Tíminn - 27.01.1951, Blaðsíða 5
22. blað
TÍMINN, laugardaginn 27. janúar 1951.
5
imimt
Lttugard. 27. jan.
Aðstoðin við út-
gerðina
Um nokkra vikna skeið hafa
staðið yfir viðræður milli
ríkisstjórnarinnar og sam-
taka útvegsmanna um ráð-,
stafanir til að tryggia rekst-'
ur bátaútvegsins. Þótt gengis
lækkunin hafi styrkt veru- j
lega rekstrargrundvöll útvegs
ins, hefir óhagstæð verðlags- |
þróun erlendis gert það að (
verkum að hún nægir hon- j
um ekki. Verðlag á rekstrar- j
vörum hans hefir hækkað
meira en útflutningsafurðirn
ar og auk þess hefir kaup-
gjald hækkað innanlands.
Jafnvel þótt þetta hefði ekki
komið eftir óstjórn fyrri ára,
gengislækkunin hefði nægt
honum. Svo illa var hag hans
komið eftir óstjórn fimm ára,
en vegna neytenda var ekki
talið fært að -ganga lengra i
gengislækuninni.
Það er ekki síst ástæða til
að hafa þetta í huga. Gengis
lækkunin var óhjákvæmileg
afleiðing þess, hvernig fyrrij
stjórnir höfðu búið að þess-
um einum helstu undirstöðu-
atvinnuvegi landsmanna.
Hann þurfti meira að segja
á öllu meiri gengislækkun að
halda en fært var talið að ráð
ast ír Gengislækkunin var
þannig raunverulega verk
fyrri ríkisstjórna, sem núver-
andi stjórn var nauðbeygð til
að annast um framkvæmd á.
Fyrir Alþýðuflokksmenn og
kommúnista er því vonlaust
að reyna að komast undan á-
byrgð á gengislækkuninni,
enda bentu þeir á síðastliðn
um vetri ekki á neina aðra
leið, sem hefði bjargað út-
gerðinni og var minni kjara-
skerðing fyrir almenning.
Þegar þetta er ritað, virðist
áðurnefndum samningum
ríkisstj órnarinnar og útvegs-
manna svo langt komið að
sjáanlegt sé, að hvaða lausn
verður horfið að þessu sinni.
Ýmsar leiðir gátu komið til
greina, eins og t. d. að taka
upp fiskábyrgðarleiðina aft,-
ur með tilheyrandi nýjum á-
lögum eða að lækka gengið
á ný. Mikla athugun þurfti
þó ekki til að hafna báðum
þessu leiðum. Eftir það var
ekki nema um tvær aðalleið-
ir að velja. Önnur var sú að
greiða takmarkaðar útflutn-
ingsuppbætur á vissar afurð
ir sjávarútvegsins og leggja
á nýja tolla til að mæta þeim.
Hin var sú að gefa útvegs-
mönnum eftir að ráðstafa
nokkrum hluta þess gjald-
eyris, er þeir afla, til vissra
vörukaupa, og láta aukna hlut
deild útvegsins í verzlunar-
gróðanum styrkja þannig
rekstrargrundvöll hans. Það
er um þessa síðari leið, sem
samkomulag virðist nú hafa
náðst um milli rikisstjórnar-
innar og útvegsmanna.
Ráðstöfun útvegsmanna á
hinum frjálsa gjaldeyri verð
ur vitanlega bundin við
vissa vöruflokka og þá einkum
þá, sem ekki teljast til brýn-
ustu lifsnauðsynja. Því skal
þó síður en svo haldið fram,
að þessu fylgi ekki meiri eða
minni byrðar fyrir almenn-
ing, En slíkar byrðar eru
óhjákvæmilegar í einu eða
öðru formi, ef ekki átti að
ERLENT YFIRLIT:
Golombo-áætlunin :
Samhjálp brezka Nainveldisins til að greiða
fyrir efnalegri viðreisn samvaldis-
landanna í Asíu
Stjórnmálamönnum lýðræðis
þjóðanna kemur saman um það,
að vígbúnaður og landvarnir
séu ekki nema einn þáttur þess
að vinna gegn yfirgangi komm
únisma og annara öfgastefna.
