Tíminn - 09.12.1950, Page 2
t.
TÍMINN, laugardaginn 9. desember 1950.
276. blað
Jrá kap til keiía
Jtvarpið
Útvarpið í dag:
8.30 Morgunútvarp. — 9.10
Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há-
degisútvarp. 15.30—16.30 Mið-
degisútúvarp. — (15.55 Fréttir
og veðurfregnir). 18.25 Veður-
íregnir. 18.30 Dönskukennsla;
I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II.
fl. 19.25 Tónleikar; Samsöngur
(plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00
Fréttir. 20.30 Útvarpstríóið:
Tveir kaflar úr tríói op. 1 nr. 1
eftir Beethoven. 20.45 Leikrit:
„Örstuttir fundir“ eftir Noel
Co’.vard. — Leikstjóri: Baldvin
Halldórsson. 21.45 Danslög (plöt
ur). 22.00 Fréttir og veðurfregn
ir. 22.10 Danslög (plötur). 24.00
Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell fór væntanl.
frá Gandia í gærkvöldi áleiðis
til Rvíkur. M.s. Hvassafell fór
frá Stettin í gærkvöldi áleiðis
til Akureyrar.
Eimskip: ____
Erúarfoss kom til Reykjavík
ur 7. 12. frá Kaupmannahöfn.
Dettifoss kom til New York
28.11., fer þaðan væntanlega
10.12. til Reykjavíkur. Fjallfoss
er í Keflavík. Goðafoss fór frá
Reykjavík 4.12. til Hamborgar,
Bremerhaven og Gautaborgar.
Lagarfoss fór frá Hull 5.12. vænt
anlegur til Reykjavíkur um
miðnætti í nótt 8.12. Selfoss
fór frá Raufarhöfn 5.12. til
Amsterdam. Tröllafoss kom til
Newfoundland 4.12. fer þaðan
til New York. Laura Dan fór
frá Halifax 7.12. til Reykjavík-
ur. Foldin fór frá Leith 5.12.
til Reykjavíkur. Vatnajökull fór
frá Gdynia 7.12. til Reykjavík-
ur.
Ríkisskip:
Hekla fer frá Reykjavík í
kvöld vestur um land til Akur-
eyrar. Esja fór frá Reykjavik
um hádegi í gær austur um
land til Siglufjarðar. Herðuþreið
er í Reykjavík. Skjaldbreið er
væntanlegur til Reykjavíkur í
dag frá Breiðafirði. Þyrill er
í Bergen. Straumey var væntan
leg til Reykjavíkur í nótt eða
á morgun. Ármann fer frá
Reykjavík í kvöld til Vestmanna
eyja.
Flugferðir
FSugféiag íslands:
í dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Vestmannaeyja, ísa
fjarðar, Blönduóss og Sauöár-
króks. Frá Akureyri verður flug
ferð tii Siglufjarðar.
Á morgun er ráðgert að'fljúga
til Akureyrar og Vestmarma-
eyja
Árnað heilla
Hjónaband.
í gær voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Thorar
ensen Ragnheiður Guðmunds -
dóttir frá Hjarðardal í Önund-
arfirði og Einar Tómasson í
Auðsholti í Biskupstungum.
Hjónband.
S. 1. laugardag voru gefin
saman í Holti við Eyrarbakka
ungfrú Ingibjörg Sigurgríms-
dóttir og Sveinbjörn Guðmunds
son, bifreiðarstjóri, Merkigerði
á Stokkseyri. Séra Árelíus Níels
son gaf brúðhjónin saman og
fór hjónavígslan fram heima
í Holti. Heimili ungu hjónanna
verður að Dvergasteini á Stokks
eyri.
Messur á morgun
Rey ni vallapres takall.
Messa að Saurbæ á Kjalar-
nesi kl. 2 á sunnudag. Sóknar-
prestur.
Laugarneskirkja.
Messa kl. 2 e. h. Séra Garðar
Svavarsson.
Barnaguðsþjónusta kl. 10.15
Séra Garðar Svavarsson.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn.
Messa í Aðventkirkjunni kl.
11 f. h. á morgun. Sálmanúm-
er: 43, 374, 474 Og 207. Séra
Emil Björnsson.
Nesprestakall.
