Tíminn - 16.02.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.02.1951, Blaðsíða 3
39. blað. TÍMINN, föstudaginn 16. febrúar 1951. 3 / slendin.ga}pættlr Sextugur: Friðrik Hinn 17. jan. s. 1. varð Frið- rik Hansen, kennari á Sauð- árkróki, 60 ára. Friðrik Hansen er vinmarg- ur maður. Fjölda margir vin- ir hans heimsóttu hann á af- mælisdaginn til að árna hon- um heilla. Vafalaust voru þó hinir fleiri miklu, er heima sátu, enda veður og færi í versta lagi. Veit ég til víst, að allir þeir, er Friðrik Hansen þekkja, hafa, án undantekn- ingar, hugsað hlýtt til hans á þessum tímamótum og óskað honum allrar blessunar. — Víst er sá maður vel farinn, er svo hefur um sig búið í hjörtum samferðamanna sinna. Dagblaðið Tíminn birti hlý- lega ritaða og góða grein um Friðrik á afmælisdaginn. Var þar, m. a., getið ætternis hans og hins ytra ferils. Mun ég þar ekki mörgu bæta við. Hann lauk kennaraprófi 1915. Gerðist síðan farkennari, fyrst í Torfalækjarhreppi í Húnaþingi, þá í Staðarhreppi í Skagafirði. Mér hafa tjáð gamlir nemendur hans frá þeim árum, að hann hafi þá þegar þótt afburða kennari. Árið 1920 fluttist Friðrik til Sauðárkróks og varð kennari við barnaskólann þar. Við þann skóla hefir hann starf- að óslitið síðan. Framan af árum kenndi Friðrik einatt 8—9 stundir dag hvern. Og^afnan hefir kennslutími hans verið ærið langur. Mundi mörgum þykja nóg um þvílíkt starf, svo þreytandi, sem það einatt er, og eigi vanþörf nokkurrar hvíldar og hressingar um há- sumarið. En Friðrik unni sér ekki hvíldar — og mátti það raunar eigi heldur. Kennara- launin lág, en fjölskyldan brátt stór — og auk þess ein- att fullt hús gesta, því að þar hafa híbýlin jafnan staðið öllum opin. Gerðist Friðrik vegaverkstjóri árið 1924 og þá í Skagafirði, 1926 í Stranda- sýslu og 1928 í Vestur-Húna- vatnssýslu; þar hefir hann stjórnað vegagerð æ síðan. En Friðrik hefir fleira haft með höndum. — Hann er víð- sýnn maður og vill hverjum manni vel. Hann er frjálslynd- ur og félagslýndur í bezta lagi, og brennandi áhugamaður um allar framfarir. Fyrir því gat ekki hjá þvi farið, að á hann hlæðust félagsleg trún- aðarstörf. Tók hann við odd- vitastörfum á Sauðárkróki ár- ið 1934, og gegndi þeim til 1946. — Þeir, sem til þekkja, vita gerzt, hvílíkt starf það er — sem auka-stari —, er sá maður verður að inna af hendi, sem stjórnar málefnum 700—900 manna kauptúns og hefir allt reikningshald á hendi. Og ekki verður starfið auðveldara né óbrotnara fyr- ir það, að flest er ógert, það sem gera þarf, en forystumað- urinn hins vegar framgjarn og kann því illa, að allt sitji í sama fari. Og vissulega sat ekki allt í sama fari þau árin, er Friðrik Hansen stýrði málefnum Sauðárkróks. Hann reisti við fjárhaginm Hann þeittist fyr- Hansen, kennari ir margháttuðum fram- kvæmdum. Hann markaði djúp spor í sögu kauptúnsins. Slíkt er á stundum fljótt að fyrnast, og í slóðina fennir fyrr en varir. Sannast mun þó, er saga Sauðárkróks verður skráð, að einn merkasti kafli hennar verður kenndur við Friðrik Hansen. — En þó að nú hafi verið breytt um stjórnarháttu á Sauðárkróki og Friðrik látið af oddvita- störfum, þá er ekki svo, að hann sitji auðum höndum sem áhorfandi. Á hann sæti i bæjarstjórn, og víst munu á- hrif hans þar verða bænum til