Tíminn - 24.01.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1951, Blaðsíða 2
TÍMINN, miðvikudaginn 24. janúar 1951. 19. blað. Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulegá Kl. 20,30 Kvöldvaka: a) Guð- mundur M. Þorláksson kennari flytur erindi: Frá Þingvalla- vatni. — (síðara erindi). b) Karlakór Akureyrar syngur; Ás- kell Jónsson stjórnar (plötur). c) Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur flytur síðara erindi sitt um sænsku skáldkonuna Victoríu Benedictsson. d) Andrés Björnsson les úr ævisögu Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi, eftir Þórodd Guðmundsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Passíusálm- ur nr. 3. 22,20 Danslög (plötur). 22,45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla er væntanleg til Rvíkur í dag að vestan og norðan. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Herðubreið var vænt anleg til Akureyrar í gærkvöld. Skjaldbreið var væntanleg til Reykjavíkur í gærkvöld. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. Eimskip: Brúarfoss er í Reykjavík, fer þaðan á morgun 24. 1. til Grims- by. Dettifoss kom til Gdynia 21. 1., fer þaðan til Kaupmanna- hafnar, Leith og Reykjavíkur. Fjallfoss er í Reykjavík. Goða- foss fór frá Reykjavík 23. 1. aust ur og norður um land. Selfoss fór frá Reykjavík 15. 1. vestur og norður og til Amsterdam og Hamborgar. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15. 1. til St. Johns og New York. Auðumla hefir vænt- anlega farið frá Immingham 22. 1. til Reykjavíkur. Árnað heilla Hjónaband. S. 1. laugardag gaf séra Þor- steinn Björnsson saman í hjóna band ungfrú Steinunni Guðrúnu Geirsdóttur og Ingvar Þorsteins son. Heimili þeirra er að Lang- holtsvegi 152. Blöð og tímarit Skinfaxi, 2. hefti síðasta árgangs er kom ið út. Efni þess er: Stefnan og störfin eftir séra Eirík J. Eiríks- son, Laugaland í Holtum eftir Magnús Guðmundsson, fslenzku handritin eftir Jens Marinus Jensen, Frásögn af vígslu sund laugarinnar í Vopnafirði, Æsku lýðsmótið í Arvik eftir Þorstein Einarsson, Skarphéðinn 40 ára eftir Daníel Ágústínusson, Gleð- in í bæ og byggð eftir Lárus Sigurbjörnsson, Ungmennasam- band Skagafjarðar 40 ára eftir Sigurð Ólafsson, Grundvallar- lögmál líkamsuppeldis eftir dr. med Carl Diem, Frásagnir af starfsemi félaga og fleira. r Ur ýmsum áttum Framsóknarvist. Síðan hin mjög skemmtilega samkoma Framsóknarmanna var í Listamannaskálanum s. 1. föstudagskvöld eru sífelldar fyr irspurnir um, hvenær næsta Framsóknarvist verði. Gert var ráð fyrir að sýning- ar hæfust í Listamannaskálan- um þá og þegar, en nú er lík- legt að það dragist eitthvað, svo að vonir eru um, að skál- inn fáist fyrir Framsóknarvist nú bráðlega og verður þá sagt frá því strax hér í blaðinu, þeg ar það verður afráðið. Sérhver lítil stúlka mundi sannarlega verða hreykin, ef mamma hennar saumaði handa henni slopp úr þessu! fallega chinz-efni. Grunnl t- | urinn er dökkur en stjörnurn ar og ljósufaldarnir gefa fat-! inu f jörlegri blæ- Slopurinn j lokast að framan með renni j lás, og það auðveldar litlu fingrum þá þraut að vera1 fljótir að klæðast og afklæð- > ast sloppnum. Fermingarbörn. Elzti trjágarðurinn. Elzti trjágarðurinn, sem til ( er í landinu, er að Skriðu í Hörgárdal. Hann verður 125 j ára í vor. Þarna sér merki j handaverka og alúðar Þorláks j Hallgrímssonar á Skriðp og i Jóns Kærnesteds, sonar hans. j Þegar fyrstu plönturnar í Skriðugarðinum, sem þá var alger nýung í sveií á Islandi, voru gróðursettar, var Jónas Hallgrímsson frá Hrauni í Öxnadal piltur um tvítugt. Skrúðgarðurinn að Skriðu var þó eltki fyrsta sporið í trjárækt hér á landi. Skúli Magnússon reyndi að stofna trjáræktarstöð í Viðey fyrir nær réttum 175 árum. Hún var við líffi 1776—1779 eða litlu lengur. Áður hafði hann þó gert fyrstu tilraunirnar. Árni j Þórarinsson Hólabiskup og Magnús Ketilsson fengu sent askfræ árið 1786. oe: séra Björn , í Sauðlauksdal fékk grenifræ, sem hann gróf að vísu fet í jörð, er hann sáði því. Baagöe, faktor á Húsavík, gerði merki- legar ræktunartilraunir, er hann hóf árið 1811. Bjarni Sí- vertsen fékk