Tíminn - 23.12.1950, Page 4

Tíminn - 23.12.1950, Page 4
4. TÍMINN, laugardaginn 23. des. 1950 288. blað. Smávegis hugdettur Tfðarfarið. ,,Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni“, segir Stephan G. Stephansson, og þetta er satt, eins og svo margt fleira, sem þessi stór- gáfaði snillingur sagði. Þess vegna er það engin furða.þótt tíðarfarið verði það fyrsta, sem grannarnir tala um þeg- ar þeir hittást, og spyrji hvor annan hverju þeir spái, og hvernig sá og sá haldi að veðr áttan verði nú i sumar, haust vetur eða vor. Því enn eru þeir nú til hér á Suðurlandi, sem á Norður- og Austurlandi — eftir sögn Benedikts Gíslason ar í Hofteigi — sem láta sér ekki nægja að spá til 1 dags eða viku, heldur heila og hálfa ársfjórðunga. Og þótt all oft hafi þessir spádómar ekki ræzt, stundum orðið öld- ungis öfugir, eins og hjá Gvendi gamla Gunnarssyni, sem var hjá okkur Skúla Þor- varðssyni fyrv. alþm., þegar hann bjó í Austurey hér f hreppi. Gvendur spáði á hverj um degi en Skúli sagði, að það væri þó eitt gott við spá- dómana hans Gvendar, að þeir rættust oftast nær, en alltaf þveröfugt við það, sem hann spáði. Nú, mér þótti það nú ekki svo bölvað, verra gat það verið. En hvað um það, það hafa þó alltaf verið til veðurglöggir menn og athug- ulir. „Dragið þið piltar, ég skal passa veðrið", er haft eftir Jóni bónda á Hrauni í Grinda vík, miklum og veðurglögg- um farmanni. Allir hásetarn- ir drógu vitlausan fisk, en Jón var með sama fiskinn á færinu allan daginn, unz hann harkaði sig upp, og fór allt vel, Jón passaði sjóinn. Þó er sagt, að honum hafi einu sinni mistekizt. Var hann þá róinn. Hvessti brátt á hann, svo hann skipaði há- setunum að flýta sér í land, og mátti ekki tæpara standa, að allt færi vel. Þá sagði Jón: „Svona fór það, það gerði að ég leit ekki í „austurskömm- ina“ í morgun“. En það voru fleiri en Jón á Hrauni af far- mönnum fyrri tíðar, sem tóku eftjr veðurfari, enda ekki á annað að treysta. Þá voru ekki áttavitar eða loftvogir til að fara eftir. Og þótt ann- að sé Jón á Hrauni og Vælu- kjóinn, þá vil ég engum ráð- leggja, að breiða mikið af heyi daginn þann, sem hann fer að væla að morgni, því hann veit sínu viti um tíðarfarið, ekki síður en mennirnir, og svo eru fleiri fuglar. Tekið hef ég- eftir því, að ekki bregzt það hey, sem hrafninn krúnkar yf ir nýslegið. Og svona mætti lengi halda áfram í þessum dúr. Tíðarfar á Suðurlandi mátti heita farsælt í sumar, spretta góð á endanum, og þótt stirð tíð væri um mitt sumarið, náðist mikið og gott hey. Haustið einmuna gott fram i nóvember. Síðan kælur, og nú í hálfan mánuð snjór og harð indi til þessa, en nú er aftur kominn mari og blíða. Til mín kom nágrannabóndi i gær, sem Grímur heitir, og sagði mér, að sig hefði dreymt, að til sín hefði komið nágranna- kona sín, sem Aðalbjörg heit- ir, ríðandi á undurfallegum hesti, brúnum að lit. Þetta réði Grímur fyrir góðviðris- kafla. En nú hefir verið hér óvanalegur músagangur, það sem af er vetrar, sem margir Eftli* Böðvar Magmísson, L.augarvatni hafa haft