Tíminn - 10.11.1950, Side 2

Tíminn - 10.11.1950, Side 2
*. TIMINN, föstudaginn 10. nóvember 1050. 251.blað kafá til heiia xxattam Bátavélin sem þér getið treyst! dtvarpLð Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 degisútvarp. 15.30—16.30 Mið- degisútvarp. ,— (15.55 Fréttir og veðuríregnir.) 18.25 Veðurfregn ir. 18.30 íslenzkukennsla; II. fl. — 19.00 Þýzkukennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. Tónleikar. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Við Háa- sker“ eftir Jakob Jónsson frá Hrauni; II. (höf. les). 21.00 Tón- leikar: Sónata nr. 1 í g-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Bach (Jón Sen leikur). 21.20 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmunds son hæstaréttarritari). 21.35 Djassþáttur (Svavar Gestsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. ^ Hvar eru skipLn? Sambandsskip: M.s. Arnarfell er á leið til Grikklands með saltfiskfarm. M.s. Hvassafell er á leið til Reykjavíkur frá Valencia. Ríkisskip: Hekla er á Austf jörðum á norð urleið. Esja er í Reykjavík og fer þaðan kl. 20 annað kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Reykjavíkur. Þyrill er í Reykjavík. Straumey var á Gils fer frá Reykjavík síðdegis í firði síðdegis í gær. Ármann tíag til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss er væntanlegur til Súgandafjarðar og Flateyrar í dag, 9.11. Dettifoss kom til Húsa víkur 9.11., fer þaðan til Akur- eyrar. Fjallfoss fór frá Reykja- vík 4.11. til Leith og Kaup- mannahafnar. Goðafoss fór frá Reykjavik 8.11. til New York. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Keflavík. Selfoss fór frá Uleá í Finnlandi 3.11. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 7.11. til Reykja- víkur. Laura Dan fermir í Hali- far um 20.11. til Reykjavíkur. Pólstjarnan fór frá Leith 7.11. til Reykjavíkur. Heika kom 7.11. til Antwerpen, fer þaðan til Rotterdam og Reykjavíkur. Foldin fór frá Hull 8.11. til Leith og Reykjavíkur. Nýr konungur er kominn til valda í Svíþjóð og núverandi ríkisarfi Svía, sonur hans, er aðeins 4 ára gamall. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu á afmælisdag snáðans, þeg- ar hann varð 4 ára. Mannslát. Nýiag er látinn Jónas Stefáns son, bóndi í Neslöndum við Mý- vatn, 63 ára að aldri. Hann var hinn nýtasti maður í hvívetna og bjó alla ævi i Neslöndum. Mývatn alautt. Ágæt tíð hefir verið í Mývatns sveit að undanförnu. 1 gær var þar milt veður en jörð grá í rót eftir næturúrkomu. Mývatn, sem lagði í áhlaupunum fyrir veturnæturnar, er nú orðið al- autt aftur. Allt fé gengur úti. Bílvegurinn austur yfir Fjöll'og Möðrudalsöræfi er fær bifreið- um og hafa bifreiðar komið austan af Héraði þessa leið. Ungbarnavernd „Líknar“, Templarasundi 3, er opin: Þriðjudaga kl. 3.15—4 e. h. og fimmtudaga kl. 1.30—2.30 e. h. Einungis tekið á móti börnum, er fengið hafa kíghósta eða hlotið hafa ónæmisaðgerð gegn honum. Ekki tekið á móti kvef uðum börnum. Lög um ritvélar. Einn blaðamanna þeirra, er sæti eiga á Alþingi, hefur borið fram frumvarp um samræm- ingu á leturborðum ritvéla. Eins og kunnugt er eru íslenzku stafirnir æ, þ ogð settir á letur borðin eftir geðþótta innflytj- enda, og veldur þetta miklum ruglingi og erfiðleikum fyrir skrifstofufólk um notkun mis- munandi tegunda ritvéla. Þessu vill þingmaðurinn kippa í lag með setningu reglugerðar, sem ákveðið leturborð vélanna. — Þetta er þarft mál, eins og allir ( vita, er notað hafa fleiri en eina tegund' ritvéla. Adcnaucr log^iir fram varnartillögnr Adenauer, forsætisráð- herra Bonnstjórnarinnar ■lagði í gær fram á þingi til- lögur um þáttöku Þýzka- lands í vörnum Vestur- Evrópu. Sagði hann, að vest- urþýzka stjórnin væri fús til að styðja þáttöku Þjóðverja í vcrnunum en því aðeins að Þýzkalandi yrði þar jafnrétt- hár aðili og hver hinna Evrópuþjóðanna og vestur- veldin legðu fram svo mik- inn herstyrk til varnanna, að árás Rússa á Þýzkaland yrði' óhugsanleg. Adenauer sagði, að 70—80 ! þús. manns væri nú í austur- | þýzku lögreglunni og næsta J ár mundi hún verða helmingi