Tíminn - 11.01.1951, Síða 4

Tíminn - 11.01.1951, Síða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 11. janúar 1951. ...... I IMMIIIBMIIB I I 8. blað, Ölið og áfengisneyzlan í Noregi Oft er vitnað í orð hins merka manns, sem sagði, að það eitt skyldi hafa er sann- ara reyndist. Hvernig hugsa þeir menn, sem vilja fram- fleyta málstað sínum á ó- sannindum, og nota svo ill- yrði og persónulegar ófræg- ingar í stað röksemda. Alitaf deila menn um það, hvaða leiðir skuli fara í á- fengismálum þjóðanna, og hér höfum við verið að deila í seinni tíð um öl, hvort leyft skuli að framleiða sterkt öl í landinu. Ef einhver segir víð mig: Ég er því fylgjandi, að fram- leitt sé sterkt öl i landinu, af því að mér þykir það gott, og ég vil fá að drekka það, þá get ég virt þann mann fyrir það, að segja eins og er, vera hreinskilinn og fara eng ar krókaleiðir. En þegar reynt er að styðja þessa ölsókn með blekkingum og hreinum ó- sannindum, sem eru degin- um ljósari, þá á það aðeins skilið hina dýpstu fyrirlitn- ingu. Ekki er langt siðan fleipr- að var með það bæði i ræðu og riti, að ölgerð Norðmanna hefði dregið stórum úr á- fengisneyzlu þeirra, jafnvel allt að helmingi, aukið mjög tekjur ríkissjóðs og fært þjóð inni laglega fúlgu í erlend- um gjaldeyri. Hve mikíð er nú satt í þessu? Harla lítið. Með þessum blekkingum og ósannindum hyggjast menn fleyta fram málstað sínum, en það er ódrengilg aðferð. Skyldu Norðmenn ekki vita bezt sjálfir sannleikann í þessu máli? Ég hygg, að tveir aðilar séu þar ágætar heim- ildir. Annar er bindindisráð ríkisins (statens edrueligs- hetsraad) í Osló, sem safnar skýrslum um allt landið og ieggur þær árlega fram fyrir bæði ríkisstjórnina og þing og þjóð, þvi að þetta er rík- isstofnun og skikkuð til slíkra starfa. Þessar skýrslur, sam- andregnar, sendir skrifstof- an í Osló mér árlega, og geta menn, sem óska þess fengið að sjá þær. Hinn aðiiinn, sem ég nefni, er vísindarít um á- fengismál. Það tók að koma út i Noregi seint á árinu 1948. í ritnefnd þess eru: rekt or háskólans í Osló, prófessor og doktor í læknisfræði, Otto Louis Mohr, Anton Jensen, skrifstofustjóri í Stadens edr- ueligshedsraad, og fyrrv. stór þingsmaður, rektor Olav Sundet. Rit þetta er því ekki í höndum neinna ófróðra glamrara, heldur lærðra manna í ábyrgðarmiklum em bættum. Um fyrri hluta árs- ins 1949 segir í ritinu á þessa leið: „Fyrstu niu mánuði ársins hefir brennivínsneyzian verið 7,272,000 lítrar í stað 8,3 millj. lítra árið áður á sama tíma. En ölneyzlan heíir aukizt úr 34,7 milljónum lítra í 40,9 milljónir. Af þesu eru 17,570, 000 lítrar sterkt öl íExport- öl). Þrátt fyrir það að brenni vínsneyzlan minnkaði um meira en eina milljón lítra, hefir ölneyzlan verið svo mik- II, einkum sterka öisins, að neyzla 100% áfengis (heildar neyzlan í landinu) hefir auk- izt úr 4,777,000 í 4,853,000 iítra á sama tíma yfirstand- andi árs — 1949“, Þetta er þá sannleikurinn Eftir Pétur Sitínrðsson erlmlreka um öl- og áfengisneyzlu Norð manna fyrstu 9 mánuði ársins 1949, og er hér farið eftir beztu fáanlegum heimildum. Að vísu er aukning áfengis- neyzlunnar í landinu ekki mik il, en það er þó aukning, en ekki hið gagnstæða, eins og hér er oft látið í veðri vaka. Brennivínsneyzlan minnkaði, en neyzla sterka ölsins óx svo, að heildarneyzla áfeng- is í landinu varð meiri en áð ur. Seinni skýrslur gáfu svo upp, að aukningin í áfengis- neyzlu þjóðarinnar hafði orð ið, á öllu árinu 1949, 100 þús- und lítrar, reiknað í 100% áfengi. Hvað hefir svo gerzt á ár- inu 1950? í síðustu blöðum, sem ég hef fengið frá Noregi, er skráð með stóru letri á einum staö: „30 pst. ned- gang i brennevinssalget sid- en det nye pristillegget“<. — Brennivínssalan hefir minnk að um 30% síðan verð