Tíminn - 20.02.1951, Qupperneq 1

Tíminn - 20.02.1951, Qupperneq 1
--------------..... I Ritstjóri: Pórarirm Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhusinu Fréttasimar: 81302 og 81303 AfgreiOsUisimi 2323 Auglýsingasimi 81300 PrentsmiÖjan Edda i! 35. árgangur. Reykjavík. þriSjudaginn 20. febrúar 1951. 42. blar, Vélbáturinn Björn Úlafsvík sekkur - Jörundsson frá mannbjörg varð 250 fjölskyldum sagt upp húsnæði 14. mai Sennilegt að 'ippsagnir séu fleirir |iá htesa > Tveir bátar misstn öll veiðas*fa»ri sín — tilfinnanlegt áfall fyrir Ólafsvík Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Um klukkan hálf-fjögur í gær sökk vélbáturinn Björn Jörundsson frá Ólafsvík við Öndverðarnes. Hafði komið að honum mikill og bráður leki, svo að tvær skfpshafnir höfðu ekki undan að ausa, svo að þær yfirgáfu bátinn, og sökk hann skyndilega skammri stundu síðar. Misstu ölli veiðarfærin. Á sunnudaginn var lögðu Ólafsvíkurbátarnir Björn Jör undsson og Egill lóðir sínar suður af Snæfellsnesi. Voru þeir með 32 bjóð hvor. Er þeir ætluðu að fara að draga lín- una, voru lóð'rnar horfnar, ásamt öllu tilheyrandi, og mun annaðhvort straumur hafa dregið þær niður í ál- inn eða togarar dregið þær burt í gærmorgun. — Fóru bátarnir að leita að lóðunum, en fundu ekkert. Kemur leki að Birni Jörundssyni. Um klukkan hálf-þrjú í gær voru báðir bátarnir á heimleið, og var Björn Jör- undsson þá um eina mílu út af Öndverðarnesi, á hægri ferð. Urðu skipverjar þess þá skyndilega varir, að sjór foss aði inn í bát'nn að framan. Var planki sprunginn frá stefni undir sjó. Fyrir snar- ræði vélamanns tókst að keyra bát'nn upp undir nes- ið í lygnari sjó, en þar stöðv aðist vélin, vegna þess, hve mikill sjór var kominn í bát- inn. Tvær skipshafnir höfðu ekki undan að ausa. Egill var dálítið á eftir Birni Jörundssyni, og tókst skip- verjum strax að ná sambandi við hann gegnum talstöð báts ins. Kom Egill á vettvang eft- ir tíu mínútur, og reyndu nú báðar skipshafnirnar að ausa Björn Jörundsson, en höfðu ekki undan. — Vélbáturinn Víkingur frá Ólafsvík kom einnig á vettvang. Björn Jörundsson sekkur. Það v|ir þeear ljóst, að_ekki Notið ekki heima- ræktað kartöflu- útsæði Garðyrkj uráðunautur Reykjavíkur hefir beðið blað ið að minna garðeigendur i Reykjavík á það, að nota ekki eigið heimaræktað kartöflu- útsæðl vegna sýkingarhættu. Ræktunarráðunauturinn mun eins og að undanförnu út- vega útsæði úr Norðurlandi, sem reynzt hefir mjög vel, eða annað ósýkt útsæði. var annars kostur en yfirgefa Björn Jörundsson, og fóru skipverjar all r yfir í Egil. Ætluðu þeir að freista þess að draga Bjfrn Jörundsson til hafnar, ef hann kynni að fljóta svo lengi. En eftir ör- skamma stund sökk hann skynd lega. Þá var klukkan um hálf-fjögur. Var það sér- stakt lán, að hér skyldi ekki verða stórslys, því að báturhin hefði farizt með allri áhöfn, ef Egill hefð; ekki komið svo skjótt á vettvang sem raun varð, þar sem landtakan framundan var ekki annað en klettar. Mikið áfall fyrlr Ólafsvfk. Björn Jörundsson var 27 smálestir, smíðaður