Tíminn - 18.02.1951, Page 7
41. blað.
TÍMINN, sunnudag'nn 18. febrúar 1951.
7
StalÉn talar u
meöan hann vighýst
¥iðtaS laaiss viS Pravda íalið Ijúst vitnt
um skrípaldkmi!, sesss Miissar leika
Stal n marskálkiu birti viðtal við sig í Pravda í fyrradag.
í því er far.5 þungum orðum um vesturveldin, herbúnaö
þeirra, áris í Kóreu og f jandskaj) vlð friðart líögur Kína.
SmJóMIIIsíss.
í
Þá segir einnlg í viðtalinu,
að Sameinuðu þjóð rnar séu
nú áðeins orðið handbendi
Eandaríkjamanna og því séu
bú'n sömu crlög og gamla
Þjóðabandalaginu. Ennfrem-
ur sagði hann, að innrásar-
her Bandarikjanna í Kóreu
væri búinn mikill ós'gur, ef
ekki yrði gefinn gaumur að
friðartilboðum Kínverja.
Hann kvað það fjarstæðu að
stimpla Kínverja sem árás-
araðila fyrir það eitt að vilja
Mlslingaserúm.
(Framhald af 1. síðu.)
Kristjánsson, starfsmann
rannsóknarstofunnar norð
ur á Vestmannsvatn í
Reykjadal og lenti þar á
ís. Var þar ágæt lending,
og fór Guðmundur þaðan
i Laugaskóla, sem er ör-
skammt frá, en Björn
flaug til Akureyrar til að
hafa flugvélina þar í skýli,
unz hann sækti Guðmund
og blóðið aftur.
Fyrst var nokkur tregða á
að Guðmundur fengi að fara í
skólann, þar sem sett hefir
verið á algert samgöngubann
við hann vegna mislinganna,
en eftir nokkrar skýringar
fékkst leyfi sýslumanns til
þess.
Blóðtakan fúslega leyfð.
Guðmundur tók síðan mörgu
fólki blóð í skólanum á föstu-
daginn og brást fólkið hið
bezta við og gaf blóð fúslega.
Var blóðið síðan sett í sér-
stakar umbúðir til flutnings
suður.
Blóðið flutt suður.
Björn Pálsson beið á Akur-
eyri á föstudaginn, en í gær-
morgun flaug hann aftur
austur á Vestmannavatn,
lenti þar og tók blóðið, en það
var svo mikið með umbúðum,
að hann gat ekki tekið Guð-
mund jafnframt, enda fer
hann nú itl Húsavíkur, þar
sem hann tekur nokkrum
mönnum blóð, fer síðan með
skipi til Akureyrar og þaðan
flugleiðis suður.
Björn flaug hins vegar til
Reykjavíl^ur með blóðið og af-
henti það hér í rannsóknar-
stofuna við Barónsstíg.
Serúmvinnslan hafin.
Blaðið átti snöggvast tal við
Níels P. Dungal prófessor í
gær. Hann sagði, að ransókn-
arstofan hefði fengið mikið
blóð og gott til vinnslu, og
mundi serúmsvinnslan hefj-
ast þegar. Mundi fást svo mik
ið serúm úr þessari sendingu,
að hægt yrði að veita öllum,
er þess þyrftu nauðsynlega,
þetta varnarlyf og væri ser-
úmskorturinn því úr söguni í
bili.
Það er fullkomin ástæða til
að þakka unga fólkinu í
Laugaskóla fyrir það, hve
drengilega það brást við tll að
leysa vandræði annarra, þótt
það sjáift væri nýstaðið upp
úr þungri veiki. Ber það vott
um vaxandi skilning á þessum
efnum meðal fólks.
verja landamæri sín. Hann
kvað Rússa mundu halda á-
fram hlutverki sínu að þalda
vörð um fr.ðinn í heiminiim.
OmræSur í brezka þ’nginu.
