Tíminn - 09.12.1950, Qupperneq 5
276. blað
TÍMINN, laugardaginn 9. desember 1950,
B.
Nýju orkuverin
mega ekki valda
öfugstreymi
í ræðu sinni við aðra um-
ræðu fjárlaganna hrakti fjár
málaráðherra mjög rækilega
þá fullyrðingu stjórnarand-
stæðinga, að opinberar framr
kvæmdir yrðu með minnsta
móti á næsta ári. Ráðherrann
sýndi fram á, að að opinber-
ar framkvæmdir yrðu með
allra mesta móti, þegar þess
væri gætt að ríkið gengist
fyrir byggingu stórra raf-
orkuvera við Sogið og Laxá.
Nokkrar vonir standa einnig
til þess, að hægt verði að
byrja á byggingu áburðar-
verksmiðju.
Þegar athugað er, hve stór-
felldar þessar framkvæmdír
eru, er miklu fremur ástæða
til að óttast, að opinberar
framkvæmdir verði of miklar
en of l'tlar, þannig að þær
dragi óeðlilega mikið efni írá
nauðsynlegum framkvæmd-
um einstaklinga og skapi ó-
eðlilega samkeppni við at-
vinnuvegina um vinnuaflið.
Því síðara getur fylgt mikil
verðbólguhætta, en því fyrra
að allra nauðsynlegustu fram
kvæmdir, eins og íbúðarbygg
ingar, stöðvist með öllu.
Þessum stórfelldu fram-
kvæmdum fylgir loks sú
hætta, að þeir landshlutar,
sem ekkj koma til með að
njóta þeirra, verða óeðlilega
mikið útundan, ef ekki eru
gerðar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir það í tíma.
Það, sem nú þegar þarf að
gera, er því að tryggja þess-
um landshlutum og héruð-
um sérstakan forgangsrétt
að öðrum opinberum fram-
kvæmdum meðan bygging
þessarra stóru orkuver^ stend
ur yfir. Á sama hátt þarf að
tryggja framkvæmdir ein-
staklinga þar sérstakan for-
gangsrétt.
Verði þetta ekki gert og
framvindan látin verða sú,
að þeir bæir og byggðarlög,
sem njóta eiga hinna stóru
orkuvera, hreppi einnig mest
allt af öðrum framkvæmdum
er augljóst hver afleiðingin
verður. Fólkið heldur þá á-
fram að þyrpast til þeirra
staða, en flýr þá kaupstaði,
kauptún og byggðarlög, sem
sett eru á hakann. .
Hér er um að ræða mál,
sem Alþingi og ríkisstjórn
verða að gefa fyllsta gaum.
Annars geta liin stóru orku-
ver, sem eiga að verða til
mikils gagns, gert í upphafi
svo mikið ógagn, að það fá-
ist aldrei bætt.
Þeim mun meiri ástæða er
til þess að gefa þessu gaum að
þeir landshlutar, sem ekki
koma til með að njóta þess-
arra orkuvera, hafa í ár orð-
ið fyrir ýmsum skakkaföllum
af völdum náttúrunnar. Á
Vestfjörðum hefir verið afla
brestur, en austanlands hafa
óþurrkar valdið miklu tjóni.
Þessvegna er sérstök þörf fyr
ir það að örfa atvinnulífið
þar.
Þeir kaupstaðir og þau
byggðalög, sem koma til með
að njóta hinna stórfelldu
ÞjóðleikhúsLð:
KONU OFAUKIÐ
Fimmtudagskvöldið 7. þ. m.
frumsýndi Þjóðleikhúsið
„Konu ofaukið“ eftir Knud
Sönderby.
Þessi sjónleikur fjallar um
konu, sem ann börn-
um sínum, vill allt
fyrir þau gera, en á ekki
trúnað þeirra og kemst að
þeirri niðurstöðu, eftir ýmsa
árekstra og sárindi, að sér
sé ofaukið og ekkert geti hún
gert börnum sínum betra en
að hverfa frá þeim til fulls.
Hér er gripið á vandamáli,
sem allt fullorðið fólk hefir
kynnzt í ýmsum myndum.
Það er því í sjálfu sér efni,
sem varðar menn og ætti að
snerta áhorfendur. En sá ljóð
ur er á, að frú Tang er ekki
andlega heilbrigð í upphafi
sögu. Og svo verður þá fram-
haldið eftir þvi. .
Sambúð eldri og yngri kyn
slóðar er alltaf viðkvæmt mál.
