Tíminn - 06.02.1951, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFIRL1T“ í DAG:
ÓfriSarhœttan í Evrópu
35. árgangur.
Reykjavík,
„A FÖRVX W VEG1« í DAG:
Stúden tufu ntl u rinn
6. febrúar 1951.
30. blað
418 skráðir atvinnu-
lausir í Reykjavík
Hin lögboðna atvinnuleys-
isskráning fór fram hér í
Reykjavík fyrstu þrjá dagana
1 febrúar. 418 atvinnulausir
menn komu til skráningar og
er það allmiklu meira en ver
ið hefir. Þegar síðasta árs-
fjórðungsskráning fór fram
voru 251 skráðir atvinnulaus-
ir. í byrjun febrúar í fyrra
voru 221 skráðir atvinnulaus
ir. Atvinnuleysi virðist þvi
meira í Reykjavík en verið
hefir um langt skeið. Af þess-
um 418 mönnum voru 284
verkamenn, 48 vörubílstjórar
og 40 sjómenn.
Þriggja ára drengur
höfuðkúpubrotnar
Klukkan hálf-tvö í gær
varð það slys á Njálsgötu, að
þriggja ára gamall drengur,
Haraldur Sigurðsson, varð
undir bíl, er var að flytja burt
snjó, og hlaut mikil meiðsli.
Ámokstursvél frá bænum
stóð á nyrðri gangstétt móts
við húsið Njálsgötu 17, og
hafði hópur barna safnazt
þarna saman til þess að horfa
á þetta nýstárlega tæki. —
Bílarnir, sem fluttu burt snjó
inn, er vélin mokaði upp, óku
aftur á bak undir trekt vél-
arinnar.
Þegar einn bílanna ætlaði
að aka brott með fullfermi
af snjó, heyrði bílstjórinn óp
og varð þess var, að barið var
í bílinn. Var hann aðeins
kominn þrjá til fjóra metra,
nam þegar staðar og ók aft-
ur á bak. Er hann kom út úr
bílnum, sá hann, að lítill
drengur lá endilangur undir
honum, og hafði hægra fram
hjól bifreiðarinnar farið yf-
ir hann.
Drengurinn var þegar flutt
ur á Landsspítalann, og reynd
ist hann höfuðkúpubrotinn.
Honum leið þó eftir atvikum
vel siðdegis í gær. — Harald-
ur litli er sonur hjónanna
Sigurðar íshólm og Elísabetar
Halldórsdóttur, til heimilis
að Njálsgötu 4B.
Vinsælar skíðabrekkur í Öskjuhlíðinnr
Síðasta helgi var sannkölluð skíðahelgi hjá Reykvíknigum og óvenju stutt að fara, til að
komast á skíði. Alls staðar á óbyggðum blettum og jafnvel á götum úthverfanna mátti sjá
fólk á skiðum, unga og gamla, sem nutu góðáveðursins og vetrarblíðunnar. Börnin í Hlíða-
hverfinu f jölmenntu upp í Öskjuhlíðina og fengu þar ágætar skíðabrekkur og þar Vár þessi
mynd tekin. (Ljósm.: Guðni Þórðarson).
Her S.Þ. nálgast Seoul
hægt en örugglega
llefir tekiö bæinn Anyang-ni og sækja nú
fast að hafnarborginni Inchon
Her S. Þ. hcrti á ný sóknina norður til Seoul í gær eftir
stöðvun þá, er á sókninni varð í fyrradag, er norðurher'.nn
gerði tilraun til gagnsóknar við mikið tjón en tókst hvergi
að sækja teljandi fram.
ins fram og voru allharðir
bardagar í gær í nánd við bæ-
inn Koksuri og í fjallaskörð-
unum norðan Hoengson hefir
norðurherinn allmikið lið. í
_ , . . , , gagnsókninni um helgina er
Seoul og er þa enginn stór bær talið að manntjón norðurhers
þar á milli. Tók suðurhermn jns hafi verið ailt að 8300 falln
Her S. Þ. sækir nú í áttina
til Seoul í þrem fylkingum.