heilla, enn sem fyrr. Friðrik Hansen er tvikvænt- ur. Fyrri konu sinni, Jósefínu Erlendsdóttur frá Beinakeldu, kvæntist hann 1919, en missti hana 1937, eftir 18 ára ástríka sambúð. Hún var ágætis kona og mikill skörungur. Þau hjón eignuðust 8 börn, 3 dætur og 5 sonu; eru þau öll á lífi og 4 þeirra gift. Aftur kvæntist Friðrik árið 1942, Sigríði Ei- ríksdóttur frá Djúpadal í Blönduhlíð, hinni mætustu konu. Eiga þau 4 börn. Friðrik hefir ekki verið einn um forstöðu hins stóra og mannmarga heimilis. Þó má gerla vita, að sá maður, er séð hefir þvílíku heimili þann farborða, er hann hefir gert, muni um fleira hafa þurft að hugsa en kennslu, verkstjórn og félagSmál. Hér að framan hefir verið lauslega stiklað á nokkrum merkjasteinum í ævi Friðriks Hansens til þessa. Má að vísu af því, er sagt hefir verið, draga ýmsar ályktanir. Og þó er mest ósagt um manninn sjálfan. Friðrik Hansen var á yngri árum ágætlega íþróttum bú- inn, enda ber maðurinn það með sér enn í dag. Hann er auðkenndur, hvar sem hann fer, þessi karlmannlegi, fróði og föngulegi maður. Hann er fyrirmannlegur í fasi, beinn í baki, svipurinn tiltakanlega heiður og hreinn og merkilega lítið markaður rúnum mis- lyndra örlaga. Því að vita má, að Fr. H. hefir ekki alltaf bað- að í rósum. Vaíalaust er það skapgerðin, hinn innri maður, — andinn, sálin, eða hvað menn vilja kalla það — sem mótað hefir hina ytri umgerð, hinn ytra ijjann, og stendur hvorugur hinum að baki. Utan úr heimi Lifandi þorskur fluttur út frá Danmörku. Þó að Norðmenn séu með mestu fiskveiðiþjóðum heims, kaupa Oslóbúar lifandi þorsk frá Danmörku. Til dæmis kom þangað tankbíll 31. janúar í vetur með 3600 kg. af lifandi þorski • sunnan af Sjálandi. Hafði hann ekið í 17 klst. og gekk erfiðlegast að viðhalda súrefni vatnsins enda varð annar bíll að snúa við á miðri leið af því að farþegarnir voru allir andaðir. Gert er ráð fyrir að þessir flutningar haldi áfram og greiða /jrðmenn þorskinn með dönskum krónum. ★ Ættjarðarást og pils. ísak Pitman heitir íhalds- þingmaður einn í Bretlandi. Hann hefir nýlega í ræðu í neðri deildinni heitið á brezk- ar konur og sært þær við föð- urlandsást þeirra, að ganga í hlýlegum pilsum. Hann segir, að hagskýrslur sýni, að elds- neytiseyðsla hafi vaxið í Bret- landi hlutfallslega eftir því, sem tízkan hefir gengið á pils- in. Þess vegna er það skylda við föðurlandið, að ganga í síðum, hlýjum pilsum. ★ Baráttan við engispretturnar. Alþjóðleg nefnd, sem er skip uð Breta, Frakka, Indverja, Belgíumanni og Egypta, hefir tekið sér bækistöð í Nairobi. Ástæðan til þess er sú, að henni hefir verið falið það verkefni að finna úrræði til að ráða niðurlögum engi- sprettufaraldursins. Það er nú talið, að engispretturnar ógni afkomu manna á þriðjungi jarðar eða i Indlandi, Araba- löndunum og meginhluta Afríku. Veturinn 1948—49 var sér- staklega hagstæður engisprett unum. Þá var víðast mjög rigningasamt í framangreind- um löndum og spratt því á ýmsum eyðimerkursvæðum ýmiskonar. gróður, sem jók mjög fjölgunarmöguleika engi- sprettnanna. Einkum átti þetta sér stað i Sahara- og Gobíeyðimörkinni. Þaðan hafa undanfarið borizt nýir og nýir herskarar af engisprettum, sem valdið hafa stórfelldu tjóni í nágr annalöndunum. Skaðsemi engisprettunnar má m. a. marka á