Tíminn - 18.02.1951, Side 2
2
TÍMINN, sunnudag-nn 18. febrúar 1951.
41. blaö.
•»***•*•»»«»« ****•*»*»»**»•••*«•••♦*•••••••••«<
Útvarpið
títvarpið í dág:
8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veð
urfregnir. 11.00 Messa í Hall-
grímskirkju (séra Sigurjón
'Árnason). 12.15—13.15 Hádegis-
útvarp. 15.15 Útvarp til íslend-
inga erlendis: Fréttir. 15.30 Mið
degistónleikar. 16.25 Veðurfregn
ir. 18.25 Veðurfregnir. 18.30
Barnatími (Baldur Pálmason).
19.30 Tónleikar: Fritz Kreisler
leikur á fiðlu (plötur). 19.45
Auglýsingar. 20.00 Fréttir 20.20
„Bláa stjarnan“: Fegurðarsam-
keppnin (blönduð dagskrá).
22.10 Fréttir og veðurfregnir.
22.15 Danslög (plötur). 23.30
Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
8.30 Morgunútvarp. — 9.05
Húsmæðraþáttur. — 9.10 Veður
íregnir. 12.10—13.15 Hádegis-
Útvarp. 15.30—16.30 Miðdegis-
útvarp. — (15.55 Fréttir og veð
urfregnir). 18.15 Framburðar-
kennsla í esperanto. — 18,25
Veðurfregnir. 18.30 íslenzku-
kennsla: II. fl. — 19.00 Þýzku-
kennsla; I. 19.25 Þingfréttir.
—Tónleikar. 19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.20 Útvarps-
hljómsveitin: Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar. 20.45 Um
daginn og veginn: Skúli Guð-
mundsson alþingism. 21.05 Ein-
söngur: Einar Kristjánsson
syngur lög eftir Elízabetu Jóns-
dóttur frá Grenjaðarstað; við
hljóðfærið Fritz Weisshappel.
21.20 Búnaðarþáttur: Búnaðar-
þankar (Jónas Pétursson til-
raunastjóri á Skriðuklaustri).
21.45 Tónleikar: Oktett fyrir
blásturshljóðfæri eftir Stra-
vinsky (plötur). 222.00 Fréttir
og veðurfregnir. — 22.10 Passíu
sálmur nr. 25. 22.20 Létt lög
(plötur). 22.45 Dagskrárlok.
Árnað heilla
Trúlofun.
Nýlega haf opinberað trúlof-
un sína Ingibjörg Gísladóttir á
Helgavatni í Þverárhlíð og Hin-
rik Kristinn Einarsson á Hömr-
um í Þverárhlíð.
Hjónaband.
I gær voru gefin saman í
hjónaband í Kaupmannahöfn
ungfrú Minni Kalsæg frá Eiðs-
velli í Noregi og Ólafur Gunnars
son frá Vík í Lóni.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell fór frá Malaga
í gærkvöldi áleiðis til Reykja-
vikur. M.s. HvassafelL'- er í
Cadiz.
Ríkisskip:
Hekla fór frá Reykjavík í
gær austur um land til Siglu-
fjarðar. Esja kom til Reykja-
víkur i gærkvöldi að austan og
norðan. Herðubreið er í Reykja
vik. Skjaldbreið er í Reykja-
vík. Þyrill er í Reykjavík. Ár-
mann fór frá Reykjavík síðdeg-
is í gær til Vestmannaeyja. Odd
ur kom til Reykjavíkur seint í
gærkvöldi að vestan og norð-
an.
Eimskip:
Brúarfoss fer frá Akranesi í
dag 17.2. til Reykjavíkur. Detti-
foss er á Kópaskeri fer þaðan
17.2. til Akureyrar. Fjallfoss er
í Kristiansand, fer þaðan til
Rotterdam, Antwerpen, Hull og
Reykjavíkur. Goðafoss er í
Reykjavík. Lagarfoss kom til
Hamborgar 15.2. fer þaðan i dag
17.2. til Rotterdam, Leith og
Reykjavíkur. Selfoss fór frá
Antwerpen 14.2. til Djúpavogs.
Tröllafoss fór frá New York 11.2.
til Réykjavíkur. Auðumbla fór
frá Hull 13.2. til Reykjavíkur.