trú á, að vissi á kuldavetur. Og verður þá erf- itt að spá um, hvort betur hefir, mýsnar eða draumur Gríms. Útvarpið. Varla er hægt að ganga fram hjá því, að minnast á útvarpið, tvtta undraverða menningartæki, en misjaínt lætur það í eyrum okkar full- orðna sveitafólksins. Öll hlust um við á fréttirnar, miðviku- dagskvöldvökurnar og söng- inn, hvort sem það er einsöng ur eða kórar. Þá eru oft flutt fræðandi erindi, sem allir hafa ánægju af að hlusta á, sem geta. Og oft af gömlum vana frá rökkrunum í fýrri daga, hlakka ég alltaf til þeg ar kveða á stökur í útvarp- inu, en endirinn er oft sá sami, að ég verð gramur þeg- ar hætt er. Þetta er enginn kveðskapur, mest af þvi er hálfgert hávaða gaspur, svo hátt, að maður hefir það ein- hvernveginn á samvizkunni, að þeir rífi sig eða fari í mút- ur, sem kallað var. Svona kveða ekki gömlu kvæðamenn irnir og svona á ekki að kveða. Þetta er eitthvað á milli söngs og kveðskapar, einhver við- rinissöngur. Þó er hitt ennþá verra, að tilbreytingarnar, stcmmurnar eru sárafáar, og þær fáu, sem kveðnar eru, aldrei eins, eða eins og kveð- endurnir kunni enga stemmu rétta, heldur séu þetta ein- stök afbrygði. Þetta er því leiðinlegra, sem maður þekkir einn kvæðamanninn, Kjartan Ólafsson, sem ágætan söng- mann, enda kveður hann ein stöku sinnum fallega stemmu, en of sjaldan. Kvæðamenn- ina vil ég hafa áfram, bara að þeir kveði lægra, og hafi fallegri stemmur. Þær eru nóg ar til. „Sinfóníur og jazz“ skiljum við ekki sveitafólkið, og væri því kærast, að allt slíkt kæmi síðast og ræki einatt lestina í dagskránni handa lærðu gleðifólki í kaupstöðum,því þá er einyrkja sveitafólk og smá börn farið að syfja eftir lang- an vinnudag. En um þessa hluti þýðir nú lítið að tala. Happdrættin. Ekki get ég látið vera, að láta óánægju mína í ljós yfir því hvað há;r eru hæstir vinn ingar í Ríkishappdrættinu, og happdrætti háskólans. Til hvers er þetta, og fyrir hverja er þetta liaft? Ekki fyrir al- þýðufólkið eða okkur sveita- fólkið. Við erum ekki vön að meðhöndla svo háar upphæð- ir, að við þættumst ekki hepp in ef við lentum á t. d. 5000.00—10000.00 krónum. Við þykjumst alltaf heppin, ef við1 spilum fritt. Hafa stjórnir þessara mála gert sér það ljóst, hvað mörg þúsund manns myndu oftar spila frítt í happdrættum þessum, ef til dæmis, að hæsti vinningur væri aldrei hærri en 10000.00 kr. 1 stað 75000.00, og 150000.00, sem á að vera hæsti vinningur í happdrætti háskóla íslands næsta ár. Þessi ráðstöfun hlýt ur að vera gerð fyrir þá stóru, sem ekki telja 100.00—1000.00 kr. neina peninga. Bækur. Ég er að enda við að lesa eina bók, sem ég varð óvenju hrifinn af að lesa, en það er bókin Guðmundur Friðjóns- son, ævi og störf, samin af syni hans, Þóroddi Guðmunds syni. Þessi bók varpar ljósi á viðburðaríka ævi bóndans og skáldsins á Sandi. Bókin v'rð ist vera svo hlutræknislaust skrifuð, að maður man ekki eftir því, að þarna er sonur að skrifa um kæran föður. Það er sannarlega mál til komið, að íslendingar e'gi kost á, að kynnast þessum einkennilega manni, sem