á Akur- eyri 1940. Eigandi bátsins var Víglundur Jónsson í Ólafsvík, en skipstjóri á bátmrni í fjar- veru eigandans, sem ætlaöi til Noregs á vegum Fiskifélags íslands á fimmtudaginn kem ur, var Guðlaugur Guðmunds son í Ólafsvík. Skipstjóri á Agli, einnig 27 lesta bát, er Guðmundur Jens ' son í Ólafsvík. Hér hefir orðið stórkostlegt tjón, bæði fyrir eigendur og; Ólafsvík í heild, og munu1 margir menn missa atvinnu af þessum sökum, en fram- leiðsla dragast saman, þótt allir þakki hamingjunni, að ekki fór ver. Forsetinn all- þungt haldinn Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, dvelst enn i Lands spítalanum. Hann er með in- flúenzu, þungt kvef og allhá- an hita. Mun sjúkrahúsvist hans því lengjast nokkuð frá því, sem búizt var við í fyrstu. Stoliö úr skipum í síðastliðinni viku var stol ið tveimur rafgeymum úr vél skipinu Eyfirðing, er lá við Ægisgarð. Um helgina var karlmannsfötum og yfirsæng stolið úr vélskipinu Fell, sem einnig lá við Ægisgarð. Kynbótakáífur í flugferð Það bar. ti! fyrir nokkr- um döyum, að Björn Páls- son, flugmaður, var stadd- ur í flugvél sinni vestur á Reykhólum. Tilraunastöð- in á Rcykhóiuzn átti þá ný- keyptan kynbótanautkálf tveggja eða þriggja daga gamlan yfir á Tindum í Geiradal, og þar sem ill- fært var þan«að sökum snjóa, spurði tilraunastjór inn Björn, hvort hann v’ldi ekki skjóíast eftir kálfin- um fyrir sig. Gerði Björn hað, flaug yfir að Tindum og lenti á melbarði skammt frá bænum. Var kálfurinn síðan settur í poka og lát- inn í sætið við hlið Björns, sem síðan flaug með hann til Reykhóla. Ieigíinefiiil hafi ekki verið tilkynnt |ia«' Blaðamaður frá Tímanum átti í gær viðtal við Ragna Bjarkan formann húsaieigunefndar og spurðist fyrir um á rangur af skrán ngu þeirri, sem fram hefir farið í skrifsto) unni á húsaleiguuppsögnum á laugardag og sunnudag. Eindæma harðindi í N.-Þingey j ar sý slu Frá fréttaritara Tímans á Kópaskeri. Eindæma harðindi hafa gengið hér i sýslu undanfarn- ar vikur og mánuði, svo að jarðlaust er um alla sýslu og hefir verið lengjfi. Snjóalög eru mjög mikil og ill, þar sem harðfenni er mikið. Undanfarna daga hefir veð ur verið sæmilegt og lítið snjó að og var þá reynt að ryðja vegi fram i Axarfjörð og Kelduhverfi til að koma fóð- urbæti til bænda, sem beðið hefir flutnings á Kópaskeri. Tókst að flytja nokkuð af fóðurbætinum en ekki allt og í gær tók að snjóa aftur, svo að búast má við áð taki fyrir færið á ný áður en þessum flutningum er lokið. Kemur það sér mjög illa fyrir bænd- ur. — 250 t lkynningar. Þessa tvo daga bárust húsa- : leigunefnd um 250 tilkynnlng- ar um uppsagnir á íbúðum í 1 bænum, miöað við 14. maí. , Var fólk beðið að tilkynna skr.fstofunni uppsagnir, og eins áttu leigusalar að til- kynna uppsagnir fyrir sina hönd. | Ekk; er þó enn fyllilega búið að sannprófa. hversu mörg- um að lum hefir verið sagt upp húsnæði 14. maí en þá falla úr gildi bindingar þær, sem gilt hafa um leigukjör I íbúðarhúsnæðis í bænum. Ekki öll kurl til grafar. Vitað er, að ekki hafa öll kurl komið til grafar