Tíminn - 28.12.1950, Blaðsíða 4
4.
TÍMINN, fimmtiidaginn 28. des. 1950
289. blað
„Hugsjónaskáldi" Mbl. svarað
Hugleiðingar mínar um
samvinnumál, sem birtust í
Tímanum 18. og 19. nóv. síð-
astliðið hafa farið illa í taug-
arnar á ritstjórum Morgun-
blaðsins og ísafoldar. Grein
mín var að vísu skrifuð af
því tilefni, að í haust hafa
birst í þessum blöðum nokkr-
ar greinar um kaupfélögin og
S. í. S. Nú birtist í þessum
blöðum grein, sem nefnist
„Hánefsstaðahugsj ónir“
Þessi grein er í raun og veru
útúrsnúningur úr grein minni
og því varla þess virði að rök-
ræða um hana. Þó tel ég rétt
málefnsins vegna að taka
hana til nánari athugunar.
II.
Höfundur „Hánefsstaðahug
sjóna“ mun vera sá sami,
sem skrifaði greinina „Trek
útborgun". f þeirri grein
taldi hann bjargráð að kaup-
félögin á óþurrkasvæðinu
greiddu hlutfallslega meira
fyrir framleiðsluvörurnar í
haust en venja er til. Ég benti
á að þetta væri ekki bjarg-
ráð, vegna þess að bændum
mundi ekki veita af tekjum
sínum á næsta ári. Hvergi í
grein minni er vikið að þvi,
að bændur ættu ekkert að fá
fyrir vörur sinar fyr en þær
væru að fullu greiddar kaup-
félögunum. Það sem höf.
„hugsjónanna“ segir að ég
hafi sagt um þetta er þvi hel-
bert útúrsnúningur og ósam-
boðinn ritstjóra víðlesins
blaðs og ágætt sýnishorn um
rökþrot hans. Það sem ég
sagði um þetta atriði var orð
rétt þetta: „En ef bóndinn á
að fá greitt raunverulegt
söluverð, er ekki hæg*t að
gera það fyr en varan er að
fullu greidd til kaupfélagsins.
En vegna þess að fæstir
bændur eru svo efnum búnir,
að þeir geti beðið eftir að var
an seljist, hefir sú venja skap
ast hjá kaupfélögunum að
greiða áætlaðan hluta verð-
sins undir eins og félagið hef
ir veitt vörunum móttöku“.
Ég taldi þetta fyrirkomu-
lag eðlilegt og bændum til
styrktar þegar reglan er kom
in á, enda til orðið fyrir -á-
kvarðanir þeirra sjálfra.
Þessi regla er innleidd fyrir
löngu. Ef verið væri að taka
upp nýja reglu um útborgun
þannig, að nú væri rétt að
greiða hlutfallslega lægra en
gert hefir verið og ég mælti
með þvi — þá gæti ég skilið
hugsjónahöfundinn. Það
sem ég ætlast til er að sömu
reglu sé fylgt um þetta og
ekki breytt til nú. En hvað er
það sem höf. hugsjóna vill?
Hann vill nota væntanlegar
uppbætur á framleiðslu árs-
ins 1950 til þess að mæta
þeim erfiðleikum nú þegar,
sem sköpuðust við illærið í
sumar. Hann vill með öðrum
orðum eyða þegar þeim trygg
ingum, sem bændur hafa um
langt skeið átt til styrktar
sér og félagssamtökum sín-
um. Og hversvegna vill hann
þetta? Jú, úlfurinn gægist
undan sauðargærunni. Það
er framlag ríkissjþðs til land-
búnaðarins, sem hann sér eft
ir. Þetta kemur óbeinlínis í
ljós þegar hann fer að tala
um hvort ekki væri nú rétt
að halda eftir hluta af fram-
lagi ríkissjóðs. En ég spyr,
hvenær hefir það sést í blöð-
um höf. að ekki væri sjálf-
sagt að ríkissjóður greiddi fé
Eftir Sigurð Vilhjálmsson
til aðstoðar misheppnuðum
síldveiðiútgerðum?
Ég skal nú leitast við að
færa rök fyrir því hversvegna
ég tel varhugavert, að auka
hlutfallslega útborgun á fram
leiðsluvörum bænda í haust.