Mestur er sá her. sem kom-
inn er til bæjar.’ns Anyang-ni
um 15 km. beint suður af
Helgi Agústsson
sextugur
Helgi Ágústsson frá Birt-
ingaholti á sextugsafmæli í
dag. Hann er einn hinna
kunnu Birtingaholtsbræðra,
sona Ágústs Helgasonar, og
mun jafnan verða talinn í
fremstu röð hinna gegnustu
manna í Árnesþingi.
Hann hefir margvislegum
trúnaðarstörfum gegnt, þar
sem hann hefir verið búsett-
ur. Nú er hann starfsmaður
Kaupfélags Árnesinga á Sel-
fossi, og hreppstjóri Selfyss-
inga.
Rússar hafa svar-
að þríveldunum
Visinsky utanríkisráðherra
Rússa afhenti í gær sendi-
herrum Frakka, Breta og
Bandaríkjamanna í Moskvu,
svar við síðustu orðsendingu
og svari vesturveldanna um
fjórveldafund um Þýzkalands
mál. Sendiherrarnir hafa nú
komið orðsendingunni áleið-
is til stjórna sinna, en inni-
hald hennar hefir ekki verið
birt enn, en það verður lík-
lega gert i dag eða á morgun.
Hafnarverkföll
breiðast út í
Bretlandi
Um 10 þúsund hafnarverka
menn taka nú þátt í hafnar-
verkfalli því, sem breiðzt hef
ir út síðustir daga í stærstu
hafnarborgum Bretlands. —
Útbreiddast er verkfallið í
Liverpool. Verkfallið hefir
verið dæmt ólöglegt og hafa
ýmsir verkalýðsforingjar var
að verkamenn við þátttöku í
því og talið það runnið frá
kommúnistum.
Hlinnkandi síldveiði
i ÍVoregi
Síldveiðin í Noregi hefir
verið heldur lítil undanfarna
daga og stafar það af óhent-
ugum straumum og illu veðri.
í fyrrinótt fengu nokkur skip
þó sæmilega veiði. Skip fóru
einnig út í gær, en leituðu
flest hafnar aftur tómhent
undir kvöldið. Síldarafli Norð
manna á vertíðinni er nú orð-
inn 3,1 millj. hl. og er það
heldur minna en á sama tíma
í fyrra.
Brutust með korn-
vöru um Fagradal
Frá fréttaritara Tímans
á Reyðarfirði.
Fagridalur er nú með öllu
ófær. í gær var rigning og
rok á Reyðarfirði og slæmt
veður. Ekki hafði þó hlánað
svo, að snjór minnkaði að
ráði.
Síðast var brotizt yfir Fagra
dal á stórum flutningabílum
á föstudag. Fluttu bílarnir að
allega kornvöru upp á Hérað 1
og voru þeir sólarhring í ferð
inni þangað til þeir komust
aftur til Reyðarfjarðar.
Tveir bátar frá Þórshöfn
biðu á Reyðarfirði í gær veð-
urteppt'r. Eru þeir á leið til
verstöðva á Suðurlandi, þar j
sem þeir ætla að stunda róðra '
á vertíðinni.
þenna bæ alveg á sitt vald í
gær og sóttu framsveitir um
5 km. norður fyrir hann.
Sækja að Inchon.
Önnur fylkingin sækir vest
ur á bóginn að Inchon hafn-
arborg Seoul, en þar hafa her-
skip S. Þ. undirbúið sóknina
með hörðum árásum undan-
farna daga. Mun vera lítið um
varnir af hálfu norðurhers'ns
á þeim slóðum.
Austan Suwon eiga komm-
únistar þó nokkurn liðsafla
ir, særðir og teknir til fanga.
Herskip S. Þ. héldu víða
uppi skothríð á samgöngumið
stöðvar á austur- og vestur-
strönd Kóreu.
