Tíminn - 10.11.1950, Síða 3
251. blað
TÓIINN, föstudaginn 10. nóvember 1950.
S,
FRÁ ALÞINGI:
Yfirlit um ný þingmái
Tvær bækur um
dulræn efni
Verölagsmál landbúnaðarins
Breyting á áfengislögunum:
Pétur Ottesen, Björn
Ólafsson, flytja frv. um bann
við geymslu áfengis í leigu-
bifreiðum. Þar segir svo:
„Stjórnanda bifreiðar, sem
notuð er til mannflutninga
gegn borgun, er bannað að
flytja eða geyma í bifreiðinni
áfengi, sem er hans eign eða
eiganda bifreiðarinnar. Bann
að er einnig að flytja eða
geyma í bifreiðinni áfengi
fyrir aðra, nema um sé að
ræða áfengi, sem farþegi hef-
ir keypt í áfengisverzlun og
flytur með sér til heimilis
síns eða dvalarstaðar, eða
áfengissendingar frá Áfeng-
isverzlun ríkisins eða útsölu-
stöðum hennar, enda skulu
færðar sannanir fyrir því, ef
krafizt er, að svo standi á á-
fengisflutningnum.
Menn með lögregluvaldi
hafa, hver í sínu umdæmi,
vald til þess að rannsaka sam
kvæmt ákvæðum 16. gr.,
hvort bifreiðar hafi ólöglega
áfengi meðferðis.
Brot gegn 1. gr. varða sekt-
um, er nema í fyrsta sinn
fimmföldu og í annað sinn tí-
földu söluverði þess áfengis,
sem flutt er eða geymt ólög-
lega. Brjóti nokkur oftar á-
kvæði þessarar greinar eða
geri sér að atvinnu að flytja
áfengi eða geyma ólöglega í
bifreið, varðar það, auk sekt-
ar, fangelsi allt að 3 mánuð-
um. ítrekað brot varðar að
auki missi réttar til að stjórna
bifreið um stundarsakir, þó
eigi skemur en 3 mánuði,
eða fyrir fullt og allt, ef mikl-
ar sakir eru eða brot er marg
ítrekað.
Áfengi, sem flutt er eða
geymt ólöglega í bifreið, skal
gert upptækt."
í greinargerð frumvarpsins
eru þessi rök:
„Með frv. þessu er að því
stefnt að stöðva áfengissölu
bifreiðastjóra í leigubifreið-
um. Áfengissala í leigubif-
reiðum er nú orðin svo víð-
tæk, að til vandræða horfir.
Bifreiöar með birgðir áfengis
eru kvöld og nætur fyrir fram
an helztu skemmtistkði og
láta falar ýmsar tegundir á-
fengis fyrir okurverð. Vitan-
legt er, að menn geta keypt
áfengi því nær allan sólar-
hringinn hjá ýmsum bifreiða
stjórum leigubifreiða, annað-
hvort í bifreiðunum sjálfum
eða fengið áfengið sent heim.
Mjög er nú farið að bera á
þvi, að slikar bifreiðar koma
á skemmtanir út um sveitir
og selja þar áfengi. Má segja,
að leigubifreiðarnar séu ak-
andi ólöglegar áfengisbúðir,
sem leita uppi kaupendurna.
Að sjálfsögðu eru það ekki
allar leigubifreiðar, sem hér
eiga hlut að máli. En þessi
ósómi er orðinn óhugnanlega
útbreiddur og stuðlar mjög
að áfengisnautn og óreglu,
ekki sízt meðal unglinga.
Líklegasta leiðin til að
stöðva þessa ólöglegu og van
sæmandi starfrækslu ýmissa
bifreiðastjóra er að banna
geymslu og flutning áfengis
í leigubifreiöunum og heimila
lögreglumönnum að rann-
saka, þegar þeim þykir á-
stæða til, hvort bifreiðarnar
hafi áfengi meðferðis. Nú
geta bifreiðastjórar haft
birgðir af áfengi í bifreiðun-
um án þess að saknæmt sé,
og þótt vitaniegt sé, að þeir
selji áfengið ólöglega, er
venjulega erfitt að færa sönn
ur á brot þeirra. Ef þeim er
bannað að viðlagðri refsingu
að hafa áfengi í bifreiðunum,
verður svo mikil áhæíta við
söluna, að varla verður mikil
freisting fyrir bifreiðarstjór-
ana að reka þessa starfsemi."
Veiíing ríkisborgararéttar:
Ríkisstjórnin leggur til að
eftirtöldum mönnum, sé veitt
ur íslenzkur ríkisborgararétt-
ur:
1. Andersen, Jens Nikolaj
Kaj, verkamaður í Reykja-
vík, fæddur 3. febrúar 1906 í
Danmörku.