Með þessum sjónleik er sýnt
a% sú leið er vandfarin. Þar
eru til blindsker og boðar. Og
raunar sýnir leikurinn ekki
neina leið fram hjá þeim tor-
færum.
Frú Tang heimtar trúnað
barna sinna en dettur ekki í
hug að vinna hann. Hún
krefst þess að vera forsjón
þeirra. Hún þráir að lifa fyrir
þau — jafnvel fórna sér fyrir
þau. En börnin eru fullorðin,
þola afskiptasemi hennar illa
og fara eigin götur. Gamla
konan vildi því helzt, að hún
gæti látið taka úr sér hjartaö,
svo að hún hætti að finna til.
Með dálítilli góðgirni má
segja, að hér sé boðskapur
leiksins. Hann eigi að minna
á þau lífssaunindi, að í þess-
um hortuga og vanþakkláta
heimi sé alltaf skynsamlegra
að gera eitthvað sér til dund-
urs og afþreyingar þangað til
einhver leitar liðsinnis manns
heldur en að troða ótíma-
bærri hjálp upp á aðra. Ef
þeir hafa ekki vit á að þiggja
hjálp og tilsögn hjá okkur,
þó að hvorttveggja standi til
boða, er ekkert við því að
segja, bara bíða, og láta allt
ljúfmannlega í té, þó að seint
sé vitjað. Þessi lífsregla er
sjálfsagt öllum holl, bæði í
fjölskyldulífi heimilisins og
frjálsum félagsskap.
Arndís Björnsdóttir leikur
frú Tang og er það mikill
leikur og sterkur.
^Róbert Arnfinnsson leikur
Eirík, son frúarinnar. Það
hlutverk mun vera tiltölu-
lega auðvelt, þar til i þriðja
þætti, en þar fer Róbert vel
með það og er vandanum vax
inn. Eiríkur er skapmaður og
drengur góður.
Herdís Þorvaldsdóttir leik-
ur Ester dóttur frú Tang.
Þessi unga stúlka vinnur sam
úð áhorfenda, enda hefir hún
lært af víxlsporum og vangá
liðinnar ævi. Áhorfandanum
finnst að þessi stúlka eigi skil
ið traustan og öruggan ást-
vin, en því er ekki að heilsa.
Einar Pálsson leikur Klás,
unnusta Esters, heldur leið-
inlegan strák, óframfærinn
og frekan í senn, eigingjarn-
an og grimman. Einar gerir
þessu verkefni góð skil, og er
það þó erfitt.
Jón Aðils leikur Jórgen,
fyrri unnusta Esters, kald-
rifjaðan heimsmann, gáfaö-
an óþokka.
Það er fróðlegt að bera
þessa tvo unnusta saman.
Hvorugan er gæfulegt að
leggja lag sitt við, enda verð-
ur Ester að því. Báðir eru þeir
sérgóðir og vilja hafa stúlk-
una íyrir s'g án þess að vilja
taka á sig nokkrar skyidur
eða sækjast eftir að vera
henni nokkuð. Jörgen er
miklu meiri hæfileikamaður
að vitsmunum. Klás virðist
geta verið efni í ráðdeildar-
saman fjölskylduföður. En
kröfur sínar í sambandi við
Ester miða þeir við það eitt,
að þeir njóti lífsins. Önnur
sjónarmið komast þar ekki að
Hildur Kalman leikur Ninu,
vinstúlku Eiríks, og er það
lítið hlutverk.
Klemenz Jónsson leikur
Karlsen, ruglaðan karl en
annars góðlátlegan og
skemmtilegan náunga og fer
ánægjulega með það hlut-
verk.
Indriði Waage er leikstjóri.
Um meðferð leikenda þarf
ekkrað kvarta, og ekki verð-
ur það fundið að þessum leik.
að efnið sé ofar skýjum. En
Ragnar heitinn Kvaran sagði
einhverntíma í tímaritsgrein
um eitt af íslenzkum skáld-
um, að það fremdi meinlæti
á sjálfu sér með því að gera
allskonar duttlunga að ástríð
um. Þetta leikrit er i þeim stíl.
Það er verið að gera duttl -
unga að ástríðum. Þetta er
sjúkt. Þrjár manneskjur ríf-
ast, af því þær hafa ekki neitt
alvarlegt að fást við, segir
Ester.
