Tíminn - 27.01.1951, Qupperneq 2
2
TÍMINN, laugardaginn 27. janúar 1951.
22. blað
jfá kajfi til keiía
10
Útvarpib
Útvarpið í kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Tónleikar (plötur).
20,35 Leikrit: „Don Quixote" eft
ir Miguel de Cervantes (áður út
varpað haustið 1948). Leikstjóri:
Lárus Pálsson. — Leikendur:
Lárus Pálsson, Þorsteinn Ö.
Stephensen, Brynjólfur Jóhann
esson, Valur Gíslason, Jón Aðils,
Gestur Pálsson, Valdimar Helga
son, Gunnar Eyjólfsson, Róbert
Arnfinnsson, Anna Guðmunds-
dóttir, Bryndís Pétursdóttir,
Ragnhildur Steingrímsdóttir,
Þorgrímur Einarsson og Stein-
dór Hjörleifsson. 22,00 Fréttir og
veðurfregnir. — 22,10 Passíu-
sálmurk nr. 6. 22,20 Danslög
(plötur). 24,00 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
Ms. Arnarfell er á leið til
ítalíu frá Reykjavík. Ms. Hvassa
fell átti að fara frá Reykjavík í
dag áleiðis til Portugal.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Reykjavík
24. 1. til Grimsby. Dettifoss átti
að fara frá Gdynia 25. 1. til
Kaupmannahafnar, Leith og
Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá
Reykjavík 27. 1. til Keflavíkur.
Goðafoss fór frá Reykjavík 17.1.
væntanlegur til New York 26. 1.
Lagarfoss er á Austfjörðum. Sel
foss er væntanlega á Siglufirði,
fer þaðan til Húsavíkur, Raufar-
hafnar og útlanda. Tröllafoss
kom til St. Johns 23. 1., fer það-
an 26. 1. til New York. Auðumla
fór frá Immíngham 22. 1. til
Reykjavíkur.
Ríkisskip:
Hekla fer frá Reykjavík í dag
austur um land til Siglufjarðar.
Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herðubreið er á Austfjörð-
um á suðurleið. Skjaldbreið fór
frá Reykjavík í gærkveldi til
Breiðafjarðar. Þyrill er á Aust-
fjörðum. Ármann fer frá Rvík
í dag til Vestmannaeyja.
Árnað heilla
Jón Hallgrímsson
fyrrum bóndi á Hnjúki í Vatns
dal er 60 ára í dag.
Jón og kona hans, Steinunn
Jósefsdóttir, bjuggu um langt
skeið rausnarbúi á Hnjúki, en
fluttust til Reykjavíkur fyrir
fimm árum og búa nú í húsinu
Eiriksgötu 35 hér í bæ.
Jón er maður vinmargur, því
margir sóttu Hnjúksbóndann
heim, er gestrisni þeirra Hnjúks
hjóna með afbrygðum.
Messur á morgun
Nesprestakall.
Messað verður í kapellu há-
skólans klukkan tvö. Ásmundur
Guðmundsson prófessor prédik-
ar, séra Jón Thorarensen þjón-
ar fyrir altari.
Elliheimilið.
Guðsþjónusta með altaris-
göngu í Elliheimilinu klukkan
tíu árdegis. Séra Sigurbjörn Á.
Gíslason.
Laugarneskirkja.
Messa á morgun, biblíudag-
inn, kl. 2 e. h. Séra Garðar
Svavarsson. Barnaguðsþjónusta
kl. 10,15 f. h. Séra Garðar Svav-
arsson.
Reynivallaprestakall.
Messa í Reynivallakirkju á
sunnudaginn kl. 2. Sóknarprest-
urinn.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinn.
Messa í Aðventkirkjunni kl.
5 e. h. Sálmarnir: 131, 432, 419,
425, og 24. Séra Emil Björnsson.
Börnin, strætisvagnarnir,
lögreglan.
Nú er aftur kominn snjór í
Reykjavík, og aftur taka börn
in sér biðstöðu á viðkomustöð
um strætisvagnanna í úthverf
unum, og hanga síðan aftan í
vögnunum, er þeir leggja af
stað.
