Tíminn - 26.11.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1950, Blaðsíða 3
> > I •• \ 265. blað. TIMINN. sunnudaginn 26. nóvember 1950. 3. ......................„„„„„ „„„„,„,„„„„„„„•................. TTVANGU NNAR Málgagn Sannbaiuls nngra Frnmsóknarmaima - Etitstjóri: Svoinn Skorri Höskulcisson Samvinn Þetta er fyrsta greinin í ílokki fræðslusrreina um sam- vinnumái, sem bírtast munu hór á síðunni. Ekki er hægl að svo stöddu að segja um það, h%-e margar þær verða, en íil- gangur þeirra er að skýra nokkuð grundvallaratriði þeirrar liagstefnu, sem við, ungir Framsóknarmenn, berjumst fyrir. Upp úr kúgun miðaidanna spruttu hugsjónir frelsis og mannréttinda. Þjóðirnar komust að raun um, að viss grund- vallarsjónarmiö varð að halda í heiðri, ef hamingjuleit þjóð- félagsþegnanna átti að geta borið árangur. Bak við vígorð- in: frelsi, jafnrétti og bræðralag, stóðu hagfræðilegar og heimspekilegar kenningar, sem áttu að skapa hinn nýja heim. Sumt hefir miður tekizt, en margt vcl í þessu efni. Engin algild lausn er þó enn fundin, og sýnt er, að sífelld barátta fyrir jafnvel einföldustu og sjálfsögðustu mannrétt- indum, er óhjákvæmileg. Samvinnusíefnan er afsprengi þeirra þjóðfélagskenninga, sem fóru um löd Vestur-Evrópu á 18. öld og í upphafi 19. aldar og byggðar voru á mannréttindahugsjónum. Fram- kvæmd samvinnustefnunnar er einn þeirra þátta í barátt- unni gegn fátaekt og andlegu oki, sem vel hefir tekizt. Fólk- ið hefir tekið verulegan hluta verzlunar og atvinnu í sínar hendur og þannig skorið á þá snöru, sem ætíð var reyrð að efnahag þess og andlegu sjálfstæði. — Ábyrgðin hvílir nú að miklu ieyti á því sjáifu með því að sýna vit og viíja í heil- brigðri samvinnu. f samræmi við uppruna sinn og eðli, byggja samvinnufélög frá öndverðu á nokkrum ófrávikjanlegum undirstöðuatrið- mn. Þær reglur eru hornsteinar þeirra framfara, er félögin háfa komið til feiðar. Samvinnufélög hafa orðio mjög um- fangsmikil og starf þeirra árangursríkí eins og fram kemur í lækkuðu vöruveroi, vöruvöndun, heilbrigðari viðskiptum, bættri margs konar þjónustu og aukinni almennri velmeg- un. Þau hafa gefið byggð og bæ auknar athafnir, bætt fjár- mála- og atvinnuííf, í öllum menningarlöndum. Stórbygg- ingar þeirra, verksmiðjur, sölubúðir, skip og margt fleira ber nokkurt viíni hinni miklti starfsemi. Þótt þessar undirstöðureglur samvinnufélaga séu sam- vinnumönnum kunnar, verða þær helztu raktar hér með ör- litlum skýringum. Það er cllum holt að rifja upp á hverjum grunni þeir byggja skcðanir sínar. Jafnvel hlutir, sem oft cru taldir sjálfsagðir, krefjast athugunar, skilnings og skýr- inga ef á þeim skai byggja. Það á að vera skýrt, hvers vegna þetta eða hiít eru taldir „sjálfsagðir hiutir.‘ Á víð og clreif „Sök bítur sekan“, segir gamalt máltæki. Þetta hefir sannazt óþyimilega á mál- gagni ungra íhaldsmanna í Mogganum. Það, að hreyft hefir verið lítilsháttar við ófremdará- standi þvi, er íhaldsmeirihlut- inn í Reykjavík hefir skapað í húsnæðismálum hér, hefir orðið málpípum þeirra á síðu ungra Sjálfstæðismanna sá biti, sem virðist standa fast- ur í kverkum þeirra. ’ Þeir reyna samt sem áður að klóra yfir skömmina. En fjandskapur íhaldsins við byggingarframkvæmdir hér | verður bezt lýst með ummæl- um Ólafs Thors, er hann við- hafði, er frumvarpið um verka mannabústaði var til umræðu. Hann kallaði það „frumvarps kríli“ í háðungarskyni og sagði, að það „er þvi ekki að- eins gagnslaust, heldur beint. skaðlegt, og aðeins flutt til að sýnasi.“ Þao var að forgöngu Framsóknarmanna í fyrra, að hægt er að halda þessum fram kvæmdum áfram nú. Þetta i vill Ihalaið ekki viðurkenna. Ungir Sjálfstæðismenn hafa brjóstheilindi til bess að vekja athygli almennings á því, að það eru aðeins gæðingar þess sem fá aðstcð til byggingar- framkvæmda, en fólkið, sem berst við húsnæðisskortinn fær að gera það áfram. Það er dómur þessa fólks, [ sem íhalöið óttast, og sá dóm- ur kemur fram fyrr en siðar, dómur fólksins sjálfs yfir svik um og aðgerðaleysi Sjálfstæð- isfiokksins í húsnæðismálun- um. ★ Heimatrúboðsfund héldu kommúnistar nýlega hér í Iðnó í tilefni af 33 ára afmæli rússnesku byltingarinnar. - Kiljan var nokkurs konar (Framhald d 5. síðu) I Tilgangur samvinnufélaga er fyrst og fremst sá, að efla hagsæld félagsmanna sinna í efnalegu og andlegu tilliti og jafnframí að vinna þjóðfélaginu öl!u gagn. Starf sitt byggja þau á þessum höfuðreglum: 1. Öllum mönnum er heimil innganga í félögin. 