Tíminn - 24.01.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.01.1951, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFIItLlT" I DAG: Deilur frasfira systra S5. árgangur. Reykjavík, „A FÖRAIJ3I VEGI“ í DAG: „Munuður“ eða „ómeti“ 24. janúar ,1951. 19. blað. Rögnvaldur Sigur- jónsson fær mis- jafna dóma Rögnvaldur Sigurjónsson hélt í gær píanótónleika í Stokkhólmi, og hafa helztu blöðin birt ummæli um leik hans. Dagens Nyheter segir m. a.! að tækni hans sé sómasam- leg, hann sé gæddur tónlist- argáfu, flutningur hans sé smekklegur en frekar daufur. Svenska Dagbladet telur Rögnvald ekki 1 hópi hinna útvöldu. Hljómfall hans sé slappt og Iitauðgi takmörk- uð. — Stockholms Tidningen segir, að Rögnvaldur búi yfir tón- • listargáfu, en leikur hans sé ekki nákvæmur og full ó- frjáls. Morgontidningen segir að leikur Rögnvalds hafi í fyrstu verið full „korrekt," venju- bundinn og næstum leiðinleg, ur, en að síðar hafi hann sýnt litauðgi, þrótt og fjör. Leikkvöld Mennta- skólans hefjast annað kvöld Menntaskólinn í Reykjavík hefir hinar árlegu leiksýn- ingar sínar með frumsýn-! ingu á leikritinu: Við kerta- 1 ljós, á föstudagskvöldið kem ur eða annað kvöld. Leikur | þessi er gamanleikur, sem | gerist á vorum dögum, en! höfundur hans nefnist Sig- j fried Geyer, en fá önnurj deili eru talin á honum kunn. j Bjarni Guðmundsson þýddi leikritið. Leikendur eru átta, allt nemendur í Menntaskól- anum. Þrjú aðalhlutverkin leika Benedikt Árnason, Jón R. Magnússon og Ingibjörg Jónsdóttir, en aðrir leikend- ur eru Grétar Ólafsson, Krist ín Thorlasíus, Sigurður Lín- dal, Steinn Steinsson og Sólveig Thórarensen. Leik- stjóri er Baldvin Halldórsson, leikari og leiktjöld eru eftir Magnús Pálsson. Píanóleik annast einn nemandi, Jón Hallgrímsson. Leikkvöld Menntaskólans eru löngu orðin fastur liður í félagslífi bæjarins og munu menn fagna þeim að þessu sinni sem fyrr. Trjárækt eftirlætis- tómstundaiðja Rússneskur höfuðsmaður, sem hrist hefir ryk Rússlands af fótum sér,hefir nýlega látið Norðurálfublöðunum í té ýmsa vitneskju um einkalíf Stalíns. Höfuðsmaður þessi heitir ívan Nikifóróvitsj Mirkin, og var einn af einkalífvörðum Stalíns. Ilann flúði inn yfir finnsku landamærin, en komst síðan frá Finnlandi til Svíþjóðar. Eyjan Helgoland komst mjög á dagskrá fyrir skömmu, er allmargir Þjóðverjar tóku sér þar bólfestu til að mótmæla og koma í veg fyrir, að bandarískar flugvélar notuðu hana sem æfingaskotmark. Þar hafði ekkert fólk hafzt við síðan setulið Þjóðverja var þar á stríðsárunum. Þrátt fyrir geysi- legar sprengjuárásir hefir þessi Þjóðverji, sem fór út í eyna um daginn, fundið þarna mikið af nothæfum niðursuðu- vörum úr forðabúrum hermanna Hitlers. Her S.Þ. aðeins 16 km. sunnan við Seoui JXorðurlicrinn hcfir yfirgefið Inciion og' vcitir lítið viðiiám á miðvígstöðvunum Undanfarin dægur hafa hersveitir S.