Þegar Sundlaugarvagninn
fór af viðkomustað sínum við
Nóatún Iaust fyrir eitt í gær,
héngu tveir litlir drengir aft-
an í. Þeir héngu aftan í hon-
um aiia leið á viðkomust'jðinn
í Sigtúni, hvíldu sig meðan
hann staldraði þar, en héldu
síðan áfram þessari áhættu-
sömu ökuferð eins og leið stræt
isvagnsins lá, unz þeir hrutu
aftan úr vagninum einhvers
staðar í Laugarneshverfinu. j
Mega íbúar úthverfanna enn
einu sinni biðja um lögreglu-
eftirlit — áður en slys verður?
Flugferðir
Loftleiðir h. f.
1 dag er áætlað áð fljúga til:
ísafjarðar, Patreksfjarðar og
Hólmavíkur fyrir hádegi og til
Vestmannaeyjar kl. 13,30. Á
morgun er áætlað að fljúga til:
Vestmannaeyjar kl. 13,30.
Úr ýmsiun áttum
Leiksýningar á Sauðárkróki.
Fréttaritari Tímans á Sauð-
árkróki skrifar:
Kvenfélag Sauðárkróks efndi
til skemmtisamkomu á Sauðár-
króki á nýársdag og sýndi gam-
anleikinn „Saklausi svallarinn"
eftir Arnold Bach. — Leikstjóri
var Sigurður P. Jónsson og lék
hann jafnframt eitt af aðal-
hlutverkunum. Aðrir leikendur
voru: frú Jórunn Hannesdóttir,
Tómas Hallgrímsson, frú Jó-
hanna Þorsteinsdóttir, Jóhann
Ellertsson, Guðbrandur Frí-
manns, Anna Jóna Guðmunds-
dóttir. Guðrún Jósafatsdóttir, og
Lúðvík Halldórsson.
Mikil aðsókn var að skemmtun
inni og skemmtu áhorfendur
sér hið bezta, enda er þetta bráð
skemmtilegur gamanleikur, ,og
meðferð leikendanna á hlut-
verkum sínum mjög góð. —
Mun Kvenfélag Sauðárkróks
sýna leikinn tvisvar til þrisvar
sinnum á Sæluviku Skagfirð-
inga, sem sennilega verður í
marz.
S.K.T.
Eldri dansamir 1 Q. T.-húsinn
í kvöld kl. 9. — Húslnu lokaö U.
10.30. j
Aðgöngumiðasala kl. 4—6. — Simi 3355. —
Skrifstofustúlka
1
jj
«
Dugleg skrifstofustúlka getur fengið atvinnu í stóru j|
fyrirtæki. Málakunnátta er nauðsynleg, sérstaklega
enska. — Hraðritunarkunnátta æskileg. Umsóknir, er
greini menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, send-
ist 1 pósthólf nr. 898, fyrir mánaðamót.
♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦j
♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦«
"
Viðgerðir á úrum og klukkum
Tökum klukkur til viðgerðar
Franch Micholscn
ÚRSMÍÐAVINNUSTOFA
Laugaveg 39 — Pósthólf 812 — Sími 34662
4 tfcrhutn ieqi:
ORÐ í BELG
„Igor“ sendir bréf varðandi orð þau, sem hér voru
látin falía um íslenzka embættismannastétt, áður og
nú. Hann segir:
„Þótt mér sé þetta ekki skylt, þar sem ég er ekki
embættismaður og næsta fáir af þeim, er mér eru
skyldir, langar mig þó að leggja orð í belg. — Nú á
tímum eigum við margs konar sérfræðinga, sem beint
og óbeint eru embættismenn þjóðarinnar og hafa þeim
störfum að gegna að fylgjast með nýjungum.e hver á
sínu svið.i og koma þeim á framfæri og í framkvæmd,
landsmönnum til heilla.
Hvað á að segja um búnaðarfélögin og fiskifélögin og
starfsmenn þeirra, atvinnudeild háskólans, tilrauna-
stöðvar í öllum landsfjórðungum í grasrækt og öðru
er að búnaði lýtur, laxaklakstöðvar, friðanir fiskimiða,
tilraunir rikisins með ný veiðarfæp, o. s. frv., o. s. frv.
