Tíminn - 24.01.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1951, Blaðsíða 7
19. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 24. janúar 1951. 7 Verksmiðja er ftillvinni erlendan spunavarning Fyrirtœkf, sera getnr veitt f jölda iiiaims viimn og aflað |ij»ðhmi g'jalcleyris Það getur svo farið, að íslendingar fái verulegar gjald- eyristekjur af því að fullvinna erlendan spunavarning. Hef- | ir í þessu skvni verið stofnað hér fyrirtæki, sem nefnist hlutafélagið Ingarno, og framkvæmdastjóri þess og for- maður félagsstjórnar Ingólfur Árnason. Hugmyndin er sú, að þetta fyrirtæki flytji inn erlend- án spunavarning og vinni hér úr honum dúka og annist lit- un, prentun og bleikingu á ýmsum hrávefnaði, sem svo er nefndur. Verður þessi varn ingur síðan fluttur úr landi aftur til sölu erlendis, og því er í rauninni um það að ræða, að afla þjóðinni gjaldeyris sem svarar vinnulaunum og reksturskostnaði fyrirtækis- ins. — Erlendir iðjuhöldar leggja til vélar. Stofnkostnaður í erlend- um gjaldeyri er ekki um að ræða, því að erlendir iöju- höldar, sem fyrirtækið mun síðar hafa viðskiptasamband við, munu leggja til vélar handa því. Eru vélar þessar tilbúnar til flutnings hingað. Starfræksla slíks fyrirtæk- is sem þessa er talin hag- kvæm hér, meðal annars vegna heita vatnsins. 200—300 manns fengu vinnu. Fyrirtækið mun þegar hafa tryggt sér húsnæði í ná- munda við Reykjavíkurhöfn. En þörf er á miklu húsnæði, því að gert er ráð fyrir, að þetta verði umsvifamikil verk smiðja, sem háfi allt að 200— 300 manns í vinnu. Matreiðslunáraskeið vegna fiskiflotans Skólanefnd Matsveina- og veitingaþjónaskólans hefir á- kveðið að fengnu leyfi sam- göngumálaráðuneytisins, að haldið skuli námskeið i mat- reiðslu fyrir matreiðslumenn á fiskiflotanum. Hefir verið erfitt fyrir menn að geta komist í slík námskeið, enda hefir lengi staðið til, að Mat- sveina- og veitingaþjónaskól inn tæki til starfa, en því mið ur hefir í því efni dregist. Námskeið þetta verður haldið í húsakynnum Matsveina- og veitingaþjónaskólans i Sjó- mannaskólahúsinu. Er það fyrirhugað að standa yfir í 31/2 mánuð eða frá 15. febrúar til 31. maí. Kenndar verða fimm náms greinar, þ.e. almenn mat- reiðsla, bakstur og hvernig eigi að geyma og hagnýta mat væli, ennfremur reikningur, bókfærsla og undirstöðuat- riði í framreiðslu. Skólanefnd skólans telur nauðsyn að skólinn taki til starfa í haust að fullu leyti, en þó er óvíst, hvort úr því getur orðið. Skólanefnd Matsveina- og veitingaþjónaskólans er skip uð Sigurði B. Gröndal fram- reiðslumanni, sem er formað ur, Tryggva G. Þorfinnssyni, varagjaldkera Sambands mat reiðslu- og framreiðslumanna og Valdimar Gíslasyni, vara- gjaldkera Sjómannafélags Reykjavíkur. — Kóreu-tillögurnar ræddar í brezka þinginu Stjórnmálanefndin hélt engan fund í gær, en fulltrú- ar ræddu óformlega um til- lögur Indlands og Peking- stjórnarinnar í Kóreu-deil- unni. Brezka stjórnin hélt ráðuneytisfund um hinar nýju tillögur í gær, og að hon um loknum ræddi Attlee for- sætisráðherra málið í neðri deildinni. — Sagði hann, að hinar nýju tillögur væru miklu aðgengilegri en fyrri afstaða Peking-stjórnarinn- ar og betri vonir væru um’ lausn málsins eftir framkomu j þeirra. Bretar gætu fallizt á' þær í höfuðatriðum, og fylgdi' nú friðarhugur máli, gætu þöer orðið grundvöllur vopna hlés og friðarsamninga. — Hann kvað Asíuríki og Araba ríkin hafa unnið gott starf í þágu friðarins með meðal- göngu