þess hækkaði. Hér er alls ekki minnst á ölið sem orsök þess- arar breytingar heldur verð- hækkun á brennivíni. En at,- hugum nú nánar það, sem blaðið segir: „Skýrsla áfengissölu ríkis- ins sýnir, að samanlögð á- fengissala, bæði sterkari og veikari tegunda, var I októ- ber 1950 25,8 milljónir króna, í stað 29 milljóna í sama mán uði 1949. Salan minnkaði þannig um 4 milljónir króna eða 13,6 prósent. Þetta er gleðiefni og ljúft að kannast við, en þáð er alls ekki neinu öli að þakka. Slíkt eru hin mestu ósannindi, og nú skul- um við heyra hvað blaðið seg- ir ennfremur. Til þess að eng- inn véfengi þýðingu mina skulu orð þess birt hér á frummálinu: „För forhöyelsen av krise- tilleggsavgiften i juli/august i aar laa omsetningens verdi ca. 3 prosent over fjoraarets nivaa“. Þessar llnur segja, að áður en verðhækkun sterku drykkj anna kom til greina, sökum hættuástands í heiminum, hafi salan í júlí og ágúst, það er að segja heildarsala á- fengra drykkja, verið 3% liærri en á sama tíma árið áður. — Þannig var það þá áður en verðhækkunin kom til sögunnar. Hér á ölið engar þakkir skilið. En athugum nú, hvað hinir ágætu menn, sem áður voru nefndir, rekt- or háskólans í Osló og hinir í ritnefnd vísindarits þeirra, segja um ölið. Þeir hafa bæði reynsluna og þekkinguna. Þar segir: „Um ölið er oft sagt, að slíkur „heimilisdrykkur“ sé bindindinu skaðlaus og þurfi því ekki neinar verulegar var úðarráðstafanir gegn því. Heldur það gagnstæða — segja menn — að það eigi að vera auðfengið sökum þess, hve áfengismagn þess sé lítið. Sömu fullyrðingar hafa menn um veikar víntegundir og á- vaxtavín. Við nánari athugun stenzt þó ekki þessi fullyrðing. Oft- ast venjast menn fyrst drykkjuskapnum á hinum veikari tegundum áfengis- drykkjanna. „Fyrsta ölglas- ið bragðast ekki betur en fyrsta sígarettan", segja menn, og er það sjálfsagt rétt en hvort tveggja verður að vana, sökum siðanna og til- hneigingar manna til þess að vera eins og hinir. Smám sam an skapar þessi venja svo þorstann í sterkari drykki. Auk þess er það rangt að líta á ölið sem skaðlausan drykk. Slíkt mætti sennilega segja um það öl, sem hér var notað á hernámsárunum og var aðeins 1% að styrk- leika, en það á ekki við um hinar venjulegu öltegundir, og sízt í Noregí, sem notar sterkari öltegundir en ná- grannalöndin, eins og sjá má á eftirfarandi samanburði: 1. fl. 2. fl. 3. fl. Danmörk 2,80 4,05 6,25 Finnland 2,80 4,00 5,60 Svíþjóð 2,25 4,00 ekki til Noregur 2,50 4,75 7,00 Tafla. þessi sýnir áfengis- styrkleika öltegundanna í þess um fjórum löndum. Sézt þar, að ölið er sterkara, áérstak- lega sterkari tegundirnar, í Noregi en í hinum löndunum. Svo segir ennfremur í hinni miklu og markverðu ritgerð, sem hér er vitnað í: „Þrátt fyrir það, að áfeng- ismagnið er lægst í fyrstu og annari öltegund Svíanna, hafa viðurkenndar rannsókn ir sannað, að þar hafa átt sér stað mjög alvarlegar afleið- ingar af öldrykkju‘“. Rannsóknir þessar, segir greinarhöfundur, hafa verið framkvæmdar af sérfróðum monnum á vegum hins opin- bera og aðallega á þremur drykkjumannahælum, þar sem voru helzt miklir drykkjumenn — langt leiddir áfengissjúklingar. Rannsak- aðir voru 776 menn, og sýnir I eftirfarandi tafla á hvaða 1 drykkjarföngum þeir urðu á- fengissjúklingar: Pilsner menn 96 % 12,4 Pilsner og tré- spíritus 98 12,6 Pilsner og brenni vin 485 62,5 Brennivín 42 5,4 Tréspiritus .... 