Tíminn - 26.11.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1950, Blaðsíða 4
ö. TÍMINN. sunnudaginn 26. nóvember 1950. 265. bl'að. Úr sögu handritamálsins Framliald) V. Arni andaðist undir morg- in eða snemma morguns þ. I. janúar 1730. Daginn áður aöfðu þeir komið til hans, Hans Gram og Thomas Bart- aolin, og skrifað erfðaskrá aanaa Árna. Hann var þá svo iðíram kominn, að hann gat ikki undirritað hana. Og ,hann gat naumast undir- skrifað það með aðstoð Hans Hekkers," segir Grunnavíkur- Jón. Það er mjög efasamt, að Árni hafi verið með fullum íiönsum, er þetta skeði. „Höf- rðið innficeraði sóttin lítið,“ .ægir Grunnavíkur-Jón, „ut- *n hvað hann phantaseraði iOkkuð fyrstu nóttina og end ur og sinnum, þó lítið á móti 'yvi seinasta.“ „Sjón og heyfh jg aó mestu continue óskerta rænu hafði hann til þess sið- asta. Þó var sjónin tekin til dó uaprast nokkuð lítið fyrir tveim dögum.“ Þessar lýsing- Ar gefa sízt þá hugmynd, að Árni hafi getað lesið erfða- skrana eða verið heill á sál og sinni, er hann undirritaði hana, einkanlega ef þess er gæn, að Jón var aðdáandi Áriifc, að skrif hans eru vörn fyrir Árna og þá, sem gerðu erfðaskrána, sem hann og ‘aaio ippeldi sitt af. Er athöfninni var lokið stakK Bartholin erfðaskránni á sig, og síðan hefir hún ekki sézt, svo að vitað sé með vissu. Því paó er engin vissa — og naumast líkur fyrir því, að þaó sé þetta frumrit, sem Gruniiavíkur-Jón segist hafa séð. Frekar gæti verið, að frumritið hefði verið sýnt við óúskiptin, en hvorki er til sönnun fyrir því né hinu, að afrit pau, sem nú eru til af erföaskrá Árna, séu rétt af- rit, þvi þau eru óstaðfest, og pví iitils eða öllu heldur einsk is nýt sem sönnunargögn. Aóur en nefnd. erfðaskrá þeirra Grams og Bartholins var gerö, hafði Árni sálfur samiö erfðaskrá, heill á sál og likama. Hún var auðvitað giid, unz Árni ógilti hana meö siðari löglegri vilja-á- kvörðun sinni. En nú segja af- rit erfðaskrár þeirrar, sem G. og B. gerðu, að ákvarðanir ninnar fyrri erfðaskrár Árna skuli „være som uskrevne og uefterrettelige í alli Maader." Hví hefir háskólinn í Khöfn ekki varðveitt þessa eldri, og löglegu erfðaskrá? Hví hefir háskolinn ekki varðveitt það erfðaskráreintak, sem Hans Bekker naumlega gat skrif- að undir með því, að halda am pennan og hönd Árna, heldúr í þess stað varðveítt af skriftir, og þær óstaðfestar? Það þarf sérstakt hugarfar til að telja sér nægja svona eignarheimil^l. En Bröndsted skrifar: Maaden, hvorpaa disse Haandskrifter blever hvervet, kan man være be- kendt.“ VI. En setjum svo, að Arni Magnússon hefði arfleitt Hafnarháskóla löglega að fé sínu, bókum, handritum og skjölum. Hver var það þá, er hiaut réttinn? Ekki sérstofn- un Danmerkur, heldur háskóli einvaldskonungsins, konungs íslands, Danmerkur og Nor- egs. ísland er hér sem á öðr- um sviðum jafnrétthár aðili við Danmörky, og það skap- Eftir dr. Jóu Dúason. ar Danmörku engan yfirrétt eða forrétt fram yfir ísland, að háskólinn stendur á dönsku landi. Á erfðaskrár- afriti því, sem Hafnarskrár- háskóli varðveitir, má enn lesa, að Árni Magnússon ætl- ar dánargjöf sína, fé sitt og rit, einvörðungu ættjörð sinni, íslandi, íslenzku fræðistarfi og íslenzkum fræðimönnum. | Danskir menn mega enda ! ekki koma nærri fræðistarf- inu á kostnað sjóðs hans. Og sé mark takandi á nokkrum orðum. afritsins, þá er það á þessu, því hér birtist brot úr t huga íslenzks manns. — , Reyni Danir að helga háskól- I anum dánargjöf Árna með j hefð, verður niðurstaðan hin ] sama. Það er hvorki