Tíminn - 02.11.1950, Blaðsíða 3
44. blað
TÍMINN. fimmtudaginn 2. nóvember 1950.
3,
Góðs manns getið
Eftir Jóiiann Kristjánsson, Ytra-Lá$>'afelli
Deyr fé. Deyja frændur.
Deyr sjálfur et sama.
En orðstír deyr aldrei.
Hveim sér góðan getur.
Hafið þið gert ykkur ljóst,
hvað mikið mannvit, lífsspeki
og sannleikur er bundinn í
þessum fallegu setningum
Hávamáls. Hér er allt á hverf
anda hveli. Vinur hverfur,
frændur deyja, fé eyðist, týn-
ist, þú sjálfur deyrð, máski
gleymist með öllu, sem lítið
ber er fellur í skaut jarðar
að enduðu sumri. Samt held-
ur lifið áfram. Kynslóðir
koma, kynslóðir hverfa. Sag-
an er skrifuð, verkin tala.
Dómurinn um dauðan hvern,
hvort sem dómar þeir verða
góðir eða illir, orðstírinn lifir
hann nær út fyrir gröf og
dauða.
Nú nýverið áttum við Mikl-
hreppingar á bak að sjá ein-
um okkar beztu manna. Guð-
bjarti Kristjánssyni, hrepp-
stjóra á Hjarðarfelli. Hann
er okkur horfinn úr samferða
hópnum hér. Við sjáum ekki
Jengur aldna, hærukrýnda,
fríða forvígismanninn okkar.
Við sækjum ekki lengur til
hans fræðslu og fyrirgreiðslu
mála okkar. Heldur enginn
vegfarandi sem að Hjarðar-
felli kemur, finnur þar leng-
ur híbýlaprúða, veitula, góð-
kunna Hjarðarfellsbóndann.
Hann er horfinn sjónum
aflra.
Guðbjartur, dáinn horfinn.
Þessi orð láta illa í eyrum
allra hinna mörgu vina og
þeirra er hann þekktu, þó er
söknuðurinn sárastur Guð-
bröndu ekkju hans, samfylgd
þeirra var búin að vera svo
löng og góð, en kalt er að
byggja bera mörk, þá burt
•eru gömlu skjólin", finnst
ílestum, sem misst hafa af
hfsbraut sinni ástríkan maka.
Hann átti marga ástvini,
unga og fullorðna, sem allir
syrgja elskaðann föður, afa
•og tengdaföður, sem þau
"virtu að verðleikum. Hann er
horfinn, en orðstír hans lifir.
Hann er góður, og verður góð
ur á blöðum sögunnar.
Mannsævin er stutt, því listin
•er, að lifa til gagns, unz að
æfin þver. Það lánaðist Guð-
bjarti að gera, að dómi allra.
Ef orðið „héraðsbrestur“ á
Jétt á sér til að tákna söknuð
•og tjón, sem eitt hérað verður
fyrir, við fráfall mæts manns,
þá á það hér rét á sér. Hér
varð stór brestur við fráfall
Guðbjartar á Hjarðarfelli.
Svo stór er sá mannskaði,
sem orðinn er í héraðinu að
hann verður að líkindum
seint að fullu og öllu bættur.
Við eigum ekki marga, sem
vilja og geta tekið upp verk-
in hans og orðið þar að
manni.
Þegar nýtur drengur, sem
Guðbjartur var, fellur fyrir
•dauðans sigð, þá er meira
skeð en héraðsbrestur, það
er þjóðar tjón. Okkur verður
á, að rýna út í tíma og rúm,
spyrja, hugsa, hver kemur
þessa í stað? Svarið er þögn,
en talsháturinif segir: „Mað
ur kemur í manns stað“. Þá
er vel ef svo skipast.
Ég ætla mér ekki þá dul,
að reyna til að lýsa hér í blaða
grein öllum þeim mörgu og
sundurleytu störfum, sem Guð
jón innti af höndum. Vinnu-
dagur hans var orðinn lang,
ur störfin mörg, hann vann
meðan dagur var og vann vel.
Það hefur oft verið getið Guð
bjartar opinberlega, og nú síð
ast við andlát hans og störf
hans og æfi þar sögð í stór-
um dráttum.
Dómur allra, sem um hann
hafa skrifað er hinn sami,
hann gat sér góðs orðstírs,
sem geymir nafn hans til kom
andi kynslóða.
Eins og áður hefur verið gec
ið hér í blaðinu, lézt Guð-
bjartur 9. september s. 1.,
fjarri heimili sínu á sjúkra-
húsi í Reykjavík, eftir lang-
varandi veikindi, sem hann
bar með sinni alkunnu karl-
mennsku, til hinstu stundar.