Það, sem skipti jafnvel enn
meiru tii frambúðar, sé að
vinna að bættum lífskjörum al
mennings ög þó sérstaklega í
þeim löndum, þar sem þau eru
nú lökust. í samræmi við þetta
flutti Tr.uman forseti þá til-
lögu sína, sem gengur undir
nafninu fjórða stefnuatriðið,
vegna þéss, að hún var fyrst
liður í héildartillögum, er hann
setti frám. Aðalatriði hennar
var það, að Bandaríkin létu það
vera sem framhald af Mar-1
shallhjálpinni að styðja að at-
vinnulegri viðreisn hjá þeim
þjóðum, , sem skemmst væru
komnar Jj,- því sviði, bæði með
tæknilegri og fjárhagslegri að-
stoð. Bandaríkjastjórn hefir
þegar hafið nokkurn undirbún-
ing í þessá átt. Þá hafa Sam-
einuðu þjóðirnar slíkar ráða-
gerðir méð höndum og loks er!
svo að nefna Colombo-áætlun- |
ina á vegum brezka samveldis- 1
ins. Verður nánar sagt frá því
í eftirfarandi grein eftir Jan-'
ette Burs&as, en hún birtist ný- 1
lega í „Arbeiderbladet“ í Osló:
Það snertir okkur alla.
— Það ér ástæða til að veita
nokkrar upplýsingar um Col-
ombo-áaétiunina vegna þeirra.
sem ekki* hafa veitt málinu
neina athygli fyrr en lausn
þess er hafin. Hér er ekki um
nein pappírsákvæði að ræða,
heldur framkvæmdin þegar haf-
in. ....
Hér er úm svo stórkostlegar
ráðstafanir að ræða, að það
snertir ókkur alla hvort þær
heppnast " eða ekki. Það eru
570 milljónir manna í Indlandi,
Pakistan,--^ Ceylon, Malaya,
brezku Borneo og Singapore, og
þetta fótk er fjórði hluti mann
kynsins. Arið 1970 eru líkur til,
að þessum þjóðum hafi fjölgað
svo, að þær telji 720 milljónir,
og samsvarar sú fjölgun allri
Bandaríkjáþjóðinni. Áætlunin
nær þó 'ýfir enn meira svæði,
því að Cambodsja, Laos, Viet
Nam, Thailand, Burma og Indo
nesia eiga þess kost að vera
með í þessu samstarfi.
Auðug lönd og
fátækar þjóðir.
Þetta svæði er auðugt að hrá
efnum, svo að hvergi eru meiri
náttúrugæði í heimi. Fyrir styrj
öldina lögðu brezku samveldis-
löndin í Asíu fram svo að segja
alla bastframleiðsluna, % af tei,
z/3 af tini, ya af olíu og feiti
auk margs annars. Þessar vör-
ur voru fluttar um allan heim
og fyrir þær fengu Bretar doll
ara til að fullnægja þörfum
sínum. Fjármagn frá Bret-
landi og öðrum löndum Vestur-
Evrópu nytjaði auðlindir þess-
ara austrænu landa.
Nú hefir orðið breyting í
efnahagslegri þróun þessarra
ríkja eftir stríðið. Hernám Jap-
ana og eyðing landa hefir vald-
ið gífurlegu tjóni. Frjósamar
gúmmíekrur og teekrur höfðu
farið i órækt og vaxið frum-
skógum. Járnbrautir og eim-
vagnar höfðu horfið. Aflstöðv-
um hafði ekki verið haldið við.
Fjárhagslegt öngþveiti og verð
bólga var í löndunum. Vefn-
aðarverksmiðjur Indlands voru
látnar fata herliðið austan Súez
skurðarins og vantaði efni til
að vinna úr fyrir þjóðina. Mat-
arframleiðslan varð að aukast
á kostnað annarar framleiðslu,
svo að svalað yrði frumstæðustu
þörfum manna. En árið 1945.
voru ónotaðir og eyddir hrís-
grjónaakrar í Suð-austur-
Asíu 60 þúsund ferkílómetrar.
Smátt skammtað.
Þetta varð til þess, að doll-
aratekjur Evrópu minnkuðu. t
öðru lagi tók fyrir það, að fjár-
magn frá Evrópu bærist til þess
arra Asíulanda gegnum rekstur
þar. Og jafnframt þessu áttu
sér stað austur þar í stjórn-
málalífi þessarra þjóða átök
þau, sem eiga sér engar hlið-
stæður. Innlendar og óháðar
stjórnir hafa risið upp. Þjóð-
irnar hafa vaknað til þjóðernis
legrar meðvitundar og sjálf-
stæðiskenndar, en lifnaðarhætt
ir þeirra eru engu betri en áð-
ur, nema siður sé. Indverjar
nærast nálega eingöngu á hrís-
gjónum. Skammturinn er 320
grömm á dag í borgunum. 1
öllum löndum Suðaustur-Asíu
er matvælaástandið verra, en
1940. í Pakistan fær fullorð-
inn maður 8 metra af baðmull-
arefnum til klæðnaðar árlega
og annað ekki, og veðurfarið í
Pakistan er breytilegt. Meðal
tekjur manna í þessum lönd-
um í heild eru tíu sinnum
minni en í Bretlandi en tutt-
ugu sinnum minni en í Banda-
BEVIN
í samræðum við einn aðstoð
____ armann sinn.
ríkjunum ef reiknað er í pen-
ingum.