um meir en hálfa öld stóð á verði um allt, sem íslenzkt var og kunni aldrei að þegja við því, sem honum fannst rangt, sem átti oft erfiða andstæðinga, en líka fjölda unnenda. Sem j lifði og dó með sigri, sem ! bóndi og faðir 12 efnilegra barna og eitt íslenzkasta stór skáldið, sem þjóðin hefir átt, Þessa bók þarf þjóðin að eiga og lesa- Vopn Mánudagsblaðsins Þegar mér var sagt ný-' lega, að í Mánudagsblaðinu væri níðgrein um mig og starf mitt, þá hugsaði ég: er ekki bezt að taka þessu sem krist- inn maður. Ritningin segir: Verið glaðir og fagnið, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður.“ Þegar menn níða okkur bindindismenn vegna bind- j indisstarfsemi okkar, þá verða j þeir að grípa til vopna Mánu ! dagsblaðsins og fara með ! blekkingar og ósannindi, : því til annars er ekki að grípa | þegar sækja skal gegn góðum málstað. Um allan heim eru þeir menn þekktir, sem berjast fyrir öl og áfengi. Allir vita, hvaða öflum þeir þjóna: á- girnd og eigingirni. Um ann- að er ekki að ræða. Á öllum öldum hefir þessum mönnum verið sama um, þótt konur og börn hafi orðið að lifa kvalalífi og þróttmiklum mönnum verið hrundið út í Bandaríkin eru orðin það land, sem mest hefir keypt af íslenzkum vörum siðasta mán- uð. Um það skal ekki fjöryrt hér, en svo mikið er víst, að þetta væri ekki ef haldið heföi verið óbreyttri gengisskrán- ingu. Markaðurinn í Ameríku hefir unnizt gegn ráðum þeirra, sem kallað hafa gengislækkun ina svik við þjóðina. Þar með er ekki verið að segja, að ekk- ert sé vangert eða að gengis- lækkunin hafi verið skemmti- legt úrræði. Hún var neyðar- úrræði og það hefði mátt halda svo á' íSlenzkum fjármál- um og atvinnumálum undanfar ið, að hennar hefði ekki þurft með til að geta selt afurðir vestur um haf. En það verður að greiða hverjá skuld, sem stofnað er til, og það er mynd- un skuldarinnar en ekki greiðsla hennar, sem er gæfulausa spor- ið. Það verðum við að slcilja. Nú snúast hugir manna mjög um jólagjafir og skal það ekki lastað. Þess má þó geta, að , fyrir þessi jól fæst ekki neitt j í svuntu, sængprver, náttföt' eða neitt af þvi tagi, þó ,að þessir hlutir fáist fullsaumaðír, með því verði, sém er þá á þá komið. Þetta ætti aldr \ framar að þurfa að endurtakast. Þáð má aldrei láta falla niður ( baráttuna fyrir því, að útrýma ( atvinnuleysi . á heimilunum, láta almenning fá þær kjara- bætur að konur megi sjálfar sauma fyrir sig það sem þær vilja og menn geti valið mllli verzlana í kaupum á efni í einfaldan fatnað. Það kostar þjóðina í heild ekki neitt að leiðrétta þessa hluti og að því skal verða unnið. Núverandi á- stand er óhæfa en engin sjálf- sögð skipun. Ríkisstjórnin hef- ir nú boðað nýja hætti i þess- um efnum og skyldu menn fylgja öllum gangi málanna með vakandi athygli. En hvaða gjöf er bezt? Um það má margt ræða og flestir eiga gjafir, sem þeir vilja ekki lóga og ríkar eru að minja- gildi. Oft má finna sál vinar- ins sem gaf í gjöfinni. Góðar bækur, sem opna lesandanum ný sjónarmið, eru alltaf mikils virði. Bækur eiga mikinn þátt