Dan- mörk eða dönsk stofnun sem fær réttinn. VII. Höfuðröksemd dr. Brönd- steds fyrir réttleysi íslands í handritamálinu er saman-' burður við örlög grískra hand | rita, er liggi í bókasöfnum Frakklands og Ítalíu í þeim löndum og með þeim þjóðum, er á endurreisnar-öldinni björguðu þeim og varðveittu þau. Skyldi nokkur Grikki láta sér til hugar koma að gera kröfu um, að þau yrðu flutt til Aþenu, segir Brönd- sted. Mér þætti nú einmitt lik- legt., að margur Grikki léti sér slíkt til hugar koma. En réttarstaða hans til að gera slíka kröfu er allt önnur en íslands til Danmerkur. í fyrsta lagi hefir Danmörk engu íslenzku handriti bjarg- að, en þar hafa glatast mörg — heill sægur — og Danmörk hefir enga ræktarsemi sýnt ísl. handritunum. Aðalhugsun arvillan i þessum samanburði dr. Bröndsted er þó á öðru sviði. Það var ekki hinn aust- rómverski keisari, sem kall- aði grísku handritin til sín til Parisar eða Ítalíu, og þau voru ekki gefin til, eða lögð inn til varðveizlu í stofnanir aust-rómverska keisarans eða Grikklands þar, þ. e. í París eða á Ítalíu. En ísl. handritin voru flutt til Danmerkur að boði kon- ungs íslands þar og lögð til varðveizlu inn í stofnanir hans og íslands þar, sem fyrr er sagt. Enn fremur: Austrómverska ríkið leið undir lok, er Tyrkir tóku Miklagarð, og réttindi þess og skyldur samkvæmt þjóðarrétti, og eflaust á fleiri sviðum réttarins, féllu þar með niður. ísland hefir þar á móti um allar aldir varðveitt fullveldi sitt að réttum lög- um og þar með öll sín rétt- indi, og meira að segja hefir konungur íslands setið kyrr í Kaupmannahöfn fram til þessa tíma. Þetta gefur íslandi lagarétt til að heimta handritin frá Danmörku. í Svíþjóð, Þýzka- landi og Englandi lentu ís- lenzku handritin ekki hjá konungi íslands né stofnun- um hans, enda er þar af leið- andi réttarstaða íslands til að krefjast handritanna frá þessum löndum allt önnur en frá Danmörku. VIII. Er Noregur var orðinn við- skila við ísland og Dan- mörku, samþykkti stórþingið norska þann 14. nóv. 1814, ályktun til konungs þess efn- is, að við uppgjörð milli Dan- merkur og Noregs og jöfnum gagnhliða krafa þessara ríkja, hvort á annað mætti verða tekið tillit til réttar Noregs til íslands, Grænlands og Færeyja, sem norskra ný- lendna,krónnýlendnanna í öðr um heimsálfum, svo og hluta Noregs í öðrum opinberum innréttingum, er kostaðar hafi verið af sameiginlegum sjóði Noregs og Danmerkur, og loks afhending hinna op-! inberu skjala, korta o. s. frv.,' sem snerta Noreg og verði hin síðastnefndu geymd á við eigandi stöðum í Noregi. Á þetta fjéllst hinn norsk- t sænski konungur í konungs- úrskurði 5. jan. 1815. Og í er- indisbréfi norsku samninga- mannanna, Vogts og Löven- skjölds, gefnu með konungs- úrskurði 16. mai 1815, segir svo í 8. gr. þess: i „Samkvæmt því, sem síð- asta auka-stórþing hefir beiðst af hans konunglegu hátign, ber að halda fram rétti Noregs bæði til norksu hjálendnanna íslands, Græn- lands og Færeyja og til hinna áður með Noregi sameigin- legu nýlendna utan Norður- álfu og stofnana.1 Danir mótmæltu kröfu Nor j egs til Norðurhafslandanna, I íslands, Grænlands, sem Nor- egur átti ekkert í og Færeyja, sem að vísu voru norsk hjá-l lenda, en að máli og menn- ] ingu sem ísland og hafði öld- 1 um saman verið stjórnað með íslandi í skrifstofum konungs. Á hitt allt féllust Danir, og upp í það var Nor-; egi veittur 12 millj. rd. af- sláttur í ríkisskuldunum. I Hlutdeild Noregs í ríkisskuld- 1 unum var upphaflega sett 15 millj., en var