Það eina, sem hér má verða
til hjálpar, er að hraða efna-
hagslegri viðreisn, svo að mat-
vælaástandið batni og meðal-
tekjur manna aukizt. Það er
ekki ástæða til að eyða orðum
að því, hve mikils virði það er,
að slík þróun gerist fljótt. Jafn
vægi í stjórnmálalífi þessara
landa allra, er algjörlega háð
því, að þau bjargráð heppnist.
Það, er mál, sem snerfir allar
þjóðir og þess vegna er Colombo
áætlunin raunverulega al-
heimsmál.
Sérhvert þessara landa hefir
sína eigin viðreisnaráætlun.
Það er sameiginlegt með þeim
flestum, að stefnt er að því
(Framhald á 6. síðu.)
Raddir nábúanna
Hann sér allt öfugt
Asmundur Sigurðsson hef-
ir skrifað meira en heilsíðu
grein í Þjóðviljann um Olíu-
félagið og Tímann. Aðalefnið
í þessari löngu grein er það,
að Tíminn hafi hótað að
heimta fulla rannsókn í máli
S. í. F., ef mál Olíufélagsins
væri ekki látið niður falla.
Hér er staðreyndunum al-
veg snúið við hjá Ásmundi.
Tíminn einmitt fagnaði því,
hve skeleggt Mbl. væri nú
orðið í því að vilja upplýsa
meint verðlagsbrot. Hann
lofið Mbl. fullum stuðningi i
því að fá mál Olíufélagsins
upplýst, en kvaðst vænta þess
að Mbl. launaði þá liðveizlu
með því að fylgja þeirri kröfu
Tímans, að mál S. í. F. yrði
ekki svæft. Tíminn fór hér
öðru vísi en Þjóðviljinn,
I er þagið um „faktúrurnar í
, tunnunni“ gegn þvi að Mbl.
þegði um ýms stjórnar-
hneyksli Brynjólfs og Áka.
| Tíminn getur hinsvegar fyr
irgefið Ásmundi þessa fölsun.
Honum er ekki sjálfrátt. Hann
er að upplagi meiniaus sak-
leysingi, en hefir látið æsast
I af áróðri kommúnista. Undir
þeim áhrifum vann hann það
ógæfuverk að snúa brjóstlík-
ani af Jóni Sigurðssyni og
taka mynd af því öfugu
í þeirri von að geta stutt með
því iandráðastefnu kommún
ista. Þetta hefir hefnt sín.
Síðan sér Ásmundur flest öf-
ugt. Undir þeim álögum hef-
ir hann skrifað greinina um
Tímann og Oliufélagið.
láta útgerðina stöðvast og
leggja þannig hina þyngstu
byrði á þjóðina, þ. e. gjald-
eyrisskort og atvinnuleysi.
Um það má deila, hvaða leið
hefði verið léttbærust fyrir
almennifíg og komið að best-
um notum.
Enn liggja ekki fyrir ítar-
legar upplýsingar um það,
hvernig framkvæmd um-
ræddrar ráðstöfunar er hugs
uð, og verður því ekki rætt
frekar um það að sinni. En
vitanlega gildir það hér sem
oftar, að framkvæmdin getur
skipt mestu máli. Það hefir
t. d. ekki lítið að segja í þess
um efnum, hver áhrif þetta
,hefir á fiskverðið til sjó-
‘manna. Það er eitt höfuðat-
J riðið í þessu sambandi, að
; þær byrðar, sem hér verða
lagðar á almenning, komi rétt
um aðilum að tilætluðum not
um, en renni ekki að meira
eða minna leyti i vasa milli-
liðanna.
Að lokum skal þetta tekið
fram: Útgerðin hefir hér verið
veitt aðstoð, sem henni að
sönnu bar að meira eða minna
leyti. Nú er það hennar að
koma til móts við þessa fram
réttu hönd og gera sitt til
þess að henni skapist heilbrigð
ur rekstrargrundvöllur. Það
er vitanlegt, að í rekstri út-
gerðarinnar er ýmsu ábóta-
vant, t. d. ýms eyðsla meiri
en þyrfti að vera. Útggrðin
verður að gera sitt til að bæta
úr þessum ágöllum. Hún verð
ur jafnframt að kappkosta
miklu meiri vöruvöndun, því
að án þess eru öll framlög til
hennar eins og látin í botn-
lausa hít. Seinast, en ekki
sist, verður hún að vinna að
því að losa sig úr klóm ýmsra
ónauðsynlegra milliliða. Verði
þetta ekki gert, getur útgerð
in ekki vænst þess, að þjóðin
taki á sig möglunarlaust nýj-
ar og nýjar byrðar, sem eiga
að koma henni til hjálpar, en
ná ekki nema takmörkuðum
árangri vegna þess, að útgerð
in sjálf hefir ekki sín eigin
mál í lagi.