2. Ai-mgaard, Ola, lögreglu-
þjónn á Sauðárkróki, fæddur
5. júní 1910 í Noregi.
3. Breiðfjörð, William,
verkamaður í Reykjavík,
fæddur 6. des. 1919 í Englandi.
4. Eliasen, Bjarne Julius
Edvin, járnsmiður í Reykja-
vík, fæddur 7. júli i Dan-
mörku. — Réttur þessi tekur
ekki tii barns hans frá fyrra
hjónabandi, Eyvin Frank,
sem fæddur er 16. september
1938. —
5. Eriksson, Konstantin W.,
pípulagningamaður í Reykja-
vik, fæddur 28. nóvember
1879 í Finnlandi.
6. Hunter, Peter John, sjó-
maður í Keflavík, fæddur 9.
júní 1932 í Englandi.
7. Mikkelsen, Mangor Henry
mjólkurfræðingur á Selfossi,
fæddur 11. nóvember 1918 i
Danmörku.
8. Mörk, Karen Kristjana,
ekkja á Patreksfirði, fædd 28.
júlí 1909 á íslandi.
9. Olsson, Bengt Erik, verzl-
unarmaður á Akureyri, fædd
ur 9. sept. 1917 í Svíþjóð.
10. Stengrimsen, Sverre, járn
smiður í Reykjavík, fæddur
3. júlí 1909 í Noregi. — Rétt-
ur þessi tekur ekki til barns
hans frá fyrra hjónabandi,
Björns, sem fæddur er 8. okt.
1938. —
11. Teitson, Lillian, bókari
í Reykjavík, fædd 3. október
1908 á íslandi.
12. Thorlacius, Jón, prentari
í Reykjavík, fæddur 1. júlí
1914 á íslandi.
13. Wagle, Arne Marsilius,
nemi í Reykjavík, fæddur 7.
marz 1930 í Noregi.
14. Wagle, Henrik Schu-
mann, vélamaðúr í Reykja-
vík, fæddur 10. júní 1894 í
Noregi.
15. Wagle, Ida Elisabeth,
skrifstofustúlka í Reykjavík,
fædd 8. apríl 1925 í Noregi.
16. Zakrisson, Isaker Peter,
járnsmiður á Drangsnesi í
Strandasýslu, fæddur 18. fe-
brúar 1887 í Svíþjóð.
17. Nielsen, Jörgen Carl
Christian, bakari í Reykjavík,
fæddur 14. apríl 1890 í Dan-
mörku.
Umsækjendur þeir um ís-
lenzkan ríkisborgararétt, sem
teknir hafa verið upp í laga-
frumvarp þetta, eru allir ís-
lenzkrar eða norrænnar ætt-
ar og hafa 15 þeirra dvalið
hér í meira en 10 ár samfleytt
og margir þó miklu lengur.
Nr. 8 er fædd hér og hefir
dvalið hér mestan hluta æfi
sinnar, þó hún að vísu hafi
eigi komið til landsins aftur
fyrr en 1946, eftir tæpra 9
ára dvöl erlendis. Nr. 6 átti
íslenzka móður og kom hing-
að 1942 og hefir verið hér
heimilisfastur síðan.
Anglýsmgasimi
Tímans
» -% M » * * * U • rf> tS %. » * \
cr 81300 i
Oscar Clausen: Draum-
spakir íslendingar. Stærð:
215 bls. 22x14 sm. Verð kr.
37.00 ób. 50.00 innb. Iðunn-
arútgáfan. —
í þessa bók eru týndir
saman draumar ýmsra
manna á síðustu tímum. Flest
efni bókarinnar hefir birzt
áður á prenti, en hér er því
safnaö saman í eina bók. Sér
staklega munu þeir, sem eiga
Morgun, kannast við margt
af efni þessarar bókar.
Safnarinn hefir gert stutt-
orða grein fyrir ýmsum þeim,
sem draumana dreymdi og
þó ekki nema lítið. Oft er
gengið beint að verki og að-
eins sagt, að þennan tiltekna
manri hafi dreymt svo.
Þetta er því draumabók, en
ekki ævisögur eða skýrslur
um þá menn, sem draumspak
ir hafa verið.
Ekki þarf að efa. að margur
muni lesa þessa bók og hafa
ánægju af, svo mjög sem
hugir manna hneigjast að dul
rænúm efnum. Og hvernig,
sem menn vilja annars skýra
þessi fyrirbæri öll, mun þó
vera óhætt að treysta því, að
yfirleitt eru þessir draumar
sagðir eftir beztu vitund eins
og fólkið sjálft telur sig hafa
skynjað það, sem fyrir það
bar. Auðvitað er skylt að
muna það, að draumar, eins
og annað, geta fengið aðra
mynd í hugum manna, þegar
frá líður, en sumir þessara
drauma eru skráðir jafnóð-
um að heita má.
