Tíminn - 28.10.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, laugardaginn 28. október 1950. 240. blað. Helgi Hjörvar: Útvarpsgjald og útvarpstæki Spara mætti árlega nær hálfa miljón króna í rekstri útvarpsins með einni skipulagsbreytingu Það mun nú liggja mjög nærri að hækka verði útvarps gjaldið, og skal hér út af fyrir sig ekki rætt um það. Nú er hvert útvarpstæki í iandinu skrásett, eða á að vera það. Þetta er gamall úr eltur arfur, sem lifir af illum vana *frá þeim tíma að fáir einir höfðu útvarp. Nú má heita að útvarp sé á hverju heimili og útvarpsgjaldið er orðið hreinn og beinn heimil isskattur um gervallt landið. Það er orðið álíka gáfulegt að skrásetja útvarpstæki eins og skrásettar væri eldavélar eða saumamaskínur. Það er orðin firra, almennt séð, að vissir eigendur útvarps tækja notfæri sér útvarp sér staklega öðrum fremur. Ung- ir og gamlir njóta útvarps hvarvetna í landinu, á heimil um, í samkomustöðum út um allt land (t. d. danslögin), I langferðabílum, leigubifreið- um o. s. frv. Vissulega væri bezt og eðlilegast að fella nið ur bæði skrásetninguna og gjaldið og kosta útvarpið beint af almannafé. Þvi mið- ur kemur þetta ekki til greina. Útvarpið verður að fá sitt eig ið fé enn um sinn. En til þess barf ekki óbærilega skrif- finnsku, ekki lengur að minnsta kosti. Hér má hafa bann einfalda hátt að leggja lágt gjald á hvern verkfæran mann, 16—67 ára (þá sem tryggingarsjóðsgjald greiða), bæta einni línu á þinggjalds- seðilinn og greiða innheimtu- mönnum ríkissjóðs 20 þús. kr., eða minna, spara með öllu 450 þúsundir króna, af nær 470 þús. sem nú munu fara í fávíslegt iinnheimtuvafstur, en láta síðan hvern mann eiga svo mörg eða fá útvarpstæki sem hann sjálfur vill, laust við allan eltingaleik og reki- stefnu. Það fé sem þannig mætti beinlínis spara, væntanlega full 450 þús. kr., mundi t. d. nægja til þess að hinni marg- þráðu hljómsveit yrði borgið. En nú er svo, að vonin ein um sinfóníuhljómsveitina er að ríða slig á alla dagskrárstarf- semi útvarpsins. Þetta spar- aða fé mundi nægja til að greiða þessa dagskrárliði, mið að við tvö síðastliðin ár: Öll erindi, allan upplestur, öll leik rit, alla barnatíma, alla kennslu, þ. e. allt talað orð í útvarpinu, og að auki allar aðkeyptar hljómplötur. Nú er öllu þessu fé fleygt í ráðleysu, fyrir andstyggilega skrif- finnsku. Nú er veitt til útvarpsefnis (fyrir utan fréttir) um eina miljón kr. alls. Þetta fé gæti þá tónlistin fengið ein, allt eða mestallt. Skyldi henni þá ekki finnast önnur ævin? Nú hefur verið fast sótt að fá af- notagjöldin hækkuð, allt að hálfu, en verja eftir sem áður nær hálfri miljón í skrif- finnskuna. Væri ekki sæmra að losna við hvorutveggja? Gegn hinu skynsamlegra skipulagi eru engin rök onnur en hin almennu og marg-þver brotnu rök gegn persónu- skatti. Allt slíkt tal verður að fánýtu pexi í því þjóðfélagi sem leggur á menn hvern nef- skattinn af öðrum, svo sem kirkjugjald, þó að stjórnar- ' skráin veiti trúfrelsi, kirkju- garðsgjald, þó að maður eigi ( seinna að liggja vestur í Ameríku eða úti í Grænlands hafi. Og hvernig skyldi vera t. d. um kostnað við mennta- skóla og háskóla, 6 miljónir á ári? Skyldu