Tíminn - 16.02.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 16. febrúar 1951. 39. blað. Fjárhagssjálfstæði þjóðarinnar Óhófleg eyðsla og of ör og ; ð ýmsu leyti óheppileg fjár- ssting nýsköpunaráranna efldi fjárhagslegu sjálfstæði pjóðarinnar í tvísýnu. Það er iú á allra vitorði, að hefði Æarshallhjálparinnar ekki íotið við; værum vér íslend- ngar alþjóðaþurfalingar. Ó- , afnvægi ríkir í þjóðarbú- kapnum og viðskipta- og at- innulíf reyrt í fjötra hafta jg ófrelsis. í náinni framtíð eru því erin verkefni á sviði fjárhags nála. Það verður að reisa járhaginn við. Höfuðskil- rðið til þess að þjóðin geti taðið á eigin fótum fjárhags ega er að jafnvægi verður að íást í þjóðarbúskapnum. Þá ■r von til að hægt verði að eka frjálsara viðskipta- og tvinnulif. Hér á eftir verður bent á .okkur atriði, sem þarf að ramkvæma til þess að ryggja fjárhagssjálfstæði ' (jóðarinnar. vireiðsluhallalaus fjárlög. Eitt fyrsta og helzta skil- yrðið er að afgreiða greiðslu- íallalaus fjárlög fyrir upphaf ±;ess fjárhagsárs, sem þau iga að gilda fyrir. Þetta hef- r tekizt nú fyrir áramótin, egna einbeittrar forustu fjár íálaráðherra. En það er ekki .ægilegt að afgreiða fjárlög- .n greiðsluhallalaus og víkja vo frá þeim í framkvæmd- nni. Fjárlögunum verður að ylgja í framkvæmdinni, til æss að sú fjármálastefna, er au fela í sér, komi að gagni. Utlán bankanna og : járfestingin. Ef útlán bankanna fara nikið fram yfir það fjármagn em bankarnir hafa með hönd .m, vegna eðlilegrar starf- ; emi þeirra og grípa verður til aukinnar seðlaútgáfu, leiðir það til verðbólgu. Þess vegna verður útlánastarfsemin að Iialdast í hendur við eðlilegt rekstrarfé. En lánastarfsemi cr nátengd fjárfestingunni i ða framkvæmdum, sem verð r.r að miða við það fjármagn, rem á heilbrigðan hátt er : iægt að tryggja til þess að f tandast kostnaðinn við fram kvæmdir. Það er því eðlilegt, að fjárfestingin haldist í hend t;r við fjárhagslega getu. — Einnig verðum við að gæ.ta } ess vandlega að ljúka með < ðlilegum hætti framkvæmd- m, sem þegar er byrjað á. Við höfum því miður allt of jaörg dæmi um hálfkláraðar : ramkvæmdir. ifköstin, kaupgjaldið og 1 innufriður. Hvort þjóðinni vegnar vel járhagslega fer eftir því, >iver afköst hennar eru. Mik- ii framleiðsla með hagkvæm- vm rekstri leiðir til góðrar járhagsafkomu. Það er því •narkmiðið að auka afköstin og framleiðsluna með aukn- im iönaði, meiri og betri hag iíýtingu hráefna o. s. frv. En jafnhliða þessu verður að auka skilning landsmanna a því, að kaupgjald og laun verði að miða við framleiðslu vnagn. Það er engin lækning að hækka kaupið í krónum, ef krónan lækkar alltaf í verði. Kaupmáttur krónunn- ar verður að hækka eða að haldast, þrátt fyrir hækkandi laun. Það verður aðeins með .meiri framleiðslu. í raun og v:m er aðstaða launamanna Ritstjórnargreln iir Degi hin sama og þeirra, sem hljóta laun við hlutaskipti. Því meira framleiðslumagn, því stærri hlutur, eða með öðrum orðum hærri laun. Þeg ar til lengdar lætur, er aukn- ing afkasta hin eina raun- verulega kjarabót. Þá er rétt að taka það skýrt fram, að launagreiðslur eiga réttilega að vera eins háar og fært er, án þess að mynda verðbólgu, sem ófrávíkjanlega leiðir til gengisfalls. Þá er eitt háskafyrirbrigði, sem virðist komið út í hrein- ar öfgar, en það eru langvar- andi.stöðvanir atvinnutækj- anna. Hér verður ekki drepið á það, hverjum það sé að kenna, heldur aðeins bent á skaðsemina fyrir fjárhagsaf- komu þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna stöðvun togaraflot ans í fjóra mánuði á s.l. ári, sem ein veldur mun lakari af- komu fyrir alla, sem við þann rekstur vinna, svo og fyrir þjóðina alla. Það verður að vinna markvisst að því að tryggja vinnufriðinn í land- inu, svo að vinnuaflið og fram leiðslutækin séu ekki ónotuð tímunum saman. Réttlát tekjuskipting. Til þess að tryggja fjárhag inn þarf að vinna að réttlátri tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, ekki einvörðungu meðal ein- staklinga, heldur og milli at- vinnugreina. En slík tekju- skipting má með engu móti leiða til minni „total“ af- kasta. Þeim mun meiri, sem afköstin eru, þvl meiri trygg- ing er fyrir góðri efnahags- afkomu allra og þar með þjóð arinnar. Sú regla, sem án efa verður affarasælust, er að menn beri úr býtum sem næst sannvirði þeirrar vinnu, sem mest á hlutaskiptagrundvelli með þátttöku þeirra, sem að henni vinna. Það verður þá að varast, að fjötra einstakl- ingana ekki um of, svo að þeir geti notið hæfileika sinna. Það má með engu móti nota aðferðir, sem leiða til andlegs ófrelsis og kúgun- ar. En framleiðslan er undir- staða fjárhagsafkomu þjóðar- innar. Þess vegna verður að búa framleiðslustéttunum þau lífsskilyrði, að ekki þurfi að óttast sífelldan flótta frá undirstöðuatvinnuvegum þjóð arinnar. Það hlýtur að leiða til ófarnaðar. Reksturskostnaður ríkisins. Með setningu fjárlaganna er nú í fyrsta sinn um árabil gerð tilraun til að draga úr reksturskostnaði ríkissjóðs. Hingað til hefir einungis ver ið talað um það, en ekkert gert. En það er hægara sagt en gert. Hvar á að draga úr? Á að fækka starfsmönnum og hverjum? Það koma til greina prestar, læknar, sýslumenn, kennarar, lögreglumenn, for- stjórar, skrifstofumenn o. s. frv. Öllum ber saman um, að embætti ríkisins séu of mörg, en málin vandast þegar raun- hæft á að benda á ákveðin dæmi. Á að.fækka spítölum, skólum, draga úr trygging- um? Svo mætti lengi telja. En það verður.að meta það, sem vel er gert og er þar átt við, að útgjöldin á fjárlög- um eru nú nær því hin sömu og í fyrra, þrátt fyrir stór- hækkanir . Ríkisábyrgðir. i Yfirleitt er reynslan sú, að ' opinber rekstur leiði til meiri og minni spillingar hjá þeim, er við hann vinna. Þeir finna minna til ábyrgðarinnar og eru kærulausari um hag rík- issjóðs en sinn eigin sjóð. Það er á almanna vitorði, hve illa er víða unnið í þjónustu rík- isins. En það þarf ekki til beinan ríkisrekstur. — íhlut- un ríkisins um framleiðslu er i oft vafasöm. Reynslan er okk ur þar ólýgnust. Undanfarið hefir sú stefna verið farin að láta ríkissjóð ábyrgjast og verðbæta útflutninginn. Rök þarf ekki að nefna hér til að sýna, að það hefir leitt til ó- heilbrigðrar þróunar í at- vinnulífi og fjármálum þjóð- arinnar. Það er á almanna vitorði. Þess vegna ber að fagna því, að horfið hefir | verið frá þeirri stefnu. Fjárflótti. ( Það er opinbert leyndarmál, að ýmsir fjársterkir menn hafa flúið með fjármagn til útlanda. Á nýsköpunarárun- um kvað mikið að þessu. Mun einkum hafa verið reynt að koma fjármagni úr landi í ! sambandi við verzlunina. Það er mjög þýðingarmikiö, að hindra fjárflótta úr landi með tilliti til fjárhagsafkomu þjóð arinnar. — Þess vegna ber að sporna við honum eins og unnt er. Hér að framan hefir verið leitast við að benda á atriði, sem þyrfti að koma í fram- kvæmd til að tryggja fjár- hagssjálfstæði þjóðarinnar. Fjárhagskerfið er sjúkt. Þess vegna er þörfin brýnni en nokkru