Flugferðir
Flugfélag Islands:
Innanlandsflug: 1 dag er á-
ætlað að fljúga til Akureyrar,
og Vestmannaeyja. Á mor^m
er ráðgert að fljúga til somu
staða.
Millilandaflug: Gullfaxi fer áj
þriðjudagsmorgun til Prestwick
og Kaupmannahafnar.
Úr ýmsum áttum
Helgidagsvörður
er Þórður Þórðarson,
braut 46, sími 4655.
Miklu-
Framsóknarvist.
Vegna margra fyrirspurna
skai tekið fram að næsta Fram-
sóknarvist á vegum Framsóknar
félaganna í Reykjavík er í ráði
að verði í Listamannaskálan-
um n. k. föstudagskvöld.
„Félagsvistir" þær, sem ýmsir
eru að auglýsa, eru ekki á veg-
um Framsóknarmanha, þótt
það sé sama spilið og Fram-
sóknarvistin. Uppnefnið stafar
sennilega af feimni eða skorti
á háttvísi.
Sunnudagaskóli
Hallgrímskirkju er í gagnfræða
skólanum við Lindargötu kl. 10
árdegis. Skuggamyndir verða
sýndar. Öll börn eru velkomin.
Landssamband blandaðra kóra
gengst fyrir skemmtun í vetrar
garðinum í dag. Söngfólk sam-
bandskóranna situr fyrir að-
göngumiðum handa sér og gest
um sínum. Sími 6710.
Handknattleiksmeistaramót
íslands
heldur áfram í kvöld (13. febr-.),
kl. 8 í íbróttahúsi f.B.R. að Há-
logalandi.
Fyrst keppa Víkingur-f.R. oa.
strax á eftir K.R.-Akranes. I.R.
og Vikingur keppa um fjórða
sæfið í A-deild, en leikurinn!
milli K.R. og Akraness er úr-
slitaleikurinn í B-deild. Það fé-
lag, sem vinnur, færist upp í
A-deild, en U.M.F. Afturelding
færist niður í B-deild.
Glímuráð Reykjavíkur.
heldur aðalfund sinn í V. R.
Vonarstræti 4, sunnudaginn 25.'
þ.m. kl. 14.00.
Inflúensan
gengur nú í Önundarfirði, eink
um í sveitinni, en þó einnig
nokkuð á Flateyri. Yfirleitt er
inflúensan væg, en sumir fá þó
allmikinn hita.
Sinfóníuhljómsveitin
TÓNLEIKAR
n. k. þriðjudagskvöld kl. 8 í Þjóðleikhúsinu
Stjórnandi: ROBERT ABRAHAM OTTÓSON
Einlcikari: ADOLF KERN
Leikin verða Rósamundaforleikurinn eftir Schubert,
Fagott konsert eftir Weber og 2. sinfónia eftir Brahms.
Aðgöngumiðar á 15 og 20 krónur hjá Eymundsson,
Blöndal og Bókum og ritföngum.
»»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦»♦♦♦♦♦♦••♦•♦♦♦»»•♦♦••••♦♦♦•♦♦••» »4
«
TILKYNNING
Athygli verzlana skal vakin á tilkynningu um ný á-
lagningarákvæði, sem birtist í næsta töiublaði Lög-
birtingablaðsins.
Reykjavík, 17. febrúar 1951,
Verðlagsskrifstofan
4 ftthw tegi:
ELDSVOÐARNIR
Hinir miklu og tiðu eldsvoðar, sem orðið hafa hér á
landi i vetur, hljóta að vekja athygli þeirra, sem ekki
hlusta á eða lesa fréttir, án umhugsunar. Hver brun-
inn hefir rekið annan, margt stórbrunar, og tjónið, sem
orðið hefir á fáum mánuðum, nemur áreiðanlega mörg-
um milljónum króna.
★ ★ ★
Það hefir í vetur brunnið á Þórshöfn, Eiðum, Akra-
nesi, Ketilsstöðum, Selfossi, Patreksfirði, Hofi í Norð-
firði, Kópavogi, Fitjakoti, Raufarhöfn, Reykjavík, Birt-
ingaholti, Akureyri, Svalbarðseyri og sjálfsagt víðar,
þótt ég muni dæmin ekki. Annars staðar hefir legið við
bruna, svo sem í Fornahvammi og Austvaðsholti og á
fjölmörgum stöðum öðrum.