Þ. I Kóreu mjög bætt aðstöðu sína á miðvígstöðvunum og samtímis hefir viðnám norðurhersins linazt. Helztu átökin í gær urðu norðan Wonju. Eisenhower ræddi við Montgomery í gær Eisenhower hershöfðingi ræddi í gær við Montgomery marskálk í bráðabirgðastöðv- um sínum í Paris. Talið er nú víst, að Montgomery verði hæstráðandi í herráði Eisen- howers næst honum sjálfum. Franska stjórnin hefir bann- að alla mótmælafundi gegn Eisenhower og innanrikisráð- herrann sagði í gær, að gripið mundi verða til róttækra ráð stafana til að fyrirbyggja slíkt. Taka Wonju í þriðja sinn. í fyrradag tóku hersveitir S.Þ. flugvöll Wonju og í gær- morgun tóku þær alla borg- ina á sitt vald. Er það í þriðja sinn á 10 dögum, sem suður- herinn tekur Wonju en hef- ir orðið að hörfa úr henni jafnan aftur. Nú virðist her- sveitirnar hins vega ætla að treysta stöðu sína þar bet- hafnarborg Seoul, og kom það nokkuð á óvart, en það þykir benda til þess, að norðurher- inn sé í þann veginn að hörfa norður á bóginn, þar sem In- ( chon er lykilborg í sókn að Seoul. Flugvélar S.Þ. fóru í gær- morgun allmargar könnunar- og árásarferðir til Norður- Kóreu og lenti þar í loftbar- daga við orrustuflugvélar af ur en áður, því þær fluttu (j-ússneskri gerð. Skutu flug þangað meira lið en fyrr og; menn g Þ þar niður fjórar sóttu þegar í gær nokkuð norð | þessara flugvéla. ur fyrir hana. I gærkvöldi voru sóknarhersveitirnar komnar 9 km. norður fyrir Wonju. Urðu á þeim slóðum allmiklir bardagar í gær, og er talið að um 400 kínverjar hafi fallið. Mirkin hefir ekkí C. viljað láta uppi, hvers vegna hann strauk frá Rússlandi, en á hinn bóginn hefir hann skýrt á greinargóðan hátt frá því, hvernig Stalín ver degi hverjum. Vinnudagiir Stalíns. Stalin fer á fætur, Ijlukkan tíu dag hvern. Laust fyrir kl. ellefu snæðir hann morgun- verð með „félaga Raskófu“, er Mirkin segir, að sé núver- andi kona Stalíns. Raskófa á sæti í nefnd þeirri, sem hef ir með höndum rannsóknir og tilraunir í flugtækni, og er sjálf flugmaður. Auk Raskófu snæðir.Pekre- býtsjeff hershöfðingi, yfir-' maður hinna mörgu einkarit- ara Stalíns, oft morgunverð með einvaldanum og stund- um einnig Mólótoff og Bería,1 yfirmaður leynilögreglunnar > rússnesku. Vinnudag sinn byrjar Stalín klukkan 11,45. Hann situr við afgreiðslu mála i skriístofu sinni til klukkan tvö, en þá ver hann einum kiukkutíma til þess að lesa blöðin. Klukk- i an þrjú snæðir Stalín, og hvil ir sig á eftir til klukkan fimm Eftir það vinnur hann til kl.: hálf-níu. Á kvöldin er hann síðan oftast meöal nánustu samstarfsmanna sinna, ráð- herra og yfirmanna úr leyni- lögreglunni. Stundum kemur líka dóttirin Svetlana í heim sókn með dætur sinar tvær. Síðasta eiginkonan í Packardbíl. Síðasta kona Stalns, Ras- kófa, er sögð hávaxin, þrekleg og breið um axlir. Hárið er rauðjarpt, augun grá og and- litið langt. Hún er mikil skart kona í klæðaburði, og ekur alla jafna sjálf Packardbíl, sem hún á. Varfærni einvaldans. Stalín fer aldrei svo í ferða- lag, að ekki séu látin bíða hans tveir bílar eða tvær lest ir. Það er ekki fyrr en í þann veginn, að hann er að leggja af stað, að ákveðið er, hvort farartækið hann notar. 