færð niður í 3 , millj. rd. j Þessa kröfu um uppgjörð og skipting sameignanna gat Noregur gert vegna þess, að hann var, og hafði alla tíma verið, að réttum lögum full- valda land og var Danmörku jafnrétthár aðili. Framhald Thorolf Smith segir í hugleið- ingum sínum í Vísi i fyrradag, að það sé ekkert æskilegt tak- mark i sjálfu sér að verða há- aldraður, nema vitsmunastarf- semin getið verið eðlileg. Þetta er að sjálfsögðu vel mælt og réttilega. Hins vegar er það allt af átakanlegt ef menn bila fyrir timann og öll viðleitni í þá átt að kenna mönnum heil- brigða lifnaðarhætti er virðing arverð. Nú er það svo, að fyrri tíma menn þoldu undarlega vel mikla áreynslu og munaðarlausa að- búð, og yrði mörgum erfitt nú að sæta kjörum þeirra. Við töl- um um tvímælalausar framfar- ir, en þó er vafasamt að sálar- friður, lífsgleði og lífsnautn sé nokkuð meiri en áður var. Þetta er leyndardómurinn og það get- ur verið erfitt að ráða hann. Morgunblaðið og Vísir hafa verið að tala um bræðslulykt- ina frá Hæringi undanfarna daga. Þar hefir verið brædd smásild og hefir víst gen’gið sæmilega. Þessu fylgir venju- leg síldarbræðslulykt, en auð- vitað ekki hin illræmda ýldu- fýla, sem kennd er við Jóhann Þ. og verksmiðjuna á Kletti, þar sem sólarkyngin er fram- leidd. Hins vegar er Hæringur ekki með lyktfría aðferð eins og verksmiðjan í Örfirisey. En hvers vegna er hún ekki látin taka til starfa? Eflaust gleddi það marga að sjá „gos“ úr henni eins og Víkverji segir. ‘Það fer nckkuð tvennum sög- um af útgerðarmálunum við Faxaflóa. Súmir halda,, að báta- útvegurinn hafi haft góðar tekj ur af síldveiðunum í haust, en útvegsmenn ýmsir segja, að það fari allt í sjálft sig og þess sját hvergi stað þó að eitthvað aflist. Þó halda flestir, að hér kennt nokkurs barlóms hjá útgerðar- mönnum og haustið hafi verið þeim gott, almennt, þó að það hafi vitanlega hvergi nærri leyst þá úr öllum vanda og atvinnu- rekstur þeirra. En það getur ver ið dálítið hættulegt líka að bera sig alltaf allt of illa. Svo eru hér að lokum nokkr- ar stökur, eftir Knút Þorsteins son frá Úlfsstöðum. Haust. Upp er kveðinn yfir jörð ísavetursdómur. Blunda freðin blóm við svörð, burt er gleðiómur. TJm mann. Hans var mundin hagleiksvís, — hrós þó fengi ei lýða. — Aumri úr hverri agnarflis axarskaft nam smíða. Fyrr og nú. Fyrr við Bretans hjarta hljóð hvíldi landsíns Freyja. En sveinanna nú seiðir blóð sólbrýnd Rínarmeyja. — Starkaður gamli. Seljum í heíldsölu: 30% og 40% —OST— frá Sauðárkróki Akureyri og Húsavík Frystlhúsiö Herðubreið A víð «g' clrolf (Framhald a1 3. síðu.) æðsti prestur við „guðsþjón- ustuna“ og ræddi meðal ann- ars um Kóreustyrjöldina. Komst hann svo að orði um hana, að ómerkilegar innan- landsóeirðir í litlu landi á bak við heiminn vildu kapítalistar útkljá með því að leggja land- ið í auðn. Það er sagt, að sælir séu ein faldir, og þess vegna mun það sálrænu jafnvægisástandi kommúnista heppilegast að í mynda sér þetta. En allur heimurinn veit, að málunum er öðru vísi farið. Allur heimurinn veit, að í Kó- reu eru kommúnistar að sýna friðarvilja sinn í verki, þar rekur „okkar mikli Stalin“ friðarboðskap sinn með því að láta rússneskar flugvélar og morðtól strá dauða og tortím- ingu yfir varnarlausar konu og saklaus börn. Sími 2678 H u 300 Hthmiii Timamt HUSMÆÐUR Einhver heilnæmasta fæðutegund er íslenzki *osturinn* Aukin ostaneyzla eykur heilbrigði þjóðarinnar Samband ísl. samvinnufélaga sími 7080 Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.