Tíminn - 20.02.1951, Qupperneq 2

Tíminn - 20.02.1951, Qupperneq 2
TÍMINN, þr^ðjudaginn 20. febrúar 1951. 42. blað. arfe in Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Tónleikar (plötur). 20,40 Erindi: Stöðuval (Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni).' 21,05 Tónleikar (plötur). 21,30 Lausavísnaþátturinn (Vilhjálm- J ur Þ. Gíslason skólastjóri). 22,00' Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíusálmur nr. 26. 22,20 Vin- sæl lög (plötur). 22,45 Dagskrár- lok. ( Hvar eru skipin? j i Sambandsskip: Ms. Arnarfell er væntanlegt frá Malaga n. k. föstudagskvöld eða laugardagsmorgun til' Reykjavíkur. Ms. Hvassafell fer væntanlega frá Cadis í dag á- leiðis til Keflavíkur. | Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld 19. 2. til Hull og Kaup ( mannahafnar. Dettifoss er á Akureyri. Fjallfoss er í Kristian l sand, fór þaðan væntanlega í gær til Rotterdam, Antverpen, I Hull og Reykjavíkur. Goðafoss er í Reykjavík. Lagarfoss var] væntanlegur til Rotterdam í J gær, fer þaðan til Leith og Reykjavíkur. Selfoss kom til Leith 17. 2., fer þaðan til Djúpa- vogs. Tröllafoss fór frá New York 11. 2. til Reykjavíkur. Auð- umla kom til Reykjavíkur 18. 2. frá Hull. Foldin fór frá Rotter- dam 14. 2., æfti að koma til Reykjavíkur í nótt. Ríkisskip: Hekla var á Seyðisfirði síðd. í gær á norðurleið. Esja fer frá Reykjavík á morgun vestur um land til Akureyrar. Herðubreiö er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á Vestfjörð- um. Oddur fer frá Reykjavík um hádegi í dag til Breiðafjarðar- ungavíkur. Ármann fer frá Rvík hafna, Súgandafjarðar og Bol- síðdegis í dag til Vestmanr.a- eyja. Sermi. Það er alltaf að verða til ný, íslenzk orð. Að undanförnu hefir verið mikið talað um mislingaserum og aðrar teg- undir af serumi til varnar ýmsum farsóttum. Nú er orðið til nýtt og íslenzkulegra orð um þetta. Það er sermi. Orðið virðist fara vel í íslenzku, og mun Tíminn noía það fram- vegis, er slíkt ber á góma. bendir til aðeins róður á stefnu- skrá sinni. Á framhaldsstoín- fundi 22. janúar s. 1. voru félag- ! inu sett lög og því kosin stjórn.! Hana -skipa: Ludwig H. Siem- I sen, formaður; Ragnar Hall-1 dórsson, varaformaður; Gísli Ólafsson, ritari; Franz E. Siem- sen, gjaldkeri; Adolf Wendel, áhaldavörður, og til vara Krist- inn Hallsson og Halldór Jóhanns son. Endurskoðendur voru kosn ir þeir Birgir Kjaran og Hilmar Fenger. í félaginu eru nú 45 meðlimir. Náttúrulæknlngafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 15. febr. s. 1. Formaður flutti skýrslu um störf félagsins og samtakanna í heild á s. 1. ári. Haldnir hafa verið 8 fræðslufundir og 3 skemmtifundir, og farið var í grasaferð á Hveravelli. Formaður skýrði frá því, að nýlega hefði í sameinuðu Al- þingi verið samþykkt að fela ríkisstjórhinni að hlutast til um, að Náttúrulækningafélagi ís- lands verði veitt leyfi fyrir inn- flutningi ýmissa matvæla. Þá gat hann þess, að væntanlega mundi kornmylna félagsins brátt taka til starfa. — Um framtíðarstarfsemi félagsins gat hann þess, að mesta áherzlu þyrfti að leggja á verklega kennslu í meðferð matvæla og matargerð. Að lokinni skýrslu formanns Flugferbir Loftleiðir h.f. í dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar, Vestmannaeyja og Patreksfjarðar. Á morgun er á- ætlað að fljúga til: Vestmanna- eyja, ísafjarðar, Akureyrar, Pat reksfjarðar og Hólmavíkur. Flugfélag íslands. Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss og Sauðárkróks. Á morgun eru ráð gerðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja og Hellisands. Millilandaflug: „Gullfaxi" fór. í morgun til Prestwick og Kaup- mannahafnar. Flugvélin er vænt anleg aftur til Reykjavíkur- um kl. 18,00 á morgun. r * Ur ýmsum áttum Góð latína. Rómverjar sögðu: Si vis pacem, para bellum: Þetta út- leggst: Ef þú óskar friðar, þá búðu þig undir stríð. Þetta mun þykja góð latína núna. Háskólaf yrirlestur. Prófessor Símon Jóh. Ágústs- sen flytur erindi um fagur- fræði fyrir almenning þriðju- daginn 20. febrúar kl. 6,15 í X. kennslustofu háskólans. Öllum ér heimill aðgangur. wm mffl uíi'st s rm> Róðrarfélag. Þann 6. desember 1950 var stofnað róðrarfélag, sem hlaut nafnið Róðrarfélag Reykjavík- ur, og hefír það eins og nafnið og samþykkt reikninga fóru fram kosningar. Var aðalstjórn endurkjörin, en hana skipa: Björn L. Jónsson, veðurfr. form., Ágúst Sæmundsson, framkvstj., Björgúlfur Stefánsson, káupm., Marteinn M. Skaftfells, kennari, og frú Steinunn Magnúsdóttir. Ekknasjóður Húsa- víkur orðinn fjár- sterkur | Frá fréttaritara Tímans í Húsavík. Félag Ekknasjóðs Húsa- víkur hélt aðalfund sinn ný- lega. Sjóður þessi var stofn- aður 1897 með 50 króna stofn fé frá Kvenfélagi Húsavíkur. Tók sjóðurinn til starfa 1903 og var þá stofnað um hann félag. Nú eru eignir sjóðs-J ins kr. 206,700,00 og er ár- J lega veitt úr honum hálfar tekjur hans. Á s. 1. ári var ve tt úr honum kr. 5200,00 til 13 ekkna. Félagsmenn eru nú 120 og er árgjald 10 kr. Tekju- ! öflun er gerð með samkom- J um, gjöfum o. fl. auk vaxta- teknanna. Á s. 1. fimm ár- um hefir sjóðurinn vaxið um 25 þúsund kr. Stjórn sjóð- ins skipa nú Jón Gunnars- J son, form. Helgi Kristjánsson Jóhannes Jónsson, Hjalti Björnsson og frú Helga Þor- grímsdótt'r. Reykjavík — ííveragerði — Selfoss — Eyrarbakki « — Stokkseyri. — Frá og með laugardeginum 17. febrúar verður afgreiðsl- an í Reykjavík fyrir sérleyfisleiðina Stokkseyri—Reykja vík hjá Frímanni Frímannssyni, Hafnarnúsinu. Á Stokkseyri, Eyrarbakka og Hveragerði verður af- greiðslan í útibúum vorum. Á Selfossi verður afgreiðsl- an á Ferðaskrifstofu Kaupfélags Árnesinga. Burtfar- artímar þeir scmu og áður kl. 9,30 f.h. frá Stokkseyri, frá Eyrarbakka kl. 10 f. h., frá Selfossi kl. 10,30 f. h., frá ITveragerði kl. 11 f.h., frá Reykjavík kl. 5. e. h. ^JJauipjé(ag. Jmeóm^a iXXl*: ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•*♦••*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦^•♦♦•♦♦♦♦♦♦< *-**j‘“*-“—********—♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<*-------- Clbreiðið Tliuaun. A fírttunt Vegh Hvar er vaxtarfrroddurinn? Hvar er vaxtarbroddurinn í íslenzkum skáldskap? spyr borgari, sem skrifar mér bréf. Hvar er nokkurt liðtækt skáld eða rithöfundur í þessu landi, sem fædd- ur er síðar en á fyrstu árum þessarar