1. Þrátt fyrir framlag ríkis-
sjóðs og aðra aðstoð, sem
bændur á óþurrkasvæðinu fá,
hefir fjöldi þeirra orðið að
skerða bústofn sinn að mikl-
um mun.
2. Af því leiðir að innlegg
þeirra í haust er rírara en
verið hefði undir betri hey-
skaparskilyrðum.
3. Af því leiðir ennfremur
að verði næsta sumar það
gott til heyskapar, að ekki
þurfti enn að rýra bústofninn
og hægt væri að auka hann
verður innlegg þeirra bænda,
sem svo stendur á um, mun
minna en í haust.
4. Af þessu leiðir svo það,
að viðskiptajöfnuður ársins
1951 verður tæplega hagstæð
ur og auðvitað því lakari, sem
nemur aukinni útborgun á
þessu ári.
5. Af því, sem hér hefir ver-
ið sýnt fram á, leiðir það, að
aðstaða þeirra bænda, sem
berjast í bökkum, verður slík
að vafasamt er hvort þeir
komast hjá skuldasöfnun við
káupfélögin og við það fest-
ist rekstursfé þeirra umfram
það sem heppilegt er.
Er það þessi aðstaða, sem
höf. „Hánefsstaðahugsjóna“
vill búa bændum og samvinnu
félögum? Það er þessi aðstaða
sem ég óttast að kunni að
skapast og ég óttast afleiðing
ar hennar fyrir bændastétt-
ina. Aðferð hugsjónaskálds-
ins er hliðstæð því, ef eitt-
hvert togarafélagið hækkaði
á pappírnum eignir sínar í
verði til þess að geta skilað
arði í tapsári.
Ég verð nú að fræða grein-
arhöf. á því að hugleiðingar
mínar um þessi mál eru eng-
ar „hugsjónir“ eins og hann
telur. Það eru blátt áfram
staðreyndir, sem alþjóð verð
ur að horfast í augu við. Erfið
leikarnir eru fyrir hendi og
ástand og útlit ískyggilegt.
Það er búið að gera nóg af
því í Morgunblaðinu, ísafold
og víðar að breiða yfir þá
með marklausu orðagjálfri.
Þetta eiga Sjálfstæðismenn
að vita og þeir ábyrgu vita
það og vinna samkvæmt því.
Ákjósanlegast væri að bænd-
ur ættu um hver áramót ó-
skert haustinnlegg sitt og það
er von mín að svo verði fyrir
tilverknað samvinnufélag-
anna. Það má segja að það sé
„hugsjón". En slíkar vonir og
aðgerðir til að gera þær að
veruleika eiga ekki samleið
með þeirri „sjálfstæðisvið-
leitni!“, sem falin er í því að
hrúga upp fyrirtækjum í botn
lausum skuldum, sem enginn
getur borið ábyrgð á né vill
bera ábyrgð á, en varpar á-
byrgðinni á hið breiða bak
alþjóðar.
III.
Nú blandar höfundur Páli
Zóphaníassyni í málið og læt
ur sem hann hafi haldið ein-
hverju öðru fram en ég um
þetta á fundinum, sem hald-
inn var á Egilsstöðum í
haust. Höf. getur þess rétt að
ég var ekki á þessum fundi
vegna þess að þann dag var
þurrkur hjá mér og ég treysti
mér ekki til að sjá af þurrk-
degi í fundarhaldið eins og á
stóð. Þessvegna veit ég ekki
hvað Páll sagði þar né aðrir
ræðumenn. En látum svo vera
að Páll hafi sagt það sem I
höf. eignar honum. En ég sé 1
bara ekki að það komi máli
því neitt við, sem hér eru um1
að ræða. Þó að við Páll séum 1
góðir vinir og öruggir sam-
herjar er ekki þar með sagt!
að við séum sammála alltaf í
öllum atriðum og það erum
við auðvitað ekki, því báðir
erum við frjálsir menn og
báðir með töluvert sjálfstæð-
ar skoðanir, þó við séum ekki
í flokki, sem kennir sig sér-
staklega við sjálfstæði. Þess-
vegna dettur hvorugum okk-
ar í hug að kúga hinn til þess
að hafa nákvæmlega sömu
skoðun í öllum málum. Það
er alveg tilgangslaust fyrir
Sjálfstæðismenn að reyna að
leiða okkur Pál hvorn gegn
öðrum. Við þekkjum þá báðir
of vel til þess og hvorn ann-
an líka nógu vel til þess.
