Tíminn - 29.10.1950, Síða 7

Tíminn - 29.10.1950, Síða 7
241. blað. TÍIVIINX, sunnudaginn 29. október 1950. 7, Fundur landvarnarráðherra Atlanzhafsríkjanna hafinn Marsliall liprmálaráðherra ISandaríkj- anna hvetisr til raunhæfra að&'erða Fundur landvarnarráðherra Atlanzhafsríkjanna hófst í New York í gær og mun standa nokkra daga. Mun fundur- ínn ræða tiHögur hernaðarsérfræðinga, sem gerðar hafa ver- ið að undanförnu um varnir Atlanzhafsríkjanna. Marshall, hermálaráðherra Bandaríkjanna, setti ráðstefn una með ýtarlegri ræðu, Hvatti hann ráðherrana til að taka nú málin föstum tök um, lita ckvikult á hinar al- varlegu horfur í heiminum og draga raunhæfar álykt- anir af þeim atburðum, sem gerzt hefðu að undanförnu. j Rakti hann atburðina í Kór eu og Indó-Kína máli sínu til I sönnunar og sagði, að ekkert nema raunhæfar aðgerðirj væru þess megnugar að j stemma stigu fyrir heims- veldastefnu þeirri sem komm únistar reyndu nú að ryðja braut með valdi. Hann minnti ráðherrana á að horfast einarðlega í augu við staðreyndirnar, og þá mætti svo fara að þessi fund ur markaði þau spor, er tryggðu Atlanzhafsþjóðunum öryggi í framtíðinni og legði grundvöllinn að raunveru- legum friði í heiminum. Eisenhower hershöfðingi er nú staddur í Washington og ræddi við Truman forseta í gær. Mun hann einnig verða eins konar ráðunautur ráð- stefnu landvarnarráðherr- anna og almennt er svo talið að hann verði gerður yfirmað ur sameinaðs herafla þeirra. Leiknámskelð (Framhald af 1. síOu.J Akranesi og Þorgils Stefáns son, Ólafsvík. Stjórn Bandalags ísl. leik- félaga skýrði fréttamönnum frá þessu við námskeiðsslit í gær. Ævar Kvaran tók fyrst- ur til máls og lýsti störfum námskeiðsins. Því næst mælti Lárus Sigurbjörnsson nokkur orð. Hann kvað það gleðja sig mjög að sjá svo stór an hóp áhugafólks utan af landi leggja það á sig að( sækja slíkt námskeið um i langan veg og kvaðst vonast! til, að námskeiðið hefði þau | áhrif að bæta meðferð og leikritaval félaga úti um land. Vegna þátttöku íslands í Bernarsambandinu yrði nú að taka meira af innlendum leikritum en áður, vegna þess hve höfundarlaun fyrir sýn- ingar erlendra leikritahaöf- unda væru mikil. Hann kvað sambandið mundi af alefli aðstoða leikfélög úti á landi við leikritaval og útvegun viðfangsefna. Að lokum tók Herbert Jónsson, formaður Leikfélags ins í Hveragerði til máls. Þakkaði hann stjórn sam- bandsins og kennurum nám- skeiðsins fyrir hönd nemenda: en bað þó sérstaklega að færa j þjóðleikhússtjóra þakkir fyr, ir hina miklu hjálp er hann hefði veitt, þar sem þátttak endum námskeiðsins hefði í verið leyft að ganga um Þjóð j leikhúsið eins og heimili sitt | meðan á námskeiði stóð. Hann þakkaði og námskeiðs systkinum sínum fyrir á- nægjulegar samvistir. f?