En þó er þetta athyglisvert,
því að taugaveiklun samtíðar
innar stafar að verulegu leyti
af þvi, að menn kunna ekki
að nota sér meðlínti og á-
hyggjuleysi og fara því að
rífast og ergja sig af því að
erfiðleikana vántar. Líklega
þarf erfiðleika, jafnvei hörm
ungar, til að lækna tauga-
kerfið! En betra hefði þó ver-
:ð að sýna okkur erfiðleika
(1 ra mh Urt 4 6. slðu.)
raforkuframkvæmaa, verða
að sæta sig við það, að dreg-
ið sé úr öðrum framkvæmd-
um hjá þeim, meðan verið
er að koma orkuverunum
upp. Er til lengdar lætur,
verður það líka ekki síður
þeim stöðum til hagsbóta en
hinum, því að það er þeim
enginn hagur, að þeir of-
fyllist, en aðrir staðir legg-
ist í auðn, þar. sem þó hefði
verið hægt að tryggja margt
manna góða lífsafkomu, ef
rétt hefði verið á haldið.
Þeirri stefnu hefir verið
fylgt of fast á undanförnum
árum, að vanrækja mjög
mörg kauptún og byggðarlög,
en beina fjármagninu til til-
tölulega fárra staða. Af þessu
hefir þegar hlotizt illt og mik
ið öfugstreymi. Það er m;kil
hætta á, að hinar stóru raf-
orkuframkvæmdir, sem nú
eru ráðgerðar, auki á þetta
öfugstreymi, nema þing og
stjórnarvöld geri sérstakar
aögerðir til varnáá'. Þessar
aðgerðir þurfa að vera.fólgn-
ar i því, að tryggja forgangs
rétt þeirra héraða, sem þess
ara orkuvera eiga ekki að
njóta, til að fá fjármagn og
efni til annarra framkvæmda.
Þótt svo farij að eitthvað
verði dregið úr fjárfestingar
eftirliti þess opinbera, verð-
ur að gæta til hlítar þessa
sjónarmiðs.
NÝ BÓK:
Með vígdrekura
ura veröld alla
Eftir styrjöld'na hafa marg
ir þeirra, sem mest komu þar
við sögu eða í stærstu ævin-
týrunum lentu, birt endur-
m nningar sínar. Meðal þeirra
er Mountevans lávarður, en
hann á rnjög ævintýralegan
feril að baki. Hann lét það
vera sitt fyrsta verk sitt eft'r
styrjöldina að skrifa ævisögu
sina og hefir hún öðlazt mikl-
aT vinsældir víða um heim.
Æviferill Mountevans lá-
varðs hefir verið óvenjulega
viðburðaríkur. Hann var all-
baldinn í æsku og var m. a.
rekinn úr skóla. Siðar gerð-
ist hann sjóliði og tók þá
þátt í ýmsum leiðangrum til
Suðurheimsskautsins í sam-
bandi við rannsóknir Scotts.
í fyrri heimsstyrjöld’nni var
hann á tundurspillum og
lenti þá oft i ævintýrum. Síð
ar var hann á beitiskipi við
Kína og þar á eftir flotafor-
ingi bæði í Ástralíu og Afríku.
í í síðari styrjöldinni tók hann
I þátt í hinni misheppnuðu
' innrás Breta í Noreg, stjórn-
aði loftvörnum Lundúna og
kom víðar við sögu. Hann hef
ir margt fleira reynt og komið
við en það, sem hér er greint
og m. a. komið til íslands og
gre'nir allítarlega frá dvöl-
inni hér í ævisögu sinni.
Ævisaga Mountevans lá-
varðar.er nýlega komin út í
íslenzkri þýðingu undir nafn
inu: Með vígdrekum um
veröld alla. Þýðinguna hefir
Sigurður Björgúlfsson gert, en
útgefandi er Prentsmiðja
Austurlands h.f. Margar
myndir prýða bókina og er
frágangur hinn vandaðasti.
Er vafalaust að þessi bók
muni hér eins og annars stað
ar hljóta hylli þeirra, sem
hafa gaman af því að kynn-
ast framaiíu,i löndum og þjóð
um og ævintýralegum, sann-
sögulegum viðburðum.
Fjársöfnun Mæðra-
styrksnefndar
Það líður að jólum — hátíð
heimilanna — hátíð ljóssins
— hátíð barnanna!
Hjá engum mun jólaeftir-
væntingin vera eins sterk og
hjá blessuðum börnunum, og
hvergi verða vonbrigöin sár
ari en hjá þeim, hafi jólin
smærra og færra að færa, en
vonir stóðu til. Þess vegna
er aldrei eins örðugt að vera
fátækur og getulítill og á
jólunum. Það fær, því miður
—, mörg móðirin að reyna.
Msdðrastyrksnefndin hefir
um fjöldamörg ár gengist fyr-
ir fjársöfnun til jólaglaðn-
ings fátækum mæðrum og
einstaklingum. Enn á ný leit
ar nefndin til ykkar góðir
Reykvíkingar.
Undanfarin ár, haf:'ð bið
reynzt stórtækir, í fyrra var
t. d. hægt að senda jólaglaðn
ing til um 500 mæðra. Hvað
það verður í ár, fer eftir gjaf
mildi, vilja og fórnfýsi ykkar.
Þörfin er ekki minni nú en
áður.
Söfnunarlistar hafa verið
sendir fyrirtækjum víðsveg-
ar um bæinn, og verður þeirra
vitjað á næstunni. Það eru
vinsamleg tilmæli nefndar-
(Framhald á 7. síðu.)
Hvað óttast for-
stjóraflokkurinn?
Þeir, sem kynna sér þing-
lið jafnaðarmannaflokkanna
á Norðurlöndum og í Bret-
landi, komast fljótt að raun
um, að það er að verulegu
Ieyti skipað mönnum úr hópi
hinna vinnandi stétta. Það
eru verkamenn, bæði ósér-
lærðir og sérlærðir, sem hafa
unnið sig upp innan verka-
lýðssamtakanna, og síðan ver
ið kjörnir þingmenn sem full-
trúar stéttar sinnar. Þetta á
ekki sízt stóran þátt í því, að
þessir flokkar standa í nánu
sambandi við verkalýðinn,
vinna að raunhæfum umbót-
um fyrir hann, en láta sig
yfirboö kommúnista engu
skipta. •
Ef horft er á þinglið Al-
þýðuflokksins íslenzka verður
hins vegar annað upp á ten-
ingnum. Þar er enginn verka-
maður. Allir þingmenn Al-
þýðuflokksins að einum und-
anskildum eru forstjórar við
eina eða aðra ríkisstofnun, en
þessi eini er prófessor við há-
skólann. Þingflokkur Alþýðu-
flokksins er þannig slitin úr
tengslum við verkalýðinn,
gerir sér því litla grein fyr-
ir hagsmunum hans, en reyn-
ir að tryggja sér pólitískt lif
með því að keppa við komm-
únista í yfirboðum.
Það er ekki sízt í þessu, sem
gæfumunur íslenzka Alþýðu-
flokksins og alþýðuflokka ná-
grannalandanna er fólginn.
í beinu samræmi viö þetta,
er það líka, að þingmál Al-
þýðuflokksins eru oftast ýms
minniháttar mál, er standa í
sambandi við bitlinga og
flokkshagsmuni af slíku
tagi, en eiga ekki neitt skylt
við hagsmunabaráítu fólks-
ins í landinu. Þannig hefir
hann nýlega flutt tillögu um
rannsóknarnefnd á hendur
ríkisútvarpinu og er tilefnið
talið það, að af sparnaðar-
ástæðum var Ólafur Friðriks-
son látinn fella niður þátt,
sem hann hafði annast fyrir
útvarpið. A. m. k. fæddist til-
lagan ekki fyrri en búið var
að taka þessa ákvörðun.
í þinginu hefir verið bent
á, að það sé næsta óeðlilegt,
að fyrirskipa rannsókn á hend
nr einni ríkisstofnun, nema
ærnar sakir séu fyrir hendi,
og því sé eðlilegt, ef ráöist er
í siika rannsókn, að hún sé
Iátin ná til allra rikisstofn-
ana í heild.
Út af þessari ábendingu,
ætlar blað Alþýðuflokksins
alveg vitlaust að verða. Það
gerir einkum hróp aö Her-
manni Jónassyni, sem hefir
hreyft þessari ábcndingu sér-
staklega. Hvað er það, sem
blaöið óttast?
Vill Alþýðublaðið kannske
ekki láta rannsaka, hvernig
forstjóraskiptin urðu hjá
Brunabótafélagi íslands, en
sagan segir, að Stefáni Jóh.
hafi verið holað þar niður
mcð þeim hætti, að fyrrv. for
stjóri var fenginn til að víkja
gegn því loforði, að hann
héldi fullum Iaunum? Af þcss
um ásíæðum hefir Brunabóta
félagið raunverulega greitt
tvenn forstj.laun um allangt
árabil. Sagt er líka, að lítið
fari fyrir störfum Stefáns
Jóhanns hjá Brunabótafélag
inu og a. m. k. þurfti fyrir-
tækiö ekki að bæta við nein-
um manni í stað hans meðan
hann var ráðherra. Væri
þetta vissulega ekki minna
(FramLald a 6. aí3uU