Tíminn - 18.01.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1951, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 18. janúar 1951. 14. blað. ÚtvarpÍð Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veð urfregnir. 12.10—13.15 Hádegis útvarp. 15.30—16.30 Miðdegisút- varp. — (15.55 Fréttir og veður- fregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; XI. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: John Mac Cormack syngur (plötur). 20.45 Lestur fornrita (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21.10 Tónleikar (plöt ur). 21.15 Dagskrá Kvenfélaga- sambands íslands. — Erindi: Um heimilisiðnað; síðara er- indi (frú Helga Kristjánsdóttir frá Þverá. 21.40 Tónleikar (plöt ur). 21.45 Frá útlöndum (Þór- arinn Þórarinsson ritstjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Sinfóniskir tónleikar (plöt ur). 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór frá Hamborg 15.1. til Stettin, Gdynia og Kaup- mannahafnar. Fjallfoss hefir væntanlega farið frá Leith 16.1. til Reykjavíkur. Goðafoss fer frá Reykjavík kl. 13.00 í dag til New York. Lagarfoss kemur til Reykjavíkur um kl. 19.00 í kvöld 17.1. frá Kaupmannahöfn. Sel- foss fór frá Reykjavík 15.1. vést ur og norður og til Amsterdam og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15.1. til St. Johns og New York. Auðumbla fer væntanlega frá Antwerpen 17.1. til Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík í kvöld vestur um land til Ak- ureyrar. Esja er í Reykjavík og fer þaðan á laugardaginn aust- ur um land til Siglufjarðar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Skaga fjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er væntanlegur til Reykja víkur í dag. Ármann fór frá Reykjavík í gær til Vestmanna eyja. Úr ýmsum áttum Þjóðieikhúsið. Islandsklukkan verður sýnd í 44. sinn í kvöld. Skaftfellingafélagið heldur skemmtifund og spila- kvöld í Breiðfirðingabúð í kvöld. Skemmtunin hefst klukkan 8.30. Húnvetningafélagið heldur skemmtisamkomu í Tjarnarkaffi föstudaginn 19. þ. m., og byrjar skemmtunin kl. 9. Til skemmtunar verður kvikmynd: „Heyrt og séð úr Húnaþingi“, spurningaþáttur (konur), og dans. Kvenstúdentafélag Islands heldur f ramhalds-aðalfund sinn í Aðalstræti 12 mánudag- inn 22. þ. m. kl. 8.30. Að loknum aðalfundarstörfum verður flutt erindi um skattamál. Stjórnin. Blindravinaféíagi íslands hafa borizt þessar gjafir frá Á kr. 1000 áheit, frá gamalli konu kr. 25 (sent í bréfi), frá Heklu Jónsd. kr. 30 og frá konu kr. 50. Þessum gefendum fær- um við innilegar þakkir. F.h. stjórnar félagsinS, Þorsteinn Bjarnason. hafi tií Hæsta tréð. Hæsta tréð hér á landi mun nú vera lerkitré í Hall- ormsstaðarskógi. Það er um tólf metrar á hæð og tæpra þrjátíu ára gamalt, þar sem það nú stendur. Það er vita- skuld í örum vexti, og á von- andi eftir að vaxa ár frá ári lengi enn. Um langan aldur hafa ein göngu vaxið tré af hinum innlendu stofnum hér á landi. En nú eru útlendu stofnarnir að taka for^st- una — trjátegundir, sem menn hafa flutt hingað I nýtt umhverfi, vitandi vits. Þegar fram líða stui|Mr munu enn nýjar tegundir keppa við sigurvegarann í ár um vöxt og prýði. Vörubílstjórar í Vestmannaeyjum hafa aflýst verkfalli, sem þeir boðuðu, því að samningar tókust milli þeirra og atvinnurekenda, áð- ur en til nokkurrar vinnustöðv- unar kæmi. Starfsstúlknafélagið Sókn hefir sent bæjarráði Reykja- víkur frumvarp að nýjum samningi um kaup og kjör starf stúlkna í sjúkrahúsum. ♦ Fnkirkjusöfnuðurinn hefir skrifað bæjarráði bréfi, þar sem rætt er um biðstæði Hafnarfjarðarvagnanna, sem er skammt sunnan við kirkjuna. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hefir sagt upp samningi um kaup og kjör vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Héruð S.-Þing. í klakadróma Frá fréttaritara Tímans í Húsavík Segja má, að allt sé nú í klakadróma hér í öllu hérað- inu. Alls staðar er haglaust og allar skeppnur á innigjöf. í fyrradag gerði smáblota, en fraus aftur í gær. Eru því hörð snjóalög á jörð. Óbíl- fært er um alla vegi í sýsl- unni. í gær var mjólk flutt til Húsavíkur á sleðum úr Reykjahverfi, og var það eina mjólkin, sem þangað barst. Lítið er róið, en reytingsafli þegar gefur á sjó. W.V.V.V.Y.'