Meðan við sveitungar hans
vestur hér, áttum eitt okkar
indælasta sumar og gengum
glaðir og reifir til starfa, háði
hann glímuna óvinnandi, en
sem allra bíður. Konan hans
tryggi, góði förunautur, eyddi
sumrinu hjá honum, hún
fylgdi honum til Rvíkur, síð
ustu ferðina, og dvaldi þar
á meðan hann lá, hún annað
ist hann og hjúkraði eftir
því sem hægt var, lagði víst
stundum meira að sér en
kraftar hennar gátu.
Börn hans, sem ekki eru
búsett í bænum fóru öll til
fundar við föður sinn, td að
kveðja hann hinztu kveðj-
unni, þegar læknar gáfu enga
von um bata.
Hann lézt í höndum eins
sona sinna Þorkels trésmíða-
meistara, er strax fór suður
er hann frétti, að sótt hans
elnaði. Hann vakti yfir hon-
um þar til yfir tók.
Synir hans sóttu kistu hans
11. sama mánaðar og fluttu
lík hans vestur að Hjarðar-
felli.
í móti því fóru að hreppa-
mótum allir bændur úr Mikla
holtshreppi, systkini hans og
bcrn, sem ekki komu með frá
Rvík.
Þetta kvöld var fagurt
haustkvöld, farið að húma,
þegar ekið var yfir hreppinn,
8 bílar hlaðnir fólki fylgdu
líkvagni hans eftir, sem Al-
exander sonur hans keyrði.
Þeir mynduðu logandi bjarta
braut þegar þeir keyrðu yfir
hreppinn, heim að Hjarðar-
felli — táknrænt fyrir æfifer
il þess manns, sem nú var
fylgt í hlað síðasta sinni. Líf
hans og æfistarf var leiðar-
ljós. Hann leiðbeindi til hins
rétta, framkoma hans og dag
far lýsti upp hugi og hjörtu
þeirra, er umgengust hann.
Jarðarför Guðbjartar fór
fram frá Hjarðarfelli 16. sept.
jarðsett var að Fáskrúðar-
bakkakirkju. Síra orsteinn L.
Jónsson jarðsöng hann. Út-
för þessi var sú fjölmennasta
og virðulegasta, sem hér hef-
ur farið fram. Að henni komu
„æðri sem lægri“ stéttar
menn til að mynda voru þar
fjórir prestar, tveir sýslu-
menn, þingmaður kjördæmis
ins og fleiri embættismenn.
Bændur í hreppnum og
skyldmenni hins látna skift-
ust á að bera kistu hans.
Sýslunefndarmenn og sýslu-
maður Snæfellinga báru í
kirkju, en synir hans og fóst
ursynir til grafar. Einsöng í
kirkjunni söng einn frændi
hans, Alexander Stefánsson
kaupfélagtsstjóri í Ólafsvík.
Bindmdísfréttir
Eftir Pétur Sigurðsson
Noregur.
Áfengisvarnanefndirnar í
Noregi hafa svarað fyrir-
spurpum bindindisráðs ríkis-
ins. 144 nefndir telja, að á-
standið hafi batnað á árinu
1949, og þær eru flestar þar,1
sem engin áfengisútsala er.
413 nefndir merkja enga breyt
ingu og 24 nefndir álíta, að
ástandið hafi versnað.
En samhljóma vitnisburð-
ur kemur jafnt frá byggð og
borg, þar sem ekki er áfengis-
útsala, að í bindindismálum
hafi ástandið versnað síðan
í marz 1949 er Eksportölið
kom til scgunnar.
Af hvaða toga er ölsýkin
á íslandi spunnin? Dæmin
höfum við í kringum okkur,
deginum ljósari. |
Elsta bindindisblað Norð-1
manna er nú 90 ára. Það heit
ir, Menneskevennen — Mann
vinurinn. Hin nafnkunna
bindindishetja Norðmanna
Ásbjörn Kloster tók að gefa
út blað í Stavanger árið 1860.
Hann sá um blaðið í 16 ár.
Þá tók við ritstjórn þess Óscar
Nissen. Varð blaðið þá mjög
þekkt og hið mest mynd-
skreytta vikublað á Norður-
löndum. Síðan hafa ýmsir
dugnaðarmenn stjórnað blað
inu, þar á meðal brautryðj-
andinn og bindindishetjan,
Sven Aarrestad, sem Norð-
menn reisa nú minnisvarða.
Það var Ásbjörn Kloster, er
stofnaði fyrsta albindindis-
félagið í Noregi. — Einingu
hefur borizt afmælisblað
Menneskevennens, og er það
bæði myndarlegt og fróðlegt.