230 manns hafa farizt í snjóflóð- unum Ifætta á vatiosflóð- um liætist við í fyrrinótt féllu enn mörg snjóflóð í Suður-Ölpunum og fórust nokkrir menn. Búið er nú að grafa upp mörg lík til viðbótar því, sem var í fyrra- dag. Alls hafa nú farizt i snjó flóðunum rúmlega 230 menn og allmargra er enn saknað. Nú er komin asahláka á þess- um slóðum og miklir vatna- vextir, og óttast menn að enn verði manntjón og miklir skaðar af völdum vatnsflóða. Komnar að Suwon. Scndincfmlin fa.cin til Japan Sendinefnd sú, sem Truman forseti hefir skipað til að ræða við japanska stjórn- málamenn um friðarsamn- Vestar á vígstöðvunum inga við Japan lagði af stað hafa hersveitir S.Þ. einnig frá Bandaríkjunum í gær. sótt töluvert fram og voru John Foster Dulles lét svo um komnar í nánd við Suwon.1 mælt, að nefndin mundi gera Framsveitir voru þó komnar allt, sem í hennar valdi stend lengra norður og voru stadd- ur til að mynda þann grund- ar suðvestur af Suwon að-, völj, sem flýta mætti friðar- eins 16 km. suður af Seoul. | samningunum, því að Japan'r Þá sáu flugmenn S.Þ. einn ættu skilið að ekki yrði dregið ig í gær, að norðurherinn hef- (lengur að gera við þá friðar- ir algerlega yfirgefið Inchon, samninga. 3 þús. farast í hraunffóði í Nýju-Geníu hófst eldgos mikið í fjallinu Lamingo í fyrrinótt. Streymdi hraun- flóð mikið niður hlíðar þess og steyptist yfir mörg þorp. Er talið, að um 3000 manns hafi farizt í hraunflóðinu, flest innfæddir menn en þar á meðal um 30 Evrópumenn. Flugmenn, sem flugu yfir eldstöðvarnar og hraunflóðið í gær, segja, að hraunið þeki nú um 325 ferkm. lands. Fiskimjölsverk- smiðjunni í Harð- bak áfátt Verðisr scmillcga Ijreytí Fiskimjölsverksmiðjan í Harðbak, nýja Akureyrartog- aranum, reyndist illa í fyrstu veiðiförinni, eins og áður var skýrt frá hér í blaöinu. Bilaði hún, svo að skipið kom að- eins með fáa poka af mjöli, en auk þess er henni óhagan- lega fyrir komið í skipinu og á allt annan hátt en í nýj- um, brezkum togurum, er kjölur var lagður að um svip- að leyti og hafin var smíði hinna tíu íslenzku togara, sem nú eru að koma til lands ins. — Búizt er við, að hverfa verði að því ráði að breyta fiski- mjölsverksmiðjunni í Harð- bak, svo að hún geti komið að tilætluðum notum. Afbragðs sífdar- afli í Noregi Síldarskipin koma nú hvert af öðru drekkhlaðin inn til Álasunds og næstu hafna. í gærkvöldi haföi verið landað þar um 250 þús. hl. Engin löndunarstöðvun hefir enn orðið, en búast má við að að því komi í dag, verði veiðin eins mikil. Er þetta þegar orð in mikil aflahrota, og sjald- an hefir verið eins mikíl síld veiði í byrjun vertíðar. Rek- netabátar fá einnig góða veiði, og í gærdag komu um 150 bátar inn með 100—600 tunnur síldar. Fyrstu skipin eru þegar lögð af stað með ísaða síld til Þýzkalands, Hol- lands, Bretlands og Frakk- lands. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.