því, að hún getur étið daglega fjórfalda þyngd sína. Getur brúnuð feiti valdið krabbameini? Ef unnt væri að vinna bug, af því sem notað er til mann- á krabbameini í maga væri hálfur sigur unninn í viður- eigninni við þann sjúkdóm, eldis hér á landi? Nýlega hafa menn farið að gefa fitutegundum gaum með sem nú verður flestum að; þennan möguleika fyrir aug- bana á þessu landi og víðast 1 um. Próf. Roffo í Buenos Ayr- hvar um hinn menntaða heim. {es ól rottur á svínafeiti, sem Hvergi í líkamanum gerir hituð hafi verið upp í 350° C. krabbameinið eins oft vart við Segist hánn hafa fengið fram sig og í maganum, þar sem J æxlismyndanir í maga dýr- það er allt að því eins algengt anna, meinlaus skúfæxli og í öllum öðrum líffærum j (papilloma) í formaganum samanlagt. Og óvíða er eins og krabbamein í kirtlamagan- erfitt að eiga við það, vegna ^ um. Aðrir hafa gert svipaðar þess, að mikill hluti sjúkling-| tilraunir og hafa sumir séð anna kemur ekki nógu {æxli myndast en aðrir ekki. snemma til þess að unnt sé j í nóvemberhefti ameríska að skera það burtu. i krabbameinsfélagsins er rit- Hvernig stendur á því, að gerð eftir Lane* Blickenstaff krabbameinið er svo framúr- j og Ivy, þar sem gerð er grein skarandi algengt í maga? Því {fyrir tilraunum á rottum, með er fljötsvarað, að orsökina því að gefa þeim brúnaða vita menn ekki með vissu. En svínafeiti. Til þess að brún- sennilegast er, að hún sé fyrst ast, þarf að sjóða feitina í og fremst sú, að í gegnum magann fer svo margt, og að meira eða minna slæðist þar með sem geti framkallað krabbamein, sé carcinogent, opnum potti. Fer hitinn þá upp í 350° og breytist feitin sýnilega við það fyrir áhrif súrefnis í loftinu. í rottunum, sem fengu brún- sem kallað er. Það, hve (feiti, fundust magabreytingar krabbamein er miklu algeng- í 37%, en aðeins hjá 5.7% af ara í maga karlmanna held- j þeim, sem fengu óupphitaða ur en kvenna, er sennilega (feiti. Breytingarnar voru ekkert annað en afleiðing af tvenns konar: 1) skúfæxli í í því, að karlmenn borða meira formaga og 2) sár og blæð- 1 en konur. Enda er krabba- j ingur í kirtlamaganum (kirtla mein algengara meðal verka- ! maginn svarar til maga mans- manna heldur en annarra ins). Af 144 dýrum, sem lifðu í 12 mánuði og 64, sem lifðu í 18 mánuði, fékk ekkert krabbamein í maga. Þessar tilraunir eru þó ekki afger- andi, því að Roffo segist ekki hafa séð krabbamein mynd.- ast fyrr en eftir 22 mánuði frá því að farið var að gefa rottunum brúnaða feiti. En amerísku höfundunum tókst ekki að halda svo lengi lifi í sínum rottum. Þessir sömu höfundar dældu brúnaðri feiti, bæði svínafeiti og plöntufeiti, undir skinn á rottum. Með þessu fengu þeir krabbamein i einu dýri af 22, sem fengu brúnaða svínafeiti, og auk þess 2 önnur æxli, ekki stétta þjóðfélagsins. Hvað mundi það þá sérstak- lega vera í matnum, sem lík- legt væri til að valda krabba- meini? Menn þekkja fjölda efna, sem vitað er að geta framkallað krabbamein. Fæst þeirra koma fyrir í manna- mat, en þó er vitað, að sum efni, sem notuð eru saman við mat, eins og t. d. smjörlitur (dimethyl-amino-azobenzen) geta valdið krabbameini, en aðallega í lifur, og einkum ef B-vitamín vantar i fæðuna. Ekki er sennilegt, að smjör- liturinn eigi neinn verulégan þátt í því hve