Það er ógerlegt að ætlast til þess, að sýslumenn, lækn-
ar, prestar eða stjórnarráðsfulltrúar, svo einhverjir séu
nefndir, gangi sérstaklega fram fyrir skjöldu til þess
að ryðja einhverri verklegri nýjung braut. Það er af
sú/tíðin, er þessir menn höfðu einir menntunina og
útsýnið til ailra hliða, en þjóðin sjálf sat hnípin 1 vanda
og fékk ekki að gert fyrir sakir fátæktar og umkomu-
leysis. En vafalaust iga liðnir embættismenn sinn heið-
ur af því, hvernig þróunin hefir orðið, og þeirra verk
eru það, margra hverra, að nú eru starfandi þúsundir
handa, sem sérstaklega eru tilkvaddir að vinna að
þroska atvinnuveganna. — Og sannleikurinn er sá, að
nú á þessari stundu ganga meðal vor merkilegir fröm-
uðir, sem aldrei munu gleymast í landssögu, fremur en
menn þeir á 18. öld, sem taldir voru upp í grein þinni.
Þessir menn eru beint og óbeint embættismenn, þótt
ég nenni ekki nú að telja þá upp með nafni og skilja
þar sundur sauði og hafra og sanna þannig betur, það
sem ég á við,“
★ ★ ★
Svo segir „Igor.“ Raunar held ég, að hann hafi mis-
skilið mig ofurlítið, en það er þó fremur mín sök en
hans, því að það var ekki skýrt fram sett. Það, sem
ég var að sveigja að, er þetta: Mér finnst óeðlilega
margir embættismanna okkar orðnir um of að skrif-
stofuvélum, ef svo má segja. Þeir vinna sjálfsagt vel og
sumir ágætlega skyldustörf i strangasta skilningi. En
skortir þá ekki þann eld áhugans, sem hefir auga á
hverjum fingri fyrir almennum framfaramálum og
berst fyrir þeim á opnum vettvangi? Þjóðfélagði hef-
ir þó meira á sig lagt til þess að mennta þá og undir-
búa en annað fólk í landinu og skapað þeim öruggari
lífsafkomu. —
★ ★ ★
Hitt er ég „Igor“ fyllilega sammála um, að meðal
okkar eru nú merkilegir frömuðir og brautryðjendur,
sem geymast munu í sögu þjóðarinnar. Kannske höf-
um við „Igor“ einmitt sömu mennina í huga, þótt við
nefnum engin nöfn. En þeir koma flestir úr annarri
átt, ef svo má segja, en Magnús Ketilsson og séra Björn
i Sauðlauksdal. J. H.
Eldfastur steinn
Getum útvegað eldfastan stein frá einn þekktustu
H verksmiðju Bretlands
Afgreiðslutími 14—16 vikur.
LANDSSMIÐJAN
Bújörð óskast
til leigu eða ef til vill til kaups, ef um semst. Jörð-
in þarf að hafa skilyrði til sauðfjárræktunar. Tilboð
sendist blaðinu merkt „Jarðnæði“ fyrir 15. apríl. :
SK1PAUTG6KO
RIKISINS
Ármann
fer til Vestmannaeyja í kvöld.
— Vörumóttaka í dag. —
Vorbær kýr
til sölu nú þegar. — Upplýs-
ingar hjá Ólafi Nikulássyni,
Grímsstöðum, Álftaneshreppi,
Mýrum. — Sími um Arnar-
stapa. —
Forðizt eldinn og
eignatjón
Framleiðum og seljum
fiestar tegundir handslökkvi
tækja. Önnumst endurhleðslu
á slökkvitækjum. Leitið upp-
lýsinga.
Kolsýruhleðslan s.f. Simi 3381
Tryggvagötu 10
Útbrefðlð Tímann.
v-iff®¥mAVktsi/
„Marmari”
eftir Guðmund Kamban.
Leikstjóri: Gunnar Hansen
Sýning í Iðnó á sunnudag kl.
3. — Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 2. —
Elsku Rut”
Leikstjóri: Gunnar Hansen
Sýning annað kvöld kl. 8.
— Aðgöngumiðar seldir kl. 4.
Sími 3191. —
Leikkvöld
Menntaskólans 1951
,Viö kertaljós’
eftir Sigfried Gayer
Leikstj.: Baldvin Halldórsson
Sýning í Iðnó í dag kl. 4,30.
— Aðgöngumiðar seldir eftir
kl. U — Sími 3191.