sinni áður og heimt- ar heiðarleika og stefnufestu þeirra, sem marka fjármála- stefnuna. Getar Bininuð feiti valdið krabbamoini? (Framhald af 3. síSu.) fengu brúnuðu plöntufeitina, kom fram krabbamein hjá 2 dýrum auk eins æxlis, sem ekki var illkynjað. Höfundarnir benda á, að tilraunir þeirra styðji þá skoðun, að brúnuð feiti sé ó- holl fyrir magann. Dýrin fá sár af henni og skúfæxli, og þótt þeim tækist eiíki að framkalla krabbamein í maga með því að ala dýr á henni, þá virðist svo sem breyting verði ,á feitinni við hitann þannig, að hætt sé við, að krabbamein geti myndazt af henni. Svo virðist, sem feitin sé ekki sterkt carcinogen og að langan tíma taki fyrir hana að valda krabbameini, því að 2 ár af ævi rottunnar svara til 50 ára hjá manninum eða nálægt því. Öll krabbamein eiga sér langan aðdraganda, og ef neyzla brúnaðrar feiti getur valdið krabbameini í maga, er fyrirhafnarlítið að forðast þá meðferð á feitinni til mann- eldis. (Fréttabréf um heilbrigðismál). Gerlst áskrifendur aí« ZJúnaniim Áskriftarsfmi 2323 P. Jak. skrifar um skattgreið- endafélagið nýjá og þar með al- menna hugleiðingu um skatta- mál, skemmtilega hressilega: „Endur fyrir löngu var til hér í borginni skattborgarafélag. Það dó. Lát þess mun ekki hafa verið auglýst. Að sögn lét það eftir sig eignir nokkrar. Ségja kunnugir, að stjórn þess félags hafi notað arfleifðina til að drekka erfi arfleifanda. Saga þessa félags er í stuttu máli á þessa leið: Það lifði stutt, starf- aði lítið, og fékk hægt andlát. Nú er búið að stofna nýtt skattborgarafélag hér í Reykja- vík. Saman komu nokkrir menn í Listamannaskálanum til þess- arar félagsstofnunar. Meðal stofnendanna eru nokkrir auðjöfrar, milljónamær ingar. Þeir eru þungir og feitir. Hafa þeir ekki séð tærnar á sér um mörg ár fyrir ýstrunni. Það brakaði í stólunum, þegar þeir settust á þá. Svo er fall- þungi þeirra mikill. Ræður voru haldnar, og hvatt var til and- legrar atlögu gegn ríkis- og bæj- arvöldum, vegna skattaþunga. Margar ræður voru haldnar. All ar voru þær hver annari líkar. Hefði vel mátt komast af með eina, enda kom enginn fram með nýjung í máli þessu. Mér fannst allir sammála um, að þeir fátæku ættu að bera skatta byrðarnar og leggja ætti mikla skatta á atvinnuleysingja. Má vera að mér hafi misheyrzt. Einnig má vera, að ég hafi mis- skilið ræðumennina. Eitt er þó víst, að allir voru sammála um, að skattar væru of háir í voru ríki. Einhversstaðar er hann Saló- mon sálugi látinn segja, að af munni heimskingjans freyði vit- leysa. Þetta er máske satt. Saló- mon kóngur hefði þó mátt bæta því við, að af vörum speking- anna freyddi stundum vitleysa. Sannaðist það átakanlega í Listamannaskálanum við þetta hátíðlega tækifæri. Sagan segir, að himnasmiðurinn hafi sagt við vora fyrstu móður: Með þjáningum skalt þú börn þín fæða, en hafa þó jafn mikla tilhneigingu til manns þíns eft- ir sem áður. Ég hygg að hann hafi sagt fleira. Hann mun hafa sagt við auðjöfra þjóðar vorr- ar: Með þjáningum skaltu greiða skatta þína, en vera þó jafn gráðugur í fé eftir sem áð- ur. Víst er um það. Skattabyrði fólksins er mikil. Veldur margt um, sem of langt yrði hér upp að telja. Hitt mun þó víst að fjölmargar þjóðir búa við erfið- ari skattakjör en við. Sagt er mér, að Finnar hafi orðið að greiða, eftir síðari heimsstyrj- öld, 25% eignaskatt og skyldu skattborgarar þess lands greiða þessa fjárhæð á næstu fjórum árum. Þegar þau fjögur ár voru liðin, þá var lagður enn 