Tíminn - 24.10.1950, Síða 4
4,
TÍMINN, þriðjudaginn 24. október 1950.
236. blað.
„Miklir menn
„Eins gat lifað sá í sjó,
sem á þurru landi.
Grund og kletta gegnum smó
galdraskæður fjandi.“
Svo var kveðið um einn
fornkappann. Hann kunni
það herbragð, þegar líklegt
var að komið yrði á hann
höggi, að stinga sér i jörð-
ina og koma svo annars stað-
ar upp eða þar, sem menn
áttu hans ekki von.
í gærkvöldi fór ég að blaða
í ísafold. Þar rakst ég á grein
eftir Árna Ketilbjarnar í
Stykkishólmi. — Jæja! Þarna
skýtur honum þá upp núna,
varð mér að orði. Ekki skal
ég halda því fram, að margt
sé sameiginlegt með þessum
görpum, en ósjálfrátt datt
mér þetta í hug, þegar ég i
huganum leit yfir hinar póli-
tísku veiðiferðir Árna. Lengi
var hann Framsóknarmaður.
Svo skaut honum upp í Þjóð-
viljanum. Nú hefir hann
hrifsað í „ýsuna“. Þjóðsagan
segir okkur frá öðrum, sem
hrifsaði i ýsuna, og að þess
vegna beri hún svört merki.
Skildi fara eins eftir átök
Árna? Eigi veit ég hvort hann
hefir enn verið í Alþýðu-
flokknum, en það má þá sjálf
sagt bráðlega vonast eftir hon
um þar.
Grein Árna er tvíþætt.
Annar þátturinn og sá fyrir-
ferðarmeiri er lof um þann
flokk, sem hann nú telur sig
til og þó sérstaklega einn
mann innan flokksins. í þess-
um þætti er nokkur sannleik-
ur innan um grobbið. Hinn
þátturinn er last um Kaupfé-
lag Stykkishólms og Fram-
sóknarflokkinn. í þeim er eng
inn sannleikur, sem sennilega
stafar af því, að Árni er nær-
sýnn og sér þar af leiðandi
sjálfan sig, þegar hann hygg-
ur sig sjá aðra.
Ég vil nú leyfa mér að gera
athugasemd við þessa mikil-
úðlegu grein. Lofið um Sigurð
Ágústsson — hann á skilið
lof fyrir margt — er sama
tuggan og Árni flutti á stjórn
málafundi í Stykkishólmi í
fyrrahaust. Ég benti Árna þá
á, að fylgi hans við Sigurð,
væri eins og fylgi Gláms við
Gretti, að hann ynni honum
allt það ógagn, sem hann
gæti. Ekkert getur betur stað
fest þessi orð mín en sú grein
Árna, sem ég hefi hér fyrir
framan mig.
Ekki er nú líklegt hljóðið í
verkamönnum í Hólminum
svona yfirleitt, þegar minnst
er á atvinnumál, enda er þar
lítið að gera núna og hefir
reyndar verið í sumar. f sam-
bandi við það má geta þess,
að bátur sá, er lagði þar upp
síld til frystingar nokkrum
sinnum í sumar, flutti sig í
aðra verstöð. þegar þar vár
meiri aflavon, eins og títt er
um þá, sem sjóinn sækja.Hafa
því verkamenn í Hólminum
enga atvinnu við þann afla.
í frystihúsi Sigurðar, sem er
stórt hús, hafa nú um skeið
unnið tveir verkamenn, undir
menn fastráðnir, sem er
stjórnað af tveimur yfir-
mönnum. Árni er annar undir
maðurinn. — Létt mun þeim
„séffunum“ að stjórna þeim
dátanum". Enda er Árni áð-
ur þjálfaður í undirmennsku
í tveimur heimsálfum að
minnsta kosti.
■Á
Einn af hagyrðingum þjóð-
arinnar komst svo að orði:
Stjórnarvandinn hæfir hendi
höndin andanum.
erum við, Hrólfur minn“
Eftir Jónas Jóhannsson, Öxnoy
Árni talar um hönd og
dauðu hönd Framsóknar-
flokksins. Að dauðu höndinni
skal ég koma seinna.
Hönd Árna er vinnusöm og
dugleg, ef annars manns höf-
uð stjórnar henni. Árni hefir
við margt fengizt. Þar á meðal
að láta sitt eigið höfuð
stjórna hönd sinni. Vera sjálf
stæður maður. Það var sorg-
arsaga. Hún er ekki prenthæf.