Talsmaður brezku stjórnar
ínnar ræddi þetta viðtal í
brezka þinginu í gær. Hann
kvað v.ðtalið e nkennandi fyr
ir þann felule k, serð Rússar
lékju nú. Þeir reyndu að nota
sér þrá þjóðanna eftir friði
til að afla sér samúðar með-
an þe'r hervæddust og
fremdu ofbeldisverk á grann
þjóðum sínum. Hann kvað
það geta verið satt að Rússar
hefðu afskráð eitthvað af her
sinum frá styrjaldarárunum,
en þó væri ómótmælanleg
staðreynd, að þe'r ættu nú
meiri her og stærri kafbáta-
flota en öll vesturveldin til
samans- Stalin mætti gjarn-
an kalla það afvopnun ef
hann vild1, en vesturveldin
yrðu að draga ályktanir af
staðreyndum en ekki orðum
Stalins.
(Framhald af 1. síðu.)
reyna bítinn hér á næstu
heiðum en einnig kvað hann
það koma til mála að skreppa
reynsluför norður á Holta-
vörðuheiði. Bíllinn er lánað-
ur til sex mánaða en eftir
það þarf að ákveða, hvort
hánn verður keyptur eða
ekki. Miklar líkur eru til, að
komast mætti hjá öllum snjó
ruðningi á heiðum hér á vetr
um, ef slíkir bílar héldu uppi
áætlunarferðum yfir heiðar,
en nú er varið geysifjárhæð-
um ár hvert til snjóruðnings
eiiis og kunnugt er. Þá er og
ekki fjarri lagi að hugsá sér
að nota þennan bíl til jökla-
rannsókna að sumrinu og
jafnvel gæti hann farið með
ferðamanna hóp í sumarleyfi
yfir Vatnajökul
Talstöð.
Landsíminn hefir gefið vil-
yrði um talstöð í bílinn, en
slikum bilum, sem fara um
fjallvegu í vetrarveðrum, er
slikt að sjálfsögðu nauðsyn-
legt.
Barnaskóla Siglu-
fjarðar lokað
Barnaskólanum í Siglufirði
var lokað í fyrradag vegna
ínflúensu, sem orðin er mjög
útbre'dd í Siglufirði.
Frá hafi
til heiba
Þing-eyiiigafélag’ið
í Reykjavík heldur aðalfund
sinn í café Höll uppi mánudag-
inn kl. 8,30 e. h.
Fegrunarfélag Reykjavíkur
heldur umræðufund í Sjálfstæð
ishúsinu mánudagskvöldið kl.
8,30. Umræðuefnið er skipjilags
mál bæjarins og verða fram-
sögumenn þeir byggingameist-
ararnir Þór Sandholt og Sigurð
ur Guðmundsson. Félagsmönn-
um úr Reykvíkingafélaginu er
sérstaklega boðið á fundinn.
Krabbameinsfélaginu
hefir nýlega borizt 5 þús. króna'
gjöf frá frú Þorbjörgu Jóhann-
esdóttur, Brekku í Núpasveit N.-
Þingeyjarsýslu. Gjöf þessi er til
minningar um dóttur hennar
Ingiríði Jónsdóttur. Félagið
færir gefanda þeztu þakkir.
Námskeið um starfsemi
Sameinuðu þjóðanna..
Dagana 2. apríl til 25. maí
1951 verður haldið námskeið í
New York um starfsemi Sam-
einðu þjóðanna.
Námskeiðið er aðallega ætlað
embættismönnum og öðrum
starfsmönnum hins opinbera.
Utanríkisráðuneytið veitir
nánari upplýsingar. Umsóknar-
frestur er til 27. febrúar.
Taflæfingar og bridge-
kennsla • :-'í
verður á mánudagskvöld. Tafl-
og bridgeklúbburinn.
Á fcrll með f jórum
koiiuni
(Framhald. al 4. siðu.)
in frá kvenfólkinu um:,Skatta
mál hjóna.“ Hún var í Tím-
anum 8. þ. m. eftir sjálfan for
mann Kvenréttindafélags ís-
lands frú Sigríði J. Magnús-
son.
Háðfugl „Spegilsins“ segir
út af „Dagskrá Kvenréttinda
félags íslands" í útvarpinu,
að kvenfrelsiskonurnar ættu
að biðja „mildan guð“ sinn
svohljóðandi bænar:
„Húmor í orðin okkur veit
ítem seiðmögnuð kvenleg-
heit."