Það er gott að vera í sam-
bandi og samstarfi við sam-
herja okkar á Norðurlöndum.
Norðmenn sýna íslending-
um gestrisni og alúð. Þeir
læra margir íslenzku, lesa
blöð okkar og hugsa vel til
íslands. Og við reynum að
taka vel í framrétta hönd
frænda okkar og nágranna,
og óskum þess að hin andlegu
viðskipti verði sem mest og
bezt.
Noregskvöld Víkings
Síðastliðið ínHnudagskvöld,
hafði ein af góðtemplarastúk |
um bæjarins stúkan Víking-'
ur, samkomu, sem hún kall- j
aöi Noregskvöld. Ýms rök
vekja athygli á þessu kvöldi. j
liggja til þess, að rétt er að
Dagskrá kvölasins var sú,
að Baldur Bjarnason mag-
ister flutti erindi um Noreg,
land og þjóð. Einar Björns-
son flutti erindi um Ásbjörnj
Kloster, fyrsta forvígismann
bindindishreyfingar með
Norðmönnum. Pétur Sigurðs-
son mælti nokkur orð um
Noreg, að lokum samkom-
unnar.
Sýnd var kvikmynd frá Nor
egi, litkvikmynd af landslagi,
atvinnuháttum og þjóðlífi.
Jan Morávek lék einleik á
fiðlu, norsk lög eftir Grieg
og J. Svendsen.
Svanhvít Egilsdóttir söng
einsöng, norsk lög eftir Grieg
og Kjerulv.
Hallvard Mageroy sendi-
kennari las norsk kvæði, eftir
Ivar Aasen og Arnulf Över-
land.
Þetta dugar til að gefa
hugmynd um það, sem fram
fór í Góðtemplarahúsinu
þetta kvöld, en þar var hús-
fyllir og gerðu menn góðan
róm að þvi, sem fram var
boðið.
Þetta kvöld getur verið til
fyrirmyndar þeim, sem vinna
að félagsmálum og fjalla um
skemmtanastarf i hinum
ýmsu félögum bæjarins.
Svona kvöld eru á engan hátt
með neinum séreinkennum
Góðtemplarareglunnar. Þó að
þarna væri talað um stór-
menni úr bindindissögu Nor-
egs, var það erindi, sem alls-
staðar var boðlegt, en auk
þess hefðu vitanlega frásagn
ir af öðru stórmenni getað
Jarðarfarardaginn gáfu ætt
menn Guðbjartar, vinir hans
og kunningjar, minningar-
gjafir um hann, að upphæð
kr. 10.000, sem börn hans á-
kváðu að myndaður yrði af
sjóður, sem bæri nafn hans,
og varið yrði til eflipgar og
styrktar jarðrækt í Mikla-
holtshr. í erfidrykkju hans
sama dag að Breiðabliki —
tilkynnti oddviti hreppsins,
að sem þakklætis- og virðing
arvott hreppsbúa fyrir störf
Guðbjartar hér í hreppi hefði
verið ákveðið að láta gera
minningargrip — silfurskjöld
sem færa hefði átt ekkju
hans og börnum þennan dag,
en því miður hefði ekki verið
tilbúinn, en kæmi von bráð-
ar.
Þannig fór þá fram (í stór
um dráttum sagt) kveðju-
stund vina og vandamanna
til þessa mæta manns, er nú
var falinn hinni þöglu gröf,
mannsins, sem við getum
sagt að hafi notað hina réttu
I lífsins braut, því: „.... rétta
stefnu siglir aðeins sá, sem
hið góða mestu ræður hjá“. —
Við enda þessara hugleið-
inga minna vildi ég mega
færa ekkju hans og börnum,
mína innilegustu samúðar-
kveðju, vegna missis þeirra.
En einnig gleðjast með
(Framhald á 6. síðu.)
fallið þar inn i.
Sérstaka ánægju vakti
þáttur sendikennarans
norska. Þegar hann hóf mál
sitt hvarflaði það að ýmsum,
að hann væri að reyna að
tala íslenzku, en brátt heyrð-
ist þó, að hann mælti á
norsku sveitamáli, nýnorsku.
Það er líka staðreynd, að
norskir sveitamenn sumir
skilja islenzku og það er
iniklu algengara en við höld-
um, að Norðmenn lesi ís-
lenzku án þess að hafa nokk-
uð lært til þess sérstakleea.
Það er mikið starf unnið a
vegum ýmsra félagssamtaka
til að halda uppi frjálsu
skemmtistarfi og fræðslu.
Hvort tveggja er, að það er
misjafnlega unnið og misjafn
lega metið. Hér var einn þátt
ur, sem heppnaðist vel.