9 1,2 (Framhald á 7. síðu Sá, sem drekkur þrjár pilsnerflöskur af veiku öltegundinni í Svíþjóð, fær sama áfengismagn og í tveimur glösum af brennivíni eða þremur glösum af madeira. Þessa ðagana er stopul at-! vinna hjá mörgum í Reykja- vík. Það er raunar ekki neitt | tiltökumál. íslenzkt atvinnulíf j er svo einhæft, að atvinnan er misjöfn eftir árstíðum. Og þeg- | ar vetrarvertíð er ekki byrjuð ( hlýtur það að segja til sín á vinnumarkaðinum. Togarastöðvunin í haust á nokkurn þátt í atvinnuleysi því, sem nú er. Vegna hennar skert ust gjaldeyristekjur þjóðarinn- ar og það hlaut meðal annars að koma fram í því, að þrengra varð um þegar birgja skyldi innlenda iðnaðinn að hráefn- um. Þess vegna má alveg reikna með því, að nokkrum tugum manna fleira hefði nú atvinnu við iðnaðinn ef togarastöðvun- in hefði ekki verið. Það hefðu líka verið nokkur dagsverk að skipa út framleiðsluvörum úr afurðum togaranna, ef þeir hefðu fengið eða fengizt til að halda áfram að flytja verðmæti á land. Hér fer nú á eftir bréf frá sveitamanni, en það er að nokkru leyti samið vegna þeirra viðhorfa sem eru í dag og hafa verið um skeið í atvinnumálum Reykjavíkur. Þar segir svo: „Æskuvinur minn, frændi og nágranni brá búi fyrir fáum árum og fluttist til Reykjavík- ur. Hann hafði þá von um at- vinnu þar og fékk líka fasta vinnu í fyrstu, en þegar þensla og þembingur stríðsgróðaár- anna þvarr og samdrátturinn hófst, var hann einn þeirra manna er missti atvinnuna. Nú stundar hann höfnina, eins og menn gera almennt þegar ann að bregst. Þangað gengur hann hvern morguninn eftir annan og stundum fær hann eitthvað að gera. Það getur verið þreytandi að ganga til vinnu og fá hana enga. Slíkt fer ekki neitt bet- ur með en erfiðisvinnan heima í sveitinni. En þó ætla ég ekki að ámæla þeim, sem þaðan hafa flutt og sizt af öllu frænda mínum. Börnin hans, þau sem upp voru komin, voru farin frá honum. Á tímum stríðsgróðans fannst fjölskyld- unni að það væri engin fram- tíð bundin við sveitina. Fjár- málamennirnir sögðu, að kot- in gæfu ekkert af sér. Og rót- tækir rithöfundar „framtíðar- innar“ kepptust við að sanna, að búskapur á fslandi væri deyjandi atvinnuvegur, sem gengi brjálæöi næst. Þá skildu leiðir. Þá fóru ýms- ir frá þeirri staðfestu, sem þeir höfðu bundið æskudraumana við. Þeir höfðu ekki getað lát- ið draumana rætast, en það var ekki það versta. Þeir voru hætir að trúa á draumana og vildu því verja kröftum sínum til þess að hjálpa börnum sin- um til að brjóta sér nýjar leið- ir. Við kvöddum þá með þökk fyrir samstarf liðinna ára og óskum um góða framtíð. Við trúðum því þá, að þrátt fyrir allt ætti sveitin sér framtíð og nú sjáum við, að þau heim- ilin, sem báru gæfu til að halda tryggð við æskudrauma hinna eldri og lifa fyrir þá í samheldni, hafa valið rétt. Það má heita frágangssök, að búa einyrkjabúskap í sveit, þegar heilsa fer að bila. Hjón, sem eru ein til allra verka á sínu búi, verða áð vera svo hraust, að þau geti alla daga án allra affalla gert sín skyldu verk við heimilisstörfin, undir það búin að taka sér aldrei lengra orlof en milli mjalta, hvað sem að höndum ber. Öðru vísi horfir við, þar sem góðir grannar eru svo nærri, að þeir eru alltaf tiltækir til að hlaupa í skarðið og vinna hin föstu skyldustörf, ef með þarf. En vegna þessa finnst mér, að búskapur þurfi að komast í það horf, að komið verði við verkaskiptingu á einn eða ann an hátt. Og það er íslenzkt sveitafólk nú yfirleitt að læra, enda á það líf sitt sem sveita- fólk undir því.“' Þessi bréfkafli er ekki lengri en ég á annan bréfkafla frá sama sveitamanni og hann skal koma bráðum. Starkaður gamli. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar EIRÍKS JÓNSSONAR Ási Börnin Fyrir janúarlok Þeir kaupendur blaðsins sem enn skulda blað- gjald ársins 1950, eru áminntir um að ljúka greiðslu þess fyrir janúarlok Þeir, sem skulda blaðgjald ársins 1950 í byrj- un febrúar, eiga á hættu að verða sviptir blað- inu fyrirvaralaust í þeim mánuði. Innheimta TÍMANS GERIST ASKRIFE’NDER AÐ TtMANlJM. - ASKRIFTASlm 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.