Það er heldur ekki til ann-
ars en að berja höfðinu við
steininn og gera sig að fífli
að neita þvf, að menn fái
vitranir í svefni eða dreymi
fyrir því, sem fram kemur,
hver rök svo sem liggja til
þess. Eitt er að viðurkenna
merkileg og torskilin fyrir-
bæri og annað að gleypa við
hverri skýringu, sem á þeim
er boðin.
Jean Burton: Undramiðill-
inn Daniel Home. Sigurður
Haralz sneri á íslenzku.
Stærð 244 bls. 22x14 sm.
Verð: kr. 28.00 ób. 40.00
innb. Draupnisútgáfan.
Daniel Home fæddist á
Skotlandi árið 1833 og dó
1886. Hann lifði þvi á þeim
tíma, er spiritisminn var að
mótast til að verða sú hreyf-
ing, sem við þekkjum, og fór
að breiðast út og hafa áhrif
hér á landi eftir aldamótin
síðustu. Undrum þeim og fyr-
irbærum, sem gerðust kring-
um þennan miðil, fylgdi
kraftur hins nýja, þar sem
hann lifði á tíma nýrrar and-
legrar hreyfingar, nýs skiln-
ings á þessum atvikum, —
nýrra trúarbragða mætti ef
til vill segja. Þess vegna varð
Daniel Home óvenjulega
frægur og umtalaður og ofsa-
trúarmenn með og móti hon-
um gerðu hann heimsfrægan.
í þessari bók er æviferill
miðilsins rakinn og sagt frá
ýmsum þeim undrum, sem
kringum hann gerðust en þar
urðu dauðir hlutir löngum á
flugi og ferð. Sjálfur kvaðst
miðillinn ekki kunna að skýra
þessi fyrirbæri og þeir van-
trúarmenn, sem við voru,
gátu það ekki heldur, hvaða
viðbúnað og eftirlit sem þeir
höfðu.
Þetta nægir til að sýna, að
efni bókarinnar er af því
tagi, að margur mun hyggja
gott til að lesa hana.
Engin lýðræðisþjóð getur
verndað stjórnarform sitt
nema nógu margir pegnar
hennar geti fjallað um vanda
mál hennar af dómgreind og
skilningi. Þess vegna er það
skylda lýðræðismanna að
kynna sér þjóðmálin, kryfja
þau til mergjar og meta. Eng
inn getur dæmt í máli án
þess að kynna sér málavexti.
Verðlagmál landbúnaðarins
er eitt af stærstu þjóðmálum
íslendinga auk þess, sem það
er aðalatriði um lífskjcr og
afkomu alls sveitafólks.
Það er því ástæða til að
menn kynni sér á hvaða
grundvelli þau mál eru og eft
ir hvaða reglum verðlag land
búnaðarafurða er ákveðið.
Stéttadeilur eru næsta fyrir
ferðamiklar á þessum tím-
um. Þær gerast nú svo tröll-
auknar, að þjóðfélagið riðar
stundum við af þeim átökum.
Skammt er að minnast lang-
vinnra verkfalla, sem að mun
hafa dregið niður lífskjör þjóð
arinnar allrar í heild.
Á slíkum tímum er það eng
in furða þó að menn reyni að
hugsa alvarlega um það,
hvernig helzt mætti leysa á-
greiningsmál og fullnægja
andstæðum hagsmunum stétt
anna í beztu samræmi við
þjóðarhag og almenna velmeg
un.
Hér er í raun og veru kom
ið að einu stærsta alvöru-
máli líðandi tíma. Hvernig
verður hægt að mýkja stétta
átökin, svo að þjóðfélagið
gliðni ekki í sundur undan
þeim eða þau setji þjóðina i
svelti? Hvað á að gera, svo
að vinnufriður megi haldast,
þjóðin vinni fyrir sér þrátt
fyrir ágreining og átök um
hagsmunamál og öll þessi
mál leysist með friðsamleg-
um hætti að beztu manna
yfirsýn?
Eftir þeirri lausn á þjóðin
að leita og það er þegnleg
skylda allra góðra drengja að
taka þátt í þeirri leit. Það
verður gert með þvi, að
kynna sér og skilja hvar þess
um málum er nú komið, hvað
ber að varast og hvað er til
eftirbreytni.
Hvað geta verðlagsmál
bænda og þeirra tilhögun
kennt í því sambandi?