Mér finnst þessi höfuðkven
frelsiskona landsins ekki
þurfa að tefja sig á því að
biðja þeirrar bænar sérstak-
lega. Margt er gott um rit-
gerð hennar og sama má
segja, — og ekki síður — um
fyrirlestur, sem hún flutti í
sömu viku í útvarpinu.
En hana vantar samt herzlu
muninn, til þess að skilja --
eða vilja skilja —, að írum-
varp S. I. mátti alls ekki verða
að lögum, vegna þess hve það
er gallað. Um þann herzlu-
mun ætti hún sem allra fyrst
að biðja.
Dálítið er þaö broslegt,
þegar þessi virðulega frú tal-
ar um skattamál hjóna sem
kvenréttindamál. Auðvitað
eru þetta sameiginleg mál
fyrir bæði hjónin, manninn j
og konuna, hvorugt öðru frem
ur, af því að varla getur það
talizt til réttinda fyrir mann
inn, að hann nú gerir fram-
talið, stendur á skattskrá,
deilir við skattanefndina og
kærir yfir skattinum, ef með
þarf — fyrir bæði.
íslenzkar kvenréttindakon-
ur eru víst í verkefnahraki.
Sízt ættu þær að vera karl-
mönnum eða Alþingi gramar
fyrir það. — En þessi frú er
liðsforingi, sem vill stríð. Til
hvers er líka að stýra fríðu
liði, ef ekkert er við að stríða?
Hún segir í grein sinni rétti
lega, að allsstaðar séu konur
að verki í nútímaþjóðfélagi.
Svo bætir hún þessu við:
„ef þessat konur jafnframt
vilja gegna sinni helgu köll-
un, sem kallað er, húsmóð-
ur og móðurstarfi, þá skal
þeim hegnt með því að láta
þær vinna fyrir allt að hálfu
lægra kaupi en ógiftar kon-
ur eða þá að hrópað er:
Burt með ykkur úr atvinnu-
lífinu.“ r
Hvér skilur þétta? Hver
þekkir þann taxta, að gift
kona skuli, af því að hún er
gift, fá helmingi lægri laun
en ógift kona?
Frúin virðist fara þarna að
eins og hinn mikli, gamli her-
foringi, sem vantaði óvinina
— mótherinn^- og bætti sér
það upp með ímyndun.
Framhald.
Iiiiiílistniiigur ....
(Framhald. af 3. siBu.)
plötum, hvar sem er í heim-
inum, og ef svo illa færi að
afgreiðsla tefðist, er ekki
hægt að saka háttv. Fjárhágs
ráð þar um á nokkurn hátt.
Reykjavík, 16. febrúar 1951,
p. p. Stálumbúðir h.f.,
Kristinn Guðjónsson.
(sign)
Samkvæmt framanskráðu
vottast að undanfarið hefir
ekki verið skortur á tunnum
undir lýsi'til útflutnings.
Reykja%’ík, 16. febrúar 1951,
Lýsissámlag ísl. botnvörpunga
Ásgeir Þorsteinsson.
(sign)
f. h. Lýsi h.f.
Sigm. Jóhannsson.
(sign)
Bernhard Petersen.
(sign)
Ificilsfivernd
kirkjuiinar
(Framhald af 3. siBu.)
er h'n andlega lífsskoðun trú-
arlífsins, sem kirkjan boðar.
Þar kennir hún mönnunum
þá lífsskoðun, að hvert ein-
staklingsjarðlíf sé hluti úr
hehd og eins og skáldið segir
svo yndislega:
Vort líf, sem svo stutt og
, stopult er,
það Stefn r á æðri leiðir.
Og upphim'n fegri en augað
. sér
mót öllum oss faðminn
breiðir.
Það er á grundvelli þessarar
trúar og þessarar lífsskoðun-
ar, sem hægt er að taka 'sátt-
um við lífið, og þess vegna er
þar undirstaða hinnar innri
gleði. Þess vegna er lífsskoð-
un kirkjunnar hin bezta
heilsuvernd.
BÆNDUR
Höfum fyrirliggjandi Briggs- & Stratton vélar, sem knýja dælur, rafala,
mjaltavélar o. fl. — Varahlutir einnig fyrirliggjandi.
[driggs&Stratton
Einkaumboð:
Gísli Jónsson & Co. h.f.
Ægisgötu 10. — Sími 1744.