Skal nú nokkuð vikið að
grobbi Árna.
Bátaviðgerðarstöð er sjálf-
sögð, þar sem um einhvern
útveg er að ræða, enda mun
bátaviðgerðarstöð Hólmara
tæpast hafa verið byggð án
styrkja eða lána annars stað-
ar frá. Bátasmíðastöð var til
í Hólminum á undan þeirri,
sem nú er. Hún var við hæfi
þeirra báta, sem þá tiðkuðust.
Stöðin var einstaklingseign,
en hafði þann góða kost, að
þeir, sem smíðar þurftu að
kaupa, báru af að greiða
vinnulaunin.
Þá er það rafveitan, sem
Árni talar um „ásamt vélum,
húsi og innanbæjarkerfi.“ Ó-
já, einu sinni átti Árni mótor-
vél, „ásamt sylinder, stimpli,
krúmtappa, ventlum o. s. frv.“
Rafveita Stykkishólms mun
vera með elztu rafveitum í
kauptúnum þessa lands. For-
vígismaður að því fyrirtæki
var skæðasti andstæðingur
Sjálfstæðismanna í kauptún-
inu, Guðmundur Jónsson frá
Narfeyri, sem er nú því mið-
ur fyrir Hólmara, fallinn frá.
Máltækið segir, að hægra sé
að styðja en reisa. Þó hygg ég,
að meira utanaðkomandi fé
hafi runnið til endurreisnar
þessa fyrirtækis, en hins upp-
haflega kostnaðar þess.
Barnaskóli, sem hefir nægt
þörfunum á hverjum tíma,
hefir verið starfræktur í
Stykkishólmi siðan fyrir alda
mót. Lengi var hann starf-
ræktur í sama húsinu. Þegar
það hús dugði ekki lengur,
var keypt til skólans annað
hús. Svo nefnt Sýslumanns-
hús, stórt hús. Það brann að
nokkrum árum liðnum. Þá var
byggt steinhús eftir kröfum
síns tíma.
Bæði að kaupum Sýslu-
mannshússins og byggingu
steinhúss þess, sem skólinn er
nú starfræktur í, var áður
nefndur Guðmundur Jónsson,
helzti frömuður. Síðan hefir
verið byggt svonefnt leikfim-
ishús. Ekki veit ég í hve nánu
sambandi það er við lærdóm
barna og unglinga. En hitt
hefi ég séð, að það er nokk-
urskonar „fáthús“ fyrir hina
svonefndu betri borgara stað-
arins.
Vatnsveita Stykkishólms
mun hafa farið af stað með
meiri lánum og styrkjum en
dæmi eru til um hliðstætt fyr
irtæki. Þegar verkið var lið-
lega hálfnað var gjaldið þrot-
ið. Þá var leitað til fólksins
um sjálfboðavinnu. Herör var
uppskorin meðal kvenna sem
karla. Að síðustu skyldi hver
leggja heim til sín frá aðal-
leiðslunni. Svo ’tók veitan upp
á því að þrjóta.
k
Kaupfélagsþáttur Árna er
gjörólíkur. Hann telur að öll
fyrirtæki félagsins séu að
fjara út. Svona umsögn er á
alþýðumál'i kölluð vísvitandi
lýgi. Á viðskiptamáli mun það
vera kallað atvinnurógur af
verstu tegund og er hegning-
arvert.
Allar starfsgreinar kaupfé-
lagsins starfa enn í dag ó- J
skertar, að undantekinni
hraðfrystingu fiskjar, sem égi
kem að síðar. Þetta veit hver'
einasti maður hér um slóðir
og Árni líka. Félagið hefir
fært út verzlunarsvæði sitt,'
en ekki dregið það saman. j
Kaupfélag Stykkishólms
var stofnað snjóaveturinn
mikla 1920. Það var því 30 ára
á öndverðu þessu ári. Félagið
var uppbyggt af bændum.
Verkamenn í Stykkishólmi
komu þar ekki að. Það er svo
annað mál, að á þessu starfs-
tímabili félagsins hafa Hólm-
arar smátt og smátt talið sér t
hagkvæmt að verzla við félag.
ið og gerast félagsmenn. Nú
er svo komið, að einhver fjöl- j
mennasta félagsdeildin er í
Hólminum.
Frystihús félagsins var
byggt til frystingar á kjöti.
