðferðisvottorð, eru dreg- in fram og blásið af þeim ryk ið. llalldór Kiljan Laxness og Jóhannes úr Kötlum syngja messuna og allur söfnuðurinn vegsamar föður Lenin og Stalin frelsara sinn og drott inn. Kommúnistum hafa orðið á ýms óhöpp í sambandi við (Framliald á 7. síða V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.