aldar? Þessar §purningar eru vissulega þess eðlis, að mað- ur hlýtur að staldra við. Og eftir rækilega umhugsun er ekki hægt að komast hjá því að viðurkenna, að fylk- ing ungra skálda og rithöfunda á íslandi er heldur þunnskipuð og þó ennþá ver mennt. Meðal þess, sem skrifað hefir verið eða ort af ungum mönnum hin síð- ari ár, er fátt, sem mergur er í, og fátt, sem líklegt er til þess að lifa og standast straum tímans. , ★ ★ ★ ?etta er alvarleg staðreynd. Hún boðar okkur öldu- dal í bókmenntunum, er aldamótahöfundarnir hverfa af sviðinu, og enginn veit, hve sú lægð kann að verða langvinn? Er kannske fjármáJaóreiða og betlimennska þessara síðustu ára líkleg til þess að ala þróttmikla kynslóð skálda, sem gædd er andagift og krafti — á sér trú og markmið og einhvern boðskap að flytja? Það kann að vera. En er þó efamál. ★ ★ ★ Um síðustu aldamót fluttu Einar Benediktsson, Þor- steinn Erlingsson og Hannes Hafstein þjóðinni sinni mikinn boðskap í aldamótakvæðum sínum — þrjú skáld með reisn og andagift. Vestan hafs beið Stephan G. viðurkenningar. Matthias Jochumsson hafði fyrir löngu sigrað hugi manna með kyngi sinni. En núna — mið- bik tuttugustu aldarinnar? Við eigum nokkur góð skáld og rithöfunda — allt menn á miðjum aldri eða meira. Síðan ekki söguna meir. ★ ★ ★ Satt er það, að listhneigð íslendinga hefir nú fallið í fleiri farvegi en áður var, og við eigum nú málara, myndhöggvara, tónskáld. Ekki skal því gleymt. En is- lenzk list hefir frá upphafi verið fyrst og fremst orð- list. Þar hefir islenzka þjóðin náð hæst. Getur það ver- ið, að nú fari að þeir tímar, að við höfum ekki ann- að nýtt fram að færa á því sviði en það, sem litlausast er og lágkúrulegast að hugsun og orðfæri? J. H. Sandtaka é sandgræðslugirðingu í ÞorSákshöfn Að gefnu tilefni skal það endurtekið, sem áður hefir verið tilkynnt, að bannað er að taka sand í Þorláks- hafnargirðingu, nema með leyfi og gegn greiðslu. Þeir, sem hafa að undanförnu tekið sand í nefndri girðingu, en hafa enn ekki greitt, eru vinsamlega beðnir að greiða nú þegar til Hermanns Eyjólfssonar hreppstjóra Gerðakoti, Ölvusi, sem einnig veitir leyfi til sandtök- unnar og leiðbeinir.. hVar má taka sandinn. Að öðrum kosti verða hlutaðeigendur látnir sæta ábyrgð samkv. lögum. Sandgræðslustjóri Aðalfundur hlutafélagsins „Meitill“ í Þorlákshöfn verður haldinn á Selfossi föstudaginn 2. marz 1951 kl. 2 e.h. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Selfossi, 14. febrúar 1951. Félagsstjórnin. Verkamannafélagið DAGSBRÚN Sýning á islandsklukkunni fyrir Dagsbrúnarmenn verður í Þjóðleikhúsinu laugar daginn 24. febrúar kl. 8 síðdegis. Þriðjungsafsláttur af verði aðgöngumiða. Félagsmenn verða að panta aðgöngumiða í skrif- stofu Dagsbrúnar fyrir kl. 7 e. h. miðvikudaginn 21. þ.m. Dagsbrúnarmenn, notið ykkur þetta ágæta tækifæri. Stjórnin Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, se^ glöddu mig á 60 ára afmæli mínu 29. jan. s.l. ____r ; Guð blessi ykkur öll. ... • i" Halldóra Oddsdóttir, Hjallahesi. VUGLYSEVGASBH T I 51 A V S ER 81300 í,. v - • V ‘C ' i\ réiÁ. u ,8-ÖÍWílC

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.