sinni. Churchill andmælti Attlee í sumum atriðum og bað hann að minnast þess, að Bretar mættu í engu taka þá afstöðu i þessu máli sem spillt gæti sambúð Breta og Bandaríkja- manna. Gpngu á fund Mólótoffs Sendiherrar Breta, Frakka og Bandaríkjanna í Moskvu gengu á fund Mólótoffs i gær og afhentu honum svar vest- urveldanna við orðsendingu Rússa um fjórveldafund. í svari þessu er fallizt á fjór- veldafundinn en jafnframt tekið fram, að þar skuli ræða I fleiri deilumál í Evrópu. — Fundurinn skal og haldinn í París eða London. Timaritið DVÖL Allt, sem til er af eldri ár- göngum Dvalar, en það eru um 150 arkir eða um 2400 blaðsíður lesmáls, mest úrval þýddra smásagna, fæst nú fyrir kr. 50,00, auk burðar- gjalds, sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Þetta er óvenjulegt tækifæri til að eignast skemmtilegt sögu- safn. Ég undirrit.... óska að fá það, sem til er af Dvöl. . Nafn .................. Heimili ............... Póststöð .............. Sýsla ................. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ fluylijAil í Twahutn Lítiö um rfúpur Frá fréttaritara Tímans á Búðareyri i Reyðarfirði Rjúpnaveiðar voru tals- vert reyndar hér fyrir ára- mótin en báru iitinn árangur. Hafa rjúpur hald.ð sig á fjöll um og öræfum í allt haust og vetur, og ekki hópað sig. Hefir ekki verið jörð, er dró niður til byggða, og rjúpan því ekki le tað niður. Svo lítið var-: um rjúpuna, að varla var hægt að afla í jólamatinn. ►♦♦♦*“•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦»*♦*■••♦♦< ^♦♦♦~*- •♦♦♦♦•♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦"^**--'“*. Tafl- og bridgeklúbburinn tilkynnir : Framsóknarvist og dans í Edduhúsinu, Lindargötu 9A, fimmtudaginn 25. þ.m.. — Hefst kl. 8,30. Félagar og áhugamenn, látið skrá ykkur og takið með ykkur gesti. Tafl- og bridgeklúbburinn. H A Danskur Islands- vinur 1 Danskur verksm:ðjueigandi í Ríó de Janeiró. Kaj J. Svan- holm, hefir boðizt til þess að gefa hingað til reynslu nokk- ur þúsund plöntur af júka- lyptustré, er vex þar syðra hátt til fjalla á úrkomusvaéð- um norðarlega í tempraða beltinu. Kaj J. Svanholm dvaldi á Akureyri í æsku s nni, og ber hann hinn hlýjasta hug til íslands og íslendinga. „ áL_ SKIPAUTGCKO RIKISINSm Ármann til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ í IVýlr markaðir Ovenjulegur glæpur. Rúmlega þrítugur gimsteina kaupmaöur, Albert Guoy að nafni, var nýlega tekinn af lífi í Montreal í Kanada. Hann hafði orðið 22 mönnum að bana vegna þes, að hann vildi fá tryggingarfé konu sinnar. Að áeggjan hans fór hún í flugferð í haust og kom hann fyrir vítisvél í flugvélinni, er orsakaði það, að hún fórst og 22 farþegar með henni. Rétt áður hafði hann fengið kon- una sína til að líftryggja sig mjög riflega. Árlegt Þorrablót Reyðarfjarðarhrepps var hald- ið í gærkvöldi. Sótti það að venjri fjöldi fólks, eldri en átján ára. Á borðum var rammíslenzk ur matur — hangikjöt, harðfisk ur, hákarl og laufabrauð. Ræður voru fluttar, sungiö og spilað. TENGILL H.F. Heiði við Kleppsvef Simi 80 694 annast hverskonar raflagn tr og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnlr skipalagnir ásamt viðgerðum ig uppsetnlngu á mótorum. röntgentækjum og helmllls- ''élum (Framhald af 5. slBu.) verði seldur úr landi. En hver sú þjóð, sem vill standa á eig- in fótum og byggja sjálfstæði sitt á. traustum grundvelli, má ckki einungis hugsa um það, hvað lostætast er. Og þó að Magnúsi Kjartanssyni j