þessi gjöld eink- um koma niður á þeim sem nota sér þessa skóla, eða að- standendum þeirra? En svo vikið sé að skrif- finnskunni, þá hefur sjálfur útvarpsstjórinn, sem sér um skrásetningu tækja og inn- heimtu, lýst því málefni á þessa leið: „Innheimta afnotagjalda er tafscm hvarvetna á land- inu og kostar mikla eftirgangs muni, eins og titt er um allar innheimtur. Innsiglun við- tækja gerist ekki án þess að innheimtumenn geri sér ferð — og í flestum tilfellum tvær ferðir — heim til vanskila- mannsins, aðra til þess að inn sigla, hina til þess að taka undan innaligli. Sérstaklega verður þetta örðugt og kostn- aðarsamt í sveitum landsins. Innheimtan sjálf er aðeins önnur hlið á innheimtustarf- inu. Hin hliðin, sú sem krefst mestrar vinnu og fyrirhafn-1 ar í öllu innheimtustarfinu, er eftirlit með útvarpsnotum og sífelldar breytingar og leið réttingar á innheimtuskrán- um........Þúsundir viðtækja skifta um eigendur ár hvert og þúsundir útvarnsnotenda fara vistferlum og hafa bú- staðaskifti. Hlutverk inn- heimtustofunnar og ínn- heimtumanna um land allt verður það að fylgjast með þessu: rekja feril hvers við- tækis og hafa upp á búsetu útvarpsnotenda sem flytja frá einum stað til annars, leið- rétta innheimtuskrárnar og haga innheimtunni sam- kvæmt þessu og senda síðan innheimtustofunni í Reykja- vík nákvæmar skýrslur um þetta allt“ Þetta er heldur ámátleg lýs ing á óþörfu og vitlausu verki, og er þó sumu hinu lakasta sleppt hér. Þess er skvlt að geta, að röksemdir útvarps- stjóra voru fram bornar til þess að gera grein fyrir hin- um mikla kostnaði við inn- heimtuna, en ekki til þess að breyta um eða fá ófögnuðin- um af létt. Væri nú hin _leiðin farin, mundi mikið angur sparast og mikill einfaldleiki fást, í stað endalausrar flækju, að vera t. d. mánuðum eða miss- erum saman að rekast, í því með bréfum og símkostnaði, hvort tækisgarmi, sem einu sinni var til, hafi vissulega verið fleygt út á haug á koti sem komið er í eyði þegar sönnunin loksins fæst. Skatturinn sem upp þyríti að taka eftir minni tiliögu svarar 6 sígarettupökkum á ári, á ári, eða 7—8 bíómiðum á ári, eins og verðlag er nú. Þetta má kalla háan skatt eða lágan, eftir því sem hver vill. Allar skrár liggja sjálfkiafa fyrir innheimtumönnura rík- isins, vegna annara laga. Eina ómakið er að bæta nýrri línu á þinggjaldsseðilinn. En því miður er hér einn ljóður á nú að sinni, en það er gjaldeyrisþröngin. Til þess , að koma á þessari breytingu þurfa að vera næg, litvarps- tæki til sölu, þ. e. hver og einn húsráðandi, sem kann að vanta tæki, verður að geta fengið það keypt (ella yrði hann að sjálfsögðu að vera skattfrjáls fyrir sitt heimili). Nú hafa útvarpstæki varla eða ekki fengist á annað ár, og svo er enn. Tækin ganga úr sér, og nú er að verða mjög tilfinnanlegur tækjaskortur i landinu. Ætla má að tekjur útvarpsins geti rýrnað um 50 —100 þús. kr. á ári, ef slíku fer fram. Það er óhjákvæmi- leg nauðsyn að bæta úr þess- um skorti, hvað sem líður skrá setningu og innheimtu. Hvaða ráð eru til þess? Útvarpið var byggt upp að allmiklu leyti á útlendu láni á þrengingartíð, og hefur það allt afklæðst vel. Hvers vegna gætum við ekki byggt upp nýtt og