Tíminn - 20.02.1951, Page 5

Tíminn - 20.02.1951, Page 5
42. blað. TÍMINN, þr'ðjudaginn 20. febrúar 1951, 5 ntttmi Þriðjjud. 20. febr. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Snædroftningin Rányrkja og ræktun Það sem af er þessari ver tíð hefir víðast hvar verið tregur afli í verstöðvum lands ins og sums staðar svo, að nærri liggur ördeyðu. Þetta eru mikil tíðindi og ill, en þó ekki annað en menn hafa átt að venjast öðru hvoru og mega búast við framvegis og það jafnvel í vaxandi mæli ef ekki er að gert. Þessar fréttir benda í fyrsta lagi á það, hve rányrkja fiski miðanna segir til sín á þann hátt, að fiskistofnarnir ganga til þurrðar. Viðnámið gegn þeirri hættu er fyrst og fremst það, að friða uppeldistöðvar nytjafiskanna fyrir botn- vörpuveiðum. Það mál er sam tengt því að færa út land- helgi íslands, því að í raun og veru er það fyrst og fremst vegna ágengni erlendra tog-! ara, sem þess er þörf og því er það í sjálfu sér ekki aðal- j atriði málsins með hvaða for sendum tekst að friða grunn- miðin fyrir botnvörpuveið- um. Friðunin er aðalatriðið,! enda sameiginlegt hagsmuna 1 mál allra þjóða, sem stundaj fiskveiðar á íslandsmiðum eða neyta fisksins þaðan. Og' það er mikið fagnaðarefni og 1 stórmikið hagsmunamál hvað á hefir unnizt i þeim efnum! síðustu missirin, þar sem ýms j um flóum og fjörðum hefir verið lokað fyrir botnvörpu- veiðum. En aflatregðan á mið unum nú sannar, að slíkt er ekki að ófyrirsynju og minn ir jafnframt á, að enn þarf að halda áfram í sömu stefnu. Rýmkun landhelginnar og friðun allra grunnmiða gegn skefjalausri botnvörpuveiði er það takmark, sem stefna verð ur að. En jafnframt því, sem menn hugleiða slíkt er rétt að muna að stöðugt berast fréttir um nýjar og fullkomn ari veiðiaðferðir. Veiðskipin hafa tæki, svo að þau sjái hvar fiskur er í sjónum og með rafmagni er farið að smala fiskunum saman hvort sem þeir vilja taka beitu eða ekki og án tillits til þess, hvort þeir eru það djúpt, að botnvarpa næði til þeirra, eða uppi í sjó. Veiðitæknin er í hraðri framför, en að sama skapi verður rányrkj- an ægilegri og gjöreyðing fiskimiðanna færist nær ef ekki er aðgert. Hér skal engu spáð um þró un þessara mála í einstökum atriðum, en þess er þó að vænta, að eftir því sem afla- leysi verður almennara og langvinnara aukist skilning- ur manna á nauðsyn þess að vernda fiskistofnana og koma við eðlilegri friðun og tak- mörkun veiðanna. Samt væri bjartsýni að hugsa sér, að slíkar ráðstafanir bæru mik- inn árangur fyrr en almenn- ar þrengingar hefðu orðíð hlutskipti fiskveiðaútgerðar- innar um hríð. Þetta allt saman hlýtur að minna hvern raunsæan og skynsaman alvörumann á það hvílíkur geysimunur er á því að byggja afkomu sína á rækt un eða rányrkju. Þetta er því hverjum raunsæjum íslend- hverj um raunsæum íslend- Þjóðleikhúsið hefir aukið nýjum þætti við starfsemi sína með því að sýna Snæ- drottningúna, en það er ævin týraleikúr; ætlaður börnum og miðaður við þeirra hæfi. Þó að Nýjársnóttin sé ævin- týraleikur; sem er ágætur fyr ir börn, þá er hann þó ætlað- ur fullorðnum áhorfendum en á engan hátt miðaður sér staklega við börnin, eins og Snædrottningin. Þessi sjónleikur er