verði gramt í geði yfir fisk- meti og ærkjöti, þegar hann minnist þess að Bandaríkja- menn éta íslenzkt dilkakjöt, má hann minnast þess, að þeir hafa borgað fyrir kjötið. Það eru engin niðurlægingar- viðskipti. Þjóðin getur áreið- anlega lialdið hreysti og söns- um, þó að hún hafi ekki dilka kjöt daglega á borðum og það er heldur ekki skynsamleg sjálfstæðisbarátta að láta ær kjötið verða ónýtt. Hér skal engin tilraun gerð' til að skýra framkomu Þjóð- viljans. Engar getsakir skal hafa um það, hvort hún bygg ist á fjandskap við skynsam lega sjálfsbjargarviðleitni ís- lendinga eða beinni mat- græðgi vandfýsinna stráka einungis. Ilitt er nóg að vita, að þess’.r tilburðir og læti verð skulda skömm og fyrirlitningu allra góðra íslendinga. Ö+Z itf ÞJODLEÍKHUSID Flmmtud. kl. 20.00. Nýjjársnóttin eftir Indriða Einarso ★ Aðgöngumiðar seldir frá kL 13,15—20, daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. —• Tekið á móti pöntunum, Sími: 80 000. „Marmari” eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri: Gunnar Hansen Sýning í Iðnó í kvöld kl. 8. — Aögöngumiðar seldir frá kL 2 í dag. — Sími 3191. FRÍMERKI útlend, til sölu, úrvalshefti send um allt land, þeim, sem óska. Sendið burðargjald und ir svar. Kaupi notuð íslenzk frímerki. Verzlunin Straumar Laugaveg 47. Reykjavík Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvl tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Koísýruhleðslan s.f. Siml 3381 Tryggvagötu 10 Kvenkápu stolið. S. 1. föstudag var kvenkápu, sem talin er ein sinnar tegund- ar hér á landi, stolið á dansleik í Tívolí. Kápa þessi var græn að lit, víð og með víðum ermum um olnboga, en þröng við úlnliði, kragi bogadreginn og perlusaum aður að neðan allt í kring og vasar stórir og perlusaumaðir. Rannsóknarlögreglan í Reykja vík vill gjarna hafa tal af hverj um þeim, sem orðið hefir var við slíka kápu. Flntningar á sjó (Framhald af 1. síBu.) inu, urðu loks að hætta ferð- unum vegna ófærðarinnar, og var þá gripið til flutninga á sjó. Um Svarfaðardal mun víða vera erfið færð, en mjólkur- flutningar þaðan til Dalvík- ur hafa þó ekki falið niður af þeim sökum, enda eru Norð- lendingar ýmsu vanir og láta ekki hugfallast við að komast leiðar sinnar, þótt öröugar séu vetrarferðir, þegar eins stendur á og nú hefir gert um sinn. fíjöf .... (Framhald af 3. síBu.) og gerði enn þann dag í dag. Séra Árni Þorsteinsson kom að Kálfatjarnarsókn ár ið 1886 og dvaldi þar þjón- andi prestur til æfiloka, en hann dó árði 1919. Heimili þeirra presthjónanna að Kálfatjörn var jafnan stórt og mannmargt, þau áttu 8 börn og af þeim lifa nú 3 dætur. Foreldrar og börn voru samtaka um að gera, um- hverfi sitt hlýtt og bjart, þar var góðvild og gestrisni ríkj- andi jafnt lágum sem háum. Enn er fólki er í sókn í minni hinn glæsilegi prestur og ræðumaður og kvöldsöngvarn ir í Kálfatjarnarkirkju hjá séra Árna sál. Þorsteinssyni munu lengi í minnum verða. Nú hafa dætur séra Árna með þessari stóru gjöf reist foreldrum sínum óbrotgjarn- an minnisvarða er mun varpa birtu og ljóma yfir starf séra Árna Þorsteinssonar um langa framtíð. Færi ég fyrir hönd sóknar nefndar og safnaðar gefnud- unum okkar innilegusta þakk læti fyrir þessa kærkomnu og höfðinglegu gjöf til Kálfa tjarnarkirkju, svo og fyrir all an hlýhug og auðsýnda vel- vild til kirkju og safnaðar fyrr og síðar, með hjartan- legri ósk um gleðilegt ár. Erlendur Magússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.