betra skipulag með útlendu bráðabirgöaláni? Ætla má að við þyrftura að fá á næstu misserum ný út- varpstæki fyrir 2—4 milj. alls. Hvað væri þvi til fyrirstöðu að tvö helstu útvarpstækja- | félögin (Marconi og Philips) vildu veita okkur slíkt lán í tækjum sínum til nægilegra margra ára? Ný innheimtu- skipun mundi ein gefa útvarp inu 3—4 miljónir á 7—8 árum. En ekki tjáir að gefa upp alla von um viðskiptamál okkar, jafnvel í nánustu framtið. Bæði félögin hafa haft hér mikil viðskipti á okkar mæli- kvarða og annað þeirra stutt útvarpsstarfsemi okkar mjög með lánum og samvinnu, og mun þar enginn ljóður hafa á orðið. Það er engin ástæða til að efast um að þesi leið yrði fær og mundi vel gefast. Ég hef fyrir löngu lagt það til í út- varpinu að skrásetning tækja yrði hætt; tækjaskorturinn einn mundi hamla því eins og nú er, en eitt ár þyrfti til að skifta um. Nú legg ég þessar tillögur fram fyrir þjöð og þing, en því betur mun fara sem þessi ráð verða fyr upp tekin. Helgi Hjörvar. SKIPAUTG6KD RIKISINS M.b. Þorsteinn Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja í dag. LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Sími 6909 Pétur Jakobsson ræðir um sæluviku Skagfirðinga: „Sæluvika Skagfirðinga er komin til ára sinna. Mun hún sextug vera. Um síðustu alda- mót man ég fyrst eftir þeirri sæluviku. Svo var þá háttað á Sauðárkróki, að þar voru nokkr- ir danskir kaupmenn. Safnað- ist utan um þá nokkur öreiga- lýður, sem beið eftir því að mol ar hrytu af borðum þeirra. Voru 'kaupmenn þessir spikfeitir, og það svo, að þeir sáu alls ekki niður á tærnar á sér, hve fegnir sem þeir vildu. Hamlaði ýstran því. Allt skuldalið kaupmann- anna var feitt og fallegt fólk, en hinir, sem Sauðárkrók byggðu, voru magrir. í sannleika sagt var þetta skjögrandi horgrinda- hópur, sem starði hungruðum kýraugum upp á kaupmennina og öfundaði þá af spikinu. Þess- ir kaupmenn voru sómamenn, eftir því, sem dauðlegir menn geta verið. Þeir voru greindir, menntaðir og listfengir menn, hjartahlýir og aðlaðandi. Lítil var menntun Sauðkræk- inga á þeim árum, dáð þeirra og drengskapur takmarkaður um of. Menntahiminn þeirra var auðvirðilegt asklok, sem öllum er bezt að gert sé sem minnst að umtali. Stéttamunur var þar mikill í þann tíð. Þéraði fólkið kaupmennina og var reiðubúið að kyssa á tána á þeim. Mætti skrifa langt mál um stéttamun- inn á Sauðárkróki fyrr á tímum, en hér er ekki rúm fyrir þá raunalegu og hlægilegu sögu. Væri hún ágæt spegilmynd af hégómadýrð mannanna barna. Kaupmannaliðið setti svip sinn á staðinn. Annars hefði hann verið sviplaus. Þegar Sauð árkrókur tók að byggjast og húsakostur rýmkaðist, var tek- ið að hafa ýms héraðsmót þar. Var byrjað að halda sýslufund Skagafjarðarsýslu á Króknum um 1890 og hefir hann ætíð síð an verið haldinn þar. Tóku þá kaupmennirnir sig til og efndu til gleðskapar um sýslufundar- vikuna. Gengust þeir fyrir leikj um, fyrirlestrahaldi og fleiru, sem setti hátíðasvip á staðinn. Var sjónleikur sýndur á hverju kvöldi, fýrirlestrar haldnir á dag inn, samsöngur og fleira. Sjón- leikirnir fóru fram í vöru- geymsluhúsi. Var þar kalt og óvistlegt. Var áhorfendasvæðið hækkað upp. Voru tveir efstu bekkirnir aðeins fyrir höfðingja staðarins og fjöiskyldur þeirra. Hreppstjórar og stórbændur áttu þar og sæti, en sauðsvartur almúginn varð að sitja á þrep- um neðar. Utan um þessa leiki og sýslu- fundi hópaði sig fjöldi héraðs- búa. Var vika þessi hin skemmti legasta, enda fékk hún brátt nafn sitt og var kölluð sæluvika Skagfirðinga. Var þá oft mikil gleði á Sauðárkróki. Mun hún ekki hafa staðið að baki gleðinni að Jörfa í Haukadal, að ýmsri dægradvöl. Sýslufundur Skag- firðinga hefir ávallt verið virðu leg samkoma. Ekki mun nokkur sýsla í landinu hafa haldið slík an ársfund með meiri glæsibrag. Sæluvika Skagfirðinga er fyrir löngu þjóðkunn. íbúar annara héraða í landinu hafa fegnir viljað apa eftir þessari þjóðhá- tíð Skagfirðinga, í sambandi við sýslufundi sína, en þeim hefir enn ekki tekist það. Skortir víst menntun, dáð og drenglyndi þar til, en viljann ekki. Á síðari árum hefir slegið skugga á sæluviku Skagfirðinga. Er það slæmt, því það var bjart yfir henni. Þau tíðindi hef ég spurt, að búið sé að aðskilja sýslufundinn og Jörfagleðina. Þetta kalla ég að spyrja ill tíð- indi. Sýslufundinn, með sinn þunga virðuleik og gleðskapinn, með sitt „pomp og pragt“, mátti ekki aðskilja, þvi máttarvöldin höfðu sameinað þetta. Jörfa- gleði sæluvikunnar þolir ekki bið til vorsins. Verður því að hafa hana að vetrinum. Sýslu- fundur Skagfirðinga var í mínu ungdæmi haldinn í þorralok og þá voru hæfilega löng kvöld og nótt fyrir gleðina. Ég heyri sagt, að skagfirzkir sýslunefndar- menn harmi það mjög að skiln aður sýslufundarins og gleðinn- ar skuli hafa átt sér stað. Þeir eru vel flestir menn á bezta aldri og hæfir til að taka þátt í gleðinni. Ég er Skagfirðingum sammála um, að þetta má ekki svo til ganga. Sýslufundurinn nýtur sín bezt með gleðinni og gleðin nýtur sín bezt með sýslu- fundinum. Sýslumaður Skagfirðinga er þjóðkunnur heiðursmaður, fé- lagslyndur maður, vinsælt yfir- vald og skáld gott. Þó held ég að hann hljóti að vera nokkur seinlætismaður, að geta ekki haldið sýslufundinn fyrr en um sumarmál. Sæluvikan er ekki nema hálf, ef sýslufundinn vant ar. Því verða Skagfirðingar að sameina þetta aftur til þess að frægð sæluvikunnar, hennar virðuleiki, ánægja og yndis- þokki, megi vara meðan land vort er byggt og tunga vor er töluð“. Ekki er ég dómbær á sagn- fræði og menningarsögu Péturs og því síður get ég dæmt í því máli, hvenær Skagfirðingar eiga að hafa sínar skemmtanir. En ég skil vel tilfinningar gamals Skugfirðings í þessu sambandi, þó að ég viti að nútíðin þurfi alltaf að byggjast á fleiru en tilfinningum þeirra, sem horfn- ir eru af sviðinu, en Pétur mun vitanlega eiga meiri þátt í Skag firðingamótum í höfuðborginni en héraðshátíðum heima fyrir. Starkaður gamli. Mjólkurbarinn framleiöir heitan mat, kaffi og kökur allan daginn. Selur sumtr brauð og heitan mat út í bæ eftir pönt- un. Sími 1627 MJÓLKURBARINN, Laugaveg 162 Innilegustu þakkir færi ég öllum er glöddum mig <> í tilefni af áttatíu ára afmæli mínu. Sérstaklega ] [ þakka ég þó Kvenfélagi Hálsahrepps fyrir auðsýnda vináttu og gjafir. Kristín Kjartansdóttir frá Sigmundarstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.