Frásaga bókarinnar á að
vera trúverðug og er mjög
stuðst við samtíma heimild-
ir. Orðréttir kaflar úr dag-
bókum og skýrslum koma
einn af öðrum. Þetta er fróð-
legt, en bókin verður síður
fallin til skemmtilesturs fyr-
ir þetta. Það bætist svo við,
að frásögnin og tenging heim
ildanna verður öll heldur ó-
fimleg. Til dæmis segir á ein-
um stað, að tiltekin þræta
hafi gert Home „svo kunnan,
að hefði hann átt að borga
blöðunum fyrir allt það rúm,
er þrætugreinarnar tóku,
hefði það verið laglegur skild
ingur.“ Þetta skilst sjálfsagt,
en ekki er það gott.
Mér kemur í hug til saman-
burðar önnur miðilssaga, þar
sem líka er fylgt samtíma-
heimildum, Indriðasaga Þór-
bergs Þórðarsonar. Þar skil-
ur á milli sögumanns ,sem er
snillingur og miðlungs-
mennskunnar. Og sannarlega
væri vel þess vert að lesa
þær bækur báðar og bera þær
saman, ef menn vita ekki
hvers virði það er, að vel sé
sagt frá. H. Kr.
Er nokkrar fyrirmyndir að
finna þar?
Eða eru þar víti til varnað
ar?
Þess var getið þegar kosið
var til Alþýðusambandsþings
í haust, að félag kjötiðnaðar-
manna hefði kosið fulltrúa
sinn með 6 atkvæðum en
keppinautur hans fengið 3 at-
kvæði. Þar hefðu því 5 menn
gegn 4 haft vald til þess að
ákveða að stcðva kjötiðnað-
inn, ef svo hefði ráðizt.
Það er algengt að ein stétt
eða starfshópur hafi komið
fram með kröfur um að fá
kaup sitt „leiðrétt“ (hækkað)
til samræmis við e'nhvern
annan starfshóp. Þannig hef-
ir stundum spunnizt stig af
stigi.
Hins vegar kemur aldrei til
þess, og getur ekki komið, að
bændur hætti að selja rjóma
eða skyr vegna þess, að verð
þeirrar vöru sé í ósamræmi
við t. d. kjötverð eða sviða-
verð. Aldrei rís ágreiningur
um mjólkurverð eða sölustöðv
un á henni vegna þess hvað
lambshaus hefir kostað.
Bændur ákveða sjálfir inn-
byrðis hvaða verðhlutfall
skuli vera á afurðum þeirra.
Er það veikleiki þeirra? Eiga
þeir að breyta því og fara að
dæmi annarra stéttarsam-
taka? Eða á Alþýðusamband
íslands að fara að dæmi
bænda og ákveða hlutfallið
milli starfshópa þeirra allra,
sem undir það heyra?
Þetta væri sannarlega ekki
ómerkilegt umhugsunarefni.
Nú er verðlag innlendrar
framleiðslu og launakjör í
landinu tengt saman, þannig
að hvort um sig hlýtur að
hafa áhrif á hitt og draga
það með sér. Hins vegar geta
þau áhrif komið fram miklu
síðar, til dæmis þarf kaup-
hækkun ekki að hafa áhrif
til hækkunar á verðlag á kjöti
og mjólk fyrr en hún er orðin
nærri ársgömul og því farin
að fyrnast í minni margra.
Hvers vegna er ekki afurða-
verð látið breytast sama dag-
inn og launabreytingin geng-
ur í gildi? Er það ekki æski-
legt, að menn finni sem bezt
rökrétt samband hlutanna?
En á hverj u byggist verðlag
landbúnaðarafurða?
Við því fá menn glöggt og
greinilegt svar í ritgerð eftir
Arnór Sigurjónsson í Árbók
landbúnaðarins. Sú ritgerð er
40 blaðsíður. Þar er saga verð
lagsmálanna rakin og gerð
grein fyrir því, hvernig visi-
tala landbúnaðarins og verð-
lagsgrundvöllur afurðanna er
fundinn.
Þess vegna eiga allir þeir,
sem vilja geta talað af skiln-
ingi og viti um þessi þýðingar
miklu mál, að lesa þessa rit-
gerð. Það er sjálfsagt að for-
ustumenn bændanna geri það
en það er líka sjálfsagt að
allir þeir, sem af víðsýni vilja
hugsa um þjóðmálin eða af
alvöru leita lausnar á deilu-
málum stéttanna, lesi þessa
ritgerð, því að hún er eina
yfirlitið, sem til er, um þessa
sögu.
Þetta er ein af mcrgum fróð
legum og merkum greinum í
Árbók landbúnaðarins. Hér
er vísað á hana sérstaklega,
öllum þeim til leiðbeiningar,
sem vilja hafa undirstöðu-
menntun til að geta fylgzt
með, hugsað til gagns og talað
um þessi örlagaríku mál.
H. Kr. 1