Orsakir brunanna eru aðallega tvær: Það kviknar í
út frá olíukyndingu, og það kviknar í út frá rafmagni.
Þó er það margt fleira, sem til greina kemur, en hver
sem fylgist með fréttum af eldsvoðunum mun fljótt
komast að raun um, að þær tvær orsakir, sem fyrst voru
nefndar, eru býsna algengar.
★ ★ ★
Það hlýtur að liggja í augum uppi, að mikilsvert
væri, ef eitthvað væri hægt að gera til þess að koma í
veg fyrir svo tíða bruna, sem verið hafa í vetur. Það
hefir oft verið látin fara fram rannsókn, þar sem
minna hefir verið í húfi. Vátryggingarfélögin eiga hér
mest í húfi, næst þeim, sem fyrir brununum verða, og
það væri ekki óeðlilegt, að þau beittu sér fyrir því, að
fram færi rækileg rannsókn á brunum þeim, sem hér
verða, og orsökum þeirra, með hliðsjón á þvi, hvað
hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir þetta bruna
fár.
Á grundvelli þessara rannsókna yrðu síðan byggðar
leiðbeiningar, sem almenningi yrði látnar i té, um það
hvers gæta beri til þess að forðast eldsvoða. Þær leið-
beiningar þyrftu auðvitað að ná til almennings, en
ekki aðeins þeirra, sem hefðu áhuga á þeim fyrirfram.
Vilji vátryggingarfélög ekki taka að sér þetta verkefni
á ríkisstjórnin að hafa forustu um það.
★ ★ ★
Það er auðvitað ekkert vafamál, að aldrei verður
komið í veg fyrir alla eldsvoða. En það er mjög senni-
legt, að draga megi úr eldshættunni að einhverju leyti,
og þá væri strax mikið unnið. En með vaxandi raf-
magnsnotkun úti um byggðir landsins, til dæmis þar,
sem rafleiðslur verða i rökum húsum, er hætta á aukn-
um brunum, ef fólki eru ekki látnar í té leiðbeiningar
og varúðarreglur, sem það getur treyst, meðan það er
að kynnast rafmagninu. Svipað er að segja um olíu-
kyndingartæki, þar sem fólk er að byrja að nota þau.
Hér er til umræðu alvarlegt mál, sem varðar miklu
fjárhagslega, og sé eitthvað hægt að gera til þess að
forða tjóni, má ekki láta þess ófreistað.
J. H.
Sýning í skemmuglugga
Austurstrætis 1
Til 21. þ. m. má sjá þar ryðfría éldhúsvaska ol fl.
frá okkur, og erlendan stálvask frá innflytjanda. Ber-
ið saman verð, gæði og gjaldeyriseyðslu.
| H.f. OFNASMIÐJAN
WAYAV.VAWWY.VW.Y.YAWA'AVWY.1
*: r
Islenzkar vörur
!• Eftirtalin matvæli eru venjulega fyrirliggjandi hjá oss:
Ostar
Smjörlíki
Kökufeiti
Nýmjólkurduft
Undanrennuduft
Rúllupylsur
Hangikjöt
Kálfakjöt
Nautakjöt
Kýrkjöt
Ærkjöt
Saltað folaldakjöt
Dilkahausar
Dilkalifur.
Frystihúsið Herðubreið
Sími 2678.
.V.V.V.V.V.W.V/.V.V.V.V.V.V.'.V.VV.V.'J'AW.V
Jörð
óskast til leigu sunnanlands.
Kaup á jörðinni gætu komið
til greina.
Tilboð sendist blaðinu fyrir
1. marz, merkt 44.
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Siml 7752
Lögffæðistörf og eignaum-
sýsla.
TENGILL H.F.
Heiði vift Kleppsveg
Síml 80 694
annast hverskonar raflagn-
lr og vlðgerðir svo sem: Verli
smlðjulagnlr, húsalagnlr,
skipalagnir ásamt vtðgerðum
og uppsetnlngu á mötorum,
röntgentækjum og helmlils-
vélum.
tfuylýAii í Jímahum
Ctbreiðið Tímann.