margra manna verk, því að fyrst var hann byggður á ævintýri H. C. Andersens en Eugene Schwarts sneri því í sjón- leik en þó er hin enska gerð leiksins sem snúið hefir verið á íslenzkuy kennd við sérstaka höfunda, Seria Magifca og Rudolf Weil. Snædrotfcningin er fallegur ævintýraleikur um hlýju hjartans—og trygga vináttu, erfiða pílagrímsför til að leysa vin sinn úr álögum. Og þar bregður fyrir ýmiskonar ævintýraverum allt frá Snæ- drottningunni sjálfri að krákuhjónunum. Jón Aðils er sögumaður og mörgum leikhúsgesti mun vera það eýjung að sjá hann í þvi hlutverki. því að sögu- maður er. fyrst og fremst hj artahlýr, og góðgj arn og reynir hvarvetna að koma fram til góðs. Og kaflinn um hann og Breddu litlu er raun ar einhver hinn fegursti skáldskapiir um siðbætandi áhrifavald- ævintýraskálds- ins og SQgnmannsins, því að þar, er það sýnt, hvernig sá sem segir.góðar sögur fallega, göfgar hjaxtað. Trúlegt er það að Jón Aðilg búi lengi að þeim vinsældun)„ sem hann vinnur sér með þessum leik, því að það eru einkum leikhúsgestir framtíðariohar, sem horfa á Snædrottninguna. Inga Þóðardóttir leikur Snædrottoinguna og hin kalda tigö’pg’ ægimáttur frost hörkunnar jiýtur sín þar vel, enda er vetrarfegurö í bún- ingi henpar. Regína , Þórðardóttir er amma, gr^jærð og gömul, en fyrst og ,'fremst góð og blíð og elskuleg amma eins og vera ber. Það er óvenjulega mikið af ungum leikendum i þessum leik og meðal þeirra eru þrjár ungar leikkonur, sem gaman er að sjá. Ragnhildur Steingrímsdótt ir leikur Heigu, en það er að- alhlutverk. Segja má að vísu, að yndisjpokki saklausrar bernsku eigi meiri þátt i því en leikrsen listbrögð, að hún nær hjörtum áhorfenda, en það er álítaf aðalatriðið, að ná til hjáftnanna. Anna Stífla Þórarinsdóttir og Friðrika Geirsdóttir leika tvö eftirlætisbörn, kongsdótt ur og dóttur ræningjaforingj ans. Þetta eru athyglisverðar persónur, því að báðar eruþær brekóttar af eftirlæti, þó að þær hafi vanizt mismunandi framgönguháttum, en í raun og veru hafa þær báðar óspillfc hjörtu, sem sjálfselskan og sjálfsdekrið er ekki enn búið að breyta svo að varanlegt sé. Og það verður að segja, að báðar þessar ungu leikkonur gera hlutverkum sínum góð skil. Valdimar Helgason er kong ur og þó allt annað en konunglegur, enda ekki gott að fara svo með hlutverkið, því að kongsi er enginn tign- arhetja, heldur hégómlegur almennilegur karl, sem vill vera hátign og þorir því ekki að láta sjást að hann sé kump ánlegur en það er honum svo eiginlegt, að hann ræður ekki við það. Sennilega gerir1 Valdimar þessu hlutverki góð skil og svo mikið er víst, að skoplegur er hann. Jóhann Pálsson leikur kon- ungsefni, ungan og frískleg- an strák, sem annars er fátt um að segja. Valur Gústafsson leikur Karl, leikbróður Helgu. Leik- | ur hans í hásætinu í snæhöll inni sýnir meðal annars, að hann hefir góðan skilning á hlutverkinu og vald yfir rödd og svip. Þar mælir hann fram svör sín á þann hátt, að það er eftirminnilegt leík- atriði. Róbert Arnfinnsson og Þóra Borg eru krákuhjón en þau eru sérstök prýði í leikn um og sérstaklega er Krák- ur glæsilega skemmtileg per sóna og hefir Róbert þarna unnið leiksigur. Lúðvík Hjaltason