.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.W.'AVJViV.V.V.VV l Frá Tónlistarfélaginu \ ■; s I; Styi'kíafíélagar al!ui»ið ;! ■* "■ Vegna þess að hingaðkomu pianóleikarans Paul I; Baumgaríner seinkar, flytjast tónleikar hans aftur I; um 1 dag, þannig: að tónleikarnar verða á föstudags- "« og laugardagskvöld kl. 7. I; ;!! Aðgöngumiðar að tónleikunum, sem áttu að verða í I; kvöld, gilda annað kvöld og föstudagsmiðarnir gilda I; ;■ á laugardagskvöldið kl. 7. ;! Opinbcrir tónleikar !; ■; verða á sunnudag kl. 3 í Austurbæjarbíó. Viðfangsefni ;■ ;í eftir Schumann, Brahms og Beethoven. í; í Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Blöndal og Bókum í; ’og rijföngum. í; ■: k :■ •.v.v.-.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v 1 DRYKKJARKER I A fírHum ieqii AFKÖST OG LAUN Forustumenn landssamtaka verkalýðsins norska og sambands atvinnurekenda í Noregi hafa nýlega látið í ljós það álit sitt, að það myndi auka til muna vinnu- afköst og framleiðslumagn og þar með skapa einstak- lingum og þjóðarheildinni bætt kjör, ef takast mætti að finna heppilegt form fyrir launagreiðslu, er miðuð yrði við afköst og vinnugæði. Hefir vinstri flokkurinn í Noregi tekið þetta mál á stefnuskrá sína, og umræð- ur um það hafizt upp úr því. Bæði samtök v^rkalýðs- ins og atvinnurekenda ætla að senda fulltrúa til þess að kynna sér, hvernig gefizt hafa þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að koma slíku kerfi á, þar sem hver bæri úr býtum í samræmi við afköst. ★ ★ ★ Konrad Nordahl, formaður landssamtaka verkalýðs- ins, hefir látið svo ummælt, að hann telji, að ákvæðis- vinnu megi koma á miklu í stærri stíl en nú á sér stað. En í ýmsum starfsgreinum er það ekki hægt, og þar bíður sá vandi að finna það kerfi, er geri kleift að á- kvarða réttlátlega, hversu meira afkastamikill maður eigi að bera úr býtum, en hinn, sem miður vinnur. ★ ★ ★ — Við erum reiðubúnir, sagðir Nordahl í blaðavið- tali, til þess að ræða og gera tilraunir um hvaða kerfi eða fyrirkomulagsbreytingu, sem getur stuðlað að auknum afköstúm og aukinni framleiðslu. Við erum líka reiðubúnir til liðsinnis við allar athuganir, er geta leitt til þess, að færri menn geti afkastað tilteknu starfi en nú er. Slíkt þýðir annað tveggja möguleika til betra kaups eða lægra vöruverðs eða hvort tveggja. Hvort tveggja er verkamönnum og þjóðinni til hags- bóta, einrtig fyrirtækjunum. ★ ★ ★ Erlandsen, formaður atvinnurekendasambandsins, hefir einnig lýst yfir því opinberlega, að það væri mjög æskilegt, að unnt væri að greiða fólki kaup eftir af- köstum. Með venjulegu tíma- eða vikukaupsfyrir- komulagi séu þeir, sem lítið gera og illa vinna, raun- verulega styrktir af hinum, sem duglegir eru og leggja mikið að sér. Á hinn bóginn virðist hann telja öllu meiri vandkvæðum bundið að finna viðunandi grund- völl fyrir nýtt skipulag um kaupgreíðslur heldur en fram kemur hjá forsvarsmönnum verkalýðshreyfing- arinnar. ★ ★ ★ En hvað um það. Þessi mál eru mjög rædd í Noregi af fullkominni alvöru og skilningi. Ef til vill mun ein- hverjum hér heima ekki þykja ófróðlegt að heyra um slíkar hræringar erlendis. Og alveg vafalaust er það, að ekki veitti okkur af því að finna úrræði, er stuðluðu að betri vinnuafköstum og aukinni framleiðslu, ef ekki á að koma verulegur afturkippur í þau lífskjör, sem almenningur hefir átt við að búa nú um. hríð. J. H. eír aluminium [yrirl i g'g* j andi Verð kr. 132.00 > ORKA h.f. I w. ■_■■_■_■_■ ■ i i ••■■■■• i .*.■•■, Fyrir janúarEok Þeir kaupendur blaðsins sem enn skulda blað- gjald ársins 1950, eru áminntir um að ljúka greiðslu þess fyrir janúarlok Þeir, sem skulda blaðgjald ársins 1950 í byrj- un febrúar, eiga á hættu að verða sviptir blað- inu fyrirvaralaust í þeim mánuði. Innheimta TÍMANS .V.V.V.V.V.V.’.'.V.V.'.V.V.V.-.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W HANGIKJOT — I*«ð heztu fáanlega — selur Samband ísl. samvinnufélaga símar 4241 og 2678. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.