erlendar plöntur til Hafnarfjarðar 1813, og séra Einar Sæmundsson á Þingvöll um vildi árið 1821 rækta greni og furuskóg í Þingvallal\auni og fékk fræ í því skyni. Ailar þessar tilraunir mistókust að mestu eða öllu leyti. Seinna, árið 1831, hóf Magn ús Stephensen skógræktartil- raunir í Viðey, þá á gamals aldri, en andaðist skömmu síð ar, og runnu þær þá út í sand- inn. Frímerkjaskipti Börn, sem fermast eiga í frí- Sendið mér 100 íslenzk frf- kirkjunni á þessu ári, komi til j merbl. Ég sendi yður um hæl viðtals í kirkjunni kl. 6. — Séra 200 eriení frímerki, Þorsteinn Björnsson. Símanúmer séra Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests er nú 5239. * fí tfcrnum tieyii Frímerkjaverzlun, P. O. Bci 356. Reykjavfk. JON 4GNARS. ff Munaður” eða „ómeti” Nú í vetur hefir tekizt að selja til Bandarikjanna ís- lenzkt dilkakjöt fyrir verð, sem er sambærilegt við verð hér innan lands. Þarna er fenginn kjötmarkaður, sem vonir eru bundnar við og sjálfsagt er að leggja fulla rækt við. Líkur eru til þess, að sauðfé fjölgi mjög í landinu, þegar fjárskiptin eru um garð gengin, og þá þurfum við á að halda góðum og öruggum markaði, sem tryggir viðgang og vöxt sauðfjárræktarinnar. ★ ★ ★ Hinar nýju markaðsvonir vestan hafs eru því öllum þjóðhollum mönnum gleðiefni, og þótt dilkakjöt sé nú minna en æskilegt væri, munu flestir sammála um það, að nauðsynlegt sé að festa markaðinn vestra. Enginn almennilegur maður getur því harmað, þótt all- mikið af dilkakjöti væri sent vestur með Goðafossi, sem nú er á leiðinni vestur yfir hafið. Því ber að fagna. Okkur veitir hvorki af gjaldeyrinum, sem fæst fyrir kjötið, né markaðsvoninni í framtiðinni. ★ ★ ★ Nú ber hins vegar svo kynlega við, að Þjóðviljinn hefir risið upp á afturfæturna með fúkyrðum vegna þessarar kjötsölu. Ég hefi þó orðið var við, að mörgum kemur þetta spánskt fyrir. Fleiri en einn og fleiri en tveir höfðu orð á því við mig í gær. Það eru ekki mörg ár síðan það var kenning Kiljans og hans, að ís- lenzkt dilkakjöt væri ómeti, sem hvergi væri boðlegt, hvorki útlendum né innlendum. Sauðfjárrækt væri „sport handa idíótum,“ og í Argentínu mætti fá heila skipsfarma af ágætu kjöti fyrir sáralítið verð. Nú nefn- ir Þjóðviljinn íslenzka dilkakjötið „munað,‘“ sem eigi að vera „forréttindi herraþjóðarinnar.“ ★ ★ ★ En ekki meira um það. Þetta er víst það, sem heitir að aka seglum eftir vindi. Og ekki skortir tilburðina við vendinguna. En hitt er annað mál, hvort skútan sú fær mikinn vind í seglin. J. H. SKEMMTIFUND heldur glímufélagið Ármann í samkomusal Mjólkur- stöðvarinnar í kvöld (miðvikudag) kl. 9 stundvislega. SKEMMTIARTIÐI: Kvikmyndin, Finnland í dag, Einar Sturluson, óperu- söngvari syngur, Erkki Johansson fagnað. Dansað af miklu fjöri. Piltar og stúlkur fjölmennið og mætið réttstundis. Stjórnin TILKYNNING til vanskilakaupenda í Gaulverjabæjarhreppi, Villingaholtshreppi og Ölfus- hreppi. Þeir kaupendur í þessum hreppum sem enn hafa ekki greitt blaðgjald ársins 1950 skal bent á að greiða blaðgjaldið nú þegar til innheimtu- manna vorra sem eru: Gaulverjabœjarhreppi: tvar Jasonarson, Gaulvorjjabæ ViUingaholtshreppi: Magnús Árnason, Flögu Ölfushreppi: Engifbcrt Ilanncsson, Bakka Vanskila kaupendur i viðkomandi hreppum eru al- varlega ámnntir með skýrskotum til fyrri auglýsinga vora að ljúka greiðslum fyrir janúarlok. i Innheimta TÍMANS ♦ Ostar 30% og 40% Þurnnjólk Smjörlíki Kökufciti ávallt fyrirliggjandi j Frystihúsið Herðubreiðl Sími 2678 < i <' Jörð óskast til kaups (eða erfðafestu) Þarf að hafa gott vegasamband góð ræktunarskil- yrði og liggja nærri kaupstað ca. 25 km. Jarðhita- og veiðiréttur æskilegt. Tilboð með greinilegum upplýsing um legu, byggingar, verð og framleiðslumöguleika ♦♦ sendist blaðinu fyrir 15. marz n. k. merkt Bújörð—200. í| n:j:::m::::::;;mmm«mmr .:::m:m:::m::m::::::::::::::::::::::mmn::::m::::::m::::::::n:::::::::::nmm Hjartanlega þakka ég öllum, sem minntust mín í góð- vild, með hlýjum árnaðaróskum, með yndislegum blóm- um og gjöfum á sextugsafmæli mínu. — Með kærri kveðju. Oddur Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.