25% eignaskattur á þessa sömu skatt borgara. Með öðrum orðum urðu þessir menn að láta helming eigna sinna á átta árum. Býst ég við að auðjöfrar Reykjavíkur borgar mundu missa mikið af sinni ágætu matarlyst, ef þeir yrðu að búa við svona skatta- kjör. Við þykjumst búa við mikla skattaáþján, en ég held að þetta sé misskilningur. Sú þjóð, sem er jafn fámenn sem við erum, en hefir þó ráð með að drekka vín árlega fyrir ca. 50 milljónir króna og neyta tóbaks árlega fyrir ca. 30 milljónir króna, er sízt sliguð undir sinni skatta- byrði. Ég held það væri hollara fyrir þegna þjóðfélagsins að greiða fé sitt í skatta til bæjar- og ríkissjóðs, en eyða eignum sínum í að éta og drekka sér til dómsáfellis. Ég held, að þrjóska okkar við að greiða opinber gjöld stafi frá þeim tímum, ér allir skattar hér fóru úr landi og á konungs borð. Nú er nokkru öðru máli að gegna, þar sem öll skatta- fúlgan er á hringrás innanlands. Skattpeningurinn kemur því aftur í þess vasa, sem hann lætur. Ef menn eru reiðir við ríkis- og bæjarvöld fyrir skatta- álögur og annað syndsamlegt athæfi, þá er ekki annað, en breyta til um forráðamenn ríkis og bæja. Þetta er verk kjósend- anna, en ekki verk fámenns félags. Þeir, sem eru óánægðir með útsvör sin hér í borginni, ættu að steypa bæjarstjórnar- meirihlutanum af stóli við næstu kosningar. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Mín sann- færing er, að ekki mundi Reykja vik sökkva undir reiði guðanna, þótt aðrir færu með bæjarvöld- in, en fara nú. Hitt er annað mál, hvort breytt yrði til batn- aðar. Úr því yrði tíminn að skera. Býst ég við, að hver, sem fer með völd í voru landi þá þurfi þjóðfélagið sinna muna með. Við erum frumbýlingar, sem þurfum margt að gera og mikið að bæta og breyta til sjáv- ar og sveita, ef vel á að fara. Það er ekki þjóðarhamingja, að þjóðarauðurinn safnist á nokkr ar fjölskyldur, sem geti velt sér í annara sveita og étið og drukkið hann sér til dómsáfellis. Við þekkjum þjóðarhamingju þá, sem dafnar og lifir í slíku fyrirkomulagi. Engu vil ég spá um framtíð skattborgarafélags Reykjavíkur. Ég held, að við séum illa félags- lega þroskuð þjóð, sem þurfum að taka miklum framförum í þeim efnum. Við höfum hér urmul af félögum í borginni. Sumir borgarbúar eru í svo mörg um félögum, að þeir gjalda allt að 2000 krónur árlega í félags- gjöld. Menn . eru hér önnum kafnir velflest kvöld á félags- fundum fram á nætur, fjarri sínum heimilum. Skemma sum ir sitt heimilislíf með þessu kvöldflakki og sumir jafnvel eyðileggja það. Þó er það bót í máli, að velflest félög halda sjaldan eða aldrei félagsfundi, en senda innheimtumenn heim til félagsmanna eftir félagsgjöld unum og er þá upptalið um ár- legu starfsemina. Sum virðast einkafyrirtæki stjórnanna. Um árangur af félagsstarfseminni virðist allt eða margt á huldu, en aðalverk stjórnanna að lofa sjálfa sig fyrir vel unnin störf, enda verða stjórnimar að tala, þegar verkin tala ekki. Mín skoðun er, að sameina ætti fast eignaeigendafélag Reykjavíkur og skattborgarafélagið, þau eru skyld. Þykir mér líklegt að eitt sameinað orkaði meiru en tvö sitt í hvoru lagi“. Þá hafið þið hugleiðinguna þarna. Starkaður gamli. Bændur! Athugið! Ungur maður úr sveit, vanur allri algengri sveita- vinnu, óskar eftir ársvist á sveitaheimili. Þeir, sem vildu sinna þessu, sendi tilboð, ásamt upp- lýsingum, til Tímans, markt: „Starf — 15“. ♦*♦♦♦♦•*•♦♦♦*♦•♦*•♦•♦•♦••♦♦•*•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.