krabbabein er algengt í maga hér á landi, En hvað mundi það þá helzt illkynjuð, en hjá þeim, sem vera, sem gæti verið hættulegt' / Fraw.fiaid. a 4. sííju) Sígaretturey kingar Friðrik Hansen er gáfaður maður. Hann er og mæta vel að sér og jaínvigur á ýmsar greinir. Þó hygg ég hann mestu ástfóstri hafa tekið við sögu þjóðar sinnar. Hann hefir lagt nýjan og skarpleg- an skilning í ýmis atriði í sógu íslands. Er skaði mikill, að hann skuli ekkert hafa skrif- að um þau efni. Svo má kalla, að hann kunni Sturlungu utan að. Munu þar eigi marg- ir hans jafnokar, nú orðið að minnsta kosti. En Friðrik Hansen er ekki aðeins gáfumaður og mikill sögumaður. Hann er einnig skáld, meira að segja lista- skáld. Fyrir því hefir hann gert sorglega lítið að því að yrkja. Verður hann þó ekki með réttu sakfelldur fyrir það, því að hann hefir löngum haft annað að sýsla. — Hann er fljótur að yrkja, þegar andinn kemur yfir hann. Þó minnist ég þess ekki, að hafa heyrt eða séð lélegt ljóð eða hnökr- ótt frá hans hendi. Hjá hon- um haldast í hendur hárnæmt fegurðarskyn og frábær vand virkni. Mætti margir öfunda hann, þeir er nú yrkja ljóð á íslenzka tungu — og telja sig (Framhald á 7. síðu.) Nýlega skrifaði nafnkunn- ur læknir grein um krabba- mein, sem hann birti í riti krabbameinsfélagsins s. 1. ár. Greinin kom líka út í Tíman- um. Læknirinn færði gild rök fyrir því, að krabbamein staf aði, meðal annars, frá sígar- ettureykingum. Hann sýndi fram á að útbreiðsla krabba- meins hér á landi hefði auk- izt að sama skapi og sígarettu reykingar. Engin ástæða er að rengja orð læknisins, enda sanna töl urnar> .sem hann nefnir í þessu sambandi, að hér var far:ð með rétt mál. Oft eru menn seinir að taka til greina það, sem læknar ráð leggja um verndun heilsunn- ar fyr en um seinan, að hún er töpuð. En þá sakna menn hennar fyrst og heimska sig fyrir vanræksluna. Og skynja þá, að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir. Sígarettureykingar hafa farið hraðvaxandi hér á landi í seinni tíð, bæði hjá körlum og konum. Kvenþjóðin fær því, engu síður en karlmenn, sinn drjúga skerf af krabba- meini, er stafa frá tóbaks- reykingum. í þessu sambandi má benda á ósið. sem mjög er algengur hjá fólki og gerir s'tt til að útbreiða tóbaks- nautn, það eru sígarettugjaf- irnar. Þó að sumir menn séu að upplagi nízkir eru þeir ekkert annað en greiðasemin sjálf, þegar um tóbaksnautn er að ræða. Hvar sem nokkrir menn eru komnir saman, rétta þe’r gjafasígarettur í hvern sníkjandi munn, sem þeir ná til. Og víst hafa karl- menn með þessari greiðasemi kennt mörgum konum að reykja sígarettur, og stutt að útbreiðslu krabbameins. í hverri sígarettu er ofur- lít'll vísir að ólæknandi sjúk- dóm. Hún er því engin vina- gjöf. Sá, sem býður kunningja sínum sígarettu, veit ekki hvað hann er að gera. Hann skilur ekki að reykingar geta verið he'lsuspillandi. Karl- menn ættu því að leggja nið- ur sígarettugjafir, og kven- fólk að neita að taka við sllk- um gjöfum, ef þær standa til boða. Vel má nefna aðra greiða- semi hjá fólki. Það er sætinda gjafir til barna og unglinga. Þær mættu leggjast niður með öllu. Flestir vita nú orðið, að sæt'ndaát barna veldur tannsýki o. fl. sjúkdómum. B”S i > Rs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.