En ef Sjálfstæðismenn
skortir skilning enn á því
hversvegna „umboðssölu- og
uppbótarfyrirkomulagið þarf
endilega að vera framkvæmt
með einum og sama hætti
hvar sem er og hvenær sem
er og hvernig sem á stend-
ur?“, þá er það ekki mér að
kenna. En fyrst er þá því að
svara að sé trygging í því fyr
ir einn er það einnig fyrir
aðra. Og sé það eðlilegt fyrir
einn er það eðlilegt fyrir aðra.
Ég hef áður sýnt fram á, að
það er öryggi i því, að það er
eðlilegt fyrirkomulag og sann
gjarnt. Það skilur hvert barn,
sem ekki er orðið sjúkt af
fræðslu Sjálfstæðismanna og
hringlandahætti, að það er
efnalegt öryggi í þvi að spara
til komandi tíma ofurlítið af
því, sem það vinnur inn, og
það skilja sumir Sjálfstæðis-
menn líka ofurvel.
Þetta er mál, sem ekkert
kemur við éfnahag kaupfélag
anna. Það er alls ekki um
þeirra efnahag (status) að
ræða. Andvirði vörunnar eiga
bændurnir, hvort sem það er
útborgað eða ekki. Og sé það
meiningin fyrir höf. að vilja
láta skína í það að kaupfélög
in eða S. í. S. dragi sér það,
sem ekki er útborgað undir
eins eða hluta af því, er til-
gangur hans með skrifum
sínum af lakari rótum runn-
inn en ég vil ætla honum.
Ef því ætti að rétta bænd-
um á óþurrkasvæðinu hjálp-
arhönd frá kaupfélugunum,
þyrfti að verja fé af varasjóði
félaganna til þess. Að vísu
gæti verið um slíka aðstoð
að ræða, sem bændur hefðu
stundargagn af í félögum,
sem hafa marga neytendur,
sem ekki framleiða búvörur.
En í félögum, sem mestmegn-
is samanstanda af bændum
skilur hver maður, að slíkt er
vafasamur hagnaður fyrir
bændurria. Hitt er svo ann-
að mál, að sérstaklega þegar
erfiðu árin dynja yfir er
fremur nauðsyn á því, að
forstöðumenn samvinnufé-
laganna íeysi störf sín af
höndum með dugnaði og fyrir
hyggju.
IV.
Þá kemur höf. „Hánefs-
(Framhald á 3. slðu)
Refur bóndi hefir sent bað-
stofunni vísnaþátt og verður
hann nú fluttur hér í baðstof-
unni:
„Nú datt mér í hug að senda
ykkur nokkrar málsháttavís-
ur, og eru sumar þeirra gamlar,
en nokkrar eftir föður minn,
er var þjóðkunnur hagyrðingur. |
Nokkrar stökur mun ég láta
fljóta með aðrar eftir hann og
eitthvað á ég enn í pokahorn-
inu sjálfur, og hér eru svo1
stökurnar:
Hugnast einum hlutur sá,
er hinum finnst ei nýtur:
Sinum augum sérhver á
silfrið jafnan lítur.
Sannleiks oft þó sjáum vott
seint mun lygin þverra.
Öllum að trúa ekki er gott
engum hálfu verra.
Illt er að berja steini í stál
styrkleik valt að treysta.
Afarmikið æsist bál
oft af litlum neista.
Sízt er snauðum synjað alls
sem er gagnlegt manni.'
Margt er það í koti karls,
sem kóngs er ekki í ranni.
Aldan sjaldan ein er stök
aldar-skil það sanna,
aldrei valda ein mun sök
aldurtila manna.
Margoft flas og flaustursgallar
framkvæmd gjöra hindrun á,
en þolinmæðin þrautir allar
þráfaldlega vinna má.