Þegar fiskfrystingaraldan
skall yfir, sóttu Hólmarar það
fast, að húsið ræki frystingu
fiskjar, til atvinnuaukningar
í þorpinu. Bændur voru al-
mennt andvígir þessu og töldu
það utan við starfssvið félags
ins, sem það og var. Vegna
nauðsynjar var þetta þó tekið
upp, enda voru Hólmarar, eins
og áður er sagt, orðnir fjöl-
mennir í félaginu.
Nú hefir, eins og áður um
getur, verið byggt stórt frysti
hús af öðrum aðila. Hefir fé-
lagið því séð sér fært að draga
saman seglin á þessu sviði,
sem hafði vakið óánægju með
al fjölda félagsmanna.
Árna hættir stundum til að
vera glámsýnn og ferst þá illa
bogamennskan. Óheppilega
hefir hann skotið fram hjá
markinu þegar hann talar
um hnignun félagsins á 4—5
síðustu árum og kennir Fram
sóknarmönnum um. Það ligg-
ur nærri, að illgirnin veiti
vitleysunni yfirgang og er þá
langt til jafnað.
Verzlunarsvæði Stykkis-
hólms nær yfir nokkurn hluta
Snæfellsnessýslu og nokkurn
hluta Dalasýslu. Eins og al-
þjóð er kunnugt, hefir Sjálf-
stæðisflokkurinn lengst af
verið sterkastur í þessum sýsl
um báðum á pólitíska sviðinu.
Innan félagsins eru auðvitað
allra flokka menn, þó flestir
telji sig til tveggja áður-
nefndra flokka. í stjórn fé-
lagsins hafa alltaf setið menn
beggja þessara flokka. En ein
mitt þessi 4—5 „hnignunar-
ár“, sem Árni talar um, hafa
Sjálfstæðismenn verið fjöl-
mennari í stjórninni og for-
maður stjórnarinnar verið úr
þeirra hópi.
Mundi Árna ekki holt að
enduréta ælu sína áður en
hann dregur boga næst?
Heldur dofnar yfir Árna
eftir því, sem á greinina geng
ur. Engan lífsútveg sér hann
arínan en þann, að Sigurður
Ágústsson haldi honum við.
Eins ferst honum í þjóðmál-
unum. Það hefði mátt freist-
ast til að halda að þessi
hnakkakerti maður í upphafi
máls síns, mundi koma með á-
bendingar til bóta fyrst hann
fór inn á þjóðmálasviðið.
Það er hvergi að finna.
Hann fer eins ríiðurlútur út
og hanrí kom kertur inn.
Félagið „þar“ í Stykkis-
hólmi hræðlr menn, segir
(Framhald á 6. síðu.)
borgarinnar þessa daga ber víða
mikið á bleikum laufum. Trén
hafa fellt blöðin. Og þau liggja
í hrönnum víða um götur. ;
Ég vil minna garðeigendur á
að sópa laufinu saman og bera 1
það inn í garða sína. Á götunni'
er það aðeins rusl og óþrif en !
í garðinum verður það áburður.'
Duftið á að hverfa til jarðar- J
innar, þar sem það áður var.1
Hér fer saman hagsmunamál
og hreinlætismál.
Þetta sumar var gott skógar-
gróðri. Víða þroskaðist mikið af
reiniberjum í görðum. Rauðir
klasarnir hanga enn á trjánum
í sumum görðum. Annars stað-
ar liggja berin í hrönnum ofan
á moldinni. Annað hvort ættu
menn að hirða berin og sjóða
þau í mauk eða troða þau ofan
í moldina, svo að upp af þeim ^
vaxi síðar nýir reyniviðir. Aldrei
kann ég við að sjá þau visna
ofan á moldinni.
Einn hlut undarlegan sá ég
í Þjóðviljanum i fyrradag. Blaðið
var að miklu leyti hvatning til
manna að skrifa undir hjá
„Friðarhreyfingunni". Og þar
standa feitletruð þessi orð frá
„íslenzku friðarnefndinni".
„Nöfn þeirra, sem skrifa und-
ir, verða ekki birt, nema per-
sónulegt samþykki komi til“.
Hvað á þetta að þýða? Ég
hélt þó, að gildi undirskrifta
væri einmitt það, að menn
tækju afstöðu, sýndu vilja sinn.