mannfleiri. LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Fínpúsningsgerðin Reykjavlk — Sími 6909 HtbmÍii TitnaHH tfuglijáii í TimaHum tjMorris bátavélarnar eru jjfáanlegar í stærðunum «frá 8—60 hestöfl. — Þær Heru byggðar eftir ströng •;ustu kröfum Lloyds um :jöryggi-á sjó, enda notað :|ar af brezka slysavarna- gfélaginu í björgunarbáta Iíostir Morris bátavélanna: Stofnkostnaður lítill. Kraftmiklar vélar en þó sparneytnar. Sterkbyggðar og öruggar Auðveldar í meðferð. Morris vélin er því hentugasta vélin fyrir trilluna og minni mótorbáta. Benzín - Steinolin - Diesel BATA-VÉLftB AL«C Á SAMA STAÐ ! H.f. Egill Vilhjálmsson SÍMI 81 812. II • !! Læknastöður við Landspítalann Flugferðir Loftleiðir: 1 dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00 og til Vest- mannaeyja kl. 14.00. Á morgun er áætlað að fljúga til: ísafjarðar og Patreksfjarð ar kl. 10.30, til Akureyrar kl. 10.00 og til Vestmannaeyja kl. 14.00. 8/öð og tímarit Ægir, sept.—okt. hefti þessa árs, er nýkomið út. Að þessu sinni flytur ritið skýrslu Davíðs Ól- afsonar fiskimálastjóra um sjávarútveginn 1949. Er þar geysimikinn fróðleik ao finna um hag og horfur þessarar at- vinnugreinar. Allmargar mynd- ir og töflur fylgja skýrslunni- Ritstjóri er Lúðvík Kristjáns- son. Ur ýmsnm áttum Gestir í bænum. Indriði Hannesson bóndi að Lindarbrekku, Þórður Jónsson bóndi, Hjarðarholti og Erlingur Valdemarsson, Ægissíðu^ -Jft ornum vec^i Skáldin okkar Ég er að hugsa um ljóðskáld- in okkar árið 1950. Á þriðju- daginn var 400. ártíð Jóns Ara sonar og þeirra Hólafeðga, er létu lífið fyrir böðulsexi í Skál- holti vegna þess, að þeir vildu standa vörð um trú sína og ekki síður réttindi þessa lands. Ekkert af skáldunum okkar orti svo mikið sem eina stöku, sem birt hefir verið. Ekkert þeirra virðist hafa hugsað sér- staklega til fordæmis og bar- áttu Jóns Arasonar eða talið það neinu varð að brýna þjóð- ina á því, hvaða fórn stundum verður að færa til þess að lifa og sigra. Við eigum að vísu mörg á- gæt kvæði, sem ort hafa verið um Jón Arason, þjóðhetjuna og trúarhetjuna. Og 400. ártíðar hans var minnzt með nýju leik* riti. En til þess þurfti mann, sem um langt skeið liefir dval- ið víðs fjarri fósturjöörð sinni. Skáldin nú um miðbik tutt- ugustu aldarinnar hér heima á íslandi lögðu þar ekki neitt til málanna. Mér finnst þetta athyglisvert og jafnframt ískyggilegt. Skáld in, sem eiga að vera boðberar hugsjónanna og tendra eld- inni í sál fólksins, eru svo geig- vænlega hljóðlát um það, sem löngum hefir vakið bezt og glætt mest manndóm þjóðarinnar og ást hennar til lands síns — það tvennt, sem velferð byggist fyrst og fremst á. Aldamótaskáld in opnuðu þjóðinni sýn inn á land framtíðarinnar, þar sem hin miklu verkefni biðu elju- samra manna, er trúðu á sjálfa sig og þjóðina. Þau kváðu um forfeður okkar, sem með ódauð legu fordæmi sínu eru leiðar- stjörnur þjóðarinnar. Og þau sungu inn í hug og hjarta lands manna ást á fósturjörðinni og þjóðhetjunum. Nú um sinn virðast þessar raddir þagnaðar. Það er skarð fyrir skildi. En vonum að upp rísi ný Ijóðskáld, heit í andan um og gædd ríkri ást á landi og þjóð, megnug þess að vekja og hrífa og lýsa fram á veginn á válegum tímum. J. H. Staða II. aðstoðarlæknis við handlæknisdeild Land- spítalans er laus til umsóknar frá 1. janúar 1951. Ennfremur verður fullnuma kandidat ráðinn að rönt- gen-deild spítalans frá sama tíma. Ráðningartími er til eins árs. Umsóknir sendist til stjórnarnefndar rikisspitalanna fyrir 10. desember n. k. 8. nóvember 1950, Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. )■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■ !■■■■■ ■V.V.V.VAW.V. ;■ Vörujöfnun M 4 Föstudaginn 10. nóv. hefst vörujöfnun á kaffi og kartöflumjöli. Gegn afhendingu vörujöfnunarreits M 4 fá félagsmenn þessar vörur afhentar þannig: 1—5 einingar 1 pk. kaffi 6—10 einingar 2 pk. kaffi 11 og fl. einingar 3 pk. kaffi 1—4 einingar i/2 kg. kartöflumjöl 5 og fl. einingar 1 kg. kartöflumjöl Vörujöfnuninni lýkur á mánudag. i ■íti i f r... í toí' iSí 'v'. ■V.V/.V.'JWA'ÁWVMViW

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.