Vísur þessar munu flestar
vera eftir föður minn. Eftir
hann er líka þessi staka:
Ellin flestra beygir bök,
blindur er hver í eigin sök.
Ein er sjaldan aldan stök
auð er jafnan feigs manns vök.
Ennfremur
staka:
eftirfarandi
Andlitsprjál og ástin hál
oft er hlálegt gaman.
Það er tál og svíkur sál
sig að mála í framan.
Bjarni frá Vogi gaf út ljóða-
bók, er hann nefndi Baldurs-
brá. Nokkru síðar gjörðist hann
bindindismaður og gekk í stúk-
una Bifröst. Þá kvað faðir
minn:
Gott og holt mun fóður fá
flokkurinn dyggöum búni
þegar sprettur Baldursbrá
Bifrastar í túni.
Þessi ágæta staka er líka
eftir föður minn:
Allt er sagt í veröld valt
valt hygg ég að treysta á allt;
allt þó bregðist ótalfalt
alltaf vona góðs þú skalt.
Um Góuharðindi kvað hann:
Ströng var Góa, leið og löng,
löngum bjó oss heyja þröng,
þröngin dró út fæðu föng,
föng voru nóg á hungursöng.
Eftir stjórnarskipti ein af
mörgum kvað hann:
Fjölga þjóðar-þrautirnar
þyngjst óðum gjöldin
síðan hæstu heimskingjar
hlutu æðstu völdin.
Um kveðskap sinn kvað hann:
Hygg ég enga hali þá
höfuðdjásnum týna,
hatta sína er hengja á
hortittina rnína.
Um jarðskjálfta kvað hann
þessa stöku:
Skulfu fjöll og skekktust öll
skertist körlum friður.
Bergs af stöllum steingerð tröll
stukku á völlu niður.
Eftirfarandi vísu kvað fað-
ir minn einu sinni:
Vorri gömlu veröld í
vonska og heimska ríkja.
Sviknir verða þráfalt þvi
þeir, sem aðra svíkja.
Hallbjörn Þorvaldsson, fyrr-
um bóndi í Gröf á Breiðuvík-
vík á Snæfellsnesi, og faðir
minn voru góðir vinir. Ein
hverju sinni ekki mörgum ár-
um fyrir lát Hallbjörns voru
þeir saman á leið til Einars-
lóns á Snæfellsnesi í náttmyrkri
og þokuregni. Þá kvað Hall-
björn:
Fram við bláan unnarós
upp úr þoku-mekki
þarna sérðu í Lóni ljós
langt mun þangað ekki.
Faðir minn svaraði:
Glaðnar lundin gamla Jóns
geisiinn hrekur skugga.
Stutt mun vera leið til Lóns
ljós er þar í glugga
Þegar Hallbjörn, sem áður
er nefndur, hafði selt eignar-
jörð sína Gröf i Breiðuvík, sendi
hann föðifr mínum eftirfar-
andi visu í bréfi:
Eftir margra ára töf
ýmsum mæddum þrautum.
Hef ég yfirgefið Gröf
— grýtt er lífs á brautum.
Sem svar við þessari vísu
sendi faðir minn Hallbirni
þessa stöku:
Þó að seldir þína Gröf
þér mun bætast skaðinn,
aftur færðu aðra að gjöf
einhverntíma í staðinn.
Sumum þykir máske lítið til
koma vísnaþátta í baðstofunni
hver sem höfundur þeirra er,
en:
Þó að margur kveði kátt
kannske lítt til nytja.
Vikulega vísnaþátt
vert er þó að flytja.
Læt ég svo þetta nægja um
sinn.
í guðs friði.“
Refur bóndi hlýtur beztu
þakkir mínar fyrir bréfið og
munu fleiri verða honum þakk-
látir fyrir það.
Starkaður.
Hjartanlegustu þakkir flytjum við öllum þeim fjær
og nær, sem á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð
og vináttu við fráfall litlu dóttur okkar í eldsvoðanum
hinn 28. nóv. s.l.
Biðjum Guð að launa ykkur öllum aðstoð ykkar.
Indriði Guðmundsson og fjölskylda,
Þórshöfn.
ALGLTSOíGASlMI TlMAXS ER 8I3H