ö3dur,, sýndar í Hveragerði Eftir hálfan mánuð verður frumsýning í Hveragerði á leikritinu „Öldur“ eftir séra Jakob Jónsson. Einar Páls- son leikari hefir leiðbeint um sviðsetningu leiksins á vegum Bandalags ísl. leik- félaga. Er ætlun bandalags- ins að halda slíkri leiðbein- ingarstafrsemi áfram. Einar getur þó ekki tekið hana að sér lengur, en reynt verður að fá annan til starfsins. Nehru aðvarar kín- versku stjórnina Sendiherra Indlands í Peg king hefir nú fengið. fulla staðfestingu kinversku stjórn arinnar á því, að kínverska hernum hafi verið skipað að ráðast inn í Tíbet. Lét ind- verska stjórnin sendiherra sinn flytja kínversku stjórn- inni mjög alvarlega orðsend ingu í gær, þess efnis að hún varaði kínverska kommún- ista mjö§> við því að stíga þetta. spor. Mundi það j breyta mjög afstöðu Ind-, lands til stjórnarinn-! ar í Tibet, og ekki yrði um það að ræða, að fulltrúar j Indlands á allsherjarþinginu' styddu Pekingstjórnina til þess að fá viðurkenndan fulltrúarétt sinn hjá S. Þ. ef slík árás yrði gerð. Yerðgæzltistjóri (Framhald af 1. siSu.J | ið eigi í rauninni að vera.! Við eru í skrifstofum okkar til þess að svara slíkum fyrir , spurnum, fulltrúar neytenda j og tilnefndir af samtckum þeirra. Skvldur innflytjenda. Að endingu vil ég taka það, skýrt fram, að ég óska mjög j eindregið eftir samvinnu við j samtök innflytjenda, ein- j staka innflytjendur og alla þá, sem annast dreifingu á vörum og vildi ég í þessu sambandi minna á, að mjög er nauðsynlegt að innflytj- endur skili sölunótum reglu- lega í byrjun hverrar viku og það sama á við um þá, sem framleiða vörur til sölu í smá scluverzlanir. Ennfremur þurfa þeir, sem selja fram- le'ðslu sína í umboðssölu til heildsala að tilkynna magn og verð til skrifstofunnar. Þessi notuafrit eru í raun og veru undirstaða undir hið daglega eftirlit frá hendi skrifstofunnar og treysti ég á góða samvinnu við hlutað- eigendur í þessu efni og að þessi gögn verði send inn í byrjún hverrar viku. Stóðróttln (Framhald af 8. síðu). Hjörðin, þeirra er falleg en byssurnar vantar. Þeir, sem ekki háfa séð, hvernig stóðið berst fyrir frelsi sínu fram á síðustu stundu, hvernig jörðin titrar í morgunsárinu undan hófa- taki hjarðarinnar, meðan loft ið ómar af hneggi og jódyn, vita ekki til fulls um þann einkennilega töfraheim, sem búinn er gæslumcnnum lirossahjarðanna þessa eftir minnilegu haustdaga, meðan átt er við stóðið. Kvikmyndir af hjörðum kúreka á sléttum „vilta vestursins“ minna að visu leyti á þessa morgun- stund v'ð Vatnsdalsrétt, nema hvað hrossin eru fallegri, en nautin vestra og Húnvetnsku hjarðmennina vantar byssurn ar, þó þeir séu kannski jafn herskáir eins og kúrekarnir í hinu villta vestri. Glíman við stóðið í réttinni. Þegar til sjálfrar réttar- innar kemur, reynir þó fyrst til fulls á karlmennskuna.. Stóðið er tryllt og sterkt í átökum sínum í réttinni og jafnvel folöldin geta verið erf ið í höndum tveggja og þriggja fílefldra pilta, sem hafa aldur til þess að taka við búum feðra sinna. Til réttarinnar eru einung is valdir fílefldir menn. Þeir eru sendir úr nærliggjandi hreppum í héraðinu, og hver hreppur á stóra hópa af hrossum, þegar búið er að draga. Þarna koma menn til að sækja stóð úr Svínavatns- hreppi, Torfalækjarhreppi, Þverárhreppi og Víðidal. En auk þess eru heimasveitir réttarinnar, Vatnsdalur og Þing. Ilættulegt stjórnarkerfi. í Vatnsdalsrétt eru ein- kennilegir stjórnarhættir við lýði og sjálfsagt mikill vandi ryð vera góður og hlýðinn þegn í því þjóðfélagi á stóð- réttardaginn. Þar