ttm
fic
Mbl. vitnar í forustugrein
i gær í þau ummæli ýmsra
kommúnistaforingja, að þeir
myndu hjálpa Rauða hern-
um, ef hann réðist inn í ætt-
lönd þeirra. Mbl. segir:
„Engum getur dulizt, að þess
ar fimmtuherdeildir hvar-
vetna um lönd eru ógnun við
heimsfriðinn og þá ekki síður
innra öryggi þjóðanna. Það er
árásaraðilja að sjálfsögðu mik
il örvun að geta treyst því að
í þeim löndum, sem hann
hyggst ráðast á, skuli vera
stór hópur manna, sem gengur
erinda hans og er þess reiðu-
búinn að greiða götu hans
á alla lund, draga lokur frá
hurðum og fremja hvers kon
ar svikræði gegn þjóð sinni.
Það er athyglisvert, að flest-
ar lýðræðisþjóðir hafa gert
ráðstafanir til þess að mæta
þessari innri hættu, sem staf-
ar af starfsemi fimmtuher-
deildanna, þar á meðal frænd-
þjóðir okkar á Norðurlöndum.
Gunnar Thorodsen varpaði
þeirri spurningu fram í ræðu
sinni á stúdentafundinum,
hvort ekki væri tími til þess
kominn að við íslendingar
hygðum að okkar innra ör-
yggi.
Sú spurning er vissulega
tímabær. — Fimtaherdeild
kommúnista í okkar landi er
hlutfallslega fjölmennari en
í flestum öðrum lýðræðis-
löndum. Þeir menn, sem
stjórna henni eru nákvæm-
lega sama sinnis og aðrir
kommúnistaforingjar Vestur-
Evrópu, sem hafa lýst þvi
yfir að flokkar þeirra myndu
styðja Rússa með öllum ráð-
um, ef þeir gerðu innrás í
lönd þeirra."
Hér skal ekki dregið úr þess
ari hættu, en vissulega er nú
hljóðið annað, en þegar Áki
og Brynjólfur sátu í stjórn
með Sjálfstæðismönnum og
Einar Olgeirsson gat tæpast
gert upp á milli ,,félaga“ Stal
íns og „herra“ Ólafs Thors,
vegna þess hve dyggilega
flokkur þess síðarnefnda
hafði hjálpað til að styðja
kommúnista.
Ólán Alþýðublaðsins
Ritstjóra Alþýðublaðsins
hefir orðið meira en lítið
hvert við, er hann las í Tím-
anum forustugrein úr norska
„Arbeiderbladet“, þar sem
gerð var grein fyrir því, að
verðhækkanirnar á heims-
markaðinum hafi að undan-
förnu hækkað mjög verðlag-
ið í Noregi. Á tímabilinu okt.
1949—okt. 1950 hafði verðlag
innflutningsvara í Noregi
hækkað um ekki minnan en
20% og sumar þeirra (ný-
lenduvara) um 50%. Verð-
hækkanir þessar stöfuðu ein
göngu af verðhækkunum er-
lendis. Síðan í október hafa
enn stórfeldari verðhækkanir
þó ekki átt sér stað.
Svipaðar verðhækkanir
hafa vitanlega orðið hér af
völdum verðhækkana erlend
is. Forustugrein „Arbeider-
bladets“ kollvarpaði þannig
þeirir kenningu, sem Alþýðu
blaðið hafði étið upp eftri
Þjóðviljanum, að allar verð-
hækkanir, sem hér hafa orð-
ið, stöfuðuð af gengislækkun
inni. Ritstjóri Alþýðublaðsins
sá, að hann hafði hér metið
meira að taka undir áróður
kommúnista en að fylgja for
dæmi jafnaðarmannablaða á
Norðurlöndum, er greina rétt
frá staðreyndum.
Ristjóri Alþýðublaðsins
veit líka meira. Hann veit, að
norskir verkamenn hafa enn
ekki fengið að neinu leyti
bættar þær verðhækkanri, er
stafa af hækkun verðlags er-
lendis. Átján aura tímakaups
hækkunin, sem þeir fengu i
haust, svarar rétt til verðhækk
unar þeirrar, sem hlaust af
því að stjórnin dró úr niður-
greiðslunum á verðlagi.
Norskir verkalýðsleiðtogar
sögðu, að það væri betra fyr
ir verkamenn að sætta sig;
við þessa kjaraskerðingu, en
(Framhald á 7. síðu.)!