Messa í kapellu Háskólans kl.
tvö. Safnaðarfundur verður
haldinn eftir messu. Fundar-
efni: Rætt um frumvarp til
laga um veitingu prestakalla.
Séra Jón Thorarensen.
Hallgrímskirkja.
Messur á sunnudag kl. 11
f. h. Séra Jakob Jónsson (2 ára
afmæli Hallgrímskirkju). Kl.
1.30 guðsþjónusta. Séra Jakob
Jónsson. Kl. Messa séra Sigur-
jón Þ. Árnason.
Úr ýmsum áttum
Flugþjónustan.
1 nóvembermánuði fluttu flug
vélar Flugfélags íslands 1286
farþega, þar af 1012 í innan-
landsflugi og 2*74 á milli landa.
Eru þetta nokkuð fleiri farþegar
en fluttir voru á sama tíma í
fyrra, en þá var farþegatalan
1109. Veður var mjög hagstælt
til flugs í mánuðinum. enda
var flofíð alla daga nema tvo.
Má þe<ta teljast fremur siald-
gæft á þessum tíma ársir.s.
Vöruflutningar Flugfélags
Islands í s. 1. mánuði námu
samtals 15.235 kg., og er þar
um rösklega 60% aukningu að
ræða miðað við sama tíma í
fyrra. Gullfaxi flutti 5128 kg.
af vörum á milli landa í mánuð
inum. , og hefir hann aldrei
fyrr flutt svo mikið af vörurn
á einum mánuði. Vöruflutning
ar með flugvélum félagsins,
bæöi hér innanlands og á roilli
landa, fara sífellt vaxandi Hef-
ir þannig t. d. verið flutt helm
ingi meira magn af vörum með
Gullfaxa það sem af 'er þessu
ári heldur en flutt var allt
s. i. ár.
Þá voru flutt alls 7541 kg.
af pósti í nóvember, en í saroa
mánuði í fyrra námu þessir
flutningar 7155 kg. í desember
má búast við miklum póstflutn
ingum með flugvélum Flugfé-
lags íslands, ef að venju lætur.
í jólamánuðinum í fyrra voru
t. d. flutt liðl ega 10.000 kg. af
pósti innanlands og hátt á aðra
smálest milli landa.
Bjarni riddari
I kom til Hafnarfjarðar í gær
með 300 smálestir af fiski.
Í.R. Skíðaferðir.
að Kolviðarhóli í dag kl. 2 og
6. Farið verður frá Varðarhús-
inu. Stanzað við Vatnsþró,
Undraland og Langholtsveg.
Farmiðar við bílana.
Skíðadeild Í.R.
Háskólafyrirlestur.
Næstkomandi sunnudag 10.
desember flytur fyrrv. hæsta-
réttardómari, dr. jur. Einar
Arnórsson í hátíðasal háskólans
kl. 2 e. h. stundvíslega, fyrir-
lestur um MANNGJÖLD. í er-
indi sinu mun hann skýra frá,
hversu miklu manngjöld hafa
numið í fornöld og á Jónsbókar-
tímabilinu (eða eftir 1250 og
fram á 17. öld). Þessi mann-
gjöld voru í Grágás nefnd níð-
gjöld, en síðan á 12. og 13. öld
S. K.T.
Eldrl dansarnlr 1 Q. T.-húslnH
1 kvöld kl. 9. — Hdslnu lokað U.
10.30.
— Aðgöngumlðasala kl. 4—6. — Slml 8355. —
NORRÆNA FÉLAGIÐ :
hafa þau almennt verið nefnd
manngjöld. Efni þetta eftir
1280 hefir ekki verið rannsak-
að áður og mun fyrirlesarinn
skýra frá þessum gjöldum,
hvernig þeim hafi verið háttað
meðal germanskra þjóða og
síðan hjá íslendingum, en
helztu heimildirnar eru lögbæk
urnar Grágás og Jónsbók, ýmsir
dómar frá 15., 16. og 17. öld
og nokkur önnur gögn.
í íslenzkum fornritum er oft
minnst á gjöld eftir veginn
mann og er því mjög fróðlegt
að fá vitneskju um hversu
þessu hefir verið háttað.
Öllum er heimill aðgangur að
fyrirlestrinum.
Pabbi
verður sýndur í 24. sinn í kvöld.