er ráð- gjafi Snædrottningarinnar, kaldur í ráðum og kaldur í viðmóti eins og vera ber. Emilía Jónasdóttir er Sal- vör ræningjaforingi, hressi- leð dyrgja, og ein af þeim persónum, sem atburður er að sjá. Auk þessa fólks eru svo í leiknum verðir, þjónar, ræn- ingjar, hreinn og hvítabirnir og yrði oflangt að telja það allt upp. En dýrahöfuðin hef ir Nína Tryggvadóttir gert og auk þess teiknað búningana. Hildur Kalman er leik- stjóri en það hlýtur að reyna talsvert á hagsýni og smekk vísi, þó að óvíða séu tilþrifa- mikil átök. Sýningin í heild virðist hafa tekizt vel. Lárus Ingólfsson hefir gert leiktjöldin. Sumt ér fallegt, eins og kastalinn, þakherberg ið hennar ömmu er smekk- legt en þó að snæhöllin sé kuldaleg mætti hún gjarnan vera glæsilegri og tilkomu- meiri. Bíemi r'u^mundsson hefir islenzkað leikinn, en ekki alls kostar á létt og lipurt og hreint mál. Það er til dæmis alveg óþarft að tala um knúpp á rós í staðinn fyrir knapp eða hnapp. Blóm- knappur er orð, sem allir eiga að kunna. Þá er það heldur engin islenzka að „fatta“ og betur hefði farið í munni TCráks að tala um að gripa enda er það bæði íslenzkt mál og rökrétt hugsun. Eins er leiðinlegt að heyra að vagn inn komi „rúllandi“ og óþarfi er að nota danska orðið „tak“ i staðinn fyrir þökk. Annars staðar er málið ekki sem fim legast, eins og þegar talað er um að eiga landamæri að öðru landi að að vera „dug- lega þreyttur“. En svo er það til, að málið sé óþarflega í- burðarmikið, eins og þegar Helga litla er látin minnast sumarsins, þar sem „korn- stangamóðan blikaði yfir ökr unum“. Hér hefði þó sannar- lega verið ástæða til að leggja 1 rækt við hreinleik og einfald- leik tungunnar, og svo er allt það, sem sagt hefir verið um skyldur Þj óðleikhússins við tunguna. En í heild er sýning Snæ- drottningarinnar sæmdar- spor á braut Þjóðleikhússins, og færir það nær því tak- marki, sem það er helgað. H. Kr. Vélritunar- stúlka sem einnig er fær í bók- haldi, getur fengið at- vinnu. Eiginhandar um- sókn, merkt: Vélritun 813, leggist inn á skrifstofu Tímans fyrir 23. þ.m. Rafmagns- þvottapottar 53 lítra. 3300 vött. — Send- um gegn póstkröfu. Véla- og raf- fækjaverzlunin Tryggvagötu 23. Sími 81279 þjóð hanss verður að leggja aukna áherzlu á ræktun og leggja með því grundvöll að framtíðargengi sínu. í því sambandi er túnrækt in næsti áfanginn en fram- sýnir menn gleyma þar hvorki skógrækt né akur- yrkju. Það’sem næst liggur er þó það, að vernda þá byggð sem nú styðzt við ræktun og efla hana til aukinna land- vinninga. Én jafnframt því, sem þau dægurmál eru tekin, svo að samboðið sé hugsandi og sfcynsömum mönnum, verö ur með framsýni að undir- búa ræktunarmál komandi ára og alda. Allt kapp verður að sjálf- sögðu lagt á rýmkun íslenzkr ar landhelgi og verndun upp eldisstöðva nytjafiskanna en bak við þá víglínu verða allir hugsandi og framsýnir menn sem finna til ábyrgðar gagn- vart íslenzkri framtíð, að sameinast um það, að efla ræktunina því að það er hún, sem brauðfæðir þjóðirnar, þeg ar rányrkjan er komin í þrot eftir eyðingarstörf sln. Kr. 40-50 þús. LÁN óskast gegn öruggu veði Vextir fengjust greiddir með gólfteppi eða öðru ófáanlegu. Uppl. gefur