Svona leynisöfnun er því líkust,
sem grímuklæddir menn bæru
spjöld í kröfugöngu. Auk þess
er það óhjákvæmileg afleiðing
þessarar tilhögunar, að aldrei
er hægt að vita, hvort satt verð
ur sagt frá fjölda undirskrift-
anna.
Annars ættu menn að hug-
leiða það sem bezt þeir kunna,
til hvers þeir eiga að skrifa und
ir, ef svo á að fela undirskrift-
ina. Það er bezt, að hver svari
því svo sem hann kann. En gáið
þið í Þjóðviljann í dag hvort
„friðarnefndin" tilkynnir þar
ekki að menn megi skrifa dul-
nefni undir ávarpið.
Rússagildi háskólans hafði
verið í Sjálfstæðishúsinu um
daginn og verður raunar að frí
kennast frá nafni háskólans.
Sigurður gamli Nordal kvað
hafa verið skeinkjari þar til að
kenna stúdentum hina fornu
drykkjusiði háskólans, sem mörg
um körskum hafa á kollinn
steypt. En samkvæmt landslög
um og stjórnarbréfi hefir það
hvorki verið veitingahúsið né
neinskonar skólafélag, sem vin
ið veitti, hvernig sem þvi hefir
verið háttað, en varla þarf að
óttast að það hafi ekki allt
verið að réttum lögum.
„Öld vor spyr ekki um ástir
né harma einstaklingsins", seg-
ir í bókmenntagrein í Þjóðvilj-
anum á sunnudaginn. Út af
þessuni orðum mætti langt mál
leggja. Þetta er í sjálfu sér skýr
ingin á múgmorðum, skoðana-
kúgun og afnámi persónufrelsis.
Öld vor spyr ekki um ástir né
harma einstaklingsins. Hann er
aukaatriði. Öldin trúir á stefn-
ur og isma. Þjóðir fleygja sér í
fang kommúnisma og nazisma
af ýmsu tagi. Og gáfaðir menn
halda, að það sé einhver þroska
leið.
En allir erum við einstaklingar
þó að við séum félagsmenn um
leið. Sú öld, sem spyr ekki um
ástir né harma einstaklingsins,
fyrirlítur manninn. Sú öld, er
eðlilega fjarstæð kristnum
dómi, því að kristindómurinn
boðar rétt einstaklingsins. Þess
vegna þoldi Hitler ekki kirkj-
una. Ríki hans þoldi ekki þá
öld, sem spurði um ástir og
harma einstaklingsins.
Það er eflaust hægt að semja
snjöll pólitísk rit. Sú list ein
mun þó lifa, sem er mannleg.
Það er viðhorfið til mannlegra
tilfinninga, sem máli skiptir í
heimi listanna eins og öðrum
mannheimum. Ófreskjan, sem
fyrirlítur tilfinningar manns-
hjartans, er vágestur, sem aldrei
sættist við menninguna. Menn-
ingin og öldin, sem ekki spyr
um ástir né harma einstaklings
ins, hljóta að þreyta átök sín
upp á líf og dauða. Viljum við
bjarga menningunni verðum við
að kenna samtíðinni — „öld
vorri‘“ — að meta mannlegar
tilfinningar, en þær eru alltaf
tilfinningar einstaklinga.
Starkaður gamli.
«»*»»«««««****«*»*4«»«**»**«»»«»«»»**»»««*»i
LÖGTAK
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði verða lögtök látirí frarn fara án frek
ari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkis-
sjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug-
lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekjuskatti, tekju-
skattsviðauka, eignarskatti, stríðsgróðaskatti. fasteigna
skatti, slysatryggingariðgjaldi, námsbókagjaldi og
mjólkureftirlitsgjaldi, sem féllu í gjalddaga á manntals
þingi 31. júlí 1950, almennu tryggingasjóðsgjaldi, er féll
í gjalddaga að nokkru í janúar 1950 og að öðru leyti á
manntalsþingi sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla
og kirkjugarðsgjaldi fyrir árið 1950, svo og lestargjaldi
fyrir árið 1950, áföllnum og ógreiddum veitingaskatti,
skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum, skipu
lagsgjaldi, útflutningsgjöldum, skipaskoðunargjaldi,
vitagjaldi, sóttvarnargialdi og afgreiðslugjaldi af skip-
um, tryggingariðgjöldum af lögskráðum sjómönnum og
söluskatti.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 20. október 1950,
KR. KRISTJÁNSSON.