Það er hægt að taka sér-
stök kvöld til að kynna vissa
þætti og atriði. Hér var grund
völlurinn nokkuð breiður,
kvöldið var helgað heilli þjóð
og landi hennar. Slík skil
væri gott að gera öðrum þjóð
um og þeim sem flestum, án
tillits til stjórnarhátta eða
viðskipta þeirra í krónutali
við okkar þjóð þessi árin. Við
höfum bezt af því að þekkja
til sem flestra þjóða. Kynn-
ingin skapar samúð og sam-
úðin er hinn eini traustí
grundvöllur friðar og menn-
ingar. Þegar reynt er að ala
menn upp í ofstæki klíku-
skaparins er guðsþakkarverk
allt það, sem minnir okkur á
og lætur okkur finna, að í
ríkjum, annarra flokka býr
líka mannlegt fólk
Við íslendingar höfum þörf
á þvi, að vita skil á umheim-
inum. íslenzk menning hefir
lengstum mótast af utan-
(Framhald af 3. síOu.j
UTAN ÚR HEIMI
Þeir mega ekki koma til
Bandaríkjanna.
Dagblaðið norska hefir vakið
athygli á því, að samkvæmt
kommúnistalögunum í Banda-
ríkjunum séu margir ágætir
menn í Noregi, sem aldrei fái að
koma til Bandaríkjanna, því
að lögin kveða svo á, að enginn
núverandi eða fyrrverandi
kommúnisti eða nazisti megi fá
iandgönguley fi. Samkvæmt því
nær bannið til Gundersens, sem
nú er dómsmálaráðherra Nor-
egs og skáldin Sigurd Hoel og
Arnulf Överland mega aldrei
koma þar. Þó þykir það einna
harðast, að Torolf Elster rit-
stjóri, sem Bandaríkjamenn eru
nýbúnir að gera virðulegt heim-
boð, hlýtur að koma á skrána
meðal þeirra, sem úti eru lok-
aðir.
★
64 ára tilhugalíf.
Nýlega fór fram óvenjuleg
hjónavígsla suður á ftalíu. Brúð
urin var 81 árs en brúðguminn
97 ára og trúlofuð höfðu þau
verið í 64 ár. Brúðurin er sauma
kona og sagði, að þau hefðu
engan tíma haft til að giftast
fyrri. Það var alltaf svo mikið
að sauma. En hann Luigi henn
ar hafði verið prúðmenni og
tryggur festarmaður. Ekki eydd.
ist tíminn í kossa og dans og
ekki var hann með neitt stelpu
flangs.
★
Óvitinn náði í eldspítur.
Kona ein í Álaborg sendi 5
ára gamlan son sinn í búð að
morgni dags, en er honum
seinkaði heim, fór hún að gá
að honum. Eftir átti hún tvö
smábörn, tveggja ára og fimm
mánaða. Þau voru í rúmunum.
Eldra barnið náði í eldspítur og
lék sér að þeim og kveikfi í
rúmfötunum sínum. En rétt i
þeirri svipan að sængurfötin
tóku að að fuðra upp kom móð-
irin heim með elzta barn sitt og
tókst giftusamlega að bjarga
börnunum sínum og heimili.
Of falleg vinnukona.
Gertrud Broda heitir stúlka
ein í Austurríki, 21 árs. Hún
skrifaði og sendi mynd af sér
og mæltist til að komast i vist
í Englandi og ætlaði sér að
læra enska tungu á þann hátí.
Mikill hörgull er á hjálpar-
stúlkum á enskum heimilum en
samt hefur stúlkan orðið að
bíða mánuðum saman eftir
svari:
Það er alltaf sama sagan,
þegar enskar húsmæður sja
myndina af Geirþrúði á ráðn
ingarskrifstofunni. Svona fall-
ega vinnukonu vilja þær ekki
fá á sitt heimili..
★
Heitbuhdinn 54.
Útlend blöð segja frá Am-
eríkumanni, sem á fjorum seir.
ustu árum hefir heitið 54 kon-
um eiginorði og hefir tekizt að
fá 20 þeirra til að afhenda sér
fé, sem samtals nemur nál.
100 þús. íslenzkum kronum. —
Nú á hann að sitja í iangelsi
næstu fimm árin fynr gabDið
★
Állinn fljúgandi.
Það bar nýlega við úti í Nor-
egi að börn, sem voru að leika
sér úti á hlaðinu á bonaaba
einum, heyrðu allt í einu aí
glumdi í þakinu. Þar fundu þau
ál, sem var hálfur metn a
lengd. Fullorðna fólkið heiF að
mávur hefði tapað houum &
flugi en á pönnuna lor nanr.
og þykir ástæðulaust aó rekja
feril hans lengra.