Skautamótið
á Akureyri
Skautamóti íslands á Ak-
] ureyri lauk í fyrradag. Þá var
og reyndu þeir að gera hliðar keppt j 500 metra hlaupi
áhlaup á Suwon í gær en því kvenna og sigraði Ebba Indr-
var hrundið.
Mik'ð lið í f jallaskörðum.
Norðvestur af Wonju sækir
þriðja aðalfylking suðurhers-
Flóttamenn á lclð
vestur um haf
Rúmlega 200 flóttamenn
frá baltisku löndunum, Pól-
landi og víðar að, komu með
lest til Oslóar í gær frá Stokk
hólmi. Hefir flóttafólk þetta
dvalið að undanförnu í Sví-
þjóð en er nú á leið vestur
um haf. þar sem það hefir
fengið landvist til frambúðar
aðallega í Kanada. í dag fer
það frá Osló með skipinu
Stavanger til Halifax.
iðadóttir frá Skautafélagi
Akureyrar.
1500 metra hlaup karla
vann Kristján Árnason úr K.
R., en annar varð Þorsteinn
Steingrímsson úr Þrótti.
5000 metra hlaup karla j
vann Jón D. Ármannsson frá1
Skautafélagi Akureyrar, en
annar varð Kristján Árnason.
Aðeins tveir bátar
róa nú frá Bíldudal
Hreppurinn ábyrgist útgerð þeirra til að
bæta úr hinu bágborna atvinnuástandi
Frá fréttaritara Tímans á Bíldudal
Tveir bátar eru nú byrjaðir róðra hér og afla þeir fyrir
hraðfrystihúsið. Fleiri bátar munu að líkindum ekki róa héð-
an í vetur, þótt þeir séu til á staðnum.
37 Finnar á Ilolmen-
kollen-mótinu
Nefnd sú, sem velur kepp-
endur af hálfu Finna á skíða-
mótið á Holmenkollen í Nor- i
egi í vetur, hefir nú gengið
frá vali sínu. Alls munu 37
Finnar keppa á Holmenkoll- |
en-mótinu að þessu sinni. I
Hreppurinn varð að ábyrgjast.
Atvinnuástand hér á Bíldu-
dal hefir ver'ð mjög bágborið
að undanförnu. Eftir aflalaus
ar vertiðir og ýmsa örðugleika
bátaútvegsins, var svo komið,
að all*r bátar á staðnum
höfðu gefizt upp og gátu ekki
haldið áfram róðrum nema
hjálp kæmi til. Öll atvinna í
landi var þá í kaldakoli, því
að frýstihúsið, sem hreppur-
:'nn á stóð starfslaust. Til þess
að koma af stað einhverri út-
gerð nú eftir áramótin varð
hreppur'nn að hlaupa undír
bagga og ábyrgjast fyrir tvo
báta og sjá þeim fyrir rekstr
arfé, efni og öðru, sem með
þurft', svo að þeir gætu hafið
róðra og aflað handa frysti-
húsinu til v'nnslu. Eru þeir
nú byrjaðir en afli hefir verið
fremur tregur. Aðrir bátar
munu ekki róa.
Kaupfélagið byggir nýtt hús.
Kaupfélag Arnfirðinga á
Bíldudal er að byggja nýtt
verzlunarhús, og er það vel á
veg komið. Er þegar flutt í
nokkurn hluta þess. Á neðri
hæð verður sölubúð, brauð-
gerð og vörugeymslur en á
efri hæð skrifstofur og íbúð
kaupfélagsstjóra.
Bryggjuvrðgerð að hefjast.
Bryggjan á Bíldudal er illa
farin eftir skemmdir þær, sem
á henni urðu, er olíuskipið Þyr
ill rakst á hana í fyrra. Staðið
hefir á efní til viðgerðarinn-
ar, en nú er þaö að koma, og
verður þá væntanlega þegar
hafizt handa um viðgerð.