Tíminn - 24.10.1950, Blaðsíða 6
6.
TÍMINN, þriðjudaginn 24. október 1950.
236. blað.
María í
Myllugcrðl
(Marle paa Kvarngaarden) |
Áhrifamikil og snilldar vell
gerð sænsk mynd. 1
Aðalhlutverk:
Vivica Lindfors,
Edvin Adolpson.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
TRIPOLI-BÍÓ
Sími 1182
INTERMEZZO
Aðalhlutverk:
Ingrid Bergmann
Leslie Howard.
Sýnd kl. 7 og 9.
Tnmi litli
Sýnd kl. 5.
MinnniniiiniiiniiiiniiiiiiniuiiiHiiiimimnMmn
NÝJA BÍO
Konungurí
útlcgð
(The Exile)
Ný amerísk æfintýramynd,
skemmtileg og spennandi.
Aðalhlutverk:
Douglas Fairbanks jr.
Paule Groset.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBIO
HAFNARFIRÐI
Nótt í IMevada
Ákaflega spennandi ný am-
erísk kúrekamynd í litum.
Roy Rogers
og grínleikarinn
Andy Devine
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184.
ELDURINN
gerir ekki boð á undan sér.
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Samvinnutryggingum
Nýja fasteigna-
salan
Hafnarstræti 19. Sími 1518
Viðtalstími kl. 10—12, 1—3
og 4—6 virka daga nema
laugardaga kl. 10—12.
Fasteigna-,
bif-
i reiða-, skipa- og j
verðbréfasala
M :
I Bergur Jónsson [
= 3
| Málaflutningsskrifstofa §
f Laugaveg 65. Sími 5833. f
Heima: Vitastíg 14.
Köld borð og
heitur rnatnr
sendum út um allan bæ.
SÍLD & FISKUR
Austurbæjarbíó
MANON
Ákaflega spennandi og djörf
frönsk kvlkmynd.
Aðalhlutverk:
Cecile Aubry.
Bönnuð börnum innan 18
Sýnd kl. 7 og 9.
Draugurinn í
Leynidal
Sýnd kl. 5.
TJARNARBÍÓ
Kalikútta
Afar spennandi ný amerísk
sakamálamynd.
Aðalhlutverk:
Aian Ladd
Wiliiam Bendix
June Duprez
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
Dansmeyjar í
Hollywood
Amerísk söngva- og dans-
mynd, kvikmynduð á leik-
sviði frægasta „Burlesque"
leikhúsi Ameríku: „Follies of
Los Angeles“.
í aðalhlutverkinu:
Aleene Dupree
(frá „Follies Bergere", Paris)
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
HAFNARBÍO
SI ALLA
Aðalhlutverk:
Viveca Lindfors,
Alf Kjelland (lék í .Glitra'
daggir, grær fold“)
Lauritz Falk.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Lokað nokkra daga
breytinga.
vegna
Raftækjaverzlunln
LJÓS & HITI h. f.
Laugaveg 79. — Sfmi 5184
Gerizt
áskrifendur.
Askriftarsími:
2323
TIMINIV
i ■♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦ f
I Fasteignasölu j
( miðstöðin |
i Lækjarg. 10B. Sími 6530 í
| Annast sölu fasteigna, |
Í skipa, bifreiða o. fl. Enn- |
| fremur alls konar trygging f
f ar, svo sem brunatrygging i
f ar, innbús-, liftryggingar I
| o. fl. í umboði Jóns J’inn- f
f bogasonar hjá Sjóvátrygg- 1
| ingarfélagi íslands h. f. \
f Viðtalstimi alla virka daga f
f kl. 10—5, aðra tíma eftir j
| samkomulagi.
„Miklir inenn . . .
(Framhald af 4. slðu.)
Árni. Lííið hefi ég heyrt um
félag þetta annað en að það
hafi verið stofnað sem ópóli-
tlskt málfundafélag og gengu
verkamenn í það hvar í flokki
sem þeir stóðu. Innan skamms
birti Árni fréttapistil um það
1 Morgunblaðinu og taldi það
pólitískt sér í hag. Heyrði ég
þá sagt, að allt fylgi hefði
hrunið af því. Siðan eru liðin
nokkur ár og hefi ég aldrei
heyrt þess getið fyrr en nú í
grein Árna.
Árni gortar af vaxandi fylgi
Sjálfstæðisflokksins í Hólm-
inum og vitnar i því sambandi
í síðustu hreppsnefndarkosn-
ingar. Tímarnir breytast og
mennirnir með, segir Árni í
grein sinni.
Kosningar hafa farið fram
1 Hólminum síðan Árni skrif-
aði grein sína. Það voru kosn
ingar til Alþýðusambands-
þings. Árni stillti sér þar fyrst
ur upp og hefir reyndar gert
það áður við sömu kosningar.
Þar gekk Árni hnakkakert-
ur o gsigurviss inn, en sneypt
ur og niðurlútur út. Hann
fékk ein 17 atkvæði. Að lík-
indum hafa það verið venzla-
menn Árna, sem greiddu þessi
atkvæði. Enda væni ég eng-
an óvandabundinn mann um
það athæfi.
Kosningu hlutu, með yfir-
gnæfandi meiri hluta, and-
stæðingar Árna í stjórnmála-
skoðunum. Þar af annar Fram
sóknarmaður. Mikið afhroð
hefir Sjálfstæðisflokkurinn1
goldið á svo skömmum tíma,
ef fara mætti eftir þessum
kosningum. Svo mun þó ekki
vera. Það veldur oft nokkru
um, hver maðurinn er. Árni
talar um réttstígin spor stjórn
arflokkanna. Þar á meðal auð
vitað Framsóknarflokksins.
Á öðrum stað talar hann um
dauða hönd Framsóknar-
flokksins. „Ja. Hann er bara
að fara i gegnum sjálfan sig,
eins og hann er vanur,“ segja
menn.
Eitt snjallræði hyggst Árni
finna. Aldrei fór þó svo, að
hann hefði ekki eitthvað fram
að bera.
Hann ætlar að þurrka Fram
sóknarflokkinn út úr íslenzk-
am stjórnmálum.
Reistu þér ekki hurðarás
um öxl kunningi. Gættu að
þér. Þú ríst á móti allri félags
málaþróun heimsins. Nei, það
tekst ekki.
Hitt er öllum Framsóknar-
mönnum fagnaðarefni, að
Árni er endanlega þurrkaður
út úr Framsóknarflokknum.
Svo mundu og allir flokkar
kjósa fyrir sína hönd.
Jónas Jóhannsson,
Öxney.
|g
ÞJÓDLEIKHÚSID
Þriðjud.
ENGIN SÝNING
Húsið leigt Guðrúnu Á.
Símonar
★
Miðvikud. kl. 20.00
ÍSLANDSKLUKKAN
★
Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr
lr sýningardag og sýningar-
dag. — Tekið á móti pönt-
unum. — Sími 80 000.
JOHH KHITTEL:
FRÚIN Á
GAMMSSTÖÐUM
--------------- 136. DAGUR -----------------------
— Lofum þeim þá að taka mig fastan, ef þeir hafa upp-
götvað, að ég er morðinginn, sagði hann við sjálfan sig. En
þeir hafa auðvitað ekki uppgötvað neitt.
Honum varð hugsað til Teresu og þess, sem gerzt hafði
kvöldið áður. Þau höfðu verið lengi á fótum og talað saman,
og hann hafði drukkið eina flösku af rauðvíni. Ef til vill hafði
hann sofið betur þess vegna?
Hann fór niður, og þá sá hann, að gamall frakki hafði verið
lagður fyrir stólbak. Hann tók frakkann, skoðaði hann
vandlega og lét hann síðan aftur á stólinn. Svo fór hann
inn í eldhúsið.
— Er hún Leónída, sem komin er? spurði hann Minnu
gömlu. Mér sýnist frakkinn hennar vera þarna inni.
— Leónída? Áttu við ljósmóðurina?
— Er hún komin? spurði hann forviða.
Lovísa kom inn í þessum svifum.
— Ég vil tala við húsmóðurina, áður en ég fer, sagði hann
við Lovísu. Hvar er hún?
— Hún er í borðstofunni.
Teresa og Leónída voru báðar í borðstofunni. Leónida var
roskin kona, gráhærð og höfðingleg ásýndum. Hún hafði
gegnt ljósmóðurstörfum í meira en þrjátíu ár. Hún breiddi
undir eins út faðminn, er Gottfreð kom inn.
— Guð minn góður! sagði hún. Þetta er þá Gottfreð. Það
veit hamingjan! Nú hefi ég ekki séð hann í sex ár. Og það
hefir svei mér tognað úr drengnum.
— En þú ert alltaf eins, Leónída, sagði hann. Þú breytist
aldrei. Hvaðan kemurðu?
— Heiðveig sagði mér, að húsmóðirin hérna ætti sín von,
og þá skrapp ég hingað frá Interlaken. Ég var einmitt að
segja henni, hve vel ég hefði þekkt móður þina, og nú bað
hún mig að hjálpa sér, þegar þar að kæmi.
Hún leit bókstaflega ástaraugum til Teresu.
— Það var sorglegt, að Anton Möller skyldi ekki lifa þá
stund að sjá afkvæmi sitt. Honum þótti alltaf svo vænt um
börn. Og sorglegt er það, þegar blessuðum börnunum auðn-
ast ekki að sjá föður sinn. Ég vona, að móðirin bæti það upp.
Hún vatt sér snöggt að Gottfreð og kinkaði kolli 1 sífellu.
— Þú verður að vera faðir blessaðs barnsins.
Teresa hló.
— Hann verður hvort eð er einhvern tíma að annast sín
eigin börn, sagði hún.
— Hvenær fæðist barnið? spurði Gottfreð.
Teresa roðnaði, og Leónída hló.
Gottfreð fékk ákaft óttakast, er hann var farinn út frá
þeim Leónídu.
I — En það veit enginn, að ég er faðir barnsins, tautaði
hann í sífellu. Ekki nokkur sál!
Seinna um daginn svaraði hann fjölda bréfa, er honum
höfðu borizt. En svo varð hann allt í einu magnþrota. Svart-
ir deplar svifu fyrir augum hans. Hann lokaði augunum,
stundi þungan og studdi hönd undir kinn.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
Aðalf undurii
‘i Sölusambands ísl. fiskframleiðenda
Verður haldinn föstudaginn 10. nóvember n. k. í
Hafnarhvoli, Reykjavík, og hefst kl. 10 árdegis.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
i; Sölusamband ísl. fiskframleiðenda
Stjórnin
Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig með gjöf- f
um, skeytum, heimsóknum og hlýjum handtökum á í
70 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll.
-Si.
Guðbjörn Bjarnason, Hólmavík.