Tíminn - 15.12.1950, Blaðsíða 8
34. árgangur.
Suðurherinn hrindir
áhlaupi viðHungnam
í gær urðu nokkur átök í
nágrenni Hungnam, þar sem
10 kínversk herfylki sækja
að hafnarborginni, þar sem
brottflutningur liðsins frá
Choshin-stíflunni fer nú fram
Hrundu varnarsveitirnar á-
hlaupum kínverska hersins í
gær, en varnarhringurinn
þrengist nokkuð og liggur nú
10—15 km. frá borginni um
borgirnar Hamhung og Chi-
gyong.
Á miðvígstöðvunum urðu
engin átök á landi í gær og er
það 15. dagurinn í röð, sem
svo er. Lofther beggja hafði
sig. hins vegar mikið í frammi
og gerðu flugvélar S.Þ. harðar
árásir á herstöðvar norður-
hersins. Kínverskar flugvél-
ar höfðu sig töluvert í frammi
og gerðu árásir á ýmsa staði
skammt norðan 38 breiddar-
baugs. Flugvélar þessar komu
flestar frá flugvöllum í nánd
við mynni Yalu-fljótsins. Hef
ir norðurherinn ekki fyrr
beitt svo mörgum flugvélum í
einu. —
desember 1950.
281. blað
Attlee telur fótfestu
S.Þ. í Kóreu örugga
Chai'chill vottar atanríkisstofnu stjjónnr-
ÍHiiar fylgi en vill lokaðan fiind eftir jól
Attlee forsætisráðherra Breta hóf umræður um utanrík-
ismál í neðri málstofu brezka þingsins í gær og ræddi fund
sinn og Trumans forseta um daginn. Ræða hans var löng
og töldu stjórnarandsfæðlngar, að fundur þeirra Trumans
mundi hafa orðið íil mikíls gagns.
Bretar hafa nýlega skipað nýjan sendiherra 1 Osló. Hann
ncfnist Michael Wright og sést hér vlð skrifborð sitt í sendi-
ráðinu í Osló skömmu efíir komuna þangað.
Akureyringar taka
við nýja togar-
anum í dag
Ætla að reyna að
komast heim með
liann fyrir jól
Akureyringarnir, sem fóru
með Svalbak til Bretlands til
að taka við hinum nýja tog-
ara Akureyr'nga, Harðbak,
taka væntanlega við skipinu
í dag.
Þeir, sem veita því viðtöku
eru Guðmundur Guðmunds-
son framkvæmdastjóri togara
útgerðarinnar og skipstjórinn
Sæmundur Auðunsson, en
þeir fóru báðir utan með Sval
bak, ásamt sk'pshöfninni.
Svalbakur seldi afla sinn
fyrir rúmlega 7 þúsund ster-
lingspund, en hann var með
2300 kitts. Er þetta því sæmi
leg sala.
Umferðatafir vegna
snjóa í Eyjafirði
Lótlaus stórhrífi þar í alian gærdag og allir
vegir að verða ófærir
I allan gærdag var stórhríð á Akurcyri, cins og víðast hvar I
annars staðar á Norðurlandi. Umferð bíla mátli heita stöðv- I
uð um bæinn í gærkvöldi, og illt útlit um mjólkurflutninga j
með bílum úr héraðinu til Akureyrar.
Mesti snjór það sem
af er vetrarins.
í Eyjafirði er nú mestur
snjór, það sem af er vetrar-
ins. Allir fjallvegir eru ófærir
með öllu og undanfarna daga
hefir færðin verið mjög erf-
ið um héraðið á láglendi.
í gær var norðan stormur
og mikil snjókoma. Bættist
því enn við mik'll snjór, svo
gera má ráð fyrir mikilli ó-
færð nyrðra í dag, ef ekki al-
gjörri umferðarstöðvun bif-
reiða um allan Eyjafjörð.
Ófært um götur Akurevrar.
Þegar tíðindamaður blaðs-
ins átti viðtal við fréttaritara
þess á Akureyri í gærkveldi
var ennþá stórhríð og ófærð.
Bifreiðaumferð var að kalla
stöðvuð á götum bæjarins, en
hafði áður verið mjög þung-
fær undanfarna daga.
Erfiðleikar á
mjólkurflutningum.
Mjólkurbílarnir, sem fóru
út um héraðið í gær, komust
sumir við illan leik til Akur-
eyrar aftur, enda hafði færð
in versnað stórlega meðan
þeir voru í ferðum sinum.
Ekki var þó orðið með öllu ó-
fært í gærkveldi um héraðið,
en héldi áfram að snjóa I
nótt, var taliö að með öllu
yrði ófært bílum um byggðir
Eyjafjarðar. í dag.
Teppist vegir munu bænd-
ur reyna ýms ráð til að koma
mjólkinni til Akureyrar og
eru víða t’l hestasleðar, sem
oft hafa komið í góðar þarfir
við mjólkurflutningana að
vetrarlagi.
Víða að verða haglaust.
Víða til sveita er nú orðið
haglaust. Einkum gætir þess
í uppsveitum austan Eyja-
fjarðar. í lagssve'tum Þing-
eyjarsýslu eru einhverjir hag
ar enn, og sama er að segja
um lágbyggðilr Eyjafjaíðar.
Bjartsýnni á hcrfur í Kóreu.
Attlee ræddi fyrst Kóreu-
málin og samkomulag þeirra
Trumans um þau. Sagði hann.
að hin skyndilega ofureflis-
sókn Kínverja í Kórcu, þegar
herir S.Þ. voru í þann veg-
inn að sigra til fulls árásarlið
Norður-Kóreu, og koma á
friði í landinu, heföi verið
mikill hnekkir fyrir S.Þ. en
þó sýndu atburðir síðustu
tveggja vilcna, að staða herja
S.Þ. væri sterkari en ætla
mætti af leiftursókn Kín-
verja suður á bóginn. Aug-
ljóst væri nú orðið að sóknin
hefði orðið norðurhernum of
dýr, mannfall hefði verið
meira en hann hefði þolað,
og hann hefði ekki getað fylgt
skyndisigri sínum eftir og
misst af mikilvægum tæki-
færum til framhaldandi sigra.
Að sjálfsögðu hefði tap suð
urhersins, bæði í mannafla
og hergögnum verið mikið, en
samkvæmt skýrslum Mac
Arthurs síðustu daga, stæðu
Hámarksverð sett
Eldur í verzlunarhúsi 'á jólatré og greinar
á Kársnesi í Kópavogi
Miklar Nkeinm<lir á húsi og vöram
Laust fyrir klukkan átta í gærmorgun urðu menn, sem
áttu leið um Borgarholtsbraut á Kársnesi í Kópavogshreppi,
l>ess varir, að eldur var í búðinni í öðrum enda hússins Borg-
arholtsbraut 20. Var slökkviliðið kvatt á vettvang, en miklar
skemmdir urðu á húsinu og vörum í búðinni, áður en eldur-
inn varð kæfður.
timbri og texi. Skemmdir á
þeim endanum, sem búðin
var í, urðu miklar, auk þess
sem rífa varð af nokkurn
hluta þaksins.
Eigandi búðarinnar heitir
Þorkell Sigurðsson. Eldsupp-
tök eru ókunn, en svo virð-
ist, sem eldurinn hafi verið
kominn upp fyrir nokkru, er
hans varð vart.
Aðstáða slökkviliðsins var
hin erfiðasta, því að þarna
var ekkert vatn að fá til
slökkvistarfsins, og varð það
að notast við vatn, sem það
hafði á slökkvibílunum. Þó
tókst að ráða niðurlögum
eldsins.
Húsið var einlyft stein-
hös, en þiljað im>p með
Verðlagsyfirvöldin hafa á-
kveðið hámarksverð á jóla-
trjám þeim og grenigreinum,
sem nú er verið að selja í
bænum. Er verðið í smásölu
á helztu stærðum jólatrjánna,
sem hér segir: 0,60 — 1 metri
kr. 27,00, 1—1,5 metrar kr.
30,00, 1,5—2 metra kr. 37,00
2—2,5m. kr. 50,00. Grenigrein
ar má aðeins selja eftir vigt
og er verðið kr. 6,75 í smásölu.
Vcrðliækkun á kaffi
Verðlagsyfirvöldin hafa
auglýst nýtt hámarksverð á
brenndu og möluðu kaffi og
er það sem hér segir með sölu
skatti: í heildsölu kr. 33,40 en
í smásölu kr. 36,60. Ef kaffið
er ekki í pökkum er verðið 40
aurum lægya.
,Kátir voru kariar’
eftir Steinbeck
Bókin „Kátir voru karlar"
eða sagan um Daníel og hirð-
menn hans, sem nú er á ferð
í þýðingu Karls ísfelds er ein
af beztu bókum ameríska
höfundarins John Steinbeck,
sem löngu er kunnur hér á
landi fyrir skáldsögur sínar.
„Kátir voru karlar“ eða „Tor
tilla Flat,“ eins og hún heítir
á enskunni, var raunar sú
bók, sem gerði Steinbeck fræg
an rithöfund. Hún gerist í
Mexikó og lýsir fyrirhyggju-
lausum auðnuleysingjum,sem
allt í einu verða auðugir og
sýnir aðdáanlega vel,. hvern-
ig auðurinn og allsnægtirnar
verða þeim til óhamingju,
sem ekki kunna með að fara
og þeir finna ekki lífsgleði
sína á ný fyrr en öllu er eytt.
En auk þess að sýna þennan
sannleika á svo eðlilegan og
glöggan hátt, er sagan bráð-
fyndin, frásögnin barnslega
einlæg og töfrum slungin í
senn.
Ritsafn Gunnars
Gunnarssonar
Bókaútgáfan Landnáma,
sem gefur út rit Gunnars
Gunnarssonar í heild, mun á
næsta ári gefa út nýtt skáld-
verk eftir hann. — Fyrir ára-
mót er ætlast til, að út komi
af ritsafninu sögurnar Jörð
og Hvíti-Kristur. Hingað til
eru átta bækur komnar út.
miklar vonir til, að her S.Þ.
gæti haldið velli 1 Kóreu, og
engin.hætta væri á, að hann
yrði rekinn úr landinu þar
sem honum hefði nú tekizt
að taka sér trausta varnar-
stöðu.
Lausn verður að finnast.
Ann'ars sagði Attlee, að nú
virtist lokuð sú leið, að S.Þ.
gæti komið á fríði og lýðræði
í Kóreu með því að yfirbuga
árásaraðilann, þar sem Kín-
verjar hefðu nú komið hon-
um til hjálpar, og því yrði að
ganga að samningsborði við
þá, en til þess að slíkir samn-
ingar gengju að óskum væri
sterk hernaðarstaða S.Þ. í
Kóreu nauðsynleg.
Formósa mesta vandamálið.
Attlee sagði, að deilan \im
Formósu væri eitthvert mesta
vandamálið í dag, og þar sem
Kínverjar hefðu nú rofið
Kairó-samþykkt:na, þar sem
þeir hefðu skuldbundið sig til
að tryggja Kóreu sjálfstæði
og gr:ð, væru samningar við
þá um Formósu miklu erfið-
ari, enda hefði Formósu-deil
an myndazt vegna Kóreu-
stríðsins og leystist af sjálfu
sér, ef Kóreudeilan leystist.
Þessi deilumál yrði að leysa
að hefðbundnum hætti um
lausn alþjóðlegra deilumála
og til þess að svo mætti verða
yrðu Kínverj ar að virða gerða
samninga.
Varnir Evröpu.
Þá sagði Attlee, að annað
aðaiefni Washington-fundar-
ins hefði verið varnir Evrópu
og hefði orðið fullt samkomu
(Framhald á 7. síðu.)
Gaflinn fauk úr
birgðaskeramunni
Frá fréttaritara Tímans
í Reykhólasveit.
Hið mesta íárviöri var hér
um slóðir aðfaranótt síðast-
liðins sunnudags, og mun
veðurhæðin hafa orðið þrett-
án vindstig á Reykhólum.
Sprengdi veðrið járnklædd-
an timburgafl úr birgða-
skemmu tilraunastöðvarinn-
ar þar. Mun þó lélegum frá-
gangi byggingameistarans
hafa verið um að kenna, að
gaflinn stóðst ekki veðrið.
Skemman fylltist af fönn,
en verulegar skemmdir munu
ekki hafa orðið á því, sem
þar var geymt.
IVýtt verð á benzíni
Verðlagsyfirvöldin hafa á-
kveðið, að verð á benzíni
skuli vera kr. 1,51 hver lítri
frá deginum í dag að telja.