Halldór Guð- mundsson, sími 80 005. Nlnningarspjöld Krabbameinsfélagsins í Reykjavík. Fást í verzluninni Remedia, 1 Austurstræti 7 og á skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilisins GÚMMÍLÍMIÐ GRETTIR í smásölu og heildsölu Gúmmlímgerðin Grettir Laugaveg 76 — Sími 3176 Forsóttahúslð Mikla athygli og umtal hef ir skýrsla sparnaðarnefndar, sem bæjarráð skipaði til at- hugunar á rekstri sjúkrahúsa og vistheimila Reykjavíkur- bæjar, vakið í bænum og víðs- vegar um land. Einnig hefir það vakið eft- irtekt, að ekkert blaðanna hef ir birt hana eða tekið til um ræðu, nema Tíminn. Öll hin blöðin, Þjóðviljinn, Morgun- blaðið og Alþýðublaðið hafa gengið í eina sæng og reynt að þegja í hel álit og tillögur sinna eigin manna. Skýrsla nefndarinnar tek- ur til athugunar rekstur sjö stofnana, sem bærinn kostar, og allsstaðar finnur nefndin verkefni, sem betur mætti fara. Sameiginlegt með þeim flestum eða öllum virðist vera að innkaup á matvörum og rekstrarvörum, eru gerð í smá sölu. Þó er til stofnun á veg- um bæjarins, sem ber nafnið: Innkaupastofnun Reykjavikur bæjar. Við umhugsun um þetta, verður mönnum að að spyrja: Hverskonar barnaskapur eða ráðleysi er hér á ferð? Eða er þetta gert af ráðnum hug til hagsbóta fyrir þá, sem við skiptanna njóta? Þetta er brennandi spurs- mál, sem alla skattborgara bæjarins varðar. Og eftir þessa uppljóstrun nefndarinn ar, verður það tæplega þagað í hel, eða stætt á þannig bú- skaparháttum. En annað atriði í skýrsl- unni vekur þó enn meiri eft- irtekt og undrun. En það er rekstur Farsóttahússins. Þeger nefndin gefur skýrslu sína, eru 12 sjúklingar á Far- sóttahúsinu, en starfsliðið 11 manns. Auk þess er aðstoðar fólk tekið, þegar sjúklingum fjölgar. Reksturshalli á þess- ari stofnun var árið 1948 krón ur 546 þúsund. Það ár virðist hafa verið tekin daggjöld af sjúklingum rúmar 3 krónur á dag. En kostnaður á hvern dvalardag sjúklinga er kr. 108 og er þá framlag bæjar- ins 105 krónur á hvern legu- dag. Árið 1949 verður á þessu nokkur breyting. Þá er tekið í daggjald tæpar 30 krónur á dvalardag. Kostnaðurinn á legudag færist þá úr 108 kr. frá fyrra ári niður í 85 krón- ur. Og er því framlag bæjar- ins „aðeins" um 55 krónur á dvalardag s. 1. ár. Þá upplýsir nefndin, að að- keyptar matvörur séu kr. 28.73 á hvern dvalardag, eða á mán uði á mann kr. 861.90. Þetta er aðeins efnið í matinn, aulc allrar vinnu. Dýr myndi Haf- liði allur, og eru hlutirnir varla skornir við neglur sér á bænum þeim. Nefndin er ekki stórorð um þetta, Þó segir hún, að hér sé 1 um „óskiljanlega eyðslu að ræða“, og telur að lækka megi þennan útgjaldalið um hvorki meira né minna en 90 til 100 þúsund krónur árlega, „ef skynsamlega væri á haldið“ eins og hún orðar það. í nefndinni, sem kveður upp þennan dóm, áttu sæti: Jónas Thoroddsen, lögfræðing ur formaður, Sig Á. Björns- son, framfærslufulltrúi, skrif ari, Kristín Ólafsdóttir lækn- ir, Hulda Á. Stefánsdóttir, forstöðukona Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Katrín Thorodd sen, læknir. Nefndin endurtekur í tillög um sínum, að á Farsóttahús- inu ætti að vera hægt að spara (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.