viö þessa skrán’ngu, og munu margir hafa látið und’r höfuð leggj- ast að láta vita um uppsagnir og ef til vill litið svo á, að það myndi ekki hafa neina þýð- ingu gagnvart útvegun á nýju húsnæði. En til þess að gera sér sem gleggsta grein fyrir ástandinu í húsnæðismálum er afar áríðandi, að fólk til- kynni húsnæðisuppsagnir. Aðallega eru það íbúðir í gömlum húsum, þar sem fólki er sagt upp húsnæði. En einn- ig er talsvert sagt upp í hús- um, sem byggð eru á fyrstu styrjaldarárunum. Hins vegar eru sama og engar uppsagnir í nýbyggðum húsum. Jarðbönn í Árnes- hreppi í 3 mánuði Frá fréttaritara Tímam í Trékyllisvík. Algert jarðbann hefir ver- ið hér fyrir allar skepnur síð- r.n fénaður var tekinn á hús um 20. nóvember. Snjór er ali. mikill á jörðu og börkugadd- ur yfir allt. Stöku sinnum hei ir gert spilliblota, sem hafa staðið aðeins hluta úr degi : hvert sinn og orðið til þes.‘: eins að gera gaddinn meiri. Víða hjálpar fjörubeitin nokkuð, en mjög er það stop- ult og misjáfnt, sem notast að því. Á mörgum bæjum ei fjörubeit lítil eða engin. Menn halda almennt spart á heyjum og gefa mikinn fóð urbæti. Hvað heyin endast er ekki gott að segja. Þó mur.u þau almennt treinast til sum armála og hjá ýmsum lengur. Verði engin breyting á til batnaðar, má búast við, að þá íari að verða innansópað hjá ýmsum. Kemur mjög hart nið ur á bændum að fá þungan og gjafafrekan vetur eftir eitt hið versta sumar, sem komið getur. Reynir það á þol rifin og veikir afkomuhorf- ur, hvernig sem fer að öðru leyti. Þungar horfur á ís- fiskmarkaðnum brezka Vorðift fallið, fisknr ónýtist vegna sölu- tregðn, tugarar komast ckki að Tvö Snnbrot um helgina Tvö innbrot voru framin í Reykjavík um helgina. í fyrri nótt var brotizt inn i tóbaks- og sælgætisbúð að Laugavegi 72, og stolið þar peningakassa með 1500 krónum í og 42 pökk um af sígarettum, auk iltils náttar af vindlum. Einnig var brotizt inn í sæl- gætisgerðina Nóa og stolið þar um fjörutíu krónum í smámynt, tveimur kartonum af sígarettum og nokkrum pókkum og pokum af kon- fekti. Mjög þunglega horfir nú um aflasölur i Bretlandi, en margir islenzkir togarar ætl- uðU að selja þar í þessari viku. Orsökin er mikið fram- boð á fiski af brezkum veiði- skipum. Harðbakur náði sæmilegri sölu í Grimsby á laugardag- inn, seldi 3629 kitt fyrir 9771 pund. En Jón Þorláksson, sem átti að selja sarna dag í Hull, kom ekki út öllum fisknum,og munu um 400 kitt hafa orðið ónýt. Fyrir það af aflanum, sem seldist, fengust aðeins 5954 pund. Tveir íslenzkir togarar.sem selja áttu í gær i Grimsby, Marz og Fylkir, komust ekki að sökum mikils fiskfram- boðs. Fundur í F.U.F. á fimmtudag Félag ungra Framsóknai manna í Reykjavík heldui fund í fundarsal Edduhúss- ins á fimmtudaginn kemui kl. 8,30 síðd. Fundarefni er: Samvinnumál og framtiðar verkefni Framsóknarflokks- ins og eru frummæl- endur Stefán Jónsson frétta maður og Þráinn Valdimars- son, erindreki. Þingmenn og miðstjórnarmenn Framsókr arílokksins munu mæta ?. fundinum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.