2. Hver félagsmaður hefir á félagsfunduni eitt atkvæði og aðeins eitt. 3. Tekjuafgangi er úthlutað til félagsmanna í réttu hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið. 4. Vextir af inneignum í félögunum eru takmarkaðir. 5. Staðgreiðsla skal vera í viðskiptum við félagið, eftir því sem viö verður komið. 6. Félögin eru hlutlaus í stjórnmálum og trúmálum. 7. Hluta af tekjuafgangi'skal variö til fræðslustarfsemi. Þessi undirstöðuatriði bera glöggt með sér að skipulag og staríshætíir félaganna byggjasi íyrst og fremst á jafn- rétti manna og frjálsræði, réttlátum fjármálaregium, sem miðast við félagsmenn scm einstaklinga en ekki við efnahag þeirra eða vaídaaðstöðu, sem þeir kunna að hafa í þjóð- félaginu. — Fulltrúar ungra Framsóknarmanna á 9. flokks- þingi FRAMSÓKNARFLOKKSINS I»essi œaynd yar tckin aö ISótel B©rg á flokksgsingimi. Á hana vantar 15 gselrra full- tríía ting'ra Framsóknarinanna, er þingið sóttu. Víða er nii mikil g'róska í síarfi tmgra Framsókiiariiiaiina m. a. var nýleg'a stofnað F.F.F. á Seyðisfirði Æskan og land- búnaðurinn Frá öndverðu hefir land- búnaðurinn verið annar aðal- atvinnuvegur íslenzku þj óð- arinnar. Eins og aðrar atvinnugrein ar á landbúnaðurinn sína þró unarsögu að baki. En það mun óhætt að fullyrða, að fátt hafi valdið öðrum eins straum hVörfum í búskap og afkomu þeirra, er hann stunda, eins og samvinnuhreyfingin. í kjöl far þeirra bættu lífskjara, er henni fylgdu, hafa siglt víð- tækar framfarir og atvinnu- framkvæmdir á sviði landbún aðarins, og nú er svo komið, að á samvinnugrundvelli eru flest stórvirki landbúnaðarins leyst af hendi. Framsóknarflokkurinn, sem berst undir merki hagkerfis samvinnustefnunnar, hefir og átt þátt í öllum þeim laga- setningum, sem happadrýgst ar hafa orðið íslenzkum land búnaði. Skal þar stiklað á stóru og einungis nefnt það helzta, er vaidið hefir gjör- byltingu í búskapnum. Lög um nýbýlasjóð, lög um jarð- ræktarstyrk, lög um áveitur og svo mætti lengi telja. Af nýjustu framfaramálum landbúnaðarins, sem Fram- sóknarflokkurinn berst fyrir og mun ekki við skiljast, fyrr en sigur hefir unnizt, má nefna áburðarverksmiðju- málið. Við samruna kommúnista og íhaldsins í ríkisstjórn Ól- afs Thors hefst nokkur lægð á sviði landbúnaðarins. Aldrei hefir hlutfallslega minni fjár munum af eignum þjóðarinn. ar verið varið til landbúnað- arins en þá.Þeim fjármunum, sem þessi ógæfusama fjár- glæfrastjórn ekki sóaði í sukk og óþarfa, var beint til út- vegsins, og skal það aldrei lastað að styðja hann. En aldr ei í sögu landsins hefir það verið þorið blákalt fram nema þá, að heillavænlegast væri að leggja íslenzkan land búnað niður eins og kommún istar gerðu. Afleiðingin af þessari ein- beitingu fjármagnsins' var stórfelldari flótti frá land- búnaðinum en áður hafði þekkzt. Nú er svo komið, að mikill hluti þess fólks, sem land- búnaðinn flýði þá, eygir ekki framtiðarmöguleika við ein- hæfan atvinnuftkstur bæj- anna. Það er svo komið, að ungt fólk í bæjum landsins talar um það af fullri alvöru að flytjast út um sveitir lands ins og yrkja jörðina. En hér verða mörg ljón á veginum, og það stærsta er fjárhagsörðugleikarnir. Nú er það svo, að enda þótt styrk ir til nýbygginga í sveitum og nýbýlastofnunar séu ríflegir, þá er efnalitlu fólki það lok- uð leið að byrja búskap eins og verðlagi og kostnaði er nú háttað. Hér er stórfellt verkefni, er bíður úrlausnar. Annars veg- ar atvinnuþröng bæjanna, og qgamhfcid á 6. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.