Um fimmtán þúsund manns
hefir þegar séð leikinn.
Pétur Sigfússon
fyrrverandi kaupfélagsstjóri á
Borðeyri og gistihússtjóri í Borg
arnesi er sextugur í dag.
19. þing S.B.S.
Laugardaginn 2. desember
var 19. þing Sambands bind-
indisfélaga í skólum haldið i
Samvinnuskólanum. Mættir
voru 41 fulltrtúi frá 8 skólum.
I Guðbjartur Gunnarsson fyrr-
verandi formaður setti þing-
ið með ræðu, en fomaður
sambandsstjórnar flutti
skýrslu stjórnarinnar um
störf sambandsins seinasta
ár. Sambandið stóð m. a. fyr-
ir ræðuhöldum og skemmtun
1. febr. hélt málfundi um
bindindismál og íþróttamót
innan skólanna. Gaf einnig
út blaðið Hvöt.
Þingið ræddi um starf-
semi sambandsins og eflingu
þess, m. a. það, aö gera starf
semina víðtækari og meiri út
um land, en til þesesa þyrfti
helzt að hafa sérstakan er-
indreka. Var samþykkt að
stofna erindrekasjóð, úr hon-
um skal síðan verja fé til
þess að kosta erindreka til
starfa fyr r sambandið.
Formaður: Óii Kr. Jónsson,
Kennaraskólanum, varafor-
maður: Jón Böðvarsson,
Menntaskólanum, f éhirðir:
Guðmundur Georgsson,
Menntaskólanum, ritarí:
Elísabet Gunnlaugsdóttir,
Kvennaskólanum, meðstjórn-
andi: Valdemar Örnólfsson,
Menntaskólanum.
Að lokum ávarpaði- hinn ný
kjörni formaður þingið og
j sleit því.
Luciuhátíð
i u verður í Tjarnarcafé miðvikudaginn 13. des. kl. 8,30.
Til skeinmtunar verður: **
Stutt ræða, Lektor Gunnar Nilsson
' 8 Kvikmynd
Söngur: Guðmunda Elíasdóttir
Luciukaffi
Dans
Áskriftarlisti hjá Eymundsson.
Áskorun til þeirra
keupenda, sem aðvaraðir hafa verið bréflega um
að greiða blaðgjald ársins 1950 til viðkomandi inn-
heimtumanns. —
Greiðið blaðgjaldið til viðkomandi innheimtu-
manns eða beint til innheimtu blaðsins fyrir n. k.
áramót. —
Innheimta TÍMANS
Ný bók er að koma út
Morgunræður í Stjörnubíó 1950
« Eftir séra EMIL BJÖRNSSON.
::
H Ágóði bókarinnar fer í kirkj ubyggingarsjóð Óháða
' j: fríkirkjusafnaðarins. — Áskriftarlisti liggur frammi í
' 8 Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar, Laugaveg 3. —
Upplagið er takmarkað, en margir munu vilja lesa
þessar fyrstu ræður, sem fluttar voru í Stjörnubíó.
Stjórn Óháða fríkirkjusafnaðarins.
Jónas Jónsson frá Hriflu
flytur erindi um
Einokun eöa Viðskiptafrelsi
í Gamla Bíó á morgun Sunnudag kl. 1 y2 e. h. Að-/
göngumiðar á kr. 5 verða seldir í dag og á morgun.
i
ISunch í Osló
j (Frauhald af 8. síðu).
Kóreudeiluna og bund'ð enda
á styrjöldina þar. Hann svar-
j aði því, að hvorki kjarnorku
| sprengja né nokkurt annað
j vopn gæti leyst nokkra deilu
og allra sízt Kóreu-deiluna.
Hins vegar vildi hann benda
á það, að tæknihjálp sú, sem
Truman forseti v'æri upphafs
maður að mundi vísasti veg-
urinn til að koma á friði og
öryggi í heiminum og hefði
hún komið til framkvæmda
fyrir einum áratug eða svo,
hefði he'murinn losnað við
mörg þau vandamál, sem
hann á nú viö að stríða.
verður í lönó í kvöld
klukkan 9
Dansinn hofst kl. 11
Aðgöngumiðar frá kl. 5
41ÍJI■VSI'V'GASI>11 TIMAXS ER 8X3««