ríkja tveir konungar í senn, og eru þó báðir jafn valdamiklir. Þess ir konungar hafa um langt skeið verið Jón á Þingeyrum og Lárus í Grímstungu. Ekki kunna menn að segja frá því hvernig farið gæti, ef konung arnir gæfu út embættisskip- anir hvor á móti öðrum. Það mun ekki hafa komið fyrir, en sumir eyða miklum hluta réttardagsins til að velta fyrir sér hinu mikla vandamáli, hvernig þetta einkennilega stjórnarfar myndi standast þá óvenjulegu raun. Réttalífið á veggjunum. Stóðréttir eru engum öðr- um réttum líkar. Þær hafa færzt í það horf að vera til- komumeiri hátíðisdagur en fjárréttirnar og hafa yfir sér einkennilegan blæ glaðværð- ar og skemmtunar. Má vera og er raunar eðlilegt, að fólk njóti betur ánægju réttardags ins, þegar þeim bústofni er réttað sem heilbrigður er. En stóðréttirnar hafa líka sérstöðu að öðru leyti. Þar fer réttalifið og starfið fram upp á réttarveggjunum, meir en í fjárréttunum. Er það líka skiljanlegt, þar sem ekki er fyrir nema sjálfa glímu- mennina að vera innan um stóðið í réttinni. Lengi vel gengur fljótt að rétta. Glöggir menn eru á réttarveggnum og segja til um hrossín, sem síðan eru upisVifalaúst gripin og rekin í rétta dilka. En þegar líða tekur á réttina verður að fara að töfludraga, og það er sein legt og erfitt, og þá dregst réttin á langinn. Óvæntur fögnuður á heim- leiðinni. » En það er eins með rétta- daginn og aðra daga, að hann líður á enda. Réttinni er lokið og stóðhópunum er hleypt út úr diikunum með stuttu milli bili, svo að hver hópurinn geti haldið heimleiðis, án þess að truflast af þeim næsta. Hrossin bera nú annan svip en um morgun nn, er rekið var til réttar. Það er eins og þeim finnist lífið orðið til- gangslaust. Þau fara hér hægt og frelsi fjallanna er horfið úr augunum. En með stöku hrossahóp má sjá lítinn dreng eða stúlku reidda á hnakknefinu fyrir framan pabba. Þau eru líka dauf í dálkinn vegna örlaganna, er blasa við litlu folcldunum, sem þau hafa eignað sér í sumar, meðan þau voru á fjallinu. En ef til vill verður óvæntur fögnuður á heimleið inni, ef úr því verður skorið, að uppáhaldsfolaldið fái að lifa. Þá má kannske næsta haust sjá glaðværan dreng eða telpu eiga fagnaðarfund með veturgömlu tryppi, komnu af fjalli í Vatnsdals- rétt, með frelsi fjallanna í fasi og leiftrandi augum. gþ. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavik. Rakari getur fengið atvinnu á Keflavíkurflugvelli. — Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu flugvallarstjóra ríkisins, Keflavíkurflugvelli. :: TILKYNNING u u ♦♦ u til sauðf járeigenda á f járskiptasvæðunum Með skírskotum til laga nr. 90, 1935 og laga nr.44,1947 skal fara fram böðun gegn fjárkláða á öllu sauðfé í þeim héruðum þar sem fjárskipti urðu nú í haust. Allt fé skal tvíbaðað, og skal eingöngu notað Gamatox baðlyf. Skal síðari böðun lokið fyrir 15. desember næstkomandi. Að öðru leyti skulu sauðfjáreigendur hlíta fyrirmælum eftirlitsmanna og bað- stjóra 1 öllu varðandi böðun þessa. Landbúnaðarráðuneytið, 28. okt. 1950. I u Jafnstraumsmótorar 220 og 32 voita, hestafl, fyrirliggjandi O l€JY H 1=

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.