í því, að móta lífsskoðun okkar og kenna okkur að lifa. Stund- um finnum við í bókum orð og setningar, sem við getum aldrei gleymt, af því að með þeim opnast okkur ný viðhorf. En ofar öllu sem við lesum er þó fólkið sjálft, sem við lif- um með. Áhrif þess eru meiri og merkilegri. Þar eru þær gjaf- ir, sem mestu máli skipta. Og um þær gjafir ættum við helzt að hugsa líka, engu síður en það, sem við kaupum. Þú lítur um öxl og minnist þess, sem einkum hefir orðið til að manna þig, glæða lörigun þína fil að verða til góðs, vekja áhuga þinn á viðfangsefnun- um, kenna þér að verða manna sættir án þess að bregðast góðú máli, áúká þrek þitt til að uná ósigri ög litlum hlut. Ef til vill verður þér þá ljúf- ast að minnast einhvers sem stóð í erfiðum sporum, en kunni að bera mótlætið. Ef til vill Var það einmitt þannig, sem þér var gefin bezta jó'a- gjöfin. Þess vegna eru það líka hetjur hins fábrotna hversdags lífs, sem stundum rísa hæst og hafa gert bezt, — fólkið, sem geymir góðvildina óskemmda, þrátt fyrir erfiðleikana. Eigi þessi heimur eihverja von er hún bundin við brjóstin, sem harka heimsins nær ekki að kæla. Þaðan berast ævinlega beztu gjafirnar, hvað sem fæst í búðum og hvað sem öllum jólapappír líður. Starkaður gamli. \>w}[ « "‘kljQ Norman Krasma : eymd og spillingu, ef aöeins þessir áfengisdýrkendur hafa getað kýlt vömb sína og fitað sig á gróða áfengis- og ölsöl- unnar. Nokkrum sinnum hafa menn spurt mig: Hefir þú séð Mánudagsblaðið? Nei, svara ég ævinlega, eins og satt er. Þessir menn segja svo frá einhverjum níðgrein- um blaðsins, en ævinlega láta þeir það fylgja, að blaðið sé ekki svara vert. enginn taki mark á því. Þannig er talað um það almennt. Ég hefi ekki litið í það, ,en ég hefi lesið grein í öðru blaði, þar sem ritfær maður tekur ofan i Mánudagsblaðið fyrir níðskrif þess um alkunna atorltu bændur, svo að eitthvað sé nefnt. Ég hefi heldur ekki séð þessa grein blaðsins um mig og mun ekki hirða frekar um hana, tel hana ekki frekari svara verður, hvernig sem hún er. Ég hefi sagt aöeins einfaldan sannleikann um öl- tFramLald a ð. aiðu.' Elsku Rut” Leikstjóri: Gunnar Hansen Sýning í Iðnó arfnlh dag jóla kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir sama dag frá kl. 1. — i Sími 3191. — cfmuArusujJoéUiAnaA. a*u áejtcJl' 0Ccu/e/-£i$Í0 % Bókaútgáfan Björk gefur að- |éins út úrvals barnabækur; ;:eftir víðkuntia höfunda. —t Margar myndir prýða bæk- llurnar. I', r Þesar eru helztar: : i «•<. ♦ Auður og Ásgeir ••Bangsi og flugan ÍÍBörnin hans Bamba - ÍÍElla iitla Kári litli í sveit Litla bangsabókin Palli var einn í ^heiminum ♦íNú er gaman •♦Selurinn Snorri ••Snati og Snotra liSveitin heiilar lÍÞrjár tólf ára telpur - íSÆvintýri í skerja- ligarðinum kr. 20,00: - 5.oor 8.001 20.00: 22.501 5.00| 15.00: 12.00: 22.00: n.ooi. 20.00J 11-00? £ - 14.00:: I: Gefið börnunum Bjarkar-i ilbækurnar. Þær eru tryggingi ”fyrir fallegum og skemmti-* ; legum barnabókum. Fást hjá öllum bóksölum.i BOKAUTGAFAN BJORK ...^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.