Tíminn - 28.10.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1950, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, laugardaginn 28. október 1950. -------- 240. blað. y)pá kaé -I -LJ- LI-IIJ-. - ~ til keiia j dtvarpið Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há- degisútvarp. 15.30—16.30 Miðdeg isútvarp: — (15.55 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregn ir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið: Ein leikur og tríó. 20.40 Leikrit: „Browning-þýðing“ eftir Ter- ence Rattigan. Leikstjóri Þor- steinn Ö. Stephensen. 22.00Frétt ir og veðurfregnir. 22.10 Dans- lög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Hvar ern skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfeil lestar saltfisk á Austfjörðum. M.s. Hvassafell er í Denía á Spáni. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík, fer það an á mánudag vestur um land •4il Akureyrar. Esja er í Reykja- vík. Herðbreið er í Reykjavík. Þyrill er í Reykjavík. Skjald- breið fer frá Reykjavik á mánu daginn til Húnaflóahafna. Straumey var á Hornafirði í gær á norðurleið. Þorsteinn fer frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. Messur á morgun Laugarneskirkja Messa kl. 2 e. h. Séra Sigur- björn Á. Gíslason predikar. Barnaguðþjónusta kl. 10.15. • Séra Garðar Svavarsson. Barnasamkomu heidur Guðspekifélagið á morg un, sunnudag, 29. þ. m. kl. 2 e. h. Sögð verður saga, leikið, lesið upp, sungið og sýndar kvik- myndir. Aðgangseyrir er ein króna og eru öll börn velkom- in. Hallgrímskirkja. Messa kiukkan 11. Ræðuefni: Erfiðleikar bænarinnar. Klukk an 1,30 barnaguðþjónusta. Klukkan 5 messa, séra Sigurjón Þ. Árnason. Nesprestakall. Ferming í kapellu Háskólans 29. október 1950, kl. 2. Drengir: Bergsteinn Þór Gissurarson Nesveg 6, Garðar Steingrímson Framnesveg 61, Guðjón Ólafs- son Flókagötu 33, Ómar Árna- son Hörpugötu 38, Sveinn Freyr Rögnvaldsson Grandaveg 37B, Stúlkur: Ásta Margrét Hávarðardóttir Grenimel 15, Emilía Jónatans Halldórsdóttir Granaskjóii 23, Erna Ólafía Annilíusdóttir Máva hlið 16, Helga Harðardóttir Víði mel 00, Laufey Elina Sigurðar- dóttir Kaplaskjólsveg 9, Margrét Sigríður Kristinsdóttir Víðigerði Kópavogi, Steinunn Guðnadótt- ir Ingólfsstræti 16. Unnur Vig- fúsdóttir Skála Seltjarnarnesi. Séra Jón Thorarensen. Blöð og tímarit Tímarit iðnaðarmanna, 2. hefti 1950 er komið út. Efni þess er m. a. þetta: Vandi þjóð- arinnar, Norræna iðnþingið, Næsta iðnþing, Rúgbrauðsgerö in h.f., Talað við áttræðan meiktara. Tii athugunar, Þurrk un á trjáviði, Iðnþing íslend- inga, Yfirlit um byggingar í Reykjavík. Iðnfræðsluráð, Fjöldi iðnnema, Lög um iðnfræðslu, Bárður G. Tómasson, Smíði ný- týzku fiskiskipa í Noregi, Ný iðnráð, Iðnskólabyggingin nýja, S.K.T. Eldrl dansarnlr f Q, T.-hfúsinu í kvöld kl. 9. — Húsinu lokaö kL 10.30. Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Slml 3355. — tttiiiiiittiiitiiliiiiiiiiilitiitliitliilii I»að getur verið býsna hættu- legt að vera dökkklæddur á; ferli í myrkri úti á þjóðveg- i uni. Oft hafa hloLzt slvs af i slíku. Þá getur verið gott ráð að binda hvítan klút um hand legg tii þess að vekja athygli þeirra, er kunna að verða á ferð á ökutæki. Myndirnar sýna mun þann sem á þessu er. Dýrmætt hráefni, Gáfnamælir- iun, Frá sambandsféiögum. Rit stjóri er Sveinbjörn Jónsson. Úr ýrnsum áttum Söfnunin í Norðurárdal Það voru 5000 krónur, er söfnuðust í Norðurárdal lianda bændum á óþurrkasvæðum norð anlands og austan, en ekki 500 eins og misprentaðist í Tíman- um í gær. Frá utanríkisráðuneytinu Sökum margra fyrirspurna til | sendiráðsins í Oslo telur það : æskilegt, að kunnugt verði, að þeir íslenzkir sjómenn. sem hafa fullkomið stýrimannapróf eða fuiikomið vélstjórapróf og kynnu að óska eftir könnun um hendur sendiráösins á því, hvort þeir myndu geta komizt á norsk skip, verða að senda með beiðnínni öll próf- og sigl- ingaskírteini sín. Veröur þá gerð tilraun til þess að koma þeim á framfæri, þótt um það sé fyrirfram allt í óvissu. Minninsrargjafir til Slysa- varnarfélags Islantls. Slysavarnarfél- íslands hafa borizt tvær stórgjafir til minn- ingar um Eggert Claessen. Er önnur þeirra frá Eimskipafélagi íslands, 10 þúsund krónur, en Claessen var formaður félags- ftjómar, en hin frá fram- kvæmdanefnd Vinnuveitenda- sambandsins, 5 þúsund krónur, en Claessen var framkvæmda- stjóri þess. I trúiofunavfregn í gær misritaðist föðurnafn Guð rúnar frá Fremstu-Brekku. Hún er Lárusdóttir, en ekki Jóns- dóttir. Einar E. Sæmundsen óskar þess að leiðréttar séu mis prentanir á nafni hans í bóka- fregnum í Tímanum. Þar var hann tvívegis nefndur Einar Sæmundsson, og er hann beð- inn afsökunar á þessari rang- færslu á nafni hans. Háskólafyrirlestur. Hallvard Mageröy sendikenn ari flytur íyrirlestur í I. kennslu stofu Háskólans miðvikudaginn 1. nóv. kl. 8,15 e. h. um: Johan Herman Wessel og det norske Selskap. Öllum er heimill aðgangur. Leiðrétting. í frásögn af för fjárveitinga- nefndar til Akureyrar hér í blaðinu í gær, misritaðist nafn Guðmundar Karls Péturssonar læknis, er sýndi gestunum hið nýja fjórðungssjúkrahús og lýsti því. Lærði bókband áttræður t tímariti iðnaðarmanna er sagt frá því að hinn kunni söngkennari og bygginga- meistari á Akureyri Sigurgeir Jónsson, hafi 79 ára að aldri fariö að fá sér tilsögn í bók- bandi til þess að hafa heppi- legt starf með höndum í ell inni. Varð hann brátt ágæt- ur bókbindari þrátt fyrir hinn liáa námssveinsaldur og hefir nú fjórum árum síðar bundið um 200 bindi í bóka- safni sínu en einnig haft drjúgar tekjur af bókbandi fyrir aðra. Dæmi Sigurgeirs er eftir- tektarvert. Það sýnir lotn- ingu hins mikla starfsmanns og skilning hans á gildi vinn unnar. Dæmi hans ættu fleiri laghentir öldungar að fylgja og mundi það veita þeim ómældar ánægjustund ir. Fátt er þungbærara fyrir el.iumenn, sem hafa unnið hörðum höndum að ein- hverri starfsgrein langa starfsævi en verða svo að hverfa frá henni vegna elli, að hafa þá ekki einhverja nýta og létta iðju að að hverfa. Að dæmast til iðju- leysis er öldnum víkingum starfsins þungbær kross. Fjársöfnun Barna- verndarfélags Reykjavíkur Fyrsta vetrardag efndi Barnaverndarfélag Reykjavík ur til fjársöfnunar handa starfsemi sinni. Merki félags- ins voru seld á götum bæjar- ins, og tók fólk sölubörnunum hið bezta, enda þótt veður væri mjög óhagstætt, úrhell- isrigning. Sýna þessar undir- tektir vaknandi skilning al- mennings á þeim vandamál- um, sem Barnaverndarfél. hef ir bent á og vill leysa. — Um kvöldið var haldin skemmtun i Listamannaskálanum. Séra Jakob Jónsson ávarpaði gest- ina, Lárus Pálsson leikari las upp, kvartett söng. Alls söfnuðust nálægt kr. 16000.00. Félagsskapur þessi er í örum vexti. Barnavernd- unarfélögin hafa verið stofn uð á Akureyri, Siglufirði, Húsavík og Hafnarfirði. Reykjavíkurfélagið er elzt, rúmlega ársgamalt. íitlwMÍ ~fímam Til söiu Riðstraumsdýnamóar Uppgert 13 kílóvött 50 rið 220 volt Uppgert 7 kílóvött 50 rið 220 volt Uppgert 5 kílóvött 50 rið 220 volt Ný 6 kílóvatta diselrafstöð 220 volt 50 rið Ný 3 kílóvatta díselrafstöð 110 volt jafnstraums Ný 3 kílóvatta jafnstraumsdýnamóar 110 volt SKINFAXI H.F. Rafmagnsiðnaður — Klappastígi 30 — Sími 6484 30% os 40 7o Ostar frá Húsavík, Akureyri og Sauðárkróki alltaf fyrirliggj- andi í heildsölu hjá m V ' ♦ ^atnban^i MÍ AantCinnu^élaqa Sími 2678 Málverk og húsgögn Ef þið komið til bæjarins og vantar málverk til tæki- færisgjafa, og ennfremur, ef ykkur vantar dívan, skáp eða stóla — þá lítið inn í Húsgagnaverzlun G. Sigurðssonar Skólavörðustíg 28. — Sími: 80 414 t Kaupfélög—Kaupmenn Eins og undanfarin ár, afgreiðum vér í heildsölu út á land Crvals kartöflur frá kartöflugeymslu á Akureyri. — Sendið